Nýja dagblaðið - 23.05.1935, Page 3
N Ý J A
D A Q BLABIB
Útsvarsskráin
keinur út um helgina
Utsvönn hækka um 4O°|0 frá því í fyrra.
Neyzluskattur á brýnustu lífsnauðsynj-
um tvöfaldaður. Útsvör og neyzluskatt-
ur samtals 3 milj. 630 þús. kr. ©ða nær-
fellt miljón krónum hærri en í fyrra
NÝJA DAGBLAÐIÐ
Útgefandi: „BlaÖaútgáfan h.í.“
Ritstjórar:
Gísli Guðmundsson,
Sigfús Halldórs frá Höfnum.
Ritstjórnarskrifstofumar
Laugv. 10. Simar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa
Austurstr. 12. Sími 2323.
Áskriftargjald kr. 2,00 á mán.
í lausasölu 10 aura eint.
PrentsmiÖjan Acta.
Undsmálafutsdir
Framsóknar'
flokksins.
Bréfi miðstjórnar Sjálfstæð-
isflokksins um ræðutíma á
landsmálafundunum, hefir
Framsóknarflokkurinn svarað á
hessa leið:
„Reykjavík, 22./5. 1935.
Út af bréfi miðstjómar
Sjálfstæðisflokksins dags. 15.
þ. m. vil ég, fyrir hönd Fram-
sóknarflokksins taka fram eft-
irfarandi:
í umræddu fundarboði Fram-
sóknarflokksins er gengig út
frá þingflokkum sem aðalþátt-
takendum í fundúnum, en þing-
ílokkar eru eins og kunnugt er,
fjórir, tveir stuðningsflokkar
ríkisstjórnarinnar og tveir í
st j órnarandstöðu. Þótti þá
sanngjarnt, að það væri tryggt,
að á hverjum fundi væri jafn-
langur tími ætlaður þeim ræðu-
mönnum samtals, sem deildu á
stefnu ríkisstjórnarinnar og
hinurn, sem héldu henni fram
— án tillits til þess hvort allir
þingflokkarnir ættu fulltrúa á
fundinum.
Framsóknarflokkurinn geldv
út frá því, að um þetta atriði
mundi ekki verða ágreiningur
milli þingflokkanna en þar
sem ágreiningur hefir orðið,
\ill Framsóknarflokkurinn til
samkomulags ákveða að ræðu-
tími á hverjum fundi skuli
vera bundinn við þá þingflokka
eingöngu, sem fulltrúa eiga á
fundinum og að sjálfsögðu jafn
fyrir fiokkana.
Það skal fram tekið að Fram-
sóknarflokkurirm gengur út frá
því, að þeir flokkar, sem ekki
eiga fulltrúa á A]|þing(i geti
einnig tekið þátt í fundunum,
en telur rétt, að ræðutími
þeirra sé ákveðinn eftir ástæð-
um á hverjum stað.
Virðingarfyllst
(sign.) Eysteinn Jónsson
ritari Framsóknarflokksins.
Tii miðstjórnar
S j álftæðisflokksins
Reykjavík“.
■ I
Dívanar, dýnur og allskonar
stoppuð húsgögn. Fjölbreytt-
ast úrval. — Vatnsstíg 3.
Húsgagnaverzl. Reykjavíkur.
■ já
Niðurjöfnun útsvaranna er
lokið, og útsvarsskráin er
væntanleg á laugardaginn.
Hér í blaðinu hefir nokkuð
verið sagt frá þeirri gífurlegu
hækkun á útsvörunum í Rvík,
sem íhaldsmeirihlutinn í bæn-
um hefir knúð fram. Nú er
komið í ljós, að hækkunin
verður þó raunverulega enn þá
meiri en ráð var fyrir gert.
Samkvæmt fjárhagsáætlun-
inni, eins og endanlega var frá
henni gangið af íhaldinu, voru
útsvörin áætluð kr. 3.108.150,
auk 5—10% umfram, eða mið-
að við meðaltalið, 7V2%» 3.341
þús. kr. Árið 1934 voru út-
svörin 2.497 þús. kr. Nemur
því hækkunin á heildarupphæð-
inni um 844 þús. eða ca. 34%.
Samkvæmt upplýsingum, sem1
blaðið hefir fengið hjá for-
manni Niðurjöfnunarnefndar
Reykjavíkur, verður þó hækk-
un útsvarana enn þá meiri
raunverulega. Tjáði hann blað-
inu, að útsvarsstigi sá, sern
nefndin hefir farið eftir við á-
lagninguna í ár, væri nálægt
því að vera 40% hærri en út-
svarsstigi sá, sem lagður hef-
ir verið til grundvallar undan-
farið. En vegna lakari útkomu,
einkum á nokkrum' hluta at-
vinnufyrirtækjanna, hafi sú
hækkun ekki náð til að sam-
svara áætlunarupphæðinni og
liafi því orðið að bæta ofan á
útsvörin samkv. stiganum' 10%
(á öll útsvör yfir 40 kr.) eins
og gera varð síðastliðið ár.
Þetta þýðir að enda þótt
iieildarupphæð útsvaranna
hækki ekki nema(!) um 34%,
hækka útsvörin raunverulega
nm 40%, vegna þess, að álagn-
ingargrundvöllurinn er lakari.
Sá sem í fyrra borgaði 100 kr.
í útsvar, borgar því í ár 140
kr. að óbreyttum ástæðum.
Flestum mun hafa fundizt,
að útsvörin væru þegar orðin
nógú tilfinnanlegur útgjalda-
liður og erfitt að standa í skil-
um. Árið 1933 (síðari reikn-
ingsskil ekki til) námu drátt-
arvextir af útsvörum yfir 60
þús. kr. Lögtök og nauðungar-
uppboð fara stöðugt vaxandi.
Má geta nærri, hvort margir
bæjarbúar geri það að gamni
sinu að borga háa vexti ofan á
útsvörin eða láta taka af sér
jafnvel nauðsynlega innan-
stokksmuni. En hvað verður
þá á þessu ári, þegar borgar-
arnir eiga að snara út 840 þús
kr. meira í útsvörum en verið
hefir og það af rýrari tekjum?
Það er hætt við, að mörg verði
lögtökin áður en lýkúr.
En auk þess sem útsvörin
sjálf eru hækkuð svona gífur-
lega, er tekið stórfé af bæjar-
búum í óbeinum! útsvörum,
með því að selja gas, rafmagn
og vatn langt yfir kostnaðar-
verð, eins og margsinnis hefir
verið sýnt fram á hér í blað-
mu. Samkvæmt reikningi bæj-
arins fyrir árið 1933, hefir í-
haldinu tekizt að fá „tekjuaf-
gang“ á gasstöð, rafveitu og
vatnsveitu, samtals 890 þús.
með því að leggja á gasið 40%,
á rafmagnið 80% og á vatnið
170%.
Þessum tekjuafgangi getur
svo íhaldið ráðstafað eftir eig-
in geðþótta. Og nú á þessu ári
er ákveðið að taka 293 þús.
kr. af þessari þokkalegu álagn-
ingu, til eyðslú fyrir bæjar-
sjóð, auk þess sem vatnsveit-
an er látin táka þátt í inn-
heimtukostnaði bæjarins, bíl-
kostnaði, o. s. frv. Ihaldið
kann sannarlega að leggja á.
Og ekki stendur á að loka fyr-
ir gasið og rafmagnið, ef ekki
eru staðin skil á „réttmætu
andvirði". Það voru líka einu
sinni til á íslandi danskir ein-
okunarkaupmenn, sem1 bundu
yfir mjölpokann fyrir augun-
um á hungruðum þurrabúðar-
mönnum, ef þeir gátu ekki
greitt það verð, sem upp var
sett.
Það liggur í augum uppi,
Iivað þessi neyzluskattur kem-
ur ranglátar niður en útsvör-
in. I stað þess að útsvörin eru
miðuö við ástæður manna og
greiðslugetu, kemur okrið
á þessum nauðsynjavörum
jafnt niður á alla og því meira
sem menn hafa fyrir stærn
fjölskyldú að sjá. Þetta við-
bótarútsvar, sem laumað er
ofan á gasverðið, vatnsskatt-
inn og rafmagnsreikninginn,
er því hreinn nefskattur, sem
er tekinn af öllum, börnum,
gamalmennum, sjúklingum1 og
þurfalingum, sem öðrum. Og
ekki nóg með það, að nefskatt-
urinn sé tekinn þannig beint,
heldur verður hann einnig til
þess að auka dýrtíðina í bæn-
um. Það sem kaupmaðurinn
borgar fyrir gas og rafmagn
(og í hærra útsvari) tekur
hann aftur af neytandanurn
með því að leggja það ofan á
matinn og fötin, sem hann
selur. Álagningin á gasið,
vatnið og rafmagnið og hækk-
unin á útsvörunum kemur því
tvöfalt niður á almenningi að
lokum. Aðeins eitt dæmi þess
hvernig flestar af orsökum
dýrtíðarinnar í Reykjavík.má
rekja til þeirra ráðstafana,
sem íhaldið í bænum hefir
gert á undanfömum árum og
heldur áfram að gera.
Tekjur bæjarsjóðsins og
stofnana hans eru á yfirstand-
andi ári áætlaðar sem næst
8 milljónir króna, þar af fram-
undir helmingur útsvör og
neyzluskattar. Þetta eru orðin
þurftarlaun ihaldsins til þess
að geta fleytt bænum áfram
eitt ár til. Það gerir að méðai-
tali um 1000 kr. á hverja 4
manna f jölskyldu fyrir það eitt
að vera innan bæjartakmark-
f
anna og njóta þess, sem bæj-
arsjóðurinn og stofnanir hans
láta í té. Hver og einn getur
gert það upp við sig hvað
kemur í aðra hönd og hve mik-
ið er að þakka.
Ef spurt er hvað verði um
þessar 8 miljónir og hvernig
þeim sé komið fyrir á einu ári
og hversvegna bærinn geti
ekki loksins hætt að safna
skuldum, þá er rétt fyrir menn
að athuga fjárhagsáætlun
bæjarins nú og reikninga hans
fyrir árið 1933. Þar er séð
fyrir því, að áman, sem helt er
í, sé jafn víð og opin í báða
enda. Engin viðleitni er sýnd
til að draga úr útgjöldunum,
ekkert gert til að skipuleggja
fátækraframfærið , sem er
komið á aðra rniljón króna,
ekki reynt að draga saman
skrifstofubáknið eða lækka háú'
launin. Aðeins þrír menn, raf-
magnsstjórinn, borgarstjórinn
og hafnarstjórinn, hafa til
samans 60—70 þús. kr. laun,
eða nærri helmingi meira en
það sem bærinn vaMSí tíl í-
þrótta og lista á árínu 1933.
Og annað er eftir þessu. Tekj-
urnar fara jafnóðum í eyðslu*
fé og afborganir og vexti áf
gömlum eyðslulánum. lhaldið
fær ekki við neitt ráðið. En
þegar íhaldið uppgötvar að
það vantar eina ipiljón til þess
að geta látið eyðslúna „ballan-
cera“, hefir það gott -og gilt
ráð til að bjarga sér út úr ö-
göngunum: Að‘ rétta- aflakló
sína niður í vasa bæjarbúa1 og
taka þaðan 840 þús. kr. í aukn-
um útsvörum og það sem á
vantar í neyzluskatti á þurftar-
vörur. Ekkert er hUgsað um
það, hveniig hag almennings er
komið, eða hvort nokkur
greiðslugeta er fyrir hendi —
bæjarsjóðurinn verður að fá
sitt. * ú
Hitt er annað mál, hvort al-
menningur í bænum getur þol-
að íhaldsmeirahlutann lengi
héðan af.
Fundur
hefst í dag 23. maí í kaupþingssalnum, kl, 5 síðdegis.
Fiskinaálanefnd
Sölusamband islenzkra íiskframleidenda.
öulrófnafræ
Gauta gulrófur og rússnesku gulrófurn-
ar (Krasnoje Selskoje), sem aldrei tréna
fæst i Kanpfélagri
Rejkfaviknr
Bankastræti 2 — Sími 1245
Muiiid m"§
ad llttryggja yðnr hjá
Andvöku
sem vilja fylgjast vel með erlendum
og innlendum nýjungum og gangi al-
mennra mála þurfa að lesa
aðal málgagn stjórnarinnar.
Nýja dagblaðið er blað félagslyndra og framsakmna mawaa
Hríngið i sima 2328 eða komið á afgr. Austumtr. 11 — eg
gerist áakrlfendur að blaðinu.