Nýja dagblaðið - 18.05.1935, Page 3
N Ý J A
DKG B !• A Ð I B
Framsóknarílokknrinn
og Búnaðarfélag Islands
NÝJA DA66LAÐIÐ
Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“
Ritstjóri:
Gisli GuOmundsson.
Ritstj ómarskrif stofumar
Laugv. 10. Simar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa
Austurstr. 12. Síml 2323.
Áskriftargjald kr. 2,00 á mán.
í lausasðlu 10 aura ©int
Prentsmiðjan Acta.
Sundrungin í
íhaldsflokknum
Framkomai Jakobs Möllers,
Bjarna Benediktssonar og
Ragnhildar í Háteigi við borg-
arstjóra á bæjarstjómarfund-
mn í fyrradag-, er glöggur vott-
ur um sundrungina og ósain-
komulagið, sem1 nú á sér stað
í herbúðum íhaldsins út af
borgarstj óravalinu.
Styrkbeiðni sjúkrahúss
Hvítabandsins hafði legið fyrir
bæjarstjórninni í borgarstjóra-
t.íð Jóns Þorlákssonar. Jón
hafði ekki viljað taka styrkirm
á fjárhagsáætlunina. Hann
hafði oft haldið því fram í
bæjarstjórninni, að ekki mætti
samþykkja fjárveitingu utan
íjárhagsáætlunar. Settur borg-
arstjóri, Guðmundur Ásbjöms-
son, mælir eindregið m;eð, að
þessu verði fylgt. En keppi-
iiautar hans um borgarstjóra-
stöðuna hafa orð hans og á-
kvarðanir Jóns Þorlákssonar
að engu. Ekki vegna þess, að
skoðanir þeirra á málinu hafi
breyzt, heldur til að sýna, að
ekki tjáir, að láta Guðmund
Asbjömsson vera borgarstjóra.
Honum verði eklci hlýtt. Ráð-
leggingar hans ekki teknar til
greina. Guðmundur sér hvað
verða vill og undir ræðu Ragn-
hildar í Háteigi segir hann hin
oftirminnilegu orð: „Sem bet-
ur fer verð ég ekki lengi borg-
arstjóri“.
Hér í blaðinu hafa áður
verið taldir nokkrir íhalds-
nienn, sem vilja komast í borg.
arstjórastöðuna. Hverjúm um
sig fylgir síðan smærri eða
stærri klíka, aðallega af per-
sónulegum ástæðum. Þetta
fólk hótar með allskonar óá-
nægju, andstöðu við ýms mál
flokksins og jafnvel fullum að-
skilnaði, verði ekki látið eftir
vilja þess. Afstaða Bjarna
og Möllers á bæjarstjórnar-
íundinum, var einskonar á-
bending um fyrirætlanir þeirra.
Foringjar íhaldsins, sem ekki
eru þátttakendur í deilunni,
synda síðan á milli, en þora
enga ákvörðun að taka. Þeir
vilja engan styggja. Ósk þeirra
er að geta fundið einhvemnýj-
an, lítið flekkaðan mánn, sem
myndi geta komið einhverju
tauti við íhaldsfulltrúana í bæj_
arstjórninni, gæti haft þá í
„handjárnum", eins og Jón
Þorláksson gerði. FyrirBjarna,
Möller, Garðar, Gísla Sveins-
son og Sigúrð „þurfaling“ væri
það ógerningur. íhaldsfulltrú-
ernir myndu ekki „respektera"
þá nógu mikið. Þannig dregst
Grein í Mbl. í gær gefur til-
efni til að rifja upp stuttlega
nokkur atriði viðvíkjandi Bún-
aðarfélagi íslands og ákvörðun
íélagstjórnarinnar nú um veit-
ing búnaðarmálastjóra starfs-
ins.
1. Fi-amsóknarflokkurinn tók
það upp á stefnuskrá sína á
flokksþinginu 1934 að beita
sér fyrir því, að bændastétt
landsins, fengi full yfirráð í
Búnaðarfélagi íslands. En áður
hafði þetta verið svo, að Al-
þingi tilnefndi m. a. tvo menn
af þremur í stjóm félagsins.
2. Þó að Búnaðarþingi séu
veitt réttindi til að kjósa alla
félagsstjórnina, tryggir það
samt ekki að bændastéttin hafi
raunverulega yfirráðin í félag-
inu. Kosningafyrirkonrulagið
til Búnaðarþings og persónuleg
sambönd, seni myndast hafa í
sambandi við það, eru þess
valdandi, að Búnaðarþingið
gefur ekki rétta mynd af vilja
bændanna. Nægir í því sam-
bandi að benda á það, að það
kæmi vitanlega alls ekki til
mála, að t. d. Magnús Guð-
mundsson yrði kosinn í stjórn
Búnaðarfélagsins, ef almenn
atkvæðagreiðsla búandi manna
'i'm allt land ætti að ráða. Það
myndi heldur ekki vera hugs-
anlegt, að bændur landsins
kysu Svafar Guðmundsson sem
varaformann félagsins. Og
sllt á langinn og íhaldið leitar
að manni, sem það aldrei finn-
ur. Guðmundur Ásbjömsson
telur sig orðið bfáðabirgða-
mann og vill hafa sem minnsc
afskipti af málunum. Handa-
skolunum og vetlingatökunum
fjölgar dag frá degi og voru
þó nógu mörg áður.
Annars er þetta spegilmynd
af heimilislífi íhaldsins og
gæti hvergi komið fyrir, nema
lijá íhaldsmönnum. Þar er
mannhrakið mest, klíkúskapur-
inn víðtækastur og óheilindin
ríkust. Þó forkólfar íhaldsins
séu sammála í baráttunni
gegn umbótamálunum, þá sitja
þeir á svikráðum hver við
annan, þegar ráðstafa skal
mannvirðingum, völdum og
fjárforráðum. Það er eðlileg
afleiðing af stefnu flokksins.
Kún er sú, að einn skuli hagn-
ast á annara kostnað, vegs-
auki eins byggist á gengisleysi
annars. Það er ávöxturinn af
hugsunarhættinum, er íhaldið
hefir reynt að gróðursetja
undanfarið, sem nú hefir reist
þær öldur sundurleysis og
\aldastreitu í þess eigin flokki,
sem vel mætti verða honum að
falli.
Það er Reykvíkinga að segja
til, hversu lengi þeir vilja yf-
irráð flokksins, sem er slíkt
safn klíkuskapar og óheilinda,
að hann er ekki einu sinni fær
um að velja borgarstjóra.
það er sjálfsagt mjög hæpið
líka, að Tryggvi Þórhallsson,
þrátt fyrir persónulegar vin-
sældir, mýndi nú verða kjörinn
til slíks trúnaðarstarfs fyric
stéttina, ef bændurnir sjálfir
ættu kost á að láta í ljós vilja
smn um það.
4. Til þess að tryggja það, að
völdin í félaginu yrðu raun-
verulega í höndum bændanna,
lagði ríkisstjórnin til á Alþingi,
að fjárframlög til félagsins
yrðu bundin því skilyrði, að
allsherjar bændafundir, sem
skipaður yrði kjörnum fulltrú-
um bænda í öllum sýslura
iandsins, yrði látinn semja lög
fyrir félagið. Þeir, sem lögð-
ust á móti þessu skilyrði í
ræðu og riti, hafa því ekki get-
að gert það af þeirri ástæðu,
að með því væri yerið að rýra
vald bændanna. Um það var
ekki að ræða, heldur þvert á
móti.
5. Skilyrðinu var í þinginu
— til samkomulags — breytt
á þá leið, að ríkisstjóminni var
falið að gera tillögur um fnam-
tíðarskipulag félagsins og
leggja fyrir Alþingi. En fjár-
veitingin til félagsins skyldi
vera bundin við það, að bún-
aðarmálastjóri yrði framvegis
laðeins einn og að hann yrði
samþykktur af landbúnaðar-
ráðherra. — En það fyrirkomu.
lag að hafa tvo búnaðannála-
stjóra, var samþykkt út úr
vandræðum árig 1927, til þess
að binda bráðabirgðaenda á
hina hvimleiðu deiluj félags-
stjórnarinnar við Sigurð Sig-
urðsson. En eins og kunnugt
er, hefir tvískipting þessi ver-
ið til sundrungar og tjóns í fé-
laginu og öllum hlutaðeigend-
um til leiðinda.
5. Mbl. heimskar sig enn
einu sinni á því að þakka Jóni
á Akri (!) fyrir breytinguna
á jarðræktarlögunum á þingi í
vetur, þar sem Búnaðarfélag-
inu var gefið aftur vald til að
kjósa stjórn sína. Þag er raun-
ar ekki nýtt, að flokksmenn
Jóns geri gaman að honum á
bak, en að gera þannig gys að
honum opinberlega í höfuðmál-
gagni flokksins, mun honum
sennilega þykja fullþung hegn-
ing, — jafnvel fyrir trjá-
plöntueinkasöluna! Og meðal
annara orða: Af hverju lét
íhaldið Jón ekki gera meira, úr
því að hann er þessi skörung-
ur, t. d. fella skattalagabreyt-
ingarnar, fiskimálanefndina —
eða sjálfa ríkisstjómina! —
Sannleikurinn er sá, að það var
fyrst og fremst verk landbún-
aðarráðherra, að lagabreyting
þessi um Búnaðarfélagið komst
fram í þinginu, enda höfðu
stjórnarandstæðingar vitanlega
elcki atkvæðamagn til að koma
henni fram frekar enn öðru.
6. Þegar að því kom nú, að
ráðstafa búnaðarmálastjóra-
starfinu, hafði málið þannig
við: Undirróður og átök í
Búnaðarþinginu, snerust um
tvo af umsækjendum, þá ráðu-
nautana Áma Eylands og
Pálma Einarsson. Metusalem
Stefánsson hafði vitanlega líka
vegna starfs síns og m'argra
kosta, mjög sterka aðstöðu.
Vegna þessa ástands kom| það
greinilega fram hjá súmum
hyggnustu og gætnustu Bún-
aðarþingsfulltrúum', að heppi-
legast myndi að fá „nýjan
mann“, þ. e. mann, sem ekki
hefði beinlínis starfað fyrir
félagið og ekkert riðinn við
deilur innan félagsins undan-
farin ár. Er það og nokkuð
hliðstætt því, er Pálmi Hannes-
son var settur rektor Mennta-
skólans, sem vel hefir gefizt,
þegar deilt var úm það, hver
af kennurum skólans skyldi
hljóta starfið.
Þag hefir nú tekizt að fá
þann mann fyrir búnaðarmála-
stjóra, sem þessa aðstöðu
hafði. Meirihluti félagsstjórn-
arinnar hefir lýst yfir því, að
hann treysti honum „prýði-
lega til starfsins“ (sbr. bókun
Tr. Þ. í gerðabók félagsstjórn-
arinnar) og greitt honum at-
kvæði. Þessi skoðun Tr. Þ., að
Steingrímur Steinþórsson sé
„prýðilega til starfsins fallinn“
liefir vitanlega fyrst og fremst
ráðið afstöðu hans til malsins.
Hefir hann þar látið hagsmuni
iélagsins ráða, eins og vænta
mátti. Þriðji stjórnarmaður-
inn (Þ. M. Þ.) lét ekki bóka
nein rök geg-n því að þetta álit
meirahlutans væri réttmætt.
7. Mbl. heldur því nú fram,
að vald Búnaðarfélagsins yfir
málum sínum', sé ekki nema á
B
pappírnum. Félagið hefir nú
eins og áður er sagt, fengið
fullt vald yfir sinni stjórnar-
kosningu. Og í fjárlagafrv.
]jví, sem1 lagt var fyrir síðasta
þing, er ekkert skilyrði við-
víkjandi stjóm félagsins eða
störfum hennar. Beint vald rík-
isstjórnarinnar yfir stjómár-
störfum félagsins, fellur úr
gildi með núgildandi fjárlög-
ura. En á sama hátt og land-
búnaðarráðherra beitti aðstöðu
sinni í þinginu til aQ koma
fram margumbeðinni breyt-
ingu á stjórnarkosningu fé-
lagsins, hefir hann nú notað
þá aðstöðu, sem honum var
gefin við samþykkt fjárlag
anna, til að hafa áhrif í þá átt,
að nú um leið og ríkisvaldið
skilar af sér þeim yfirráðum,
er það hefir haft yfir máluni
félagsins síðan 1923, þá sé
búnaðarmálastjóri valinn með
Það fyrir augum, að hinar
gömlu deilur innan félagsins
geti jafnazt sem' fyrst. Mistak-
ist þetta á einn eða annan
liátt, þá er það á valdi félags-
stjórnarinnar, að gera betúr
og segja búnaðarmálastjóran-
um upp starfi með sex mánaða
í'yrirvara, og setja nýjan.
Og þeim, sem fyrst og
fremst hugsa u!ni; vilja bænd-
anna í þessu máli, má benda á
það að lokum, að ríkisstjórn
sú, er nú situr, hefir óumdeil-
anlega að baki sér mikinn
meirahluta bændastéttarinnar í
landinu, þann meirahluta, sem
við alþingiskosningar hefir
greitt Framsóknarflokknum at-
kvæði. Og það er sá eini
bænda-meirihlúti, sem vitað er
um, að til sé í landinu.
hjá
Samband ísl. samvínnuiélaga
Sími 1080 (4 línur).
Hangikjötið
er komið aitur.
íshúsið Herðnbrelð
Simi 2678.
Gula bandið bezf
Sumarskólí
fyrír guðspekinema
verður haldinn að Laugarvatni, 15.—21. júní næstkomandi
Jafnt utanfélagsmenn sem meðlimir velkomnir.
Allar upplýsingar gefur:
Marta Indriðadóttir,
Tjarnargötu 3. Sími 3 4 7 6.
Menn tilkynni þátttöku fyrir 7. júní.