Nýja dagblaðið - 27.08.1935, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 27.08.1935, Blaðsíða 4
4 NÝJA DAGBL* AÐIÐ I DAG iGaxalii Bíój Saklaus lygi Sólarupprás kl. 4,55. Sólarlag kl. 8,02. Flóð árdegis kl. 4,20. Fióð síðdegis kl. 4,40. Veðurspá: Minnkandi norðanátt. Urkomulaust. Ljósatími hjóla og bifreiða kl. 9.00—4.00. Söín og skrllstofur: Alþýðubókasafnið ... 10-12 og 1-10 þjóðskjalasafnið .............. 1-4 Landsbankinn ................. 10-3 Búnaðarbankinn .... 10-12 og 1-3 Utvegsbankinn ....... 10-12 og 1-4 Utbú Landsb., Klapparst....... 2-7 Fósthúsið: Bréfapóststofan .. 10-6 Bögglapóststofan .......... 10-5 Skiifstofa útvarpsins .. 19-12ogl-6 Landssiminn ................... 8-9 Búnaðarfélagið....... 10-12 og 1-4 Fiskjféiagið (skrifst.t. 10-12 og 1-5 Skipaútgerð ríkisins .. 9-12 og 1-6 F.imskip ...................... 9-6 Stjórnarráðsskrifst. .. 10-12 og 1-4 Samb. ísl. samv.fél....9-12 og 1-6 Sölus.b. ísl. fiskfrl. .. 10-12 og 1-6 Skrifstofur bœjarins .. 9-12 og 1-4 Skrifst. tollstjóra .... 10-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns .... 10-12 og 1-4 Hafnarskrifstofan ... 9-12 og 1-6 Skipa- og skrán.st. rík. 10-12 og 1-5 Tryggingarst. ríkisins 10-12 og 1-5 Tollpóststofan ............... 10-4 Ski'ifst. lögreglustjóra 10-12 og 1-4 Lögregluvarðstofan ........... 1-24 Heimsóknartími sjúkrahúsa: Landsspítaiinn ................ 34 I.andakotsspítalinn ........... 3-5 Vífilstaðahælið . 12y2-iy2 og 3y24y2 I .augarnesspítali .......... 12%-2 Sj úkrahús Hvítabandsins .... 2-4 Fæðingarh. Eiríksg. 37 .. 1-3 og 8-9 Kleppur ....................... 1-5 Elliheimilið ................... 14 Næturvörður í Reykjavíkur apó- teki og Lyfjabúðinni Iðunn. Næturlæknir: þórður þórðarson, Eiríksgötu 11. Sími 4655. Skemmtanir og samkomur: Nýja Bió: Ríka frænkan, kl. 9. Gamla Bíó: Saklaus lygi, kl. 9. Samgöngur og póstferðir: Gullfoss tii Leith og Kaupmanna- hafnar. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,10 Há (legisútvarp. 15,00 Véðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Tónleikar (plötur): Létt lög. 19,50 Auglýsing- ar. 20,00 Klukkusláttur. 20,00 Er- indi: Geysir í Haukadal, II (Helgi Iljörvar). 20,30 Fréttir. 21,00 Kveðja frá hollenzkum stúdentum (Bert W. Garthoff). 21,05 Tónleikar: a) Einleikur á celló (pórhallur Árna- sonj; b) Lög á íslenzku (plötur); c) Danslög. ATHS.: Kl. 18,00 verður ef til vill endurvarp frá Breslau: Tónverk eftir Jón Leifs, fyrir blandaðan söngflokk og hljómsveit, við 7 kvæði úr hátíðaljóðum Davíðs Stefánssonar. Mikil aðsókn hefir verið að Laugarvatni i allt sumar. Um sein- uátu helgi voru þar 150 gestir. Sjúklingar og starfsfólk á Laug- arnessspítala og hefir beðið blaðið að skila þakklæti sínu til Stefáns Guðmundssonar og Páls ísólfson- ar fyrir komu þeirra og skemmtun, ssrn þeir héidu þar. Til Strandaklrkju. Gamalt áheit ki'. 5.00 frá Non. Efnisrík og ei'tirtektarverð ensk|talmynd um baráttu barns fyrirharningju ósáttra foreldra og áhrifln sem saklaus lygi getur haft á hina ungu barnssál. Aðalhlutv. leika: undrabarnið Nova Pilbeam Matheson Lang og Lydia Shorwoop Bönnuð börnum innan!4 ára Azm411 Skipafréttir. Gullfoss kom til Reykjavíknr að vestan og norðan kl. 12 i gærkvöldi. Goðafoss var í Reykjavík í gær. Dettifoss kom til Hull í gærmorgun og fór kl. 5 í gær á leið til Hamborgar. Brúar- foss var í Leith í gær. Lagarfoss va á Akureyri í gær. Selfoss fór frá Antwerpen í gær á leið til l.ondon. Garðyrkjusýning í tilefni af fimmtíu ára afmæli Garðyrkju- félagsins verður opnuð í Miðbæj- arskólánum næstk. fimmtudag. Verða þai- sýndir garðávextir, á- burður, vei'kfæri o. fl. Fisktökuskipið Tulton var vænt- aiilegt hingað í gærkveldi frá Akranesi. Veðrið. í gær var norðan hvass- viðri og norðan kaldi og rigning á Noi'ðurlandi. Hiti þar var 3—6 stig. Sunnan lands var úrkomu- laust og hiti 8—10 stig. Stefán Guðmundsson óperu- söngvari söng í gærkveldi í út- varpið og í síðasta sinn hér á landi, að svo stöddu. — Aldrei hef- ir hann fegur sungið en einmitt nú, er hann kvaddi; röddin var sem henni væri engin takmörk sett með blæfegurð og yndislega leikni. Nokkrir íslenzkir ljóðsöngv- ai', mismunandi að verðmætum, urðu að gulli í deiglu sönglistar hans. — Veri hann blessaður og sæll! Málverkasýning Kjarvals. í dag hefst í Menntaskólanum móttaka á málverkum, sem lánuð verða á sýninguna og stendur móttakan yfir frá kl. 10-7 að undanskildum matmálstíma. pyrftu allar myndir að komast i skólann fyrir miðviku- dagskvöld. Eru þeir, sem þess ættu kost, góðfúslega beðnir að senda myndirnar. Til hinna yrðu þær sóttar. Sérhver myiid verður tölu- sett og skrásett með viðgreindu nafni eiganda. pá er endurtekin áskorunin, að þeir, sem Kjarvals- myndir eiga, láni þær á sýning- una. Forstöðumennimir. Hollenzku stúdentamir, sem hafa dvalið í sumar á sveitaheim- ilum víðsvegar um Suður- og Vesturland fara utan með Gullfossi í kvöld. í gær var haldin sam- eiginleg kaffidrykkja hollenzkra og íslenzkra studenta á Garði. 150 marsvín rak á land í Furu- firði á Ströndum síðastl. fimmtu. dag. Gullfoss var væntanlegur hing- að seint í gæx-kvöldi með margt af síldarvinúufólki. Samvinnan 3. hefti yfirstand- andi árgangs er komið út. Flytur það eftirfarandi greinar: Sjálfstæði þjóðarinnar og Sís eftir Ragnar Ólafsson, Tryggvi þórhallsson lát- inn, Samvinnustarfið imianlands, Baðstofuböð eftir Bárð Guðmunds- son, Kaupfélag Reykjavíkur eftir C. W. S. - Te Brezku sanrvinnufélögin eru nú stærstu te-framleiðend- urnir í heimínum. Te-ið frá þeim er nú nýkomið til Kaupfólags Reykjavík- ur. Te-ið fæst bæði í venjulegum pökkum og í skrautlegum öskjum og dósum . Allir sem vilja fá gott te kaupa C. W. S. te. Kaupfélag Reykjavíkur Bankastræti 2. Simi 1245. I |Nýja BWSSi^ai Ríka frænkan Spriklfjörug og fyndin sænsk tal- og tónmynd, er fjallar um ástir, trúlofanir, hjú- skap og hjónaskilnað. Aðalhlutvei’kin leika fjórir vinsælustu skopleikarar Svía Tutta Bemtzen, Kariu Svan- ström, Adolf Jæhr og Bnllen Berglund. 3 herbergi og eldhús óskast nú þegar eða 1. okt. Allt fullorðið. Fyrirframgreiðsla A. v. á. Herbúnaðnr Itala Framh. af 1. síðu. bessiníu, þegar hinn fyrirhug- aði ófriður hefst. Alls hefir ítalska ríkið 50 þús. vei’kamanna í þjóitustu sinni í Erithrea. Vinnur m'eiri- hluti þeirra að vegagerð. Vegimir eru malbikaðir og telja verkfræðingarnir auðvelt með þessum vinnukrafti, að leggja einn km. af malbikuð- um vegi á 24 klst. Allri nauðsynlegustu vega- gerðinni í Erithrea skal vera lokið 1. september næstk., en verkam'ennimir munu vera á- fram í þjónustu ríkisins og er þeim ætlað að vinna að áfram- haldi veganna inn í Abessiníu, jafnframt því, sem Italir leggja undir sig ný og ný landsvæði. Auk vegagerðarinnar er unn- ið að margvíslegum öðrum störfum. Á mörgum stöðum1 er grafið eftir vatni, því vatns- skortur er tilfinnanleg-ur. Þá eru byggðir spítalar; nýlega var lokið við einn, sem rúmar 1500 sjúklinga, og fleiri jafn- stórir eru í smíðum'. Margai’ fleiri framkvæmdir em hafðar með höndum sem allar benda til þess, að Italir séu fastráðnir í að heyja ófrið. Meistaramót I. S. I. Framh. af 1. síðu. Fimmtarþraut: 1. Karl Vilmundarson (Á.) 2681.93 stig. 2. Gísli Kæmested (Á.) 2114.88 stig. 3. Skarphéðinn Jóhannsson (Á.) 2081.39 stig. Jónas þorbei'gsson, Innflutningur kaupfélaganna eftir Guðlaug Rós- inkranz, Niðursuða berja og rabar- bara eftir Auði Jónasdóttur, Gam- an og alvara, Innan lands og utan, framhaldssagan o. m. fl. Á fram- síðunni er góð mynd, Hirðing af nýræktinni, tekin af Guðlaugi Rós- inkranz í nánd við Reykjavík. Rit- ið er prýtt fjölda mynda og frá- gangur allur mjög vandaður. Hafa vinsældir Samvinnunnar líka braðvaxið síðan breytingin var gerð. Máttur anglýsinga er miklll „GrnlIfoss“ fer í kvöld um Vestmanna- eyjar til Leith og Kaupm. hafnar, — F'arseðlar sækist fyrir hádegi, „Groðafoss“ fer annað kvöld vestur og norður. Amatörar Hafið þér reynt framköllun og kópíeringu frá Ljósmyndastofu Sig, Ctadmundssonar Lækjargötu 2, þið viljið eignast skemmti legar smásögur eftir mörg beztu skáld heimsins, þá kaupið DVÖL. Tveir fyrstu árgangarnir fá8t í Bandi á afgreiðalu blaðsins. Þetta eru g ó ð a r og ó d ý r a r bækur. Um hið nýja íslenzlta þvottaefni „PERÓ“ rignir niður stökum frá hagyrð- ingunum. Þessar tvær bár- ust í g»r: Peró dufti það eg þakka þvotturinn er eins og krít. Kaupi allir Peró pakka Peró hreinsar allan skit. Peró fær svo prúða dóma Peró fyrsta metið ulær Peró allar píur róma Peró bezt af öllu þvær. • Odýra • Kanp og sala Tvær kýr til sýlu, bráð- snemmbærai', ungar, góðar og gallalausar. — Upplýsingar á afgreiðslu Nýja dagblaðsins. NÝ EPLI og melónur, fást í Kaupfélagi Reykjavíkm’. Beztu kaupin eru 3 réttir matar á 1.25. Alltaf afgreiddir frá 12—8 e. h. Laugavegs Automat. TOMATAR, hvítkál, gulrætur og gulróf- ' ur, fást í Kaupfélagi Reykjavíkur. Saltfiskbúðin vel byrg af nýj- um fiski. Sími 2098. KARTÖFLUR, góðar og ódýrar, fást í Kaupfélagi Reykjavikur. A. : Hvar lætur þú gera við skóna þína? B. : Á Þórsgötu 23. Þar fæ ég bezta og fljótasta afgreiðslu, og svo þarf ég ekki annað en hringja í síma 2390 og erui þá skómir sóttir til mín og sendir heim aftur, eins og nýjir. Húsnœði Lítil íbúð, eitt eða tvö her- bergi og eldhús, helzt í nýju húsi, óskast 1. okt. Tvennt í heimili. Fyrirframgreiðsla og góð umgengni. Uppl. í síma 1245. TUkynnitgftC NÝJA BIFRJEIÐ.VSTÖÐIN. Sími m<. H.F. LAKKRlSGERÐ REYKJAVÍKUR. Sími 2870.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.