Nýja dagblaðið - 16.08.1935, Blaðsíða 4
4
NÝJA ÐAGBLABIB
I DAG
Sólarupprás kl. 4,22.
Sólarlag kl. 8,40.
Flóð árdegis kl. 6,35.
FÍóð síðdegis kl. 6,55.
Veðurspá: Hægviðri. Senniloga úr-
komulaust.
Ljósatíini hjóla og bifreiða kl.
10,10—2,55.
Alþýðubókasafnið ... 10-12 og 1-10
þjóðakjalaa&fnið .............. 1-4
Landab&nkinn ................. 10-3
Búnaðarbankinn .... 10-12 og 1-3
Útvegsbankinn ....... 10-12 og 1-4
Útbú Landsb., Klapparst .... 2-7
Póathúsið: Bréfapóatstof&n .. 104
Bögglapóstatof&n ........... 106
Skritetofa útvarpsins .. 10-12 og 16
Landasíminn ................... 8-9
Búnað&rfélagið ....... 1012 og 14
Fiakifélagið (skrifst.t. 1012 og 16
Skipaútgerð rikiaina .. 9-12 og 16
Eimakip ........................ 96
Stjórnarráðsakrifst. .. 1012 og 14
Samb. íal. samv.fél....9-12 og 16
Sðlus.b. isl. fiskfrl. .. 1012 og 16
Skrifstofur bœj&rins .. 912 og 14
Skrifst. tollstjóra .... 10-12 og 14
Skritet. lögm&nns .... 10-12 og 14
llafnarskritetofan .... 912 og 16
Skipa- og skránst rík. 1012 og 16
Trygging&rst. rikisins 1012 og 16
Tollpóststofan ................ 104
Skrifst. lögreglustjóra 1012 og 14
Landsspit&linn ................ 14
Landakotsspit&linn ............ 36
VífUstaðahjsUð . Ot%-l%o»3%4%
LaugaraMspitali ............ lt%-2
Sjúkrahús Hvítabandslns .... 24
Fs»ðingarh., Biriksg. 37 .. l-3og99
Klsppur ....................... 16
Rllihsímilia .................. 14
Næturvörður í Reykjavíkur apó-
teki og Lyfjabúðinni Iðunn.
Næturlæknir Kristín Ólafsdóttir,
Ing. 14. Sími 2161.
Söngskemtun Stefáns Guðmunds-
sonar í Gamla Bíó kl. 7,15.
Nýja Bíó: Caravan, kl. 9.
Gamla Bíó: Bardagi við Indí-
ána, kl. 9.
Gullfoss frá útlöndum.
Islund frá Akureyri.
Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,10 Há-
degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir.
19,10 Veðurfregnir. 19,20 Tónleik-
ar (plötur): Létt lög. 19,35 Aug-
lýsingar. 19,45 Endurvarp frá
þýzkulandi: Móttaka íslenzku
knattspyrnumannanna í Leipzig.
20,00 Klukkusláttur. 20,00 Upplest-
ur: „Silkisvuntan", saga eftir Jón-
as Rafnar (Soffía Guðlaugsdóttir
ieikkona). 20,30 Fréttir. 21,00 Er-
indi (frá Akureyri): Um síldar-
mat (Halldór Friðjónsson, f. yfir-
síldarmatsmaður). 21,30 Tónleikar
(plötur): Tschaikowski: Harma-
hljóinkviðan (Symfónía patheti-
que, nr. 6).
Öml al tJlalmnar vftrum Ifl
TækifaristJafa
HAJLALÐUB HAGAM
flfanl 8696. AtwturBfariU I.
Sindri er kominn og hættur 3ild-
veiðum. Mun hann fara á ísfisk-
veiðar næstu daga.
Bardagi
við Indiána
Skáldsaga frá sléttum Vest-
urheims eftir
ZANE GREY
Aðalhlutv. leika
NOAH BEERY og
MONTE BLUE
Æskusyndir
Gamanleikur með
GÖG og G0KKE
Börn fá ekki aðgang
AnnMl
Framsóknarmenn, sem ætlið að
(aka þátt í skemmtiferðinni að
Geysi, tilkynnið þátttöku vkkar
sem fyrst á afgreiðslu Nýja dag-
blaðsins eða í Kaupfélagi Reykja-
víkur.
Bæjarstjórnarfundur var hald-
inn í gær. Stóð fundurinn skamma
stund og gerðist ekkert sögulegt.
Togarinn Geir kom af veiðum í
gær með 1600 körfur og fói' áleiðis
til Englands.
JJýzkur toyari kom hingað í gœr
til viðgerðar.
Veðrið. í gær var léttskýjað og
þurt veður á Suður- og Vestur-
landi, en skýjað á Norður- og
Austurlandi, þó víðasthvar úr-
komulaust. Hiti 11—14 stig á Suð-
ur- og Vesturlandi, en 10—12 á
Norður- og Austurlandi.
Frá Sandyerði. Tveir mótorbátar
frá Sandgerði hafa undanfarið
stundað síldveiðar í Faxaflóa og
orðið vel ágengt. í gærmorgun
kom annar þeirra með 100 tn., en
hinn liafði fengið nokkru minna.
Síldin, sem þeir hafa veitt, hefir
veríð fryst til beitu, en nú er far-
ið að salta hana.
ísfisksalan. Belgaum seldi í
fyri'adag í Grimsby 765 vættir
(eigin afla) fyrir 1065 sterlings-
pund.
Dr. Gerd Will, þýzkur sendi-
kennari, sem hér hefir dvalið í 1%
og haldið fyrirlestra, fór heimleiðis
nú í vikunni. Hefir verið ákveðið
að kenna íslenzku við háskólann í
Hamborg og hefir dr. Will verið
falin sú kennsla.
Lögrétta er nýlega komin út.
Efnisyfirlit: Um viða veröld eftir
Vilhjálm p. Gíslason, Sigurðar
kviða Fáfnisbana eftir Sigurjón
Friðjónsson, Ludvig Holberg, Bók-
menntabálkur Lögréttu eftir Vil-
tijálm p. Gíslason, Tíu leikrit (rit-
dómur) eftir Lárus Sigurbjöms-
son, Rafveitumál íslendinga eftir
Martein Bjarnason, Kvæði eftir
Jakob J. Smára, þorstein úr Bæ
og Stein K. Steindórsson, Land-
búnaður í Breiðafjarðareyjum eft-
ir Bergsvein Skúlason, Austur-
land (ræða) eftir þorstein Gísla-
son, Grímsa (saga) eftir Theódór
Friðriksson og svo leiðréttingar.
Samtíðin, 6. hefti, er komið út.
Efnisyfirlit. Geysir og erlendir
ferðamenn, Orn Arnarson eftir
Sigurð Skúlason, Um ritdóma eft-
ir prófe.ssor Fredrik Biök, Um
Bjama Thorarensen eftir Sigurð
Skúlason, Um stafsetningu á fom-
sögum eftir Halldór Kiljan Lax-
nes, framhaldssagan o. fl.
Haffð það
sem réitara er
Fimmtudaginn 8. ágúst birt-
ir Nýja dagblaðið viðtal við bá
Sigurð Jónasson forstjóra og
Steingrím Steinjiórsson búnað-
armálastjóra, um vinnslu til-
búins áburðar hér á landi.
Búnaðarmálastj órinn skýrir
þar svo frá:
„Innflutningur síðustu ára
af áburði hefir numið árlega
2—3 þús. tonna fyrir ca. 1/2—1
miljón króna“. Auk þess sem
hér er alveg óþarflega óná-
kvæmlega skýrt frá, er há-
mark innflútningsins, í Itrónu-
tali, drýgt svo jnikið, að um
munar hvort sem miðað er við
fjárhag bænda eða ríkisins. Ég
vil því leyfa mér að benda á,
með ákveðnum tölum, hver
innflutningurinn hefir verið
hin síðustu 5 ár:
Ar smál. kr.
1930 3285,3 fyrir 711834,00
1931 3348,0 — 759591,00
1932 2491,5 — 479106,00
1933 2361,2 — 417563,00
1934 2556,4 — 478271,00
Hámark innflutningsins er
1931 kr. 759561,00 og skortir
því nokltuð ríflega á miljón-
ina. Þess skal getið að í Verzl-
unarskýrslunum er innflutn-
ingur tilbúins áburðar 1931 tal-
inn nokkuð meiri en hann var
raunverulega. Hagstofan á enga
sök á þeirri villu, en til hennar
liggja ástæður, sem eigi var
hægt að sjá fyrir þegar Hag-
stofan fékk skýrslur . um inn-
flutning þess árs.
Áburðarkaupin 1935 eru
nokkru minni að verðmæti en
1934.
Framangreindar tölur til árs-
ins 1933 hafa áður verið birtar,
víðar en á einum stað, t. d. í
Búnaðarritinu, ætti því að vera
vandkvæðalaust fyrir hvera
sem vill að vita hið rétta.
Að öðru leyti mun ég ekki
gera það, sem: blöðin hafa
hermt um áburðarvinnslu hér
á landi að umræðuefni, fyrst
um sinn. Það mál verður að at-
hugast og verður athugað, bet-
ur, og á öðrum vettvangi en í
ónákvæmum blaðaskrifum.
14. ágúst 1935.
Árni G. Eylands.
Yestau kafs og anstan
Framh. af 3. síðu.
gestir á fæðingarstað okkar,
Ytri-Tungu á Tjöraesi, og séð
þaðan miðnætursólina og Jóns-
messudýrðina. Við vonum, að
engir af vinum okkar taki sér
það til, þó við nefnum, í þessu
sambandi, sérstaklega Tjörnes-
inga og Húsvíkinga, því að það
var á þeirra valdi að gera ferð
okkar góða. Meðal annars, sem
sagt var í samsæti, er Tjöraes-
ingar héldu okkur í Ytri-
Tungu, var ljóðlínan: „Hér
búa hjörtu, hér lifir sál“. Á-
stúð okkar gömlu sveitunga,
sem ekki höfðu gleymt okkur
eftir 47 ára fjarveru, lét okk-
ur finna til sannindanna í
þessum orðum. Hjartans þökk
Tjörnesingar og Húsvíkingar.
Húsk ædnr.
Eruð þér búnar að reyrm hið
nýja ágæta íslenzka þvottaduft
PERÓ:
Ef ekki, þá fáið yður einn
pakka næst er þér kaupið
þvottaefni.
Kaupið heldur íslenzkar vör-
ur, þegar þær eru eins góðar
eða betri en þær útlendu-
HraSferl - fióð ferð
Síðastl. sun.nudagsmorgun
lagði ég af stað frá Akureyri
til Rvíkur, kl. tæpl. 6V2.
Tveir stórir bílar frá Bif-
reiðastöð Akureyrar, hálffullir
af farþegum, fylgdust að alla
leið til Borgarness og komurn
við þangað kl. rúml. 7 síðd.
Ilöfðum við ekið allhratt í in-
dælu veðri alla leið. Fór vel um
okkur í bifreiðunum, enda var
þeim ekið prýðilega, og vorum
við ekki þreyttari en það, a,ð
ýmsir farþeganna frá Akur-eyri
tóku þátt í dansi, söng og öðr-
um gleðskap á „Laxfossi" alla
leið til Reykjavíkur. En þang-
að vorum við komnir kl. rúml.
10 að kveldi. Varaði því ferðin
alls milli Akureyrar og Reykja.
víkur tæpl. 16 klukkutíma með
viðstöðum á leiðinni. Ég hafði
áður farið á tveim dögum frá
Reykjavík til Akureyrar —
fyrir Hvalfjörð. Eftir að hafa
farið hvorttveggja er ég undr-
andi yfir þeim, er velja Hval-
fjarðarleiðina. Mér fannst fullt
eins erfitt að setja í bílnum frá
Reykjavík til Blönduóss eins og
frá Akureyri til Borgarness. Og
í mat og gistingu eyddi ég á
norðurleiðinni 11 krónum, en á
suðurleiðinni aðeins þrem krón.
um. Auk þess var fargjaldið 2
krónum lægra 5 hraðferðinni.
Ég sparaði því 10 krónur í pen-
ingum og einn dag méð því að
fara beina leið um Borgames.
Vil ég eindregið ráða þeim, sern
1‘ara hér á milli, að velja held-
ur hraðferðina og spara sér
þannig tímá og peninga og
losna við hina erfiðu Hval-
fjarðarleið. S.
Þið hafið gert heimkomu okk-
ar til æskustöðvanna ógleym-
anlega. En svo vona ég að mál
mitt heyrist einnig út í Vatt-
arnes, t il Akureyrar og Mý-
vatns, og allra þeirra staða,
þar sem vinsamlega, og höfð-
inglega var móti okkur tekið.
Ef íslendingar gætu orðið hver
öðrum eins góðir og ástúðleg-
ir, eins og þeir hafa verið okk-
ur, sem gestum þeirra, þá yrði
sálum þeirra, borgið. Kæra
þökk Islendingar í landi Ing-
ólfs. Við förum héðan með
ljúfar minningar um land og
þjóð og síðasta kveðjan til
ættjarðarinnar, sem geymir
líka þjóðina, verður ekki betur
flutt, en í orðunum, sem við
öll syngjum austan hafs og
vestan: „Drjúp’i ’ana blessun
Drottins á, um daga heimsins
alla“. En nú kallar land Leifs,
„Vínland hið góða“. Hjartans
þakkir. Góða nótt!
Caravan
Heimsfræg tal- og hljóm-
listarkvikmynd.
Aðalhlutverkin leika:
Annabella og
Charles Boyer.
Caravan er einstök mynd i
sinni röð. Hið skemmtilega
„rómantíska'* efni og heill-
andi hljómlist Zigauna-
hljómsveitanna mun veita
áhorfendum óviðjafnanlega
ánægjustund.
• Odýru #
aaglýaÍBfarnar
Saltfiskbúðin vel byrg af nýj-
um fiski. Sími 2098.
Fiskbúðin í Verkaamnnabú-
stöðunum ávalt vel birg af nýj-
um fiski. Sími 4956.
Nuss extrakt
hörundsolía ver sólbnma,
mýkir húðina og gerir h&na
betur brúna en nokkur önnur
hörundsolía eða creme. Fæst í
Kaupfélagi Reykjavíkur
Kaupum tóm sultutausglös
04 glös). Sími 4769,
Nýja búðin í verkamánna-
bústöðunum vel birg af nýjum
fiski.
Ðúsnnði
Herbergj á bezta stað í mið-
bænum til leigu nú þegar og til
a. m. k. 1. nóv. A. v. á.
Lítið herbergi á góðum stað
óskast 1. okt. fyrir einhleypan
reglumann í fastri stöðu. A.
v. á.
TUkjiiiiÍHffftr
Faröaskrifstofa ífitanda
Auaturatraeti 20. Sími 2689.
hefir afgreiðslu fyrif flæt
sumargiatihúsin og veitir 6-
keypig uppl. uzn farðalög um
allt land.
A. : Hvar lætur þú gera við
skóna þína?
B. : Á Þórsgötu 23. Þar fæ ég
bezta, og fljótasta afgreiðslu,
og svo þarf ég ekki annað en
hringja í síma 2390 og eru þá
skómir sóttir til mín og sendir
heim aftur, eins og nýjir.
NÝJA BIFREíÐABTÖÐIN.
Simi 121«.
I Borgarfjðrðisn
Hljómsveit spilar á Laxfossi til
Borgarneas á morgun, Borgar-
nesi annað kvöld og Hreðavatni
á sunnudag.
Þetta verður í næstsíðasta
ainn í sumar, sem hljómsveit
spilar í þessum ferðtim.
Tryggið ykkur farmiða
sem fyrst hjá
Ferðaskrifstof u Itrfands
Austurstræti 20. Sími 2939.