Nýja dagblaðið - 27.08.1935, Blaðsíða 1
r r
Meistaramót I. S. I.
Nýtt met í 400 metra hlaupi
Sprmgisandsför
Viðta! við Guðiaug Rósinkranz
yfirkennara
Fyrra laugardag fóru fjónr
iuenn héðan úr Reykjavík til
móts við Pálma Hannesson
rektor, þegar hann kom úr
vísindaleiðangri sínum um
Austurland. Fengu þeir þá
hesta, er hann hafði haft, og
fóru á þeim norður Sprengi-
sand og norður í Þingeyjar-
sýslu. Nýja dagblaðið hitti i
gær einn þessara ferðamanna,
Guðlaug Rósinkran2 yfírkenn-
ara, og spurði hann af ferða-
lagi þeirra.
— Hvemig gekk ferðalagið?
— Það gekk prýðilega, við
fengum til skiptis gott veður
og dynjandi rigningu, en allt
gekk þó vel og var ferðin hin
ánægjulegasta.
— Hvað voruð þið lengi á
ferðini mili byggða, og hvern-
ig höguðuð þið ferðinni?
— Við fórum austur í Sölva-
hraun, sem er á Fjallabaks-
vegi, á bíl þeim, er sótti Pálma
Hannesson og félaga hans. Þar
ferðinni milli byggða, og hvern-
18. Fórum við af stað, ásamt
fylgdarmanninum, Sigurði
Jónssyni frá Brún. kl. rúm-
lega 3. Þrjá af hestunum
höfðum við undir pjönkum
okkar, mat, svefnpokum og
tjaldi, en hina til reiðar, svo
við vorum vel ríðandi. Fyrsta
daginn fórum' við norður fyrir
Tunguá og gistum þar í leitar-
mannakofa. Daginn eftir náð-
um við í svo kallað Þúfuver,
sem eru mýrarflákai- á sand-
inum, kl. 9 um kvöldið, eftir
13 klukkustunda reið. Var þá
komin úrhellis rigning, en
þurrt veður hafði verið um
daginn. TJr Þúfuveri fórum við
um morguninn kl. 6V2- Feng-
um við ágætisveður allan dag-
inn. Sáum við allt í seim:
Hofsjökul, Tungnafellsjökul,
Arnarfell, Vatnajökul, Trölla-
dyngju, Dyngjufjöll, Kverk-
fjöllin og Herðubreið, svo
helztu fjöllin séu talin. Var
bjart veður, og sólskin öðru-
hvoru, enda voru þá jöklarnir
og fjöllin undurfögur. Er það
held ég einhver fegursta fjalla-
sýn, sem til er á Islandi, og
minnist ég ekki að hafa séð
annað útsýni fegurra. I Ey-
vindarver, þar sem Fjalla-Ey-
vindur bjó, var þriggja tíma
ferð úr Þúfuveri( (kofarústir
Eyvindar sjást greinilega enn)
og síðan 10 klukkutímia reið
yfir Sandinn í Kiðagil, en þar
er næsti grasblettur á leiðinni.
Alla þessa leið sást ekki sting-
andi strá. Ekki tjölduðum við
þó í Kiðagili, heldur héldum á-
fram í svokallaðan Mosa, en
þar átti að vera kofi, sem við
ætluðum að tjalda við, og hagi
var þar góður. Áður en við
komumst þangað, skall á kol-
svarta þoka og dynjandi rign-
ing, og mjög tók líka að
dimma, svo erfitt var að rata,
þar eð vörðumar voru líka
mjög ógreinilegar og langt á
milli þeirra. Kofaim fundum
við ekki, enda var hann líka
fallin. Tæpast var því um ann-
að að gera en að halda áfram,
því mjög var örðugt að halda
hestunum saman í myrkrinu.
Héldum við því áfram niður
Mjóadal, er liggur fram úr
Bárðardalnum, alla nóttina og
komum að Mýri, fremsta bæn-
um í Bárðardal, kl. 5 um
níorguninn. Höfðum við þá
setið á hestunum í 22*4 kl.st.
samfleytt, að undanteknum
nokkrum smáhvíldum. Kom!
það sér því vel að hafa marga
góða og vana hesta.
Á Mýri fengum við hinar á-
gætustu viðtökur. Sváfum við
þar í 4 stundir og héldum síð-
an áfram niður Bárðardalinn,
sem er ákaflega falleg sveit, að
Fosshóli við Goðafoss, og kom-
um þar á þriðjudagskvöldið,
en þangað sótti okkur bíll frá
Akureyri. Skildum' við þar við
okkar ágæta fylgdarmann,
Sigurð frá Brún, sem tók nú
einn við hestunum, til þess að
koma þeim til skila.
— Hvemig var leiðin yfir-
ferðar? Er þetta hugsanleg
skemmtif erðaleið ?
— Færðin er víðast ágæt,
nokkuð þétt, fíngerð möl , á
köflum var þó eggjagrjót og
dálítið örðugt yfirferðar. Sand-
urinn er svo að segja allur í
sandöldum, hver sandaldan eft-
ir aðra, ein eyðimörk, svo
langt sem augað eygir í allar
áttir, en fjöllin rísa upp yfir
langt í fjarlægð. Fjölfarin
skemmtiferðaleið get ég ekki
ímyndað mér að Sprengisand-
ur verði. Til þess er hann allt
of langur og erfiður, nema fyr-
ir þá, sem elska öræfin og
hafa gaman af að lenda í hálf-
gerðum svaðilförum.
Aulcinn rfkisrelrttnr
til ftalska
siglingatiotans
Italska stjórnin hefir á-
kveðið að auka ríkisstyrkinn
til verzlunarflotans um 24
millj. líra og nemi styrkurinn
framvegis 287.6 millj. líra á
ári.
Jafnframt er þess getið, að
ítalir hafi árangurslaust leit-
að fyrir sér um lán bæði í Eng-
iandi og Frakklandi. Ástæðan
fyrir lánbeiðni ítala er bein af-
leiðing af stríðsundirbúningi
þeirra á móti Abessiníu, sem
sagt er að liafi þegar kostað
þá 130 millj. líra.
Herbúnaður Itala
í Afrfku
Fyrir nokkru birtist í blað-
inu „Le Matin“ ítarleg frásögn
um stórfeldar vegalagningai’,
sem ítalir hafa með höndum í
Erithrea, nýlendu þeirra, sem
liggur að landamærum Abes-
síníu.
Vegalagningar þessar eru
gerðar í því augnamiði, að
auðvelda herflutninga til A-
Samkvæmt heimild frá Fiski-
felagi íflands var búið að salta
a öllu landinu síðstl. laugar-
dagskvöld 61.126 tn. af síld á
öllu landinu, en það var um
líkt leyti í fyrra 187.544 tn.
Samkvæmt fregnum frá Veð-
urstofunni sá togai’inn „Sindri“
í gærmorgun stóran borgarís-
jaka á reki um 40 mflur norð-
ur af Barðanum.
í gærkvöldi bárust stofunni
ísfregnir frá tveimur þýzkum
togurum, „Weser“ og „Sa-
gitta“. „Weser“ sá stóran borg-
arísjaka á 66° 38’ n.br. og 24°
Meistaramót I. S. í. hélt
áfram á sunnudaginn og lauk
þá um kvöldið. Árang-ur þess
er í sumum iþróttagi-einum
heldur betri en var á Allsherj-
armótinu í vor og Meistaramót-
inu í fyrra, en skammt miðar
það þó upp á við. Og yfirleitt
virðist árangur aðkomumann-
anna, sem hafa verri aðstöðu á
ýmsan hátt, betri en íþrótta,-
mannanna hér í bænum.
Þannig unnu t. d. Vest-
mannaeyingar meistaratignina í
þrístökki og kringlukasti,
Borgfirðingar í 5 km. og 10
km. hlaupum og Hafnfirðingar
í stangarstökki.
Úrslit í hinum einstöku
íþróttagreinum urðu þessi:
200 m. hlaup:
1. Sveinn lngvarsson (K.R.)
24,2 sek.
2. Baldur Möller (Á.) 24.4
sek.
3. Jón ólafsson (K.V.) 24,5
sek.
Kúluvarp:
1. Kristján J. Vattnes (K.R.)
11,88 m.
2. ÁgTÍst Kristjánsson (Á.)
11,75 m.
Á laugardaginn var alis búið
að bræða 545.693 hl., en á sama
tíma í fyrra var búið að bræða
674.889 hl.
í fyrradag og gær var norð-
austan rok og því engin veiði
nyrðra.
30’ v.l. en „Sagitta" kveðst
hafa séð aiuian borgarísjaka á
sömu slóðum og „Weser“.
Þetta er rétt vestur af Horni
að kalla má. Veður var hið
versta í fyrradag sunnan- og
norðanlands, en vonandi þó að
þessi vágestur dragi enga rek-
ísdræsu á eftir sér.
3. Júflus Snorrason (K. R.)
11,16 m.
Langstökk:
1. Karl Vilmundarson (Á.)
6,26 m.
2. Sigurður Sigurðsson (K.
V.) 6,10 m.
3. Georg L. Sveinsson (K.R.)
6,00 m.
1500 m. hlaup:
1. Sverrir Jóhannesaon (K.
R.) 4 mín. 35,3 sek.
2. Einar S. Guðmundsson
t|K. R.) 4 ndn. 35,4 sek.
3. Gísli Kæmested (Á.) 4
mín. 40 sek.
Stangarstökk:
1. Hallsteinn Hinriksson (F.
H. ) 3,15 m.
2. Sigurður Steinsson (I. R.)
3,10 m.
3. Karl Vilmundarson (Á.)
3,10 m.
í aukastökki stökk Hallsteinn
Hinriksson 3,22 m., en íslenakt
met er 3,25 m.
10.000 m. hlaup:
1. Gísli Albertsson (1. B.) 38
mín 26,5 sek.
2. Magnús Guðbjömsson (K.
R.) 37 mín. 8,3 sek.
3. Jón H. Jónsson (K. R.) 88
mín. 11,1 sek.
400 m. hlaup:
1. Baldur Möller (Á.) 54,5
sek.
2. Gísli Kærnested (Á.) 56,0
sek.
3. Stefán Þ. Guðmundsson
(K. R.) 56,4 sek.
Tími Baldurs er íslenzkt met.
Gamla metið var 54,6 sek., sett
af Stefáni Bjamasyni 1927.
110 m. grindahlaup:
1. Jóhann Jóhannesson (Á.)
18.8 sek.
2. Karl Vilmundarson (Á.)
19.9 sek.
3. Gísli Kæmested (Á.) 20,1
sek.
Háatökk:
1. Sigurður Norðdahl (Á.)
I, 60 m.
2. Sigurður Gíslason (F. H.)
1,55 m.
3. Sigurður Sigurðsson (K.
V.) 1,55 m.
Kringlukast:
1. Júlíus Snorrason (K. V.)
35,80 m.
2. Karl Vilmundaraon (Á.)
36,28 m.
8. Kristján J. Vattnes (K.
R.) 32,48 m. Frh. á 4. síðu.
Frh. á 4. síðu.
Sild arsöltimin
er þretalt minni en i fyrra
B o r g a r i s
skammt undan Horni