Nýja dagblaðið - 13.06.1935, Síða 3

Nýja dagblaðið - 13.06.1935, Síða 3
H t I 1 DKO B L A 0 I Ð B NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „BlaÖaútgáfan h.í.“ Ritstjórar: Gísli Guðmundsson, Sigfús Halldórs frá Höfnum. Ritstjórnarskrifstofumar Laugv. 10. Simar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingoskrifetofa Austurstr. 12. Simi 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. f lausasölu 10 aura eint Prentsmiðjan Acta. mmmnmmmmmm i . . mma Ihaldið á undanhaldi Tvær undanfarnar helgar hafa verið haldnir margir landsmálafundir, þar sem full- trúar stjórnmálaflokkanna hafa . rætt og deilt um þau mál, sem nú eru efst á baugi. Stjómin, sem tók við völdum síðastl. súmar, hefir verið at- hafna. og framkvæmdasöm. Það er að öllum jafnaði auð- veldara fyrir andstæðinga að deila á slíkar stjómir, einkum þegar stutt er liðið frá fram- kvæmdum. Byrjunarerfiðleik- arnir geta gert ýmsa vantrú- aða á umbæturnar. Árangur- inn kemur venjulega ekki strax í ljós. Andstæðingamir þurfa því að reyna að torvelda fram- kvæmdirnar, áður en þær fara að bera ávöxt. íhaldið hefir heldur ekki legið á liði sínu við að rægja og ófrægja núverandi stjórn fyrir aðgerðir hennar. 1 hverju einasta íhaldsmálgagni hefir verið samí stöðugi fjandskap- artónninn um þær framkvæmd- ir stjórnarinnar, er lúta að af- urðasölúmálunum', fjármálun- um og utanríkisverzluninni. íhaldið hefir aldrei linnt látuxn og látið líkast því, að verið væri að fremja landráð og stórvítaverð óhæfuverk. Menn bjuggust því við, að á landsmálafundunum, seml byrjaðir eru1 fyrir nokkru, myndu ádeilur stjórnarand- stæðinga verða óvenju harðar. En reyndin hefir orðið allt önn- ur. 1 stað þess að vera 1 sóknaraðstöðu hafa þeir verið í varnaraðstöðu. Þeir hafa orð- ið að verja syndir frá sínum eigin stjórnartímum og fjand- samleg tilþrif gegn umbóta- málum ríkisstjómarinnar, ekki sízt nú undanfarið. Það sem einkennt hefir landsmálafundina í vor um- fram venju, er linka og ádeiluskortur stjórnarandstæð- inga. Á sveitafuhdum hafa þeir- jafnvel keppzt við að afneita sínum eigin gerðum eins og t. d. mjólkurverkfallinu. Og þeir. hafa virzt verða þeirri stund fegnastir, þegar fundinum lauk. Þeir erul auðsjáanlega dauðhræddir við að leggja mal sitt undir dóm kjósendanna. Hræðslan við landsmálafund- ina kemur líka greinilega í ljós í Morguhblaðinu' í gær. Þar segir m. a.: „Það má vel vera, að ein- hverjir hafi gaman af þessum fundum, en gagnið verður hverfandi". FRÁ KEFLAVlK. Fundinn sóttu fulltrúar allra hinna svokölluðu stjómmála- flokka, nema Bændaflokksins. Þingmaður kjördæmisins fyrir íhaldið, Haraldur Guðmunds- son atvinnumálaráðherra fyrir jafnaðarmenn, Bergur Jónsson sýslumaður fyrir Framsóknar- flokkinn og Finnbogi Guð- mundsson, Helgi S. Jónsson og Óskar Halldórsson fyrir þá, sem nefna sig Þj óðernissinna. Fundinn setti þingmaður kjördæmisins og tróð í fund- arstjórasæti oddvita hreppsins, sem1 er mjög þekktur að því að vera hlutdrægur fundarstj óri. Hafði svo fyrstur orðið þingm. kjördæmisins. Var talsverður buslugangur í honum að vanda, og hefðu þeir, sem ekkert þekkja manninn getað ímyndað sér, að hér væri maðurinn, sem hefði vitið og viljann að bæta úr því ástandi, sem nú er. En aðalkjarni ræðu hans var ádeila á núverandi landsstjórn og kom þá sú einkennilega skoðun fram, að góð lands- stjórn ætti ekki að skipta sér af atvinnumálúm landsmanna. Næstur tók til máls atvinnu málaráðherra. Sýndi hann fundinum fram á, að ekki gæti verið mikil alvara hjá þing- manni kjördæmisins með það, að góð landsstjóm ætti ekki að skipta sér af atvinnumálunum, þar sem hann sjálfur væri kveinandi um að landsstjórnin skipti sér ekki af þessum mál- um. (Varð þá hlátur meðal fundarmanna). Þá talaði ráð- herrann um stofnun fisksölu- samlagsins og uml fisksölu- möguleika o. fl. Og ennfremur: „Þegar þannig er í pottinn búið, er það vissulega ekki karp á stjórnmálafundum, sem bjargað getur þjóðinni frá glötun*. Morgunblaðið er auðsjánan- lega sannfært um, að íhaldið kemur með skarðan hlut af fundunum. Það vill þó skiljan- lega ekki fullyrða þetta opin- bert, en segir aðeins, að „gagn- ið af þeim verði hverfandi“. Morgunblaðið er vant að tala um íhaldið, sem alla þjóðina. Það þekkir ekki þjóðarhags- muni, aðeins flokkshagsmuni. Þessvegna kemst það líka að þeirri merkilegu niðurstöðu, að „karp á stjómmálafundum bjargi vissulega ekki þjóðinni frá glötun“. Morgunblaðið hefir kveðið upp sinn dóm um landsmála- fundina. En þetta er jafnframt dómur um verk núverandi stjómar. Það er viðurkenning á því, að kjósendurnir hafi skil- ið þau rétt. Það er viðurkenn- ing á því, að íhaldinu hafi mis- heppnast blekkingastarfsemin og hljóti nú fyrir verðskuldaða skömm og óþökk. Það er játn- ing þess, að fylgi stjómarinn- ar fari vaxandi, en íhaldið sé að láta undan síga. Þá tók til máls fulltrúi Framsóknarflokksins, Bergur Jónsson sýslumaður. Var ræða hans rökföst mjög og laus við alla ádeilu og stakk mjög í stúf við ræðu þingmanns kjördæm- isins. Rakti hann sögu þeirra mála, sem stjórnin hafði haft með höndum frá því hún tók til starfa fyrir um 10 mánuð- uml síðan, og gaf glöggt yfir- lit yfir þau. Þegar á fundinn leið fóru hreppsbúar að veita því eftir- tekt, sem merkilegt má heita af þingmanni kjördæmisins, að hann hafði ekki ætlað þeim að láta í ljós skoðanir sínar á fundinum, og fór því borgari einn í Keflavík til þingmanns- ins og bað hann um 5—10 mjn- útur, en hann neitaði því. Slík er kurteisi þingmannsins, þegar hann heimsækir kjósendur sína. Vonandi er að kjósendur hans fari nú að skilja að þing- maðurinn kærir sig ekki um að heyra óskir þeirra, svo að hann geti alltaf, þegar á það er minnzt, að kjördæmið sé van- rækt af hans hálfu, borið því við, að hann sé aldrei beðinn nm neitt. En ég vil spyrja: Hvenær eiga kjósendur að láta óskir sínar í ljós, þegar þingmaður- inn skiptir nákvæmlega tíma þeim, sem hann ver til fundar- halda hér á milli aðkomu- manna. Keflvíkingur. FRÁ BORGARNESI. Borgarnesfundurinn á annan í hvítasunnu var fjölsóttur (um 200 manns, mest úr sveit- um) og fór ágætlega fram'. Á íundinum' mættu fyrir Fram sóknarflokkinn: Bjarni Ás- geirsson og Eysteinn Jónsson. Fyrir Alþýðuflokkinn: Sigurð- ur Einarsson og Guðm. Pét- ursson. Fyrir „bændaflokkinn" Svafar Guðmundsson og Gísli Brynjólfsson. Fyrir íhalds- flokkinn: Thor Thors. Og fyrir Kommúnistaflokkinn: Bryn- jólfur Bjarnason. Innanhéraðs- menn tóku ekki til máls utan Sigurjón í Krumshólum og Ari Guðmuhdsson, er gerðu at- hugasemdir viðvíkjandi sjálf- um sér. Sérstaka athygli vakti það margra kuhnugra Borgfirð- inga, er aðalfulltrúi „Bænda- flokksins" lauk ræðu sinni i síðara sinn, að þá klöppuðu fá- einir íhaldsmenn fyrir honum og voru það aðallega þeir, sem aldrei gátu unnað honurú sann- mælis, meðan hann var í þjón- ustu Borgfirðinga og vann með dyggð og dúgnaði að framfaramálum þeirra. Tímarnir breytast og menn- irnir með má segja, þegar „Jónarnir" 1 Borgamesi eru orðnir helztu „k.lapparar“ á fundum þar fyrir Svafari Guð- mundssyni! Ihaldsmenn hafa verið mjög ánægðir í blöðum sínum yfir vantrausti á þingmann og Kaldhreinsuð nýmjólk Út af framkomnum óskum, framlengist fresturinn til þess að skrifa sig fyrir kaldhreinsaðri nýmjólk hjá búðum Samsölunnar, til laugardagskvölds 15. þ. m. Listar liggja frammi í búðunum til þess tíma. Stjórn Mjolkursamsölunnar. E i H W 1 Borgarfiarðar 1 [ og Borgarness | fastar ferðir alla miðvikudaga og laugardaga Til Iieykjavíkur alla þriðjudaga og föstudaga Afgreiðsla í Reykjavík: Nýju Bifreiðastöðinni, Kolasundi. — Sími 1216 Finnbogi Guðlaugsson, e°/9?río' Sími 18. landstjórn, er þeir fengu sam- þykkt ,á fámennum fundi s. 1. vetur í Borgamesi. Hafa þeir skrifað um þann fund hverja greinina eftir aðra í Mbl., sum- ar undirskrifaðar „Borgnesing- ur“. En af því þetta hefir ver- ið Mbl. óhróður með lakara móti, hefir enginn Borgnesing- ur viljað við hann kannast og helztu íhaldsmenn kauptúnsins gefið yfirlýsingar í Nýja dag- blaðinu, að þeir eigi engan staf í slúðrinu. Er það vel, þegar þeir hafa manndáð í sér til að löðrunga sitt aðalblað og láta það sitja uppi með skömmina. En á þessum Borgamessfundi nú er ekki að efa, að Fram- sóknarflokkurinn hefði fengið samþykkt traust á þingmann og ríkisstjóm, hefði tillaga verið borin fram um það. Allir flokkar áttu þar nokkurt fylgi, jafnvel „Bændaflokkurinn" 2— 3 menn, þó að „Jónamir" séu ekki taldir þar með. En engum okkar, sem á fundinúm vorum, gat dulizt, að Framsóknar- flokkurinn átti langmest fylg- ið, hvað sem andstæðingablöð- in kunna að segja um það. Fundarmaður. sín, ag kaupa elcki handa þeim gerilsneydda mjólk. Þess vegna hefði hann minnkað við sig mjólkurkaupin um meira en h.elming, — Hve vesæll þessi skáldskapur er, sézt bezt á þvf, að fram að mjólkurverkfalli í- haldsins, hafði P. M. alltaf keypt alla mjólk til heimilisins gerilsneydda, jafnt handa börn- um sem fullorðnum. Með öðr- urri orðum: Þessi ráðstöfun P. M., að minnka mjólkurkaupin, stafaði eingöngu af fúsum vilja hans til að taka svo öfl- ugan þátt, sem hann gat, í mj ólkui'verkf alli flokksbræðr- anna í Rvík. — Enda hefir P. M. hvergi dottið í hug, að bera fram slíkan dauðans leirburð sér til afsökunar. Vér höinm nýlega fengið nýtízku áhöld til framköllunar og „kopieringa" sniðin eftir áhöldum1 AGFA stofnunarinnar í Berlín og getum nú boðið viðskiptavin- um vorum fljóta og nákvæma afgreiðslu. VESÆLL VAR NÚ SKÁLDSKAPURINN. Það var ljóti dagurinn fyrir Pétur Ottesen, annar í hvíta- sunnu í Reykholti. Sök sér var að bíða stórkostlega lægri hlut. En verra var, þegar rök- in þrutu, að verða að grípa til þess vesæla skáldskapar, sem hann reyndi að tylla í eyðum- ar. Þegar Jónas Jónsson lýsti mjólkurverkfalli Péturs Magn- ússonar, sem minnkaði við heimilið mjólkurkaupin úr 8 Itr. í 3, þá tókst Pétur Otte- sen malfærsluna á hendur fyrir nafna sinn, á skáldlegan hátt í meira lagi. Hann kvað P. M. liafa gert þetta fyrir böm Góða mynd fáið þér með því að láta okkur framkalla og „kopiera" fyrir yður. Thiele, Austurstræti 20. Allir n n n n n n n frjálslyndir menn, sem fylgjast vilja vel með þjóðmálunum verða að lesa Nýja dagblaðið. — En vilji menn vera þröngsýnir og ofstækia- fullir andstæðingar, þá er þeiití ráðlegra að lesa ekki blaðið.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.