Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 02.07.1935, Qupperneq 2

Nýja dagblaðið - 02.07.1935, Qupperneq 2
1 I • Iönó í kvöld kl. 8,30. Frú Bokken Lasson: Bros og tár Austurlanda Fyrirlestar um Indland með indverskri músik og skttggamyndnm irá Indlandl Aðgöngumiðar á 1 krónu í Hljóðfærahúsinu, hjá Eymundsson, í Atlabúð og við innganginn. Gleðí er í Iðnó, glymja hlafrasköli Þingmálafundur verður haldinn eftir áskorun kjósenda. Bjarni Bjornsson skemmtir á morgun kl. 9 í síðasta sinn. Talar fyrir munn þeirra, sem vanir eru að tala. Aðg.m. seldir í dag frá 4—7 og á morgun frá 1. Sími 3191. Kalksaítpétur Víðáttan og yíirferðin er ekki aðalatriðið. Það er meira um vert að fá fulla eftirtekju af því, sem ræktað er. Notið kaiksaltpétur milli slátta og tryggið ykkur góðan seinni slátt. Hefi til söln stærri og smærrí húseignir og jarðir. Tek fasteignir í umboðssölu. Þeir sem ætla að kaupa í haust ættu að tala við mig sem fyrst. Axel Gnðnmndsson Uppsölum (2. hæð), Viðtalstími 6—8 e. h. Sími 3893 Hefi til sölu síldarsöltunarstöð á Siglufirði ásamt öllu tilheyrandi Semjið strax við áxel Gnðmnndsson Uppsölum (2. hæð). Viðtalstími 6—8 e. h. Sími 3893 fastar ferðir alla miðvdkudaga og laugardaga Til Reykjavíkur alla þriðjudaga og föstudaga Afgreiðsla í Reykjavík: Nýju Bifreiðastöðinm, Kolasundi. — Sími 1216 Finnbogi Guðlaugsson, ' Simi 18. DBT Anglýsingar í Nýja dagblaðinu anka YiðskifíiB. Sjónarsvið málarans Viðtal við Jón Engilberts NÝJA DAGBLADSINS. FRÁ FRÉTTARrTARA Kaupm.höfn í júní. Fáir íslenzkra málara, sem vakið hafa athygli, eru sér- stæðaxi og persónulegri en Jón Engilberts. Málverk hans eru með öllu ólík verkum annara málara, bæði hvað snertir liti og línur. Þetta ber ekki að skilja svo, að örðugt Jón Engilberts. sé að sjá, hvað málverk hans eigi að tákna. Ef hann t. d. málar íslenzkt landslag, er auð. sætt að m|álverkið getur ekki verið frá nokkru öðru landi en íslandi. Sérstæðni hans er >ví ekki sprottin af löngun hans til þess að verða svo frumstæður, að engan renni gruh í, hvort myndir hans eigi að tákna landslag, mann eða fisk. — Því miður er nútíminn allt of ríkur af svo „frumlegum“ mál- urum. — Nei, frumleiki Jóns Engilberts á sér dýpri rætur. Hvað veldur þessum sterka og frumstæða blæ, sem1 sér- kennir málverk hans? Til þess að fá svar við þessari spum- ingu, heimsækir fréttaritari Nýja dagblaðsins Jón Engil- berts á vinnustofu hans í Österbrogade hér í borginni. Það er fagur vordagur í maí. Hinn hamingjusami listamaður er nýlega orðinn faðir — ekki eins, heldur tveggja bama. Slíkur viðburður hlýtur að vekja fögnuð og pensilinn birt- ir fögnuð Jóns Engilberts, því að hann málar konu sína, með litlu börnin á höndum! sér. — Ekki veit ég hvort það er rétt, að ég mláli mjög á annan veg en aðrir íslenzkir málarar, segir Jón Engilberts. íslending- ar eiga fjölda góðra málara og fara míargir þeirra ótroðnar brautir. Sé hægt að segja það sama um mig, kemur það til af því, að ég reyni að móta listræna hugsýn, án þess að binda mig úm of við hina raunhæfu fyrirmynd. Ég álít það a. m. k. misráðið, að mál- arinn sé fjötraður við línur og liti fyrirmýndarinnar, og auk þess er alls ekki til þess ætl- azt, að málverk séu eins og lit- aðar ljósmyndir. Ennfremhr álít ég það óheppilegt, þegar mál- arar nota mjög oft sömu fyrir- myndina. Á þann hátt er hætt við að þeir verði fyrir áhrifum hvorir af öðrum, og að mál- verkin líkist um of. Við sjáuip það, að á Islandi er það orðið allt of algengt, að mála af Þingvöllum og Heklu, málverk, sem oft er erfitt að sjá, hver málað hafi. Þetta er alger óþarfi, því að um allt ísland blasir við gnægð glæsilegra fyrirmynda. Hvað mundi t. d. verða sagt, ef mestur hluti ís- lenzkra rithöfunda tæki upp á því, að skrifa um sam'a efni — og skrifuðu allir um það á sama hátt? — En, eins og ég sagði áðan, eiga Islendingai- marga málara, sem fara ó- troðnar brautir og eru þessi orð mín, því ekki til þeirra töl- uð. — En hafið þér ekki málað myndir af Þingvöllum og Heklu? — Jú, nokkuð oft. Það er heldur ekki skoðuh mín, að banna eigi að mála þessa tvo staði, heldur hitt, að menn verði að gæta þess vel, að láta ekki aðra hafa áhrif á sig. Menn eiga að mála hlutina eins og þeir koma þeim s j á 1 f u m' fyrir sjónir — í samræmi við frumlegustu hugsýn. Hvað mig sjálfan snertir, .hefir það haft áhrif á viðhorf mitt til listar- innar, að ég óx upp méðal erf- iðismanna. Hefir þetta leitt til þess, að flest málverk mín hafa fengið alþýðlegan blæ. Oft hefi ég málað erfiðismenn, líf og baráttu hinna vinnandi stétta til sjávar og sveita. Eitt stærsta málverkið, semj ég hefi unnið að um þriggja ára bil, er af óttaslegnui fólki við sjávar- ströndina. Skip hefir strandað og fólkið bíður þess í örvænt- ingu, hvort ástvinir þess muni bjargast. Annað málverk mitt er af verkfallsmönnum, og mál- aði ég það í Vestmánnaeyjum. Og á þriðja málverkinu reyni ég að draga upp mynd af bænd. um við erfiðisstörf. En fyrir mér er það ekki aðalatriðið, að mÓta hina fyrstu sjónhend- ingu, heldur hin djúpstæðu1 raunhæfu áhrif. T. d. hina magnþrungnu æsingu verkfalls. ins — svo sterka æsingu1, að landið umhverfis verkamenn- ina skiptir litum. A. m. k. virð- ist mér svo vera og þessvegna mála ég það þannig. Og minn- ingar frá Islandi hafa mótað flest málverk mín. íslenzku málverkin hefi ég flest málað síðan ég fór utan 1927 og dvaldi til skiptis í Osló og Kaupmannahöfn og ennfremur um tíma í Miinchen. — Hafið þér oft sýnt mál- verk yðar erlendis? — Já, oft í Kauþmannahöfn, en oftar í Osló. Þar hefi ég m. a. sýnt á ríkissýningunni og í húsi listamannasambandsins, ásamt norskum og íslenzkum málurum. — Að lokinni einni slíkri sýningu, flutti ég fyrir- lestur í norska útvarpið um ís- lenzka málaralist. — Ég kann Fxmmh. A 4. 400. Esja vestur um fimmtudag 4. júlí n. k. kl. 9 sfðd, Tekið verður á móti vör- um í dag og til hádegis (kl, 12) á morgum. Island erlendis ■ M NÝJA DAGBLAÐSINS FRÁ FRÉTTARITARA „TidensTegn“ ræðir um fjármál Islendinga. Norska blaðið „Tidens Tegn“ hefir birt grein um fj ármála- viðhorfið á Islandi. Eftir að hafa getið þess, hve slæmt út- lit hafi verið með utanríkis- verzlun Islendinga í vetur, seg- ir blaðið frá því, að útflutning- ur Islendinga hafi aukizt til muna í marz og apríl. Þessa tvo mánuði hafi verið flutt út fyrir meira en 4 milj. kr., og ú.tflutningur fjögurra fyrstu mánaða ársins hafi alls numið 11,5 milj. kr., en 10,9 milj. kr. á sam'a tíma í fyrra. Jafnframt þessu sé innflutningsmagn raunverulega hið sama og áð- ur. Ennfremur getur blaðið þess, að hinn aukni útflutning- ur mestmegnis komið fram í aukinni sölu1 á síld, saltfislá og kjöti. Að síðustu er þess getið, að viðhorf gjaldeyrismála Islend- inga hafi batnað til muna síð- ustu mánuðina. Islenzkir rithöfundar i erlendum blöðum. Eitt af því síðasta, sem| er- lend blöð hafa birt eftir ís- lenzka rithöfunda, er saga eft- ir Böðvar frá Hnífsdal, sem kom út í „Berlinske Söndag“ og heitir: „Den Nattfari. His- torien om de förste Elskende paa Island“. Böðvar frá Hnífsdal sækir yrkisefnið í Landnámu, sem getur þess í fáum orðum, þeg- ar Garðar Svavarsson fór frá Islandi: — Um várit, er hann var búinn til hafs, sleit frá honúm mann á báti, er Nátt- fari hét, ok þræl og ambátt. — Eins og fyrirsögn sögunnar ber með sér, hefir hugarflug skáldsins skapað ástarsögu' uni þetta atvik. Vitanlega er ekki auðvelt að kynna sér allt, sem| eins mikil- virkur rithöfundur og Kriat- mann Guðmuhdsson lætur frá sér fara af greinum, frásögn- um og smásögum. Hér má þó nefna það, sem síðast kom á prent eftir hann: „Et budskap fra det hinsidige“, (Boð frá öðrum heimi). Er það frásögn um síðustu aftökuna á Islandi — árið 1880. Annars hefir Kristmiann Guð- mundsson nú lokið við stóra skáldsögu, sem kemur út í hauat. B.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.