Nýja dagblaðið - 13.09.1935, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 13.09.1935, Blaðsíða 3
S t J A DAGBLAÐIÐ 8 NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: ,Blaðaútgáfan h.f.‘ Í Ritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. i Ritstjórnarskrifstofurnar: Laugv. 10. Símar 4373 og 2353. | Afgr. og auglýsingaskrifstofa i Austurstr. 12. Sími 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. | í lausastölu 10 aura eint. 1 Prentsmiðjan Acta. Heimska JSIorgunbL Samvinnufélögin í landinu eiga rétt á miklu meiri inn- flutnirigi en þau fá. En þau vilja sjálf spai-a, og þess vegna liafa þau ekki kraf- izt þessa réttar. í mörg ár hafa bændurnir í kaupfélögunum sett sín eigin innflutningshöft á erlendar vörur. í sveitunum er flest sparað, sem sparað verður. Er þá ekki von, að margur verði forviða, þegar Mbl. dettur í hug að segja aðra, eins vitleysu og þá, að innflutningsnefndin veiti kaupfélögunum leyfi á kostnað kaupmannaverzlan- anna í Reykjavík. Það er áreiðanlegt, að mörgu sveitafólki, sem hingað kem- ur, finnst óþarflega mörg er- lenda glysvaran í búðarglugg- unum hérna, samanborið við kaupfélagsbúðina sína heim'a fyrir. Og því finnst semi von er, að sá innflutningur mætti frekar minnka en á allra brýn- ustu lífsnauðsynjum. Kaupmannablöðin hér hafa óskapazt út af því, að Sam- bandið seldi árið 1934 vörur fyrir 6,7 millj. kr. Nú var inn- flutningur landsins það ár nál. 50 millj. kr. Þriðjungur lands- manna er í Sambandsfélögun- um. Samkvæmt því hefði Sam- bandið átt að flytja inn vörur fyrir ca. 16 milljónir og selja fyrir eitthvað hærri upphæð. En það seldi eins og áður er sagt fyrir 6,7 millj., og það finnst Mbl. óeðlilega mikið! Um miðjan júní í sumar var búið að veita innflutnings- leyfi á vefnaðarvöru fyrir 2 millj. 681 þús. kr. Af því höfðu S. 1. S. og félög þess fengið að flytja inn fyrir 242 þús. kr. eða tæp 10% af innflutningn- um, þ. e. a. s. 30% af þjóð- inni höfð,u fengið 10% afínn- fiutningnum. Og þó fyllti Mbl. marga dálka í vor með hróka- ræðum um það, hvað kaupfé- lögin hefðu fengið miklar vefn- aðarvörur innfluttar- Þessi skrif kaupmannablað- anna eru fávísleg og illt að þurfa að leggja, sig niður við að svara slíkri fjarstæðu. Græðgi heildsalanna minnir ]->arna býsna mikið á ríka manninn, sem ásældist land hins fátæka. Samvinnumenn landsins sætta sig vel við sparnað. Þeir kvarta ekki undan innflutn- ingshömlum, því að þeir vita, að þær eru óhjákvæmilegar, og að allir sæmilegir þjóðfé- lagsborgarar eiga að geta þol- SílfurreSa- og Framh. af 1. síðu. gerðu í Noregi. Refabúin hér verða að hafa það hugfast, að nú er svo komið, að þau verða eingöngu að reikna með reglu- bundinni stofnrækt, eins og t. d. fjár- eða nautgripa, og reikna mjög nákvæmlega lík- urnar, sem eru á hverjum stað fyrir því að refaræktin geti borið sig, miðað aðeins við verðlag skinnanna; en ekki und- aneldisdýranna, sem er svo af- ar ótryggt, sérstaklega nú, er kynfestan er svo víða orðin góð. Nei, menn verða að leggja áhei'zluna á skinnin, að þau séu þétthærð, vindhárin löng og sterk og skarist vel yfir þelið. Einnig ber að gæta þess, að skinnið sé blæfagurt, eins og skinnkaupm. segja oft sín á milli, þ. e. að silfurbroddamir stingi jafnt og hæfilega í stúf við glitsvört vindhárin, en sé ekki hálf flekkótt og umfram allt, að ekki komi fram brúnir flekkir á skinninu, t. d. sökum þess að þelið gægist í gegn. — Er ekki æði erfitt að ná slíkum árangri? — Mest er komið undir því að vel sé með dýrin farið, þau þurfa mikla umhyggju; mat á vissuni tímúm og mikinn þrifn- að í aðbúð. Er hér sér sérstak- lega nauðsynlegt að leggja á- herzlu á dýrin séu höfð á vír- neti og að þau séu sem mest inni, að sól og ljós nái sem minnst til þessa dýra, er belg- ur skal af tekinn. — Borgar silfurrefaræktin sig vel sem stendur? — Það fer auðvitað eftir því hverjutilhennar er kostað, þeg- ar dýrin fá fyllA sína og nauð- synlegt atlæti. Hér á Islandi á- lít ég, að uppeldið sé of dýrt; það mun vera um 60—70 kr., en ætti ekki að fara yfir 50 kr., þótt sem bezt sé með dýrin farið. I Noregi kostar dýrsupp- eldið 35—40 kr., en þar sam- eina búin sig víða um innkaup nauðsynlegra sláturafurða. — Hvaða verð er nú á skinn- unum? — Verðið fer lækkandi, mið- að við gullkrónu. 1933—34 seld- ust þau á 162 kr., en í það verð hafa þau ekki komízt síð- an, þótt ég telji víst, að fá rúegi 150 kr. fyrir skinnið í vetur. að þær. En eitt er það þó, sem ekki verður til lengdar þolað: Að kaupmannaverzlanirnar verði beinlínis vemdaðar gegn vexti samvinnufélaganna. En það er óbeinlínis gert með þeim reglum, sem nú gilda, og kemur einkum til greina í kaupstöðum, þar sem samvinn- an er á vaxtarskeiði. Inn- flutningsleyfi á nauðsynjavör- um1 á að veita eftir neytenda- fjölda — og engu öðru. Það er mál, sem tekið verður til nán- ari athugunar. Og það er gott að heildsalablöðin verði til þess að vekja stjóm og innflutn- ingsnefnd til framkvæmda í því efni. loðdýrarækt Tízkan og silfur- refurinn. — Þá komúm við að hinu meginatriðinu: Er líklegt, að tízkan haldi tryggð við silfur- refinn ? — Já, það hygg ég að öruggt megi segja. Eftirspurnin verð- ur alltaf feykimikil, sökum þess að litur silfurrefaskinn- anna, hvítt og svart, fer öllum vel yngri sem eldri. — En nú hafa skinnin fallið í verði. Hefir þá ekki eftir- spurnin minnkað? — Nei, hún er a. m. k. jafn- mikil, en framleiðslan hefir auk- izt. — Er það þá ekki jafn hættulegt? — Ég held ekki að mikil hætta stafi af því fyrst um sinn. Þetta ár voru 400.000 ekinn á markaðnum og þau seldust öll. — Og eftirspurnin vex líka stöðugt. Skinnin eru r.ú ekki orðin dýrari en það, að stúlkur af öllum stéttum að kalla má hafa efni á að kaupa sér eitt um hálsinn. Annars má geta þess að tízkuhúsin hafa reynt að losa sig við silfurref- inn. En fólki geðjast svo að honum, líkt og astrákhan- og bisamrottuskinnum, að það hef- ir ekki tekizt. En þegar skinn- in féllu verulega í verði, svo að hver gat keypt, þá saumuðu tízkuhúsin saman 2—3 skinn, um hálsinn á auðfrúnum. En sá hálsbúnaður var óþægur, m. a. of heitur í París, svo að þá fundu tízkuhúsin það snjall- ræði að gera handa auðfrúnum axlakápur, en í þær fara miklu fleiri skinn. Sú tízka virðist ætla að halda sér og kannske að fara í vöxt. — Yður virðist þá útlit fyrir sæmilegan markað enn um skeið ? — Já, — ef ekki kemur allt í einu óskapa framboð á mark- aðinn einhverstaðar að. — Hvaðan, til dæmis? — Til dæmis frá Rússlandi. Rússar kvað nú eiga um 30.000 dýr til undaneldis, þótt ég efist um þá fregn. Og ef þeim dett- ur í hug að fjölga þeim til muna og selja undir fram- leiðsluverði, þá er ómögulegt að segja hvað ske kann, en hættulegt — mjög hættulegt gæti það orðið. — Hvemig lýst yður á að ala hér bláar og hvítar tóur? — Ekki vel, fremur en í Nor- egi. Á báðumj stöðum er lofts- lagig of saggasamt; þetta eru kuldabeltisdýr, hér og í Noregi ganga dýrin oft illa úr hái’um; auk þessi er þeim illa við mannastjákl í kringum1 sig. — Kuldabeltistóumar eru beztar frá Grænlandi og Svalbarða og ' þar mætti líklega ala þær svo að gróðavænlegt væri. * * # Eftir tilhlýðilegar þakkir tjáðar hr. Brager-Larsen, verða hann og tíðindamaður N. Dbl. samferða inn. á æfintýra- lönd Kjarvals í Menntaskólan- um1 og hverfa þar í mannhafið eftir alúðarkveðjur. Jarðarför drengsins^okkar Jóns Hauks fer fram frá dómkirkjunni laugardaginn 14. þ. m. og hefst með baen á heimili okkar kl. 1 e. h. Ragnhildur Jónsdóttir. Guðmundur Kr. Guðmundsson Skemmtiklúbburixm Cariooa Haustdansleikur -- Danssýning Helene Jónsson og Egild Carlsen sýna nýjustu dansa í Iðnó á Laugardag 14. sept. kl. 9,30. Aðgöngumiðar og skírteini í Iðnó í dag frá kl. 5—7 og á morgun eftir kl. 4. Auglýsing um kaup á innlendum fóðurbœti Þeir sem kunna að hugsa sér að kaupa síldarmjöl eða karfamjöl til fóðurbætis á næsta vetri, verða fyrir 15. október næstkomandi að hafa tryggt sór kaup á mjölinu hjá síldarverksmiðjum ríkisins, eða öðrum s(ld- arverksmiðjum í landlnu, þar eð búast má við að mjölið verði eftir þann tíma selt úr landi. Atvianu- og samgðngamálaráðuneytið, 11. september 1935. 14-18 á.ra piitar og stúlkur í Reykjavik, sem ekki hafa ákveðnu atvinnu i haust eða i vetur og ekki siunda nám, eru hór með beðin að mæta í Vinnu- miðlunarskrifstofunni í Mjólkurfélagshúsinu, eða Ráðn- ingarstofu Reykjavíkurbæjar Lækjargötu 1 kl. 10—12 og 2—4 dagana 14.—18. þessa mánaðar að báðum dög- um meðtöldum og útfylla skýrslur, sem þar liggja frammi. Skýrslusöfnun þessi er framkvæmd að tilhlutun nefndar þeirrar, sem ríki og bæjarstjórn hafa skipað í því skyni að rannsaka atvinnuleysi unglinga hér í bæn- um og gera tillögur til bóta á því. Gmmar M. Magnúss., Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, Bjarni Beuediktsson.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.