Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 22.08.1935, Qupperneq 1

Nýja dagblaðið - 22.08.1935, Qupperneq 1
Merkileg auglvsingastarfsemi Ungverjar hæna ferðamenn tii lands ins með auglýsingum um lækninga mátt heitra lauga FRÁ FRÉTTARITARA nTja dagblaðsins. Kaupmhöfn í ágúst. Ungverjar hafa nú ákveðið að hefja víðtæka auglýsinga- starfsemi til að draga athygli ferðamanna að landinu. Fyrst og fremst ætla þeir að auglýsa lækningakraft hihna heitu uppsprettna landsins. Er ætl- unin að fá sem flesta Evrópu- biia, sem hjáðst af gigtveiki og taugagigt að taka sér ferð á 'nendur til Budapest. 1 tilefni af hessu, er aug- lýsingastjóri ungversku heilsu- fræðisnefndarinnar, dr. Julius Somogyi, á ferðalagi um þvera og endilanga Evrópu. Skýrir liann frá því, að Budapest sé orðin einn fullkomnasti bað- staður heimsins. Við stærri gistihús borgarinnar sé búið að byggja sundlaugar og sé þar notað vatn frá heitum upp- sprettum. Áður fyrr voru Ung. verjar alls ófróðir um verð- mæti heita vatnsins, en nú hafa þeir komið auga á það og hafið víðtæka starfsemi til að notfæra sér1 þeteisajr auðsupp- sprettur. Auk þess, sem heita vatnið er leitt til gistihúsanna og notað í sundlaugunum, hefir í Budapest verið sett á stofn gigtarhæli, sem rekið er með ríkisstyrk. Hafa márgir læknar víðsvegar frá, dvalið þar til að kynnast starfsemi þess. Þar að auki hafa verið byggðir margir baðstaðir eða réttara sagt heilsuhæli. Heita vatnið er bæði notað á gigtar- hælinu og baðstöðunum. Þeir sjúkdómar, sem reynt er að lækna með heilsuböðum í heita Svenska Dagbladet skýrir ný- lega, frá stórfelldu mannvirki, sem Rússar hafa nú með hönd- um. Það er Moskva-Volga- skurðurinn, sem verður stærsti skipaskurður í heimí, þegar Panamaskurðurinn, sem er nokkuð annars eðlis, er ekki meðtalinn. Til þess að fullgei'a skurð- inn, þarf að moka í burtu 140 vatninu, eru auk gigtar og liða- gigtar, lærtaugagigt og ýmtear tegundir meltingarkvilla. Einn- ig hefir það komið í ljós, að heita laugavatnið í Ungverja- landi hefir góð áhrif á þá, sem þjáðst af offitu. Alþjóða- nefnd lækna hefir athugað lækningamátt heita vatnsins. Hefir hún tilkynnt, að það sá mjög mikilvægt frá heilsu- fræðilegu sjónarmiði og ráð- leggur að nota það við áður- nefndum sjúkdómum. Einnig er heita laugavatníð við Budapest notað til upphit- unar í fjölda mörgum húsum borgarinnar og er það mjög hagkvæmt. Sem sagt, er nú hafin víðtæk auglýsingastarfsemi til að kynna heita vatnið í Buda- pest. Það hrekur vitanlega ekki þá staðhæfingu, að heitu laugarnar á Islandi hafi fólg- inn eins mikinn lækningamátt. Sennilega miklu meiri. Og ekki mundi það draga úr aðsókn ferðamanna til íslands, ef það yrði kunngjört betur út um heim. Það er ekki langt síðan, að ég átti, fyrir hönd Nýja Dag- blaðsins, tal við danska ferða- málaforstjórann, Mogens Lich- tenberg. Sagði hann, að auka, mætti ferðamannastrauminn til íslands til stórra múna, ef lækningamáttur heita vatnsins væri auglýstur nægilega er- lendis. Aðrir ferðam!álafræð- ingar, sem ég hefi átt tal við, eru sömu skoðunar. Forstjórinn fyrir auglýsinga. starfsemi Ungverja, álítur að þessi starfsemi geti leitt til stóraukins ferðamannasitraums til landsins. B. millj. rúmmetrum af jarðvegi og steinsteypa 3.100 þús. rúm- metra. Þetta stórkostlega verk er nú rekið með miklum dugnaði. 133 grafningsvélar eru í stöð- ugum gangi, auk margra ann- ara véla og verkfæra. Hinn 1. þ. m. var gert ráð fyrir að búið yrði að moka, í burtu 69 millj. rúmmetrum, og Framh. á 4. síðu. Eftírmaður Baden Powell? I Stokkhólmi hefir undan- farið verið háð alþjóðlegt mót skáta. Mótinu stjórnuðu Baden Po'well, yfirforingi skáta, og Gustaf Adolf Svíaprins, sem er formaður sænskra skáta. Vann prinsinn sér mikla hylli á mót- inu og er hann talinn líkleg- astur til að verða eftirmaður Baden Powell, sem er maður aldurhniginn. Nýtt gisti- og veitingahús Seinustu vikur hefir verið unnið að því, að breyta hús- inu Vallarstræti 4 og útbúa það til veitinga,- og gistihúss- reksturs. Verður það í dag opnað til gistingar, en veitingasalurinn mun ekki verða opnaður fyrr en um miðjan september. I húsinu eru tilbúin 17 gesta. herbergi fyrir 1—2 menn hvert. Gistihúsið hefir hlotið nafn- ið Hótel Vík. Forstöðumaður þess er Theodor Johnson. Stórfellt mannvirki I Rússlandi Stœrstl flóðakurdur heimsins. Frá Norræna kennaraþinginu í Stokkhólmi Talið frá vinstri: Borgbjerg kennslumálaráðherra Dana, Engberg kennslumálaráðherra Svía, Mantere kennslumálaráð- herra Finna og Arngrímur Kristjánsson form. Sambands ísl. barnakennara. Landakeppni í skák í Yarsjá Fjölmennasta skákmót FRÁ FRÉTTARITARA NÝJA DAGBLAÐSINS. Oslo í ágúst. Nýlega er afstaðið alþjóð- leg-t skákmót, sem! haldið 'var í Bad Nauheim í Þýzkalandi. Úrslit urðu þau, að Bogoljubof varð .hlutskarpastur og hafði sex vinninga. Auk hans tóku átta frægir skákmenn þátt í mótinu. Var samkeppnin hörð og fékk enginn þátttakenda færri en 3 vinninga og fimm iengu 41/2 vinning og þar yfir. Þátttakendur í þessu móti, eru nú lagðir af stað til að taka þátt í landakeppni í skák, í.em .háð verður í Varsjá síðari hluta þessa mánaðar. Verður sem ean hefír verið háð það fjölmennasta skákmótið, sem enn hefir haldið verið. — Jafnframt landakeppninni verður þar keppt um heims- meistaratitil kvenna í skák. — N úverandi heimsmeistari er ungfrú Menchik frá Tékkoslo- vakiu. — Konur frá tólf lönd- um taka þátt í keppninni og hefir akákmót kvenna aldrei verið eins fjölmennt Norðmenn taka ekki þátt í landakeppninni, en senda tvo fulltrúa á mótið, karl og konu. Karlmaðurinn er fyrv. Nor- egsmeistari, Andreas Gul- brandsen, Moss, sem á Norð- urlandametið í blindskák á móti 15 manna sveit. Z. „Alltaf að tapa-“ Islenzku knattspymu- mennirnir bíöa mikinn ósignr i Berlin. I gærkvöldi kepptu íslenzku knattspyrnumennimir, sem fóru til Þýzkalands, við knatt- spyrnumenn í Berlín. Unnu Þjóðverjar með 11:0. Á sunnudaginn kepptu Is- lendingarnir í Dresden og fengu þar jafn ömurlega út- íeið. Seinni hálfleiknum í gær- kvöldi var endurvarpað. Heyrð- ist sæmilega. Lýstu þeir leikn- um til skiptis: Pétur Sigurðs- son, Guðjón Einarsson og Gísli Sigurbjörnsson. Lýtti mjög frásögnina leiðinlegar lýsingar á móttökunum og upptalning- ar á mannanöfnum. Fiskveiðar Portúgala í Norðurhöfum Stjómin í Portúgal hefir sent nefnd manna til að semja við skipasmíðastöðina í Frið- riksisundi um byggingu tveggja eða þriggja 500 tonna skipa. Er ætlunin að skip þessi stundi veiðar norðarlega 1 Atlants- hafi. — Hafa Portúgalar á- kveðið að afla sjálfir sem mest af þeim fiski, sem þeir þurfa til neyzlu, í stað þess að kaupa hann'frá Islandi og Noregi. — Bygging þessara skipa er því einn liður í þessum fram- kvæmdum.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.