Nýja dagblaðið - 22.08.1935, Page 2

Nýja dagblaðið - 22.08.1935, Page 2
2 NÝJA DAGB.LAÐIÐ StefánGuðmundsson óperusöngvará K veðj u hlj óm leikar í Gamla Bíó á morgun (23. þ. m.) kl. 7,15 síðd Við hljóðfærið: C. Billich Aðgöngumiðar verða seldir í dag og á morgun í hljóðfærvverzl. frú K. Viðar og bókaverzl. S. EJymundss. Ath. Pantaða aðgöngumiða ber að sækja fyrir há- degi á föstudag, annars seldir öðrum. Áfengisverzlun ríkisins hefir einkarétt á því að framleiða bökun- ardropa. hárvötn, ilmvötn og andlitsvötn. Verzlanir, rakarar og hárgreiðslukonur snúa sér því beint til Áfengisverzlunarinnar, þegar þessar vöriu- vantar. Sendum gegn póstkröfu á viðkomuhafnir strandferðaskipanna. Góðar vörur. Sanngjarnt verð. Atengisverzlun rikisins. fastar ferðir alla miðvikudaga og laugardaga Til Reykjavíkur alla þriðjudaga og föstudaga Afgreiðsla í Reykjavík: Nýju Bifreiðastöðinni, Kolasundi. — Sími 1216 Finnbogi Guðlaugsson, Grrátt alnllarefni (Oxford) 8.50 pr. meter CrEFJUN, Laugaveg 10 FREYJU kaf f ibœtisduftið — nýtilbúið — inniheldur sðeins ilmandi kaffibseti, ekkert vatn eða önnur efni til uppfyllingar. Þess vegna er Freyju kaffibætía- duftið drýgat, heiinsemast og beat. Og þó er það ódýrara ©n kaffi- bsetir í atöngum. Notið það bezta, sem nnnið er í landinu rrí"(' • I Alþýðublaðinu hefir undan- íarna daga verið nokkuð rætt um þá miklu þörf, sem hér er fyrir aukið hagnýtt nám barna og unglinga í bænum og um það, ihvemig úr slíku megi bæta og það hið bráðasta. Hér verður ekki í þessari grein gert að umtalsefni nema eitt atriði í tillögum þeirra greina, sem Alþ.bl. hefir birt um þau mál. Hr. Gunnar M. Magnússon, kennari, bendir á leið — í sinni grein — út úr þeim erfiðleik- um, sem verða myndi um hús- næði við lengda skólaskyldu barna í bænum og breytta starfshætti um nám. Ifans tillaga er að hætta að innrita nemendur í kennara- skólann, láta hann lognasf út af, en endurfæðast síðarmeir sem eina deild háskólans. Taka svo húsnæði kennaraskólans í þarfir lengdrar skólaskyldu unglinga og byggja þar upp hina nýju kennslu og starfs- stofnun. í ritstjórnargrein Alþbl. í fyrradag, sem um þessi mál 'fjallar, er svo um það spurt, hvort ekki megi „nú þegar taka eitthvað af húsnæði kenn. araskólans til slíkra nota“. Um það, að kennaraskólinn gangi inn í háskólann — í þeimi tilgangi að verða fullkomnari stofnun, er naumast að ræða, meðan háskólann skortir sjálfan algerlega húsnæði og býr við hin mestu og' bagaleg- ustu híbýlaþrengsli. En hitt, að vekja máls á því, hvort ekki megi „nú þegar taka eitthvað af húsnæði kennara- skólans“ til nýrrar fræðslu- stofnunar, er svo fráleitt sem verða má. Kennaraskólanum hefir frá því fyrsta verið síkorinn þröng- ur stakkur. Um langt skeið stóð sikólahúsið, vanbúið og þægindalítið í óruddri holurð. Síðan hafa, að vísu verið gerð- ar umbætur, bæði á bygging- unni og lóð skólans — sem liggur raunar undir allt aðra stofnun, en allt um það eru húsakynni ■ skólans mikils til of lítil og ófullkomin, ef miðað er við nútímakröfur og samskon- ar stofnanir erlendisi. En þó er verst, að hann hef- ir ekki einu sinni fengið að búa einn að hinu ófullkomna hús- næði, heldur hefir öðrum, miklu fjölmennari skóla verið troðið inn í híbýli hans. Gagnfræðaskóli Reykjavíkur hefir allt frá stofnun sinni ver- ið í húsrúmi þessa eina, fá- tæka og þægindalitla kennara- skóla þjóðarinnar. Kennaraskólann skortir al- gerlega rúm fyrir æfingabekki sína. Hann átti nokkurn vísd til fuglasafns. Það er nú nær eyði- lagt af því að hvergi er staður til geymslu. Iiann átti nokkurt jurtasafn. Það liggur undir eyðileggingu, líka fyrir pláss- leysi. Skólinn hafði í sinni eigu töluvert af eðlisfræðiáhöldum. Þau eru nú fullkomlega ónot- hæf af sömu ástæðu og fyr greinir. Skólinn á engan leikfimissal, engan handavinnusal, né handa,- vinnuáhöld, enda hefir kennara- efnum (piltum) engin handa,- vinna verið kennd hin síð- ustu ár. En í slíkum stofn- unum erlendis er handavinna sú námsgreinin, sem nú er á lögð víða megináherzla, enda árangurinn með afbrigðum glæsilegur. Og loks er því litla, sem skólinn á til af einföldustu kennslutækjum hrúgað saman í eina herbergiskytru, svo In'önga og óhaganlega, að oft hefir reynzt ógerlegt með öllu að finna það, sem nota, þurfti í þessari eða hinni námsgrein, þegar mest þörf var á. í þessum efnum öllum — og ýmsum íleirum — eru þrengsl- in til fyrirstöðu hverri umbót. Og svo er haíið máls á því, hvort ekki megi taka nokkuð af þessu húsrými fyrir þriðju kennsl ustofnunina. Erlendis eru skólamenn allir á einu máli urn það, að engar menntastofnanir þurfi betur að vanda en kennaraskólana. Enginn skóli íslendinga hef- ir jafn víðtæk áhrif á alþýðu- fræðslu og alþýðumenntun sem kennaraskólinn. Áhrif hans ná því að orka svo að segja á hug og sál hvers barns í landinu. En þrengslin standa honum nú bókstaflega fyrir albrýn- ustu og óhjákvæmilegustu um- bótum, umbótum, sem nýleg reglugerð heimtar m. a. hon- um til handa. Og frumskilyrðið fyrir því, að þeim umbótum fáist fram- gengt, er það, að skóli sá, sem þar hefir haft til húsa undan- farið, rými þaðan, en kennara- skólinn fái aftur til fullra af- nota það mjög nauma húsnæði, sem honum var ákveðið fyrir rúmum aldarfjórðungi síðan, þegar kröfur til kennaramennt- unar voru aðrar og miklu mlinni en nú. Þessi umbótaþörf skólans er svo augljóst mál, svo sjálfsagt og óumflýjanlegt, að það nær bókstaflega engri átt að halda svo í kyrkingi áfram jafnþýð- ingarmikilli fræðslu og mennta- stofnun þjóðarinnar. Vandamál alþýðuskólanna eru mikil og- margvísleg. En eitt meginskilyrði fyrir þrifurn þeirra er það, að alþýðukenn- urum séu búin sem bezt skil- yrði og hagfelldust til þess að vinna ábyrgðarfullt starf í sem fyllstu samræmi við viður- kenndar kröfur hvers tíma. Hallgr. Jónasson. Borð búnaður úr silfnrplettí, aérlega vmndað- «r og smekklegnr, hjá HÁRALDUR HA6AN Ansturetmti 8. Simi 8880. Leikföng Kúlukassar frá 0,20 Dúkkur frá 0,50 Bílar frá 1,50 Garðkönnur frá 0,35 Glerkúlur á 0,25 Stell frá 1,50 Boltar frá 0,85 Myndabækur frá 0,35 Litakassar frá 0,25 Vagnar frá 0,85 Skip frá 1,50 Spil, ýmiskonar frá 1,00 K. Eiiiran & Blörnsson Ba-ikt stneti 11 Atvinna. Af sérstökum ástæðum er til sölu hlutur í arðbæru iðnaðarfyrirtæki hér í bæn- um. — Kaupandinn getur tryggt sér atvinnu við fyr- irtækið. Lysthafendur sendi nöfn sín, adressu og síma- númer í lokuðu umslagi á ' afgreiðslu blaðsins, fyrir 24. þ. m., merkt: fllvinna. Laugaveg* Autoaat Nýtt l mbakjöt og súpa verða tramreidd irá kl. 3—11,30 e. hád. tyrst um sinn. Rússer notfara sér ekki vðrolán í Þýzkalandi Fyrir 3 mán. síðan fengu Rússar loforð fyrir 200 millj. marka vöruláni í Þýzkalandi. Hafa síðan farið nokkrir er- indrekar frá Rússlandi til Þýzkalands, til að athuga, hvaða vörur Rússum myndi hagkvæmast að kaupa þar. En enn hafa þó ekki verið fest kaup á þýzkum vörum, nema fyrir lítinn hluta hins um- rædda vöruláns. Hafa Rússar gefið þá skýringu, að vöruverð- ið í Þýzkalandi væri í flestum tilfellum 30—40% hærra en verðið á heimsmarkaðinum, og telji þeir sér ófært að kaupa vörur með þvílíku verði. Þýzka stjórnin hefir heldur enn ekki viljað gefa hinar. venjulegu útflutningsuppbæt- ur, sem eru oftast 25%, og hafa verið færðar fyrir því þær ástæður, að stjórnin telji ekki öruggar þær tryggingar, sem færðar eru fyrir láninu.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.