Nýja dagblaðið - 27.08.1935, Blaðsíða 3
NÝJA DAGBLAÐIÐ
8
Mestu vandamálin
NÝJA DAGBLAÍIB
Útgefandi: „Blað&útfáfan h.f."
Ritstjór&r:
Gísli GuBmundaMMt,
Sigfús Halldórs frá Höfniun.
Ritstjórnarskrifstofurnar
Laugv. 10. Símar 4S73 o* SÖBS.
Afgr. og auglýsingaakrifsáofa
Austurstr. 12. Sími 2323.
Áskriftargjald kr. 2,00 á mán.
If lausasðlu 10 aura eint.
Fevðalög
til útlanda
Vísir hefir nú nýlega gert
að umtalsefni ferðir núverandi
ráðherra til útlanda. Telur blað-
snepill þessi óþarft að láta ráð-
herrana hafa. erlendan g'j ald-
eyri til slíkra ferðalaga og hef-
ir um það mikið orðagjálfur.
Það liggur nú raunar í augum
uppi, að ef nokkrir menn hafa
á annað borð erindi til annara
landa., þá eru það fyrst og
fremst þeir, sem eiga að hafa
á hendi æðstu stjórn á málefn-
um þjóðarinnar. Hitt væri
sönnu nær að finna að því, eins
og utanríkismálin nú eru orðin
urnfangsmikil, að ráðherramir
verðu of litlum tíma til utan-
ferða, þvi að eins og nú standa
sákir, ríður áreiðanlega ekki.
minna á því, að ríkisstjórnin
fylgist með úrlausnarefnum er-
lendis en landsmálunum hér
heima fyrir.
En úr því að tilefni gefst úr
þessari átt, er ekki úr vegi að
fara nokrum orðum um þá
gjaldeyrisnotkun til utanferða,
sem nú á sér stað, því að þar
er áreiðanlega um að ræða
talsvert af ferðalögum!, sem
þjóðin hefir næsta lítið gagn
af.
Það er t. d. mjög vafasamt
gagn eða sómi að því fyrir
þjóðina að verja erlendum
gjaldeyri til að senda után
fjölmenna knattspymuflokka
til þess að keppa við eríenda
knattspyrnumenn, án þess að
hafa, nokkur skilyrði til þess að
geta haldið hlut sínum og frem.
ur hljóta að rýra en auka það
álit, sem útlendingar hafa haft
á manndómi og atgerfi íslend-
inga.
Þá er hitt í mjesta máta ó-
viðkunnanlegt, enda þar ekki
lítið í lagt, að senda. utan
marga tugi af kaupsýslumonn-
um) til þess að útvega ný verzl-
unarsambönd í miður nauðsyn-
legum vörum, sem bezt væri
fyrir þjóðina að vera alveg laus
við á þessum vandræðatímum.
En slíkir legátar hafa nú í vor
og sumar verið á flökti suður
um alla álfu og eytt stórfé.
Farþegalistar millilandaskip"
anna bera það með sér, að
þama hefir gjaldeyrisnefndin
ekki verið svo á verði, sem1
skyldi. Má að vísu segja, að
henni sé það vorkunnannál, svo
taumlausa frekju sem kaup-
mannastéttin, eða sá hluti
hennar, sem við innflutninginn
fæst, hefir sýnt í þessum mál-
um. En hér mun þó verða að
taka í taumana fyr eða síðar.
Undanfarið hafa m. a. smjör-
líkisgerðirnar hér í bænum orð-
ið að ganga að samningum við
„Félag verksmiðjufólks, Iðju“.
Segir í þessum „samningum":
„Hámark vinnutínia í verk-
smiðjum og vinnustöðvum skal
vera 8 tímar, 48 tíma vinnu-
vika, eða frá kl. 8 árd. til kl.
5 síðd., þar af skal einn tími
vera til matar og dregst frá
vinnutíma, en 30 mínútur
skulu á tímabili þessu látnar til
kaffidrykkju án frádráttar.
I.ágmai'kskaup í almennri dag
vinnu skal vera: karlmenn kr.
330,00 á mánuði, konur kr.
180,00 á mánuði. Eftir-, nætur-
og helgidagavinnu skal forða^t
af fremsta megni, en sé hún
unnin, telst eftirvinna frá kl.
5 síðd. til kl. 8 síðd. og skal
greidd með: Fyrir karlmenn
kr. 2,00 fyrir kl.st. Fyrir konur
kr. 1,00 fyrir kl.st. Næturvinna
telst frá kl. 8 síðd. til kl. 8 árd.
og skal greidd með: Fyrir karl-
menn kr. 2,50 fyrir kl.stund.
Fyrir konur kr. 1,50 fyrir kl.st.
Helgidagavinna greiðist með
sama kaupi og næturvinna.
Starfsfólk það, er kann að hafa,
hærrj laun en samningur þessi
inniheldur, haldi þeim. Þeir,
sem beinlínis vinna að tilbún-
ingi smjörlíkis, strokka o. s.
frv. skulu hafa lágmarkskaup
kr. 350,00 kariménn og kr.
250,00 konur“.
Auk þessa eru í samningun-
um ýms hlunnindi, er verk-
smiðjufólkið hefir, svo sem
sumarleyfi o. fl. Uppsagnar-
frestur sé 3 mánuðir o. s. frv.
Þessir samningar eins og svo
margir aðrir samningar milli
verkþega og verkveitenda gefa
tilefni til margháttaðra athug-
ana. Þarna kemur fram sam-
takamáttur þeirra er vinna, um
að hækka kaup sitt. Það er sá
þáttur af félagshyggjunni, er
sérstaklega hefir farið sigri
hrósandi meðal launþega hér á
landi nú á síðari árum. Hann
hefir óneitanlega sína björtu
hlið. En hann hefir líka sína,
skuggahlið.
Eitt allra fyrsta skilyrðið til
að á þessu landi geti lifað
Og þegar málgögn þessara
manna, sem eyða hinum tak-
markaða gjaldeyri, gerast svo
djörf að telja eftir gjaldeyri til
opinberra starfsnianna — sem
hafa áríðandi verk að vinna er-
lendis fyrir þjóðarheildina —
þá er fyllilega tími til kominn,
að þeim herrum, sem að þessum
málgögnum standa, sé sjálfum
kennt að spara hinn erlenda
gj aldeyri.
Nýja dagblaðið mun hér eft-
ir telja, það skyldu sína að
fylgjast nákvæmlega með gjald-
eyriseyðslu slíkra ferðalanga
og láta gjaldeyrisnefndina, hafa
það aðhald,sem hún hefir gott af.
viðvíkjandi gjaldeyrisveiting.
um, sem ætlaðar eru til að
kosta ónytja flakk út um lönd.
framsækin menningarþjóð er
það, að hún framleiði sem
allra flest af því, er hún sjálf
þarf að nota. En eins og nú er,
er svo dýrt að framleiða flest
hér á landi, að það borgar sig
ekki samanborið við að kaupa
vöruna frá útlöndum á frjálsum
markaði, sé miðað við kaup-
verðið eitt. Og veldur hér miklu
um hátt kaupgjald við fram-
leiðsluna og ýmiskonar dýrtíð.
Ekki er þó svo að skilja, að
almenningur, sem vinnur lægra
launuðu störfin sé ofhaldinn af
launum sínum. Heldur er það,
að vanrækt hefir verið áð verð-
gildi krónunnar, sem verkamað
urinn vinnur sér inn sé viðun-
andi. Til að geta lifað
sæmilegu lífi, þurfa menn að
hafa óeðlilega hátt kaup að
krónutölu. Nú kosta t. d. tvö
herbergi og eldhús almennt
hér í Reykjavík kr. 100—120
yfir mánuðinn. Hér kostar 1
lítri af mjólk um 40 aura. Hér
kostar eitt kg. af nýjum fiski
þetta kr. 0,30—1,20 og margt
eftir þessu. Hér hafa ýmsir
,,stjórar“ þetta 6—10 hundruð
króna á mánuði og- meira. Hér
er rafmagn, gas, vatn o. fl. þ. h.
í óeðlilega háu verði meðfram
af því að þær nauðsynjar eru
notaðar sem tekjustofn fyrir
bæjarfélagið. Hér raka heild-
salar og ýmiskonar fjársýslu
menn saman tugum' og hundi’-
uðum þúsunda króna á ári af
fátækum almenningi.
Allt þetta með meiru gerir
svo mikla dýrtíð í bænum, sem
verkar út um allt landið, því
Reykjavík er nokkurskonar
brennidepill þj óðfélagsins.
Þessa hliðina er mést nauð-
synin að laga fyrst, svo að al-
menningur geti lifað hér, og
annarstaðar þá um leið, sæmi-
legu menningarlífi, án þess að
þurfa að hafa svo hátt kaup að
allri framleiðslu í landinu sé
ofraun að bera það.
Tvennskonar mönnum hefir
borið einna mest á undanfarið í
þjóðlífinu: Þeim, sem hafa haft
ráð yfir fjármagninu og hafa
rekið stór fyrirtæki með fjölda
leiguþjóna og haft óhæfilega
há laun sjálfir, og hins vegar
þeim, sem hóað hafa ábyrgðar-
lítið fjöldanum saman til að
gera kröfur til annara, án þess
að vinna að notadrjúgum um-
bótum fyrir verkafólkið sjálft.
Milli þessara aðila eru svo háð
stöðug hjaðningavíg á sviði at-
vinnumálanna. Og á þau er
vanalega sætzt gegn lélegum
bráðabirgðaúrlausnum. Sá vopn-
aði friður stendur svo um tíma
þar til nýtt verkfall eða verk-
bann skellur á. Væri bættur
skaðinn, þó að veildi beggja
þessara aðila færi minnkandi
úr þessu.
Það er eins og verkamanna-
samtökin hafi aðallega beinzt í
þá átt að hækka kaupið að
krónutölu og þá unt leið, ásamt
ýmsum fjárplógsmönnum, að
minnka atvinnumöguleikana,
vegna þess að framleiðslan getur
ekki borið kaupgjaldið. Útkom-
an er svo: Meiri kaup á útlend
um vörum. Hækkaðar skuldir
við útlönd. Stuttur vinnutími.
Fáir vinnudagar. Atvinnuleysi
og bágindi. Mesta eyðslan vex
ár frá ári, sem er sú, að fjöldi
vel vinnandi fólks gengur iðju
laust tímunum saman.
Sjálfstæðum atvinnurekend •
um fækkar ár frá ári. Sú litla
atvinna, sem til fellst, fer smátt
og smátt á hendur örfárra
manna, er beztar hafa vélarnar
og' mest ráð yfir fjármagni.
Og svo hlaupa bæjarfélög og
ríkið undir baggann með ein-
hverskonar' „atvinnubótavinnu"
til að halda lífinu í fólkinu. En
við þá vinnu hangir það mjög
oft áhugalítið rétt til mála-
mynda og eftirtekjurnar verða
eftir því.
Flóttinn frá framleiðslunni og
líapphlaupið um einhverskonar
fastlaunaða atvinnu, — helzt í
bæjunum — eykst ískyggilega
ár frá ári. En fólkinu e)- vork-
unn. Svo að segja öll fastlaun-
uð störf eru vissari og betuí
launuð en að fást við fram-
leiðslu verðmæta fyrir eigin
reikning. í sumar hefir öfug-
streymið gengið svo langt, að
fólkið hefir hálfsoltið í hundr-
aðatali í bæjunum víðsvegar
með ströndinni, en á bændabýl-
unum skammt frá verða ágæt-
is engjar óslegnar allt í kring
um bæina, af því ekkert fólk er
til að vinna að heyskapnum.
Meira að segja hér í Mosfells-
sveitinni, rétt hjá höfuðstaðn-
um, sagði áreiðanlegur bóndi
nýlega þeim, er þetta ritar, að
mikið af engjumj yrði ónotað
hjá sér vegna fólksleysis. Kvað
hann meðalmánn slá á þeim
þetta 10—12 hesta á dag! —
Og svo eru bændumir að basla
við að kaupa fóðurbæti —
stunduni útlendan — til að
reyna að halda við bústofnin-
urn.
Stúlkurnar þrengja sér inn
í verksmiðjur eða önnur létta-
störf, þar sem þær fá 180 kr.
á mánuði við að pakka inn
smjörlíki eða þ. h. fáeina kl.-
tíma á dag eða sem svarar um
1 kr. á kl.tímann og piltamir
aka bíl eða skrifa nótur eða
lanna krökkunum eða annað og
fá ca. hálfa aðra krónu um
kl.tímann og það af fólkinu,
sem ekki kemst að, fær ein-
hvernveginn framfæri, án þess
að leggja mikið að sér méð
vinnu. Okkur, sem ekki höfum
nema takmarkað bjartsýni
finnst stefna að því að fjöld-
inn af fólkinu heimti aðallega
af öðrum, ábyrgðarleysið vaxi,
landið leggist í auðn — fátækt,
eymd og úrræðaleysi verði svo
útkoman.
En hvernig á að laga þetta?
Með aukinni félagshyggju, þar
sem vaxandi er áhugi og
ábyrgð einstaklinganna til að
vera ekki sem vilj alítil fokstrá,
er leiti skjóls í hálmbyng horf-
inna tækifæra.
Alménningur á að hafa at-
vinnutækin í sínum höndum og
hafa full ráð yfir þeim. Þegar
hann gerir ráðstafanir um líf-
vænan framtíðarrekstur, þá á
ekki að fara að eins og í smjör-
líkissamningunum, sem nefndir
voru ,hér að framan: „Starfs-
fóllc það, er kann að hafa hærri
láun en samningur þessi inni-
heldur haldi þeim“, um leið og
verið er að hækka lágmlark al-
mennu launanna, svo að tvísýnt
er að fyrirtækið geti borið það,
og- atvinnan, sem' var áður,
kannske verði engin. Fyrirtæk-
ið leggist í rústir eða hangi
uppi á dýru vélaafli. — Ég
þekki marga bændur og útgerð-
armenn, sem ekki vildu lofa
vinnufólkinu að fá nokkur
kindafóður í kaupi sínu eða
hlutdeild í aflanum er kom á
skipið, meðan vel gekk. Með
þessari skammsýni sinni er
ekki að efa að þeir hafa flæmt
l'jölda af fólki frá framleiðsl-
unni. Það eiga allir sem vinna
að franileiðslunni, að eiga og
ráða hlutdeild í henni. Það er
hver „sjálfum sér næstur“. Og
ábyrgðartilfinningin og áhug-
inn vex við að vera sjálfur sem
mest þátttakandi í hverskonar
störfum. En auðvitað er sjálf-
sagt, að ríkisvaldið og samtök
fjöldans sporni á móti því að
einstaklingshyggjan fái svo
mikið ráðrúm, að hún skaði al-
menning eða sé honum hættu-
leg eins og t. d. með ofmiklum
ráðum einstaklinga yfir fjár-
magni o. fl.
Til að fyrirbyggja kaupdeil-
ur, atvinnuleysi, eymd og of
mikla auðsöfnun einstaklinga
og- auka áhuga manna fyrir að
vera lifandi þátttakendur í gró-
andi þjóðlífi, þá eiga þeir sem
sjálfir vinna við landbúnaðinn,
sjávarútveginn og iðnaðinn, að
reka atvínnuna og njóta sjálfir
uppskerunnar, hvort sem1 hún
er mikil eða lítil. En vegna fá-
tæktar almennings verður ríki,
bæjarfélög og lánstofnanir að
leggjast á eitt í byrjun: að
hjálpa þeim, sem vinna til að
geta rekið fyrirtækin sjálfir.
Framtíðarúrlausnin verður:
Samvinna hins vinnandi fólks
nteð fullum yfirráðum yfir
tækjum þeim er það þarf að
nota við atvinnu sína.
Umræður um þessi málefni,
sem hér hefir verið lauslega
drepið á ntóettu gjarnan hefj-
ast og gerði þá ekki til
þó að eitthvað af áhuganum
fyrir persónulegu nuddi eða
blökkumönnum í Afríku tæki
sér örlitla hvíld á meðan.
Vigfús Guðmundsson.
Hreðavatn.
Vegna mikillar aðsóknar lieflr
oftaBt orðið að neita um gist-
ingar að Hreðavatni, nema þær
hafi verið pantaðar með löngum
fyrirvara, þar til nú að fást 3-4
herbergi. — Laxveiði er ennþá
í Norðurá og silungsveiði í vötn-
unurn. — Þeir sem kynnu að
vilja tryggja sér herbergi að
Hreðavatni nú í vikunni, ættu
sem allra fyrst að gera það hjá
Ferðaskpifsíofu ísiands.