Nýja dagblaðið - 31.08.1935, Síða 3

Nýja dagblaðið - 31.08.1935, Síða 3
NÝJA DAGBLAÐIÐ 8 NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: ,Blaðaútgáfan h.f.‘ Ritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Ritstjórnarskrifstofurnar: Laugv. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Austurstr. 12. Simi 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. I lausastölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. II111'IIIIHII IIIMmBH——— „Svarta stJ6rnin“ í Reykjavík Fyrir mörgum árum, um það leyti, sem íhaldið var að reyna að gleypa herleifar Sigurðar Eggerz — og tókst það -— var haldinn hér í Reykjavík sam- eiginlegur fundur íhaldsmanna og' gamalla „Sjálfstæðis- manna“. Á þessum fundi voru íhaldsmenn sætmæltir og fag- urmæltir og kváðust vilja rétta hinum litia Sjálfstæðis- flokki „bróðurhönd“ til satn- vinnu. Þá kallaði ungur Sjálf- stæðismaður fram í fyrir í- haldinu á þessa leið:. „Ég sé enga ,,bróðurhönd“. Hér er bara „svarta höndin“. — En „svarta höndin“ sigraði. Hún lagði sinn kalda lófa fyrir heiðríkjugluggann á pólitísk- um himni Sigurðar Eggerz. Og nú er hún að „kasta rekunum" á Jakob Möller. I þjóðmálunum hefir þó hinn knýtti hnefi „svörtu handarinnar“ orðið að lúta í lægra haldi. En í málefnum Reykjavíkurbæjar er hann enn hið æðsta vald. Reykjavík hefir svarta stjórn. Heildsalarnir, Kveldúlfur og Morgunblaðið eru „máttar- stólpar“ hinnar „svörtu stjórnar" í Reykjavík. Og Vísir dansar með — vesaling- urinn — á pólitískumi moldum föringja síns. í flokki hinnar „svörtu stjómar“ í Reykjavík hafa ,,undirróðursmenn“ og róg- berar mest áhrifin, að því er skjallega var vottað af for- manni flokksins í hirðisbréf- inu góða. Borgarstjórakosning arnar fara þannig fram, að Ja- kob Möller er felldur frá þeim af „undirróðursmönnum“. Og hvernig er svo að vera þegn hinnar „svörtu stjórnar" i Reykjavík. í ríki hinnar „svörtu stjórn- ar“ hafa skattar verið meira en tvöfaldaðir á síðustu fimm' árum. í ríki hinnar „svörtu stjórn- ar“ okrar hin „svarta stjórn“ sjálf á brýnustu lífsnauðsynj um almennings. Þar er gas, vatn og rafmagn selt með 60 —100% álagningu á kostnað- arverð. I ríki hinnar „svörtu stjórn- ar“ er dýrasta húsaleiga á landinu. í ríki hinnar „svörtu stjórn- ar“ er mesta atvinnuleysi á landinu. Meginhlutanum af því fé, sem ríkið leggur fram til atvinnubóta, verður að eyða í ríki hinnar „svörtu stjórnar". Það, sem Isafold sagði, og það sem ég sá Ég hefi lengi lesið fsafold, og borgað hana, því að ég kann ekki við, að fá neitt gef- ins frá ókunnugu fólki. Mér hefir fundizt margt gott í því biaði, að efni til. Sérstaklega hafði ég ánægju af að lesa ým- islegt, sem Jón heitinn Þor- lálísson 'skrifaði. Það var allt svo sérlega skýrt hjá honum. Og svo eru í ísafold talsvert af nryndum og erlendum frétt- um, og að því hefir maður gaman. Ég hefi sem sagt aldrei keypt annað blað en fsafold, og ég hefi oft, ef satt skal segja, farið talsvert eftir því, sem hún segir. En nú hefi ég allt í einu misst alla mína gömlu trú á þessu blaði. Ég er meira að segja búinn að segja ísafold upp, og' vil helzt ekki sjá hana framar á mínu heimili. Og þess vegna bið ég nú Nýja Dbl. fyrir þessar línur en ekki Morgunblaðið (socialista hefir mér alltaf verið heldur í nöp við og' vil ekki skrifa í þeirra. blað). Mig langar til, að Reyk- vikingar fái að sjá línurnar, Lví eiginlega voru þær skrifað- ar fyrir þá fyrst og fremst. En það, sem ég ætlaði eigin- lega, að segja frá, er það, að ég hefi núna sl. vetur og eins í vor lesið æði margar grein- ar í ísafold um innflutnings- höftin. Nú verð ég að segja það eins og það er, að ég var alltaf heldur á móti ísafold í því m'áli. Ég hefi aldrei getað séð neitt á móti því að banna innflutning á óþarfa vörum. Og ég gat líka fallizt á það, I ríki hinnar „svörtu stjórn- ar“ fer framleiðslutækjum fækkandi ár frá ári, jafnframt, sem fólkinu fjölgar. „Svarta stjórnin“ í Reykja- vík skuldar 14,7 miljónir króna eða 445 kr. til jafnaðar á hvern þegn í ríki sínu. Og samhliða lætur „svarta stjórnin“ auglýsa fyrir lands- fólkinu í öllum sínum blöðum, live fjárhagur hennar sé prýði- legur og hvílíkur gæfuvegur það sé, að flytjast inn fyrir landamæri hinnar „svörtu stjómar“. Island á aðra ofurlitla „svarta stjórn“. Hún er í Vestmannaeyjum. Þessi litla svarta stjórn í Vestm'annaeyj- um komst í greiðsluþrot í vor og opinberar eignir í hennar vörzlu voru auglýst ar til upp- boðs. Þannig er það í Reykjavík, og þannig er það í Vestmanna- eyjum. Svona er gott að hafa „svarta stjóm“! Reykvíkingur. sem fjármálaráðherrann okkar hélt fram í vetur, að það gæti þurft að takmarka innflutning á sumum vörurn, sem ekki væru beinlínis óþarfi, ef inn- leggið vantaði til að borga út- lendingnum með. En þá dugir náttúrlega ekki, að stjórnin eða innflutningsnefndin sé með ranglæti og banni einum að kaupa inn það, sem hún leyfir öðrum. En nú las ég það í ísafold minni í vor sem leið — það var víst fyrir sumármál —, að stjórnin og innflutnings- nefndin beittu þarna nfiklu ranglæti. Og þessu ranglæti var svoleiðis beitt, sagði ísa- fold mín, að Sambandið og kaupfélögin fengju að flytja frá útlöndum allt, sem þau bara vildu, en kaupmennirnir í Reykjavík fengju bara ekki að flytja neitt inn, og að þeir sætu uppi með hálftómar búð- irnar og fólkið í standandi vandræðum, þar sem svo að segja allar vörurnar færu í kaupfélagsbúðirnar úti á landi. Ég er sjálfur í kaupfélagi og hefi lengi verið, og þekki þar vel til. Ég veit nokkurn- veginn, hvað þar hefir verið til í búðinni tvö seinustu árin. Og ég veit líka, hvernig þetta hefir verið í næsta kaupfélag- in og í félaginu fyrir norðan, þar sem bróðir minn býr. Og þegar ég sá þessa grein í ísa- fold, þá varð mér að hugsa: Ja, nú er eitthvað orðið breytt í Reykjavík síðan fyrir nokkr- um árum', ef fólkið þar getur ekki fengið í kaupmannabúð- unum, það sem við bændaræfl- arnir höfum pantað í kaupfé- lagsbúðina okkar. Því að það hefir nú verið svo hérna á heÍFiilunum í nokkur ár, síðan kreppan kom, að við höfum sparað flest það, sem okkur hefir dottið í hug að spara. Tveir nágrannar mínir hafa. ekki keypt sér föt úr útlendu efni í fimm ár (það var 1930) og reyndar að ég held, engan heilan klæðnað. Útlent skótau hefir ekki verið keypt á mínu heimili í hálft þriðja ár nema gúmmískór og gúmmístígvél, sem við notum á engjunum. Og við höfum sparað hérna í sveitinni sykur, kaffi og hveiti alveg eins og mögulegt var. Og kaupfélagið pantar aldrei meira en rétt það 'sem þarf til að endast næstu vikurnar. Svona höfum við reynt að spai'a. Sumir eru náttúrlega óánægð- ir (einkum kvenfólkið, sem von er), en þetta er nú okkar tilraun til „sjálfstæðis". En eftir því, sem ísafold mín sagði, þá var nú samt sparnaðurinn miklu meiri í Reykjavík. Mér skildist helzt, að ástandið væri svo slæmt, að hjartagóðir kaupmenn bein- lísis viknuðu við að sjá, hvað fólkið gengi tötralega, til fara, og mega ekki flýtja inn fatn- að og skó til að bæta úr sár- ustu vandræðunum. Og svo sagði ísafold, að ekki fengizt sement eða timbur, svo að fólkið myndi þurfa að .liggja á götunni í vetur fyrir hunda- og- manna-fótum. Ég skal segja það eins og það er, að mér i fannst þetta svo átakanlegt, ' fið ég hætti við að byggja for í sumar, til þess að einliver | bágstaddur Reykvíkingur gæti þó fengið þá sementslúkuna, sem í hana hefði farið. — — En svo kom ég til Reykjavíkur í vor. Ég brá mér að heiman eftir sauð- burðinn og var þrjá daga í höf- uðstaðnum. Ég átti erindi. En mig langaði líka til að sjá með eigin augurn hina tötra- legu höfuðstaðarbúa og hina tómu búðarglugga, sem inn- flutningsnefndin hafði lagt í eyði. Ég gekk um mestallan bæ- inn. Ég fór um Austurstræti, Aðalstræti , Hafnarstræti, Bankastræti, Hverfisgötu og Laugaveg. Ég stanzaði fyrir íraman stóru búðirnai', sem ég aðeins hefi séð áður, og oft ; heyrt krakkana mína vera að j segja mömmu sinni frá, þegar þau koma „að sunnan“. Og ég þreifaði á ísafoldarblaðinu í vasa mínum með annri hend- inni og neri á mér augun með hinni, til þess að vita með vissu, hvort mig væri ekki að dreyma. Mér vai'ð það þá loksins ljóst, að blaðið samanbögglaða í vasa mínum hafði inni að halda þá svörtustu lygi, sem ég hafði nokkurntíma heyrt. Mér varð það ljóst, að ménn- irnir, sem svona skrifa, hafa ekki nokkra minnstu hugmynd um það, sem við sveitafólkið erum að reyna að leg'gja á okkur til að spara. Og það voru þá eigendur ]>essara búðarglugga, sem ætl- uðu að telja okkur bændum trú um, að félögin okkar stæðu fyrir öllu óhófinu og tækju allan erlenda varning- inn í sínar búðir, svo að Reykjavík fengi ekki neitt. Mér varð það þá ljóst, að svo lengi, sem þessir uppljóm- uðu búðargluggar eru til, þurf- um við miklu strangari inn- flutningshömlur en nú eru og að það er hnefahögg í andlit sveitafólksins að leyfa allan þennan innflutning handa búð- unum í Reykjavík. En héðan af ætla ég að vara, nágranna mína við öllu því, sem í ísafold stendur. Og ég vona,, að frændur mínir og tengdafólk taki tillit til minna orða við næstu kosningar eins og ]>að hefir gert hingað til. Sjálfstæðiskjósandi í fyrra. Kominn htim Haliur Hallsson tannlæknir. Grátt alullarefni (Oxford) 8.50 pr. meter OEFJIJN, Laugaveg 10 eru viðurkennd fyrir ga>0L Carbor- undum ljá- brýni eru alger. lega eitlalaus og slétt. ^IMgl Carborundum brýni eru ekki brothætt, og vatn hefir engin ^ áhrif á þau. — Carborundum brýni gefa hárbeitta, varanlega egg í ljéina, Notið ætíð Carborun d’u m brýni. SAMBANl) ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA,

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.