Nýja dagblaðið - 22.08.1935, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 22.08.1935, Blaðsíða 3
NÝJA DAGBLAÐIÐ 8 Skuldirnar við útlfind, utanríkisvarzlunin og gjaldeyrismálin Konan mín, Þóra Tryggvadóttir, verður jarð- sett föstudaginn 23, þ. m. frá dómkirkjunni kl. 4 e. h. Jarðað verður í gamla kirkjugaröinum. Jóhann Jóhanneeson. NÝJA DAGBLABIÐ Útgefandi: „Blað&útgáíaa h-í." Ritstjómr: Gísli Guðmundacoa, Sigfú* Halldórs frá Höfmiu*. RitstjórnanskrifBtofumar Laugv. 10. Símar 4S73 og ZSÓS. Afgr. og au^lýain«iaakriMofa Austurstr. 12. Simi 232S. Áskriftargjald kr. ífiO á wém. I lausaaölu 10 aura eút Prentamidjaa Acta. Þagar hana „gat ekki orða baadist“ Það er býsna afkáralegt að heyra, hvernig niðursetningui- Kveldúlfs hrín í Morgunblað- inu í gærmorgun. Og nærri mun nú láta, að „öll Reykjavík hlæi“, Jpegar þessi kámugasíti sorpritari í- iialdsins, að Magnúsi í Storm- inum ekki undanteknum, lætur letra stórum stöfum yfir marga Morgunblaðsdálka: „Ég fæ ekki orða bundizt"!! Því hver er sá, sem frá kann að segja, að téður sorpritari hafi nokkurntíma getað orða bundizt? Hefir hann ekki á Al- \ þingi vaðið elginn um hin ó- skyldustu mál, án þess að sjá- anlegt væri að hann heíði þar nokkurn skapaðan hlut til brunnsi að bera, nema fram- hleýpnina eina og sjúklega löngun til að sparka úr klauf í menn og málefni? Hefir hann ekki sjálfur, vegna æstra skapsmuna (að því er hann sjálfur segir) gert sig sekan í svo fáránlegum munnsöfnuði 9 um þá stétt, semj hann á líf sitt að launa, að ekki hefir annað tjáð en að biðja fyrir- gefningar á fjölmennum mánn- í'undi-? Var hann ekki sendur burt úr bænum í fyrravor af sínum eigin flokksmönnum, til þesis að koma í veg fyrir, að hann spillti fyrir sjálfum sér í kosningunum, með því að minna á þá seinheppilegusitu liðsemd, sem Morgunblaðinu hefir verið veitt? Hefir hann ekki orðið upp- vís að því í blaðagreinum nú nýskeð, að bera fram svo blá- köld og auðsæ ósannindi um skjalfestar staðreyndir, að jafnvel flokksmenn hans rekur í rogastanz og segja að máð- urinn hljóti að vera „aum- ingi“? Það er svo sem engin furða, þó að þesisi maður „geti ekki orða bundizt“! Og það er heldur engin furða, þó að þeim Kveldúlfs- mönnum og öðrum Morgun- blaðsbroddum', sé farið að verða dálítið órótt út af þ-ví, hvernig stjómarblöðin hafa flett ofan af aðbúð þeirra að hagsmunum Islands og Islend- inga erlendis. Sjálfir hafa þeir þar hafið alvarlegan leik. Og þeir þurfa ekkert að furða sig á því, þó að bæði stjóm landsins og all- ur almenningur hafi meiri gæt- ur á athæfi þeirra í þessum efnum hér eftir en hingað til. III. Eftir þeim umræðum að dæma, sem orðið hafa um- ut- anríkisverzlunina og gjaldeyr- ismálin, er um þrjár leiðir að velja: 1. Frjálsa utanríkis- og gj aldey risv erzlun. 2. Lögbundnar fylkingar (,,gruppur“) kaupsýslumanna um utanríkisverzlunina og gj aldey risskömmtun. 3. Ríkisverzlun. Skal nú um þessar leiðir rætt: 1. Flestir kaupsýslumenn hér á landi boða fagnaðarerindi „f r j álsra,r“ utanríkisverzlunar. Ileill stjórnmálaflokkur, „Sjálf- stæðis“-menn, telur sér skylt á þag að trúa. Þetta er leið liðins tíma. Af þessari leið hafa nú allar þjóðir gengið, þótt misjafnt sé, hvað langt það er orðið. Þær hafa viljugar eða nauðugar fært utanríkisverzlun sína meir og meir í það horf, að þær geti náð valdi yfir henni sem þjóð- ir, en „framtaki einstaklings- ins“ eru settar skorður að sama skapi. „Sjálfstæðis“_ og kaupsýslumenn teíja þetta, að vísu spillingu síðusitu og verstu tíma og óheilbrigt ástand. En þó að svo væri — erumj við svo sjálfstæðir, Islendingar, að við getum gengið einir á vegi rétt- lætisins í sannri trú á frjálsa verzlun ? Hvernig getum við tryggt okltur markaði og mark- aÓsskilyrði með samningum við aðrar þjóðir, þar sem gagn- kvæm skipti eru gerð að skil- yrði, ef verzlun okkar er óbund in og á margra höndum? Því trúir enginn í fullri alvöru, að utanríkisverzlun okkar geti ver ið með öllu óbundin og ríkinu óviðkomándi á þessum tímja. Hitt er í reyndinni ágreinings- málið, hversu mikið vald ríkið eigi yfir henni að hafa. Og þá kemur til ágreinings, í hverju frelsið í utanríkisverzluninni er fólgið, hverjir hafi réttinn til þess frelsis, og hverjir beri á- byrgðina á þeirri verzlun, og hverjir eigi að gera það. Það sem oftast heyrist kall- að frjáls utanríkisverzlun er í því fólgið, að einstökum mönnum, sem fengið hafa fjár- magn í hendur, er leyfð að- staða til að reka slíka verzlun skipulags- og ábyrgðarlaust. Það er einmitt ábyrgðarleysi þess, sem aðstöðuna og valdið hefir, sem kallað er frelsi. Hinu er gleymt, að það er á kostnað réttar og frelsis alls fjöldans, og þó ér verzlunin rekin í hans krafti og fyrir þann auð, sem honumi ber að réttu. Það er grundvallarvilla hinnar ,,frjálsu“ utanríkisverzlunar, að valdið og ábyrgðin er ekki lagt í sömu hönd. Valdið er lagt í hendur einstaklingnum, ábyrgðin á þjóðina í heild. Kaupsýslumanninum þykir það eðlilegá gott að fá aðstöðuna og valdið í hendur án þess áð bera ábyrgina, og hann kall- ar þetta „frelsi“. En hvað finnst hinum mörgu, sem óbyrgðina verða að bera, en ekkert hafa valdið? Fyrir okkur Islendinga er þessi greining valdsinsi og ábyrgðarinnar á utanríkisverzl. uninni sérstaklega háskaleg, af því að ríkið ber ábyrgð á öll- um bankarekstri þjóðarinnar og þar með á öllum fjármálum hennar inn á við og út á við. Ef ríkið hefði aðeins borið ábyrgð á seðlabanka og einka,- rekstur verið á öðrum bönk- um, svo sem er með öðnim þjóðum, hefðu tengslin milli valdsins og ábyrgðarinnar á utanríkisverzluninni verið meiri en nú eru þau. Þá hefði fyrst komið til ábyrgðar þeirrar sömu stéttar manna og valdið hafði á utanríkisverzluninni, fjárafla og kaupsýslumann- anna, þó að síðar hefði verið hægt að færa ábyrgðina yfir á bak allrar þjóðarinnar. Við Is lendingar höfum „soeialiserað11 ábyrgðina á utanríkisverzlun okkar og öllum fjármálum, en ekki valdið. Því hljótum við að spyrja m'eð skelfingu: Hvernig eigum við í frjálsri verzlun að fá hagstæðan verzlunar- og greiðslujöfnuð, sem er lífsnauð okkar þeirra mörgu, sem á- byrgðina berum, en skiptir ef til vill litlu fyrir þá fáu, er fara með valdið? Og hvemig fer svo með okkar erlendu skuldir og okkar sjálfstæði? Jú. Formælendur „frjálsrar“ verzlunar hafa svarið á hrað- bergi: Það er lögmál hinnar frjálsu utanríkisverzlunar, að þegar mikið er keypt af inn- fluttum vörum, minnkar kaup- geta þjóðarinnar og þá kem- ur hagstæður verzlunar- og greiðslujöfnuður af sjálfu sér. En einm'itt þessir sömu menn hafa fyrst heimtað og hljóta fyrst að heimta erlend lán, tek- in á ábyrgð allrar þjóðarinnar, þegar fyrsta tákn kaupgetu- og gjaldgetu-leysis fólksins kemur í ljós: yfirvofandi hrun bank- anna. Og í hverju er hún fólgin þessi minnkandi kaupgeta? Hún er fólgin í bláfátækt alls þorra þjóðarinnar. Það má vel vera, að slíkt sé hæfilegt, þar sem lítil er menning alls al- mennings að fela það „fram- taki einsitaklingsins", sem kom'- izt hefir yfir nokkurt fé, að fara með utanríkisverzlunina og spana upp kaupgirni fjöld- ans til fánýtra hluta og gjör- nýta gjaldgetu hans, meðan hún er nokkur til, og láta svo um afkomu hans ráðast eins og búpenings, sem settur er á guð og gaddinn. En ætlar íslenzka þjóðin sér svo lítinn hlut menningar? Já, við skulum trúa því, að það sé rétt, að,rItfgmál hinnar frjálsu utanríkisverzlunar sé það, að innflutningurinn verði að lokum sitöðvaður með því að gjaldgetan þverr. En þá er óhætt að trúa því líka, að hann verður ekki stöðvaður fyrr, en hún er þorrin. Þegar öll alþýða manna er þrotin að gjaldgetu, mun hún þá ekki og þrotin að þreki, og hver á þá að borga gildið og greiða skuldirnar? Þær verða ekki greiddar af öðr- um en fólki með fullum mann- dómi og- mannréttindum. Svo mun ýmsum þykja, að hér séu lögmál „frjálsrar“ verzlunar færð út í öfgar og æsar, og er það að vísu rétt.En ]?að er eðli þeirra lögmála sjálfra, fái þau ein að ráða, að ganga til öfganna. Og þau hafa þegar ráðið svo miklu á sviði utanríkisverzlunarinnar, að út í öfgarnar er komið. Því er sú leið ekki fær, að láta þau gilda meir en verið hefir, heldur verður að taka hinn kostinn, að draga úr áhrifum þeirra meir en ennþá er orðið. 2. Hér í blaðinu hefir áður verið bent á þá leið, að skipta utanríkisverzluninni niður milli þriggja fylkinga, óstofnaðs sambands allra kaupmanna, er við utanríkisiverzlun fást, Sambands ísl. samvinnufélaga og ríkisverzlananna, og væri gjaldeyrir þjóðarinnar skammt- aður í þessa þrjá staði eftir reglum', sem þó hefir ekki verið gerð nákvæm' grein fyrir. Þetta er að ýmsu leyti eðli- legt framhald af núverandi fyrirkomulagi. En tvísýnt er hvort það er meir til bóta en skaða, þegar á allt er litið. Það verður því fyrst nefnt til kosta, að það er auðveldara fyrir gjaldeyrisnefndina og skjótvirkara til úrskurða. Gjaldeyrisnefndin þarf þá eigi að taka ákvörðun um hverja j gjaldeyrisbeiðni, vega þarfir og rétt hvers einstaks leyfis- beiðanda, heldur gefur hún al- menn fyrirmæli um, til hvers og hvernig leyfunum er varið. Hún losnar við þenna mikia vanda mannlegra skipta: að neita einstökum mönnum umi lítinn greiða. Hennar aðstaða til utanríkisverzlunarinnar yrði fljótt á litið ekki ólík aðstöðu seðlabanka til fjármalanna. Hún mundi ákveða hve mikinn gjaldeyri hver fylking fær, en hin einstöku gjaldeyrisleyfi yrðu veitt af þeirra stjóm, er hver fylking velur sér. En í reyndinni mundi verða sá eðlismunur á aðstöðu gjald- eyrisnefndar eftir þessari skip- un. og seðlabanka, að vald nefndarinnar mundi vafalaust verða meira í sýnd en reynd. Vald hennar nú er í reyndinni rnjög' í því fólgið, að til henn- ar þarf að sækja hvert ein- stakt g'jaldeyrisleyfi og um leið fær hún að vita til hvers gjaldeyrinum skal varið. Með | því getur hún helzt tryggt það, að það sé fyrst keypt inn sem nauðsynlegt er. Þetta verður ekki jafn vel tryggt, ef sá ráðstöfunarrétt- ur er að verulegu leyti fenginn í hendur þeim, er meiri áhuga hafa á að reka sem mesta ut- anríkisverzlun, heldur en hinu, hvernig verzlunarj öfnuðurinn verður að lokum. Hinsvegar mundi nefndinni örðugt um að synja um aukin gjaldeyris- leyfi, í hvert sinn er sú raun- verulega þörf kallaði. Og fyrir ]'að vald, er hún léti af hendi, mundi að engu létt af henni á- byrgðinni. Þar að auki fylgir þessu skipulagi annar galli, er getur orðið mjög háskalegur. Þjóðin yrði með þessu dæmd til að skiptast í tvær eða fleiri sveit- ir eftir viðskiptunum, og af því mundi leiða enn harðari i'lokkadrátt um vald yfir við- skiptum og fjármunum, en þegar er orðin. 3. Frá sjónarmiði alls al- mennings í landinu ætti það a,ð vera sjálfsagt mál, að ríkið tæki í sínar hendur alla utan- ríkisverzlun landsmanna, bæði sölu útfluttrar vöru og kaup aðfluttrar vöru. Sú leið hefir marga kosti fram1 yfir þær leiðir, sem um hefir verið rætt. Með því mundi valdið yfir utanríkisverzluninni og fjár- hagsleg ábyrgð á henni færast á eina hönd. Með því mundi ríkið fá fullt vald yfir innflutningnum, gæti miðað hann við þarfir þjóðarinnar og getu. Með því næði ríkið fullu valdi yfir gjaldeyrinum, verð- lagi hans og skiptingu. Með því verður auðveldara yfir því að ráða, hvað fram- Ieitt er í landinu sjálfu, og hvaða kjör framleiðslunni eru búin. Með því yrði auðveldara að gera verzlunarsamninga við önnur ríki með fullu valdi og sæta þeim mörkuðum, sem beztir eru. Og þegar því fylgir líka, að með því er hægt að bjóða fram meiri sölu og meiri kaup á einni hendi, mundi af því hljótast hagstæðara verð- hlutfall útfluttrar og inn- fluttrar vöru. Með því mundi verða unnt að fá hagstæðan greiðslujöfn- ug við útlönd og greiða skuld- imar út á við, í stað þess að þær fara nú vaxandi með hverju ári. Með því og því einu mundi vera unnt að tryggja *jálf- stæði þjóðarinnar. Frh.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.