Nýja dagblaðið - 24.05.1935, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 24.05.1935, Blaðsíða 2
2 N Ý J A D A G BLAÐIÐ Borg'arflardar og Borgarness næstkomancli laugard., mánud, og miðvikud. Finnbogi Guðlaugsson, Borgarnesi Afgreiðsla á Nýju Bifreiðastöðinni, Kolasundi. — Simi 1216 Brúðargjafir Matar- Kafii- og Testell Kristall, Keramik o. m. fl. | Happdrætti Háskóla Islands BEBLIN Austurstræti 7. Trésmiðafélag Reykjavíkur Að gefnu tilefni tilkynnist, að þeir húsasmiðir, sem taka vilja uemendur í húsasmiðaiðn, verða að fá leyfi til þess hjá stjórn Trésmiðafélags Reykjavíkur, samkv. félagssamþykkt. 3. nóvember 1934. § t j ó r n i n. Trésmiðafélag Reykjavíkur heldur fund í Baðstofu iðnaðarmanna í dag kl, 8,30 sd. Dagskrá: 1. Rætt um kosningu gerðardómsformanns. 2. .Bréf frá Iðnsambandsstjórn ura skrifstofumáli^. 3. Bréf frá Landssambandi Iðnaðarmanna. 4. önnur mál. S tj 6 rnin. Enduroýjun til 4. fiokks hefst í dag. Dregið verður í 4. flokki 11. júní. 300 vinningar - 56600 kr. Eftír eru á þessu ári vinningar að upp- hæð 918 þús. kr. Vinningar verða greiddir í skrifstofu happdrættisins í Vonarstræti 4 daglega ki. 2-3. Vinningamiðar séu áritaðir af umboðsmönnum. Ófarin leið Alþýðublaðið sltrifar i gær um hátekjur og- stóreignir og segir að Alþýðuflokkurinn vilji ,.hafa beina skatta á hátekj- um og stóreignum, en eldii skatta á brýnustu þurftarlaun og tolla á brýnustu neyzluvör- um. „En þessi leið er svo að segja algerlega ófarin enn“, fcætir blaðið við. Þykir rétt að benda Alþýðu- biaðinu á það, að fyrir nokkr- um árum átti Haraldur Guð- mundsson núverandi atvinnu- málaráðherra sæti í milliþinga- nefnd í skattamálum og gerði þar sérstakar tillögur uni skatta á hátekjum og stór- tignum. Þessar tillögur, sem Haraldur Guðmundsson gerði þá, gengu skemmra í þá átc, sem Alþýðublaðið vill halda í, en frv. það um sama efni, sem fjármálaráðherra lagði fram á síðasta þingi og gert var að iögum. Alþýðublaðið mætti gjarnan læra að muna málin betur, áður en það fellir dóm í þeim. vestur um þriðjudág 28. þ. m, kl. 9 síðdegis. Tékið verður á móti vör- um til hádegis (kl. 12) á laugardag og mánudag. scm þurfa að auglýsa húsnæði cöa aðrar smáauglýsingar, ættu að gera það í „ódýru auglýsing- unum“ hér í blaðinu. þær kosta lítið cn haía margreynst að hafa ágæt áhrif. DV0L hefir flutt sögur eftir marga fræga liöfunda, svo sem Andersen- Nexö, Maxim Gorki, Hamsun, Jonas Lie, Maupassant, Axel Munthe, Pirandello, Sudermann, Zweig, Mark Twain, Selmu Lagerlöf, Engström, Edgar Allan Poe, 0’ Henry, Orzeszknowa, Schwartz, Tschechov, Alphonse Daudet, Anatole France., Skjoldborg, Sven Hedin, Jack London, Galsworthy o. m. fl. Meðal þeirra íslenzlcu höfunda, sem skrifað hafa í Dvöl eru: Gunnar Gunnarsson skald, Jónas Jónsson frá Hriflu, Jón Eyþórs- son, Pálmi Hannesson, Alexander Jóhannesson, Bjarni Jónsson dóm- kirkjuprestur, Tómas Guðmundsson skáld, Guðmundur Friðjónsson, Huida, Sigurður Nordal, Sigurður Skúlason, Ragnar Kvaran, þór- bergur þórðarson, Kristmann Guðmundsson, Arnór Sigurjónss. o. fl. Dvöl fæst ennþá öll frá upphafi og nýir kaupendur að Nýja dagblaðinu fá hana með sérstaklega lágu verði. Dvö! verður ein af eigulegustu bókunum í bókasafni manna. þcir sem eiga hana frá byrjun, en vantar eitt og eitt hefti í hana ættu að fá sér þau sem fyrst, meðan þau eru fáanleg. Viðtai við Qudmund Kamban Framh. af 1. síðu. af Miss C. E. Ramsden, en hún hefir áður þýtt sögur Sigrid Undset á ensku. — Bók yðar hefir fengið ágæta dóma í Þýzkalandi. Telj- ið þér að sá orðrómur sé rétt- ur, að Þj óðverj ar leggi sig nú meira eftir norrænum bók- menntum! en áður? — Nei, Þjóðverjar hafa jafnan verið sú stórþjóðanna, sem mest hefir lagt sig eftir bókmenntum og listum Norður- landaþjóðanna. Norrænir rit- höfundar hafa samið rit sín á máli smáþjóða, en það getur aldrei borið hróður þeirra langt. Þjóðverjar hafa oftasfc crðið fyrstir til að veita þeim athygli og skapa þeim heims- frægð. Norðurlandaþ j óðirnar eíga Þjóðverjunf miklar þakkir að gjalda fyrir það, að þeir hafa dreift ritum þeirra út um allan heim. — Hafið þér fengist nokkuð við leikstarfsemi eða leikrita- gerð síðastl. ár? —■ Nei. Leikstarfsemin virð- ist liggja í hálfgerðu þagnar- gildi. Kvikmyndirnar og út- varpið eru sterkir keppinautar. Leikhúsin segjast þurfa að iaka sér lægri verkefni en áður, til þess að geta haldið í fólkið. — Hvaða verk takið þér fyr- ir næst? — Erindi mitt hingað er að afla mér heimilda að nýrri sðgu. Efnið verður sótt til sögu Is- lands. Annars vil ég sem minnst um það tala. Ég vil vera sem fáorðastur um það, sem ég ætla mér að gera og ekki er fullvíst hvað verður. Undirbúningurinn til að semja sögulegan „róman“ tek- ur mikla vinnu og fyrirhöfn. Ég varð að fara margar ferðir hingað heim meðan ég var að safna mér heimilda að „Skál- holti“. Það er ánægja, sem sjálfsagt er einsltorðuð við mína persónu, að þeirri bók er tekið betur hvarvetna erlendis en hér heiiria. Talið berst að seinustu að vngri rithöfundunum íslenzku, — Ég hefi lesið bækur Kilj - ans, segir Kamban, og líkar þær vel. Hann hefir tvímæla- laust mikla rithöfundarhæfi- leika. Sömiuleiðis Þorbergur Þórðarson. Kristján Albert- son er líka búinn hæfileikum sem rithöfundur, er vér ættum sannarlega að færa oss í ny** og ætti að skrifa meira. En ]vað er svo með íslendinga, að þeir kunna enn naum- ast að meta verk okkar beztu listamanna. Þó er það liið eina, sem varpar ljóma á þetta land. Okkur þýðir ekki að hugsa til að keppa við aðr- ar þjóðir á öðrum sviðum.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.