Nýja dagblaðið - 13.09.1935, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 13.09.1935, Blaðsíða 4
4 N t J A DAGBLAÐIÐ I Di4G Sólarupprás kl. 5,tó. Sólarlag kl. 7,02. Flóð árdegis kl. 5,30. Flóð síðdegis kl. 5,50. Veðurspá: Allhvasst að norðaust- an. Úrkomulaust. Ljósatími hjóla og biíreiða kl. 8.35—4.20. Sðin og skrllstofur: Alþýðubókasafnið ... 10-12 og 1-10 þjóðskjalasafnið ............. 1-4 Landsbankinn ................ 10-3 Búnaðarbankinn .... 10-12 og 1-3 Útvegsbankinn ....... 10-12 og 1-4 Útbú Landsb., Klapparst....... 24 Pósthúsið: Bréfapóststofan .. 10-6 Bögglapóststofan ........... 10-5 Skrifstofa útvarpsins .. 19-12 og 1-6 Landssíminn .................. 8-9 Búnaðarfélagið ...... 10-12 og 1-4 Fiskifélagið (skrifst.t. 10-12 og 1-5 Skipaútgerð rikisins .. 9-12 og 1-6 Kimskip ...................... 9-6 Stjórnarráðsskrifst. .. 10-12 og 1-4 Samb. ísl. samv.fél....9-12 og 1-6 Sölus.b. ísl. fiskfrl. .. 10-12 og 1-6 Skrifstofur bæjarins .. 9-12 og 1-4 Skrifst. tollstjóra .... 10-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns .... 10-12 og 1-4 Hafnarskrifstofan ..... 9-12 og 1-6 Skipa- og skrán.st. rik. 10-12 og 1-5 Tryggingarst. rikisins 10-12 og 1-5 Tollpóststofan .............. 10-4 Skrifst. lögreglustjóra 10-12 og 1-4 Lögregluvarðstofan .......... 1-24 Heimsóknarttmi gjúkrahúsa: Landsspítalinn ................ 3-4 Flliheimilið ................. 1-4 Fæðingarh. Eiríksg. 37 .. 1-3 og 8-9 Kleppur ...................... 1-5 Landakotsspítalinn ............ 3-5 Vífilstaðahælið . 12y2-iya og ty2^Y2 Laugarnesspítali ........... 12%-2 Sjúkraiiús Hvítabandsins .... 2-4 Nœturvörður í Reykjavíkur Apóteki og lyfjabúðinni Iðunni. Næturlæknir: Daníel Fjeldsted, Aðalstræti 9. Sími 3272. Skemmtanir og samkomnr: Gamla Bíó: Tjeljuskin, kl. 9. Nýja Bíó: Maskerade, kl. 9. Samgöngur og póstferðlr: Gullfoss væntanlegur frá Leith og Khöfn. Island væntanlegt frá Akureyri. Dagskrá útvarpslns: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,10 Há- degisútvarp. 15 00 Veðurfregnir. 19,20 Tónleikar (plötur): Skemmti- lög. 19,50 Auglýsingar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Upp- lestur: Bakteríuveiðar (Pálmi Hannesson rektor). 21,00 Tónleik- ar (plötur): a) Endurtekin lög; b) Schumann-tónleikar. Helga Thorlaclus hefir nýlega haldið þrjú námskeið í tilbúningi islenzki-a nytjajurta, það fyrsta á Akureyri 15. júlí — 1. ágúst, ann- að á Bíldudal frá 14.—19. ágúst og þriðja að Hraungerði í Flóa frá 3.—6. sept. Aðsókn hefir verið góð og hefir konunum iíkað fræðslan vel. Eftir helgina byrjar Helga að halda námakeið hér i bænum i húsnæði, sem ríkisstjórnin leggur til, og þar sem áður var rannsókn- arstofa háskólans. Síldarlaust mátti heita á Breiða- firði og Faxaflóa í gær og fyrra- dag. Bátar frá Sandgerði fengu þó nokkurn afla í fyrradag og voru saltaðar þar 146 tn. Frá öði> um útgerðarstöðum var sáralitil veiði. MyQ^^Gamla Bíó[ Hin heimsfræga íshafsmynd um Hin heimsfræga íshafsmynd um TJELJUSKIN rússneska skipið, sem sökk í íshafinu. lflynd, sem alllr verfja að ■Já. G&fflS Bifreiðasigendur eru hérmeð alvarlega áminntir um að hafa ljósatæki bífreiða sinna í lagí. Nýja Bíó Besta og ánægjulegasta skemmtunin, sem fólki gefst kostur á að veita sér í kvöld, er að fara i Nýja Bíó og sjá mmsæm Lögreglustjórinn í Reykjavík, 12. sept. • Odýrn # Ann&ll Mænuveikin. I fyrradag varð vitað um eitt nýtt mænusóttartil- felli hér í bænum. Ennfremur hafa borizt tilfelli á Suðureyri og annað í Keflavík. Miltisbrandur. í gær var þess getið hér í blaðinu i gær, að kýr hefðu drepist úr miltisbrandi í Skáney í Reykholtsdal. Nú hafa komið fregnir um það, að maður þar á heimilinu hafi fengið veik- ina. Hefir hann fengið kýli á úln- lið og fingur, en er lítið veikur. Athygli skal vakin á auglýsingu á öðrum stað í blaðinu um skrán- ingu atvinnulausra unglinga hér í bænum. Lúðrasvelt Reykjavíkur hefir beðið N. Dbl. að afsaka,, að ekki varð úr því að spilað yrði á Aust- urvelli í gærkvöldi, eins og aug- lýst hafði verið. Stafaði það af því að ljósaútbúnaður var bilaður og varð ekki komið við aðgerð i snatri. — Mun verða spilað annað kvöld á sama tima og áður var auglýst. fþróttamenn. Olympsnefnd fs- lands og íþróttafélögin Ármann, f. R. og K. R. hafa ákveðið að halda mót í frjálsum íþróttum á íþi'óttavellinum í Reykjavík, sunnu daginn 22. þ. m. kl. 2 e.h. — Keppt verður í hlaupum: 100, 400, 800 og 1500 in. og í 110 m. grindahlaupi, langstökki, stangarstökki, kringlu- kasti, spjótkasti og kúluvarpl. — Keppendur gefi sig fram við hr. Olaf Sveinsson, Box 394, fyrir n. k. mánudag. Bifreiðastuldur. í gœr tók lög- reglan fasta tvo menn, sem grun- aðir voru um að hafa á sunnu- dagsnóttina stolið bifreið við verzl- unina Liverpool á homi Óðins- götu og Baldursgötu. Fannst bif- reiðin kl. 9 um morguninn á Mím- isvegi með brotna afturfjöður. Menn þeir, sem lögreglan tók fasta hafa meðgengið að hafa stolið bifreið- inni og ekið henni suður fyrir Hafnarfjörð og til baka. ísfisksalan. Hilmir seldi í Grims- by í gær 1182 vættir (bátafisk af Austfjörðum) fyrir 1538 sterl.pd. og Karlsefni 923 vættir fyrir 1027 sterlingspund. Haustmót II. fl. Úrslitin í kapp- leikjunum, sem eru afstaðnir, hafa orðið þessi: Valur unnið Viking með 3:0, Valur unnið K. R. með 3:1, Fram unnið Víking með 3:1 og Fram unnið K. R. með 1:0. Á sunnudaginn keppa fyrst Víking- ur og K. R. og þarnæst hefst úr- slitaleikurinn milli Fram og Vals og verður það án efa harður og tilþrifamikill leikur. Veðrið. í gær var yfirleitt norð- austanátt um allt land og sum- staðar hvasst á Suður- og Vestur- landi, en lygnara á Norðurlandi. Lítilsháttar úrkoma var á stöku stað sunnan- og vestanlands, en yfirleitt þurrt veður um allt land og heyþerrir ágætur á Suðvestur- iandi. Hiti var 8—11 stiff. Gústaf A. Jönasson settur. ,, Laxfoss ‘ ‘ Laugardaginn 14. sept. frá Reykjavík kl. 4 síðd. Frá Borg'arnesi kl. 8 síðd. Sunnudaginn 15. eept. Frá Reykjavík kl. 2 síðd. Frá Borgarnesi kl. 8 síðd. K a u p i ð HKisling>ar komuir til landsins í fyrradag varð uppvlst um einn mislingasjúkling hér í bænum. Hafði kyndari af flutn- ingaskipinu Columbus>, skráður af skipinu, þegar það kom ný- lega til Keflavíkur frá Færeyj- um, verið lítilsháttar veikur undanfama dag og við læknis- skoðun reyndist hann hafa mislinga. Er hðimili hans í Kópavogi því einangrað. Ekki er vitað um’ að veikin hafi breiðst út hér en einhver mök nián sjúklingurinn hafa átt við menn í Keflavík, þegar hann kom þangað. Frá Keflavík fór Columbus norður fyrir land til Siglufjarð- ar. Hafði þá einn skipverja fengið veikina og var skipið sett í sóttkví, en þó leikur grunur á um að veikin kunni að hafa borizt þar á land. Innanfólaysmót Ármanns fyrir drengi kl. 6 og fyrir fullorðna kl. 7 í kvöld. Innanfélagsmót K. R. í kvöld kl. 7 keppa fullorðnir í 5 km. hlaupi og sleggjukasti. Verkíall það, sem blaðið gat um í gær að hafið væri hjá húsgagna- smiðum hér í bænum, nær ekki til þeirra, er bólstra húsgögn, en aðeins til húsgaffnatrésmiöa. Ingólfur Jónsson cand. juris, fyrv. bæjarstjóri. Allskonar lögfræðisstörf, mál- færsla, innheimta, samninga- gerðir, kaup og sala fasteigna. Bankastræti 7 (næstu hæð yfir Hljóðfærah.) Sími 8656. Viðtalstími kl. 5—7 síðdegis. Undirföt allskonar saumuð eftir nýjustu tízku. Til sýnis í Hárgreiðslustofunni Perlu Bergst.str. 1. Sími 8895. Logn undan stormi ? Framh. af 1. síðu. eftir ræðu þeirri, sem Laval flytur á morgun og er talið að hún verði miðdepill atburðanna þann dag. I Abessiníu ihefir ræðu Sir Samuel verið afar vel tekið. Þýzk blöð hafa enn engin ummæli birt um ræðu Sir Sam- uels, sem skoðast mætti sem dómur þýzku stjórnarinnar um hana. I Austurríki hefir ræðu Sir Samuels verið miður tekið. 1 áhrifamiklum austurrískum blöðum! er sagt, að það væri í mesta máta fávíslegt ef Þjóða- bandalagið tæki upp stefnu, sem gerði ástandið ennþá flókn- ara en það væri nú. Aðeins tvö blöð í Englandi, Daily Mail og Daily Mirror hafa borið við að gagnrýna ræðu Sir Samuels. auglýsinyaruar Sanp og sala Þrjá kýr snemmbærar til sölu. A. v. á. Nuss extrakt hörundsolía ver sólbruna, mýkir húðina og gerir hana betur brúna en nokkur önnur höcundsolía eða creme. Fæst í Kaupfélagi Reykjavíkur H.F. LAKKRÍSGERÐ REYKJAVÍKUR, Sími 2870. Saltfiskbúðin vel birg af nýj- ura fiski. Sími 2098. Beztu kaupin era 3 réttir matar á 1.25. Alltaf afgreiddir frá 12—3 e. h. Laugavegs Automat. KARTÖFLUR, góðar og ódýrar, fást í Kaupfélagi Reykjavíkur. Hásnæði Gott herbergi óskast í aus-t- urbænum 1. okt. Skilvísi. — Upplýsingar í síma 2353. Lítið geymsluherbergi ósk- ast í miðbænum strax. A. v. á. Til leigu nýtízku herbergi 1. okt. fyrir einhleypan. Sími 4510. Gott herbergi í miðbænum til leigu strax. A. v. á._____ Eitt eða tvö samliggjandi herbergi til leigu frá 1. okt. sími 3429. Til leigu fyrir einhleypa, eða hjón, sem borða úti í bæ, tvær sólríkar samliggjandi stofur í nýtízku húsi. Sími 2930. Hennsla Nemandi í 3. bekk Kenn- araskólans óskar eftir kennslu í vetur. A. v. á. Enskukennsla. Ingibjörg Sigurgeirson Skóla- vörðustíg 12, önnur hæð. Við- talstími 12—3 og 6—8.30. Kenni á orgel. Uppl. í síma 2907. Tilkynninerar Til Borgarfjarðar miðviku- daga og laugardaga. Finnbogi Guðlaugsson. Afgr. Nýja bif- reiðastöðin. Sími 1216. Gott piano óskast til leigu nú þegar. Uppl. í síma 2488 kl. 1—7.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.