Nýja dagblaðið - 16.08.1935, Blaðsíða 2
2
NtJA DAGBLAÐIÐ
Útsala á OSTUM
Gamlir ostar, aem orðnir eru bragðsterkir, en annars
góð og óakemmd vara, verða «eldir næstu daga, til ein-
staklinga, í öllum
kjötbúðum Sláturtélaga Suðurlanda og
mjólkurbúðum Mjélkarsamsölunnar og víðar.
Ostarnir eru í l‘/s til 2ja kgr. stykkjum og seljast með
þessu verði:
Hvert stk. 30% fitumagn kr. 2,00
— — 2O°0 — — 1,50
Seljast aðeins í heilum stykkjum og gegn staðgreiðslu.
Heildsala hjá Sláturtélagi Sudurlands.
BKjólkurbú Flóamauna
Stór lúda
fæst í öllutn fiskbúðum
Hafliða Baldvlnsson ar
Skuldaskilasjóður
vélbátaeigenda
Þeir eigendur vélbáta, er sækja vilja um lán úr Skulda-
skilasjóði vélbátaeigenda, skulu senda beiðnir um lán úr sjóðn-
um svo sem hér segir:
Þeir, sem búa í Barðastrandarsýslum, Yestur-ísafjarð.
arsýslu, Norður-ísafjarðarsýslu, á ísafirði og í Strandasýslu,
skulu senda beiðnir til formanns umboðsmanna á svæðinu,
hr. Kristjáns Jónssonar frá Gaiðsstöðum, erindreka á ísafirði.
Þeir, sem húa í Skagafjarðar-, Eyjafjarðar- og Þingeyj-
arsýslum, á Siglufir*ði og Akureyri, skulu senda beiðnir til
formanns umboðsmanna á svæðinu, hr, Steingríms Jónssonar,
fyrv. bæjarfógeta á Akureyri.
Þeir, sem búa í Norður-Múla-, Suður-Múla. og Austur-
Skaftafellssýslum, á Seyðisfirði og í Neskaupstað, skulu senda
beiðnir sínar til formauns umboðsmanna á svæðinu, hr. Jón-
asar Guðmundssonar alþm. í Neskaupstað.
í Vestmannaeyjum skulu beiðnir sendar til hr. Viggó
Björnissonar útibússtjóra.
Annarsstaðar ai' landinu (úr Húnavatnssýslum, Dalasýslu,
Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, Mýra- og Borgarfjarðar-
sýslu, Gullbringu. og Kjósarsýslu, Reykjavík, Hafnarfirði,
Árnessýslu, Rangárvallasýslu og VesturSkaftafellssýslu) skulu
beiðnir sendar til sjóðstjórnarinnar í Reykjavík.
Lán úr Skuldaskilasjóði verða ekki veitt öðrum en þeim,
sem eiga vélbáta, er ekki eru stærri en 60 smálestir.
Eyðublöð undir umsóknir um lán úr Skuldaskilasjóði vél-
bátaeigenda fást hjá umboðs-mönnum og skrifstofu sjóðs-
ins í Reykjavík.
Reykjavík, 15. ágúst 1935.
Stjérri skulriatkilasJMs vélbátaeigenria
Jón Baldvinason
G-eorg Olafsson Ingvar Pálmason
Vestan hafs o§ austan
Utvarpserindi flutt af sr. Albert Krisljánssyni
12. ágúst sl
Niðurlag.
Sný ég mér þá að spurning-
unni: Hvernig lízt þér nú á þig
hér heima?
Þessi spurning felur í sér
margar spurningar, svo sem:
Hvernig lízt þér á landið,
fólkið, athafnalífið, menning-
una o. s. frv. Þessu verður
auðvitað ekki gjörð nein skil á
örfáum ínínútum og- verð ég'
því að láta mér nægja að tæpta
á einhverju af því, sem í hug-
ann kemur og verður þá fyrst
fyrir landið sjálft.
Okkur, sem fluttumst
vestur börn að aldri, og' sem
ekki höfum landið augum litið
síðan, máske í 40—50 ár, er
ísland nokkurskonar drauma-
og töfraland. Þetta virðist mér
margir hér skilja, og eru svo
luílfhræddir um, að við verðum
l'yrir vonbrigðum, þegar við
komum til að svala margra ára
þrá, að sjá það aftur. Mér er
kunnugt um nokkur slík von-
brigði. Þau eru máske eðlileg,
því „sínum augum lítur hver á
silfrið“. Þessu reyndi ég að
gjöra mér sem ljósasta grein
fyrir, áður en ég fór að vest-
an. En það gera ekki allir, og
suma skortir, ef til vill, skilyrði
til þess að geta það. Ýmsir
drættir í mynd þess lands, sem
þeir hafa lengi búið í, eru þeirn
hugstæðir og kærir. Þeir sakna
þeirra hér og þeim þykir því
landið ljótt. Til dæmis eru
skógamir. í náttúmunar ríki
er máske ekkert sem tekur hug
og hjarta fastari tökum en tré
og skógar, ef maður kynnist
þvi til lengdar. Og hér eru eng_
ír skógar. Þftttaö verður maður
að hafa hugfast, þegar maður
kemur. Það skal játa, að við
fyrstu sýn er landið kalt og
bert, þó svipurinn sé mikilúð-
ugur og tignarlegur, og manni
dettur ósjálfrátt í hug: „Sjá
hversu ég er beinaber“ o. s.
frv. En þegar maður fer að
kynnast betur, mætir manni,
næstum því við hvert fótmál,
ný opinberun fjölbreytts og
iimríks jurta- og blómlífs.
Grænir hvammar og blóma-
brekkur heilla hugann og seyða
mann í faðm sinn. Svipur móð-
urjarðarinnar mýkist og hýrn-
ar og fyllist ástúð og yndi.
Móðirin breiðir út faðminn
móti bami sínu, og Steingrím-
ur svarar fyrir mann: „Ó, tak
mig í faðm þér“. Nú fær móð-
írin mál og talar til manns í
orðum skálda sinna og maður
skilur þau betur en áður.
„Fjalladrottning móðir mín,
mér svo kær og hjartabundin.
Sæll ég bý við brjóstin þín,
blessuð aldna fóstra mín. Hér
á andinn óðul sín, öll sem
verða á jörðu fundink Nú er
þetta ekki lengur aðeins djúp-
ur grunnur, heldur óhagganleg.
vissa; sannindi sem ekki verða
framar rengd. Ég veit að hér
talar hjartað; en enginn getur
að ósekju neitað því um sitt.
Ég hefi líka reynt að líta á
landið með augum' hins óvið-
komandi ferðamanns, og það er
enn heillandi. Ekki af því, að
það sé í sjálfu sér öllum
löndum fegra, heldur af því, að
fegurð þess er með öðru móti.
Hún er sérstæð. „Það líkist
engum löndum“, segir Þor-
steinn Erlingsson, og það er
létt. Hér verður auga ferða-
mannsins aldrei þreytt, því að
hvarvetna ber fyrir það eitt-
hvað nýtt og óvænt. Eilífar
andstæður búa hér hlið við
hlið: grænar grundir og gróð-
urlausir sandar' grónar hlíðar
og grýtt hraun; sjóðandi
iiverir og snækrýnd fjöll — og
svona mætti lengi telja. Því er
ísland sjálfkj'örið ferðamanna-
land, ef það er nægilega, kynnt
út á við og’ rétt með ferða-
manninn farið meðan hann
dvelur hér. Nei, ég hefi ekki
orðið fynr vonbrigðum, og
þegar aftur „íslands tindar
sökkva í sjá“, heldur landið á-
fram að vera mer „Töframynd
í Atlants ál“, og „Nóttlaus
voraldar veröld, þar sem víð-
sýnið skín“.
En hvað um blessað fólkið?
Hvernig lízt mér á það? Hér
lendir maður út á þann hála
ís, af tveimur ástæðum. Fyrst
er það nú æfinlega vandi að
svara svona. spumingu, hver
sem í hlut á, og vernda hvort-
tveggja í senn; hreinskilnina
og vináttuna. Og svo er hitt, að
hvao sem é . segði um Islend-
inga, segði ég líka um sjálfan
mig, því „skylt er skeggið hök-
unni“. En á það verður nú þó
að hætta. íslendingar eru dulir
og tómlátir. Þeir eru sein-
teknir og fyrsta viðkynning
við þá verður gjaraan dálítið
þur og strembin. Þessa urðum
við bræður varir, þegar við
fyrst komum í hóp þeirra um
borð í Brúarfossi í Leith. Við
settumst þar inn í reykingar-
salinn, þar sem margt fólk var
í samræðum hvað við annað;
en enginn yrti á okkur, né leit
til okkar öðruvísi en hálf for-
vitnislegum, en þó tómlátum
hornaugum1. Þögnin og við-
kynningarleysið var að leggj-
ast á okkur eins og farg, þeg-
ar einhver hending Vai’ð þess
valdandi, að tilefni gafst til
kynningar. En úr því gekk allt
ágætlega, og getum við nú,
eftir tveggja mánaða kynn-
ingu, sagt að við förum héðan
með ljúfar miningar um sam-
veruna. Þessari hlið skapgerð-
arinnar, sem ég hefi nú lýst,
verður sennilega ekki breytt
og ber þess ekki að óska, en
hitt mætti að ósekju gjöra, að
slípa og fága ögn yfirborðið á
henni. F.vrir sjónum gestsins
er mafgt af fólkinu seint og
silalegt í hreyfingum og ekki
eins fallegt að vallarsýn eins og
það gæti verið, því í sjálfu sér
er það myndarlegt og fallegt.
Þettað hafið þið sjálf séð og er
nú margt gjört til að laga
þetta, enda er árangurinn
mjög' áberandi, en þó má enn
betur vera. Allt þetta gleymist
gjarnan við nánari viðkynn-
ingu, því fólkið er yfirleitt vel
skapað, bæði líkamlega og and-
lega. Á Stúdentagarðinum hér
Framh. á 3. síðu.
Nýtt dilkakjöt
(ai nýslátraðu)
Ktötbúð Reykjavikur
Vesturgötu 16 — Sími 4769
skilTÍndurnar eru ætíö
þær beztu og sterkuatu,
sem fáanlegar eru Nýj-
asta gerðin er með
algerlega sjálfvirkri
smurningu, og skálar
og skilkarl úr ryðfríu
efni.
Samband
isl.
samvinnafálaga.