Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 08.05.1935, Qupperneq 2

Nýja dagblaðið - 08.05.1935, Qupperneq 2
2 N Ý J A dagblabið Síðasti söludagur fyrir 3. flokk á morgun Æilið þéraðgleymaaðendurnýja? Happdrættið Til Borgarfjarðar og Búðardals byrja hinar árlegu bílferðir fimmtudaginn 9. maí og verður þeim“ haldið uppi í sumar hvern mánudag og fimmtudag og til^baka alla þriðjudaga og föstudaga. Bifreldastöðm HEKLA Sími 1515 Norður á Holtavörðuheiði verða ferðir frá Bifreiðastöð íslands fimmtudaginn 9., laugardaginn 11. og þriðjudagiun 14. maí. Sömu daga kemur bifreið frá Blönduósi á móti suð- ur á Holtavörðuheiði. Afgreiðsla í Reykjavík á Bííreiðastöð Islands, sími 1540 Kaupum flöskur til föstudagskvölds, en þó aðeins Portvín, Sherry og Akvavit-flöskur. Afengisverzlun ríkísíns Nýborg Prjðnavélar Husqvarna- prjé>*avélar eru viðurkeund&r tyrir g-æ i Pó er verðið otrúiega lÁgt Samband ísl. samvinnufélaga Bifreíðastjórafél. Hreyfill Fundur í kvöld kl. 12 á miðnætti í K.R -húsinu. Umræðuefni: Biireiðaeftirlitið. Áríðandi að félagsmenn mæti vel og stundvíslega. BifreiðaeftirlitsmanninUm boðið á fundinn. S t j ó r n i n Ríkisskuldir Þjóðverja aukast hröðum skrefum FRÁ FRÉTTARITARA NÝJA DAGBLAÐSINS. i Kaupm.höfn í april. ; Frá Þýzkalandi hefir komið sú freg'n, að sökum samein- ingar Saarhéraðsins við Þýzka- iand og ennfremur vegna ann- ! ara breytinga, sem orðið hafi undanfarið, hafi ekki verið mögulegt að afgreiða nein fjárlög fyrir nýbyrjað fjár- | hagsár, sem hófst 1. apríl. Samt sem áður er það alkunn- 1 ugt, að á fjárhagsárinu 1934 —35 hefir afkomu þýzka rík- isins hrakað mjög, þrátt fyrir það þótt skattamir hafi verið j hækkaðir til stórra muna. Þessi skuldaaukning er að i nokkru talin stafa af óhag- stæðri utanríkisverzlun. Höf- uðástæðan liggur þó í því, að stofnað hefir verið til stór- ' kostlegra opinberra fram- kvæmda, hemaðarútgjöldin hafa aukizt mjög mikið og ríkið hefir gengið í allskonar ábyrgðir í stórum stíl. I upp- hafi fjárhagsársins voru ríkis- skuldirnar 14,5 miljarðar marka, en í lok þess 16 milj- arðar og hafa því aukizt um 1,5 miljarða marka á árinu. Verzlunarjöfnuður Þýzkalands var hagstæður í marzmánuði, en því var ekki fyrir að þakka, að útflutningur hefði aukizt, heldur aðeins vegna þess að dregið hafði verið úr inn- flutningi. En sökum þess, að hráefnabirgðimar hljóta að þverra, ef stöðugt verður haldið áfram á þéirri braut að draga úr innflutningnum, er Þjóðverjum mikið kapps- inál, að auka útflutninginn á ný, svo mögulegt verði að flytja inn í landið nauðsynleg hráefni. Af þessum ástæðum hefir dr. Schacht fjármálaráðherra Þýzkalands ákveðið að stofnað- ur skuli vera „útflutnings- sjóður“ að upphæð 1 miljarð- ur marka. Segja ensk fjár- málablöð, að með aðstoð þessa ,,útflutningssjóðs“ eigi að gera tilraun í þá átt, að auka útflutning Þýzkalands um 50 milj. marka mánaðarlega í næstu tólf mánuði. Sé ætlunin að afla nokkurs hluta af stofn- fé sjóðsins með þeim hætti, að þýzka ríkið kaupi upp þýzk rkuldabréf á heimsmarkaðin- um á núverandi gengi þeirra, sem er langt undir nafnverði, og sá hagnaður sem skapast við þennan verðmun, verði lát- inn renna í „útflutnings- sjóðinn". Eftir upplýsingum ensku blaðanna, álítur dr. Schacht, að með þessum við- skiptum verð i hægt að afla sjóðnum tekna að upphæð 250 milj. marka. Hins hluta stofn- fjárins — 750 milj. márka — eigi að afla á þann hátt, að skattleggja heimaiðnað Þýzka- lands með 3% „frjálsum" skatti. Takist ekki með þessu móti að stofnsetja „útflutn- ingssjóðinn“, geta Þjóðverjar, að sögn, naumast haldið uppi svo öflugri baráttu gegn at- vinnuleysinu í framtíðinni og uú er gert. Það er bersýnilegt, að þýzk fjármál eru nú komin út í það tvísýni, þegar stefna verður allri orkunni að því einu, að reyna að forða frá fjárhagslegu hruni. Það er fullyrt, að skuldir þær, sem þýzka ríkið stofnar nú til, séu mestmegnis við innlenda borg- ara, sökum þess hve örðugt sé um lántökur erlendis. Ríkis- skuldimar stofna þýzku þjóð- inni í sömu hættuna og á stríðsárunum, þegar öllu fjár- magninu var breytt í stríðslán. B. S. Eanpnm tóm glös nEdan Renol húsgagnaáburði. Verzl. Höfn, Vesturgötu 45 Körfugerðin, Bankastr. 10 Verzlunin Fell, Grettisg. 57 Ódýr svið r Ishúsið Herðubreið Simi 2678 Leikhúsið Illt er bá þrennt er Gamanleikur i þrem þáttum eftir Arnold Ridley Lefkfélag Reykjavíkur sýndi í fyrsta sinn á sunnudags- kvöldið var, gamanleikinn „Allt er þá þrennt er“, eftir Arnold Ridley. Aðalefni leiksins er það, að ungur enskur sveitaprestur, sem er svo grandvar í líferni sínu, að hann naumást þorir að líta í „eldhúsróman", lend- ir af tilviljun á meðal for- llertra glæpamanna, og verður á nokkuð broslegan hátt þátt- takandi í atferli þeirra. Allt er þetta nokkuð æfintýralegt og ekki beinlínis trúlegt. Prest- urinn sjálfur er býsna furðuleg persóna, en slíkt verður mað- ur að fyrirgefa í gamanleik. Og vel getur leikurinn verið holl áminning til þeirra, sem halda, að þeir viti mikið um lífið. Það verður ekki annað sagt, en að hlutverkin séu yfirleitt sómasamlega af hendi leyst. Unga stúlkan, sein leiðir prest- inn út í æfintýrið, er eðlileg og sjálfsagt svipuð því, sem höf. hefir ætlazt til að hún væri. Hún er leikin af Níní Stefánsson, sem áður lék ung- frú Kaldan í Straumrofum. Prestinn leikur Alfreð Andrés- son. Brynjólfur Jóhannesson og Valur Gíslason eru ágætir. Manni dettur ekki í hug að efast um, að þeir séu erkibóf- ar. Arndís Björnsdóttir, Gunn- þórunn Halldórsdóttir og klarta Kálman leika aldraðar konur, sem gera sitt til að koma fólki í gott skap. Og hvað sem bókmenntalegu gildi leiksins kann að líða, þá er hann skemmtilegur og vek- ur ósvikinn hlátur hjá hverj- um, sem á horfir. eru allra dekka bezt. Nokkur dekk eru til sölu áður en einka. salan tekur til starfa. Nýkomin- F. Olafsson Austurstræti 14. — Sími 2248

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.