Nýja dagblaðið - 30.05.1935, Side 1

Nýja dagblaðið - 30.05.1935, Side 1
Málalok i Soésdeilunni í gærkvöldi: * Revkjavikurbær tekur að sér eftiis- flutningana fvrir 15 þnsnnd krónur Ríkisstjórnin lofar að beita sér fyrir þvi, að bærinn fái eftir' gefinn toll á efni til virkjunarinnar, sem nemi allt að helm- ingi þess halla, sem bærinn verður fyrir af flutningunum Bæjarí'áð hefir verið á fund- um út af Sogsdeilunni svo að segja dag og nótt tvo undan- fama sólarhringa. Flutninga- skipið Henning B, sem hefir efnið til virkjunarinnar innan- borðs, fór héðan í fyrrinótt. Höjgaard verkfræðingur var, eins og kunnugt er, farinn áð- ur, en umboðsmaður hans, Schröder-Petersen, hefir haft skeytasamband við hann við- víkjandi einstökum atriðum samkomulagstilraunanna. Um klukkan 12 í nótt gerði bæjarráðið eftirfarandi álykt- un: „Bæjarráðið samþykikir að gera samning \ið Höjgaard & Schultz A/S., um flutning á efni og vélum til Sogsvirkjun- arinnar héðan úr bænum aust- ur að virkjunarstaðnum, 4700 tonnum, fyrir 75 þúsund krón- ur, að því tilskildu, að bæjai'- ráð fái til umráða og afnota vöruflutningabifreiðar firmajns hér ásamt dráttarvögnum, ef þess yrði óskað, með rétti til þess að framselja öðrum flutn- ingana, enda nái firmað sam- komulagi við verkalýðsfélögin urn önnur deiluatriði og byrj- að verði á virkjuninni tafar- laust. Hinsvegar áskilur bæj- arráðið sér allan rétt til þess að krefja A/S. Höjgaard & Schultz um bætur fyrir allt tjón, sem bæjarfélagið hefir beðið og bíður vegna verkfalls- deilunnar og af lausn hennar. Það er jafnframt skilyrði fyrir framangreindu tilboði til verktaka, að samkomulag náist við Vörubílastöðina „Þróttur“ hér í bænum um flutning á framangreindum 4700 tonnum fyrir 28 krónur tonnið“. í tilefni af væntanlegum samningum milli A/S. Höj- gaard & Schultz og verkalýðs- félaganna, gerði bæjarráðið ennfremur svohljóðandi álykt- un: „Þar sem bæjarráðið telur að það sé samkv. kunnum taxta^ verkalýðsfélaganna, að verk- taki greiði kaup matreiðslu- kvenna og kostnað af nauðsyn- legustu ferðum verkaananna, telur það óhjákvæmilegt að verktaki gangi að héraðlútandi kröfum verkalýðsfélaganna, en tekur fram, að það neitar al- gerlega að bærinn sé skyldur að endurgreiða verktaka hér af leiðandi útgjöld“. Eins og ályktun bæjarráðs ber með sér, hefir niðurstaðan orðið sú, að Reykjavíkurbær tekur að sér að flytja efnið til virkj unarinnar austur að Sogi fyrir 75 þús. kr. Hafa Höj- gaard & Schultz fallizt á að greiða þá upphæð. En í upp- hafi vildi firmað ékki greiða nema 60 þús. kr. fyrir flutn- inginn. Krafa vörubílastöðvar- innar „Þróttur“ var hinsvegar í upphafi sú, að greiddar yrðu fyrir flutning efnisins alls 148 þús. kr. En til samkomulags hefir 'hún lækkað kröfu sína niður í rúml. 131000 kr., og er nú gengið út frá, að bærinn greiði henni þá upphæð. Þess skal getið, að ráðunaut- ur bæjarins við virkjunina, norski verkfræðingurinn Ber- dal, ihefir áætlað hæfilegt kostnaðarverð flutninganna allt að 120 þús. kr. Ríkisstjórnin hefir lofað að beita sér fyrir því^ að bærinn fái eftirgefinn toll á efni til virkjunarinnar, sem nemi allt að helmingi þess halla, sem bærinn verður fyrir, með því að taka að sér flutninginn fyr- ir 75 þús. kr. Hefir hún talið eðlilegt, að rétta bænum hjálp- arhönd að þessu leyti, til þess að bjarga honum1 frá stórkost- legu vaxtatapi, sem hann hefði orðið fyrir, ef virkjunin hefði stöðvazt (300 þús. kr. á ári) — og ennfremur til að koma í veg fyrir yfirvofandi atvinnu- tjón mörg hundruð verka- manna. í dag verður væntanlega gengið frá þrem samningum i samræmi við þá niðurstöðu, sem fengin er: í fyrsta lagi milli bæjarstjórnarinnar og firmans, um! að bærinn taki að sér flutningana fyrir 75 þús. kr., í öðru lagi milli bæjar- stjórnarinnar og vörubílastöðvL arinnar „Þróttur" og í þriðja lagi milli firm'ans og verka- mannafélagsins Dagsbrún um vinnuna við Sogið. Viðvíkjandi þeirri vinnu hefir á milli bor- ið um, ihvort firmað ætti að greiða kaup matreiðslukvenna og ferðir verkamanna eins og ákveðið er í taxta verka- manna. En firmað mun hafa lýst yfir því í gærkvöldi, að það myndi taka að sér þennan kostnað í bili, en að það á- skildi sér endurgreiðslu frá bænum, ef í ljós kæmi, að það hefði ekki verið skylt til að bera kostnaðinn samkvæmt samningum við bæinn. Almennt mun því verða fagnað, að lausn er fengin á þessari hættulegu deilu. Myndi þess að vísu margur óska, að greinilegar hefði verði frá þessum málum gengið við firmað í upphafi af hálfu bæj- arstjórnarinnar og að fyr hefði verið fram í því gengið af hennar hálfu, að fá þá lausn, sem orðin er, úr því að ekki var á betra völ. Vinnuveitendafélag Islands sendi blöðunum í gærkvöldi langt varnarskjal fyrir Höj- gaard & Schultz út af afstöðu 'firmans í deilunni. Eru þar fram borin svipuð rök og Mbl. birti í upphafi deilunnar. En þaú skrif Mbl. hafa án efa verið mjög óheppileg og dregið úr því, að firmað legði veru- lega á sig til samkomulags við hina íslenzku aðila. Verkfallið við vöruflutninga- skipið Henning B ihófst 24. ap- ríl. Skipið var því búið að liggja meira en mánuð hér í höfn áður en það loksins lét í haf í fyrrinótt. Þess er að vænta, að því hafi verið snúið við í nótt. Sigfús Einarsson tónskáld Frú Valborg og Sigfús Ein- arsson, tónskáld, fara með „Lyra“ í dag áleiðis til Skan- dinavíu. Sigfús Einarsson fer að Siyfús Einarsson. þessu sinni utan sem fulltrúi „Sambands íslenzkra karla- kóra“, blandaðra kóra og „Bandalags íslenzkra lista- manna“, til þess að sitja söng- mót í Osló og Stokkhólmi. Hafa Sambandið og- Bandalag- ið kjörið hann fulltrúa sinn í þessa för. Mótið í Osló er alls- herjarmót norskra karlakóra um land allt, og stendur frá 8,—10. júní. Mót Svía í Stokkhólmi er einnig allsherjarmót, og stend- ur fyrir því „Ríkissamband blandaðra kóra í Svíþjóð“, og stendur frá 14.—16. júní. Á bæði mótin er boðið fulltrúum allra norrænu þjóðanna. Að loknum hátíðahöldunum fara þau hjóri til Kaupmanna- hafnar, og búast þar við að hitta börn sín, hr. Einar og ungfrú Elsu Sigfúss. Hafa þau bæði getið sér þar góðan og sí- vaxandi orðstír, Einar sem! íiðluleikari en ungfrú Elsa sem söngkona, sem alkunnugt er. Sigfús Einarsson hlaut að verðleikum mikið lof, er hann fór með 50 manna blandaðan söngflokk á allsherjarsöngmót Norðurlanda í Khöfn, sumarið 1929. Síðan hefir flokkur hans eigi starfað, unz hann tók aft- ur til í vetur, sem betur fer. Er höfuðstaðnum það menn- ingarnauðsyn, að hér starfi blandaður kór, enda er hann vel farinn í höndum Sigfúsar Einarssonar. Hafa félög þau, er kusu hann, séð lilut ís- lenzkra listamanna vel borgið, meðal fulltrúa Norðurlanda. Ovissan í Bandaríkjunum London kl. 21.00, 28/5. FÚ. Allmargir atvinnurekendur hafa þegar tilkynnt, að þrátt fyrir dómsúrskurð Hæstarétt- ar, um að 3. kafli viðreisnar- löggjafarinnar væri ekki í samræmi við stjórnarskrána, muni þeir standa við sínar fyrri skuldbindingar. London kl. 16, 29/5. FÚ. Ástandið í Bandaríkjunum, vegna hæstaréttardómsins um atvinnumálastefnu stjórnar- innar, er enn óbreytt og í ó- vissu. Þó er talið, að tvennt sé ákveðið: Annarsvegar sú af- staða framkvæmdastjómar- innar, að vilja fá stefnu stjórn- arinnar framkvæmda á ein- hvem hátt, og hinsvegar sú á- kvörðun verkamanna, að heimta stefnuna framkvæmda, án tillits til hæstaréttardom's- ins. Verkfalli hefir nú verið hót- að um allt land, ef dómurinn verði látinn hafa það í för með sér, að stöðva áætlanir stjórn- arinnar. Forseti námiimanna- sambandsins lýsti því yfir í dag, að námumenn myndú hefja verkfall 17. júní, ef ekki hefði tekizt fyrir þann tíma, að koma fram nýrri löggjöfd um málin, eða halda viðreisn- arstarfinu áfram á einhvem hátt. Talsniaður vefara sagði einnig, að þeir myndu svara með verkfalli hverri tilraun, sem gerð yrði til þess að hverfa frá eða slaka á þeim ráðstöfunum um atvinnu og laun, sem viðreisnamefndin hefði þegar gert. Sum fyrirtæki hafa hækkað laun sín, þrátt fyrir ákvæði hæstaréttardómsins, þar á meðal eru tvö stór olíufélög. Verðfall hefir orðið á ýms- um vörutegundum, til dæmis hafa bækur og vindlingar í dag fallið stórlega í verði í Boston. Kauphallarviðskipti eru mjög lítil í dag, vegna óvissunnar um það, hvað verða muni. Framkvæmdastjóri viðreisn- arstarfsins sagði í dag, að það mætti ekki koma til mála, að hæstaréttardómurinn hefði þau áhrif, að fellt yrði merki við- reisnarstarfsins. „Við þurfum að láta lifa anda Bláa amar- ins, þótt fuglinn sjálfur sé dauðúr“. Roosevelt forseti kvaddi í gær og i dag á fund sinn með- limi viðreisnarráðsins og leið- toga verkamanna, til þess að ræða málin. Forsetinn hefir nú falið dómsmálaráðuneytinu það verkefni, að finna nýtt formi fyrir framkvæmd hinna gömlú áætlana, í samræmi við stjórnarskrá ríkisins.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.