Nýja dagblaðið - 23.07.1935, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 23.07.1935, Blaðsíða 3
NtJA D AGBLAÐIÐ 8 NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „BlaÖaútgáfan h.f.“ Ritstjórar: Gísli Guðmundsson, Sigfús Halldórs frá Höfnum. Ritstjórnarskrifstofurnar Laugv. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Austurstr. 12. Sími 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. I lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Auglýsingar og blaðaðtgáfa Það er nú orðið langt síðan að Steingrímur Jónsson, bæjar- fógeti á Akureyri, kvartaði undan því, að samvinnumenn- irnir í landinu gætu ekki feng- ið rúm í blöðum til andsvara áróðursgreinum á kaupfélags verzlanirnar, sakir ótta útgef- endanna við það, að missa aug- iýsingar kaupmanna. Og var þetta engan veginn af því, að ritstjórar eða útgefendur allra þessara blaða væru andstæðir málstað samvinnunnar. Þetta varð til þess, að sam- vinnumenn tóku að gefa út eig- ið tímarit, tiitilulega snemma. En alltaf stóð ínálsaiður san.... vinnunnar þó höllum i'æti, J’ar til að Tími.an kom til sögunnar. ib.nn helgaði sig málstað sam- vinnunnar. Kraup ekki að knjám kaupmanna með auglýs- ingar. Eigendur og útgeíendur blaðsins, en það voru flest bændur, víðsvegar um' land, lögðu honum til nokkurt stofn- fé, en hétu jafnframt að leggja til fé árlega í hlutfalli við fram_ lögin, til þess að jafna halla þann, sem hlaut að verða af út- gáfunni fyrstu árin. Blaðakaupendur eru að von- um fáir hér á landi, og það sem verra er: pólitiskir spekúlantar hafa siðspillt ýmsu fólki með því að gefa út blöð og dreifa úi án þess að ætiast til endur- gjalds — nema þá óbeinlínis í þeim áhrifum, sem slíkum blöðum er ætlað að hafa, og alla jafna borga sig þó betúr fyrir útgefendur en þiggjendur og lesendur þessara gjafablaða. Fyrir fórnfýsi áhugamanna komst Tíminn yfir fjárhags- örðugleika og varð áhrifamesta vikublað landsins. Þegar Framsóknarflokknum tók að aukast fylgi til mikilla muna, einnig í kaupstöðum og sjávarþorpum, og svo var kom- ið, að flokkurinn átti fulltrúa í bæjarstjórnum, og þá einnig í höfuðstaðnúm, fór að verða mikil þörf á því að flokkurinn gæti haldið úti dagblaði. Þetta var nábúaflokkunum' og einkum í höfuðstaðnum, miðlungi kærkomið. Og einkum skelfdist íhaldið við þessa tilhugsun. Nú er það vitað mál, að aug- lýsingar eru einn aðal tekju- stofn allra dagblaða. Það var því ekki nema skilj- anlegt, að íhaldið héti á sitt lið að varast að auglýsa i þessu nýja Framsóknarblaði. En verzlanir vilja gjarnan eiga skipti við Framsóknar- menn, og fer því fjarri, að á- Hlutdrægni við útboð á leiðslwn til sandhallarinnar Oskar Smith tœr aö gera ösundurliöað tilboð, en aðrir verkbjóðendur ekki. Ríkisfangelsið i Reykjavík í febrúarmánuði s. 1. vetur, bauð hr. verkfr. Benedikt Gröndal út pípulögn, hita_ og hreinlætistæki í sundhöll Reykjavíkur. — Ég undirritað- ur var einn af þeim, sem gerði tilboð í þetta verk. Eftir að hafa fengið útboðslýsingu og teikningar af verkinu, og greitt kr. 20,00 í skilatryggingu, sneri ég mér til hr. verkfr. Benedikts Gröndal, sem for- stjóra h.f. Iíamars og spurði hann, hvort h.f. Ifamar gæti gefið tilboð í járniðnaðarvinnu, sem til félli við tilheyrandi pípulagnir í sundhöllina. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir um þetta af minni hálfu svaraði forstjóri h.f Hamars, hr. verk- í'r. Benedikt Gröndal ekki í fullar þrjár vikur, en síðast lof- aði hann að senda tilboð sitt 12. apríl. En það kom þó ekki fyr en daginn áður en tilboðin voru opnuð, að ég hringdi til hans og hann gaf mér tilboð sitt þá í síma. Út af þessari framkomu hr. verkfr. Benedikts Gröndals sem forstjóri h.f. Hamar leyfi ég mér að gera þá fyrirspurn til stjórnar h.f. Hamars um það hvort forstjóra fyrirtækisins beri ekki að gefa skrifleg og skýr svör við tilboðum, sem leitað er hjá fyrirtækinu. I útboði hr. verkfr. Bene- dikts Gröndal var það skýrt tekið fram, að tilboðin yrðu að vera sundurliðuð í þrennt: hitunartæki, lofthreinsunartæki og hreinlætistæki. Séu útboð þannig sundurliðuð er það venjulega gert með það fyrir augum, að séu hinir ýmsu hlut. ar verksins mísjafnlega hag- kvæmir, þá getur sá, sem út- boðið gerir, tekið það af því, sem honum líkar bezt, án til- róður íhaldsmanna hafi komíð að haldi. Útgefendur Nýja Dagblaðs- ins hafa skilið þetta og tekið létt á. Ætlunin var hjá báðum nábúaflokkunum' að stilla svo til, að Framsóknarmenn yrðu að gefast upp við dagblaðsút- gáfúna af fjárhagsástæðum. En nú mun svo komíð, að vonirnar um það séu dvínaðar. Og þegar svo er komið, að t. d. íhaldið veit, að tilgangs- laust er að vonast eftir því, að Nýja Dagblaðið hætti að koma út, þá vilja Framsóknarmenn ekki lengur þola það, að íhalds. meirihlutinn í bæjarstjórninni haldi lengur uppi auglýsinga- stríði gegn þessu blaði. Það er venja, að opinberar auglýsingar séu birtar í blöðum allra þriggja aðal-landsmála- flokkanna. En bæjarráðið hefir neitað að birta auglýsingar bæjarins í blöðum Framsóknarmanna. Er þetta ósvinna og ofstæki lits til þess, að sami maður fái allt verkið. Er af þessu aug- ljóst, að taka verður tillit til þess, þegar gera á tilboð í verk, hvort sá, sem tilboðið gerir, á von á að fá það allt eða nokk- urn hluta þess. I téð verk komu fram þrjú tilboð: 1. frá hr. kaupm. ísleifi Jónssyni @ kr. 40550,00. 2. frá hr. Lofti Bjarnasyni og undirrituðum á kr. 36286.00. 3. frá hr. Óskari Smith @ kr. 35500,00. Tvö þau íyrstu af þessum lilboðum voru gerð samkv. út- boðslýsingu, en þriðja tilboðið fiá Óskari Smith var lieildar- tilboð og ósundurliðað og því ekki formlega framkomið eftir venjulegum útboðsreglum. En hr. Óskar Smith hefir upplýst það opinberlega að hiann haft leyfi hr. verkfr. Benedikt Gröndal til þess að gera eitt heildartilboð. Með þessu hefir hr. verkfr. Benedikt Gröndal veitt einum aðila — hr. Óskari Smith — undanþágu frá því að fara eftir þeirri útboðslýsingu, sem verkfræðingurinn sjálfur hefir gert. Verður þetta að teljast vítaverð framkomá við alla aðra sem kæmu til að gera til- boð í verkið, og verður að krefjast þess, að hr. verkfr. Benedikt Gröndal geri opinber- lega grein fyrir þessari fram- komu sinni. Er það ósk mjín til háttvirzt bæjarráðs og ríkisstjórnar, að fullnaðarákvæðum utó fram- kvæmd þessa verks verði ekki tekin fyr en hr. verkfr. Bene dikt Gröndal hefir gert fulla grein fyi’ir þessu. sem ekki verður þolað. Flokkur, sem á jafn mikið undir sér á Alþingi, í lands- stjórn og á auk þess fulltrúa í bæjarstjórninni, lætur ekki lengur hafa í frammí við sig slíka lítilsvirðingu. Og það var þetta sem fjár- málaráðherra sagði borgar- stjóra á dögunum. Auglýsinga- stríðið getur ekki orðið lengur rekið aðeins á aðra hlið. Morgunblaðið kallar þetta ,,sníkjur“. Þeir hafa löngum verið rökvísir ritstjórarnir þar. En úr því svo er komið, að einmitt dagblað Framsóknar- manna er nú rekið með minnst- utó reksturshalla allra dagblað- anna í Reykjavík, þá er ekki sagt nema að útgefendum Nýja Dagblaðsins þyki góð biðin, meðan íhaldsöflin í höfuðstaðn- um eru að brjóta oddinn af of- læti sínu. En eins og áður er sagt: „Auglýsingastríðið“ verður hér eftir ekki aðeins á eina hlið. Framh. af 1. síðu. þegnanna um öryggi ög vernd. — Því m'eiri sem menningin er, þeim mún stærri þurfa fangelsin að vera(!!). Þessi er menning 19. og 20. aldar(!). IV. Höfuðborgin, som. á ekkert fangelsi. Það er eflaust ekki til nema ein höfuðborg meðal höfuð- borga menningarlandanna, sem á ekkert fangelsi, og hún er Reykjavík. Er þetta af því, að Reykjavík hafi ekki þörf fyrir fangelsi ? Hafa Reykvíkingar svo sérstaklega fágað siðferði, eða gera þeir svo lágar kröfur til öryggis fyrir einstaklinginn, að fangelsis sé ekki þörf. Nei, þannig er það ekki. Hér er mikið um afbrot hin síðari ár, og hér er fólkið farið að læra (en ekki búið að læra til fulls) að gera réttmætar kröfur um frið utan og innan dyra.. Að hér sé mikið um afbrot síðustu árin sýnir bezt hegningarskrá- in hjá lögreglunni hér, og svo bækur hegningarhússins. Ég set hér til glöggvunar skrá um innsetningar í hegningarhúsið síðustu tíu árin: 1925 eru settir inn 96 fangar 1926 — — — 150 — 1927 — — — 119 — 1928 — — — 100 — 1929 _ __ _ 231 — 1980 _ _ — 602 — 1931 _ _ _ 481 _ 1932 _ — — 639 — 1933 _ _ — 680 — 1934 _ _ — 709 — 1935 (till.júlí) 542 — Árið 1929 eykst fangatalan mjög. Snemma á því ári tekur vinnuhælið á Litla-Hrauni til starfa, en þá losnar hegningar- húsið við flesta þá fanga, sem inni eru langdvölum, en þá er hægt að setja fleiri inn, þegar hver einstakur dvelur stuttan tíma. Enda koma inn 189 fang- ar frá 1. júlí og til áramóta, en aðeins 42 fyrri helmíng ársins. Sýnir þetta glöggt þörfina fyr- ir vinnuhælið. Enda var ástandið orðið þannig hér í bæ, að vöntun á fangelsisrúmi hindraði lögregluna mjög í starfi hennar, en þeir, er áttu að taka út dóma, urðu oft að bíða langan tíma eftir því að fá að taka þá út (!). Úr þessu bætti vinnuhælið mikið.. En nú er svo komið, að bæði vinnu- hælið og hegningarhúsið eru oft yfirfull, og eru þau innan skamms ófullnægjandi. Árið 1930 hækkaði tala inn- setninganna langmest. Þá hafði fólkið meiri peninga en venju- lega og gat því keypt meira áfengi. Langflestir fangarnir eru komnir inn vegna ölvunar beinlínis, eða þá fyrir verknað, sem er framinn undir áhrifum víns. Á fyrri helmingi yfirstand- andi árs, eru 542 settir í fang- elsi. Er þetta miklu meira en á nokkru öðru hálfú ári í sögu þessa húss. Orsökin er aðeins ein — afnám banniaganna. Það er leiðinlegt að íslendingar skuli enn vera á svo lágu menningarstigi, að þeir geta ekki farið sómasamlega með jafn góða gjöf og vínin eru, frá hendi náttúrunnar. V. Reykjavík þarl að fá fangelsi á allra næstu árum. Ég gat þess framar, að fangarnir, sem hafa verið í hegningarhúsinu, væru — að örfáum undanteknum — teknir af lögreglunni í Reykjavík, og er það eðlilegt frá öllum hlið- um séð. En það hefir oft komið fyrir, einkum tvö síðustu ár, að lögreglan hefir ekki getað sett eins marga inn og hún hefir talið nauðsynlegt, og get- ur slíkt verið mjög bagalegt fyrir störf lögreglunnar. Nú á bærinn ágæta lögreglu, en Hún kemur því aðeins að fullu gagni, að henni séu sköpuð skil- yrði til þess, að hún geti starf- að óhindruð og notið sín til íulls. Því er það, að Reykja- vík verður að fá fangelsi, sem er fullnægjandi, á allra næstu árum. Það er leitt að þurfa að við- urkenna aukna þörf fyrir fang- elsi, en það þýðir ekki að neita staðreyndum. Þeim fjölgar hratt, sem lenda í fangelsi. Hér á hið óheilbrigða almenn- ingsálit nokkra sök, þar sem hætt er að líta á það sem minnkun, að vera „settur inn“, að minnsta kosti lítur margt yngra fólkið þannig á. Enda gefur það engar góðar vonir, að aukningin í fangelsinu kem- ur eingöngu frá hinni uppvax- andi kynslóð. Glæpamennirnir eru langflestir frá 16 til 26 ára, og sé litið í bækur hegn- ingarhússins, virðist drykkju- skapurinn vera mest áberandi meðal karla og kvenna á þessu árabili. Það er því ekki líklégt, að innsetningar fari fækkandi í framtíðinni. Af því sem þegar er sagt — og þó einkum af töflunni yfir innsetningar tíu síðustu ár — tóá öllum vera ljóst, að fangelsi með 12 klefum getur ekki ver- ið fullnægjandi. Það verður bráðlega að stíga skref í átt- ina til umbóta í þessu efni, og það er áríðandi, að sporið sé stígið í rétta átt. Það eina rétta í þessu efni er að byggja nýtt fangelsi, er stendur utan við þennan hávaðasama og þrönga bæ, þar sem er minni umferð og rými nóg. Þetta væri verk, unnið fyrir framtíðina, en hitt aftur á móti að stækka hegn- ingarhúsið á þeim stað, sem það nú er á, það væri að vinna fyrir líðandi stund. Hvort sem Reykjavíkurbær byggir sjálfur sitt fangelsi eða ríkið byggir og leggur bænum til fangelsi eins og hingað til, þá þarf nú þegar að hefja undirbúninginn, svo hægt verði að byrja á byggingunni, að minnsta kosti áður en fjórði tugur tuttúgustu aldarinnar er liðinn. Reykjavík, 18. júlí 1935. Jón Sigtryggsson. ValdemaJi- Kr. Árnason.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.