Nýja dagblaðið - 27.08.1935, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 27.08.1935, Blaðsíða 2
2 NfJA DAGBLAÐIÐ öll fjölskyldan notar eingöngu Sjafnarsápu, og reynzlan hefir sann- fært hana um að Sjafnarsápan sé bezt. Nonni: Mamma, voða er gaman að þvo sér úr þessari sápu. Mamma: Já, Nonni minn, þetta er líka SJAFNARSÁPA. Islenzk framleiðsla. Sjafnarvörur Baðsápa Gólfáburður Handsápa Skóáburður Sólsápa Tannknem Stangasápa Næturkrem Krystalsápa Dagkrem o. fl. tífnnliK Sjafnarvðrur emgíðar! Kostir =jjsi SjRFHflRUORUR framleiða neytendurnir sjálfir! Vér notum þvi eingdngu SJafnarvörur. ^ eykjavik kareyrí A tveim dögum: Alla þriðjudaga, fimmtudaga laugardaga A einum degi: (hraðferðir) um Borgaraes á þriðjudögum og föstudögum. Frá Akureyri áframhaldandi ferðir til Austfjarða. Afgreiðsla í Reykjavík Bifreiðastöð íslands. Sími 1540. Bifreiðastöð Akureyrar. fastar ferðir alla miðvikudaga og laugardaga Til Reykjavíkur alla þriðjudaga og föstudaga Afgreiðsla í Reykjavík: Nýju Bifreiðastöðinni, Kolasundi. — Sími 1216 Finnbogi Guðiaugsson, DCáttur aug’lýsing'a er mikill! Leikföng Kúlukassar frá 0,20 Dúkkur frá 0,50 Bílar frá 1,50 Garðkönnur frá 0,35 Gllerkúlur á 0,25 Stell frá . 1,50 Boltar frá 0,85 Myndabækur frá 0,35 Litakassar frá 0,25 Vagnar frá 0,85 Skip frá 1,50 Spil, ýmiskonar frá 1,00 K. [i»n I Billrnsson Ilankí stneti 11 Nýja dagblaðið örfá eintök af blaðinu frá byrjun (complett) fást á af- greiðslu þess. Eru þau inn- heft, — hver ársfjórðungur í sérstöku bindi. Þetta er síð- asta tækifærið að eignast blað- ið allt frá því það byrjaði að koma út, því mörg númer þess eru þrotin, þegar þessi fáu eintök eru frátalin. RETKIÐ J. GRUNO’S ágæta holíenzka reyktóbak VEBÐ: AROMATISCHER 9HAG kostar kr. 1,05 V20 kg. FEINRIECHENDER SHAC — — 1,1S — — Fæ®t í öllum verzlunum Ianlendur iðnaður oíí1 vörugæði Hér í blaðinu var nýlega skýrt frá því, að riftað hefði verið námssamningi vegna þess að meistari hafði látið nemanda vinna of lengi og kallað hann illum og ósæmileg- um nöfnum. Meistari þessi er húsgagna- fóðrari og heitir Ilenry Möller. Er hann danskur að ætt, eins og nafnið bendir til. Hóf hann sjálfstæðan iðn- rekstur fyrir nokkru síðan og vann nokkuð um tímá fyrir Húsgagnaverzlunina við Dóm- kirkjuna. Það sem selt var af húsgögn- um þessum reyndist mjög illa, og snéri verzlunin sér því til lögmanns og óskaði eftir að hann tilnefndi tvo m!enn til að skoða. húsgögn, sem Henry Möller hafði framleitt, frá fag- legu sjónarmiði. Tilnefndi lögmaður þá Krist- in Sveinsson og Konráð Gísla- son til að framkvæma þá rann- sókn og fór hún fram 8. okt. fyrra árs. Voru teknir til skoðunar armstólar 0 g einn hæginda,- stóll og voru sæti og bök þessara stóla rist í sundur, þannig að allur frágangur kom greinilega í ljós, bæði efni og vinna. Var álit skoðunarmanna eft- ir þessa rannsókn svohljóð- andi: „Samkvæmt almennum fyr- irkomúlagsreglum, um efnivör- ur og frágang (vinnu) í þess- ari iðngrein, er álit okkar á þessa leið: 1. Hvað efnivörur snertir, minnumst við þess ekki að hafa séð öllu lélegra og treystum við okkur ekki til að skipa þessu atriði undir neinn flokk, og sama máli gegnir um ann- an frágang (vinnu). 2. Hvað frágangi (vinnu) viðvíkur, álítum við að ekki sé hægt að láta sér nægja við- gerð í venjulegri merkingu, heldur verði að bólstra hús- gögn þau, sem skoðun okkar fjallar um, að öllu leyti upp að nýju, og kostar það samkv. venjulegu útsöluverði frá vinnustofu, kr. 60.00 pr. arm- stól af venjulegri gerð, án virkis og áklæðis, en hæg- indastólar af líkri gerð og sá, er skoðun okkar fjallar um, kosta, án virkis og áklæðis, kr. 120.00. Álit okkar er miðað við þann frágang, hvað efni og vinnu snertir, sem talizt getur nægi- legur til þess að engar um- kvartanir þurfi að koma til greina, og erum við reiðubún- ir til að leggja fram nánari greinargerð þessu viðvíkjandi, ef þörf gerist, svo og að stað- festa álit okkar með eiði, ef þess verður krafizt. Reykjavík, 12. október 1934. K ristinn Sveinsson. Konráð Gíslason." Eins og skýrslan ber með sér, hefir vinna þessa manns verið óforsvaranleg með öllu. Gefur þetta fullkomna á- stæðu til að spyrja, hvemig sé háttað eftirliti með innlend- um iðnaði og hvaða aðstaða þeim iðnaðarmönnum sé tryggð, sem framleiða góðar vörur og standast því ekki að selja eins ódýrt og þeir, sem eru hroðvirkir og kærulausir. Er þetta dæmi nægilega glöggt til að sýna, hvaða hætta iðnaðinum getur stafað af þessu. Danskur maður, sem nýtur hlunninda sambandslag- anna, setur hér upp vinnustöð og keppir við íslenzka iðnaðar- menn um framleiðslu á vöru, sem hann hefir búið illa og óforsvaranlega úr garði. Þarf þetta atriði sannarlega athugunar við og geta samtök iðnaðarmanna ef til vill komizt fyrir slíkt að einhverju leyti. Menn, sem eru staðnir að hroðvirkni og sérstaklega ó- vönduðum frágangi, ættu að missa réttindi til að framleiða og- selja þá vöru. Innlendan iðnað á að efla og styrkja. En þau iðnaðarfyrir- tæki, sem ekki setja sér það markmið að framleiða góða vöru, eiga heldur ekki skilið að lifa.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.