Nýja dagblaðið - 23.10.1935, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 23.10.1935, Blaðsíða 2
s N Ý J A DAGBLAÐIÐ ---'ELLI kjólbarðar Mnnið að biðja iim Framleitt úr beztu hráefnum með fullkomnustu nýtizku áhöldum. DRJUOUR. OOÐUR. O D 7 R. Llitryggingar með chglegri iðgjaldagreiðslu Líftryggingardeild Sióváfryggingarfélags íslands h.f. er viðarkennt að fullnægi hinum ströng- ustu kröfum. YOUNG’8 baðduft: Drepur algerlega lús og annan óþrifnað. YOUNG’S »Ited Label Pa*te«-baðlyf: Auk þess að lækna kláða og drepa öll snýkjudýr, hefir það þann mikla lcost, að að útrýma algerlega nit (færilúsaeggjum) YOUNG’S „SpringbOku-baðl)f: Er fram- úrskarandi gott til allra venjul. notkunar. Allar nánari upplýsingar gefur Samband ísl. samvinnufélaga Búið til hjá: Bobert Yonng & Conapany Limited, Giasgow, Scotland. Hárfléttur við íflenzkan búning. ITnn- ið úr hári. — Hárgrei?sla- stofan 1’trK Sími 8S95 Bergslaðaslræti 1. hgólfur Jðnsson cand. juris, fyrv. bæjarstjðri. Allskonar lögfræðisstörf, mál- færsla, innheimta, samninga- gerðir, kaup og sala fasteigna. Bankastræti 7 (næstu hæð yfir Hljóðfærah.) Sími 8656. Viðtalstími kl. 5—7 síðdegis. 16-foto sem öru stærstu smámyndirnar tek ég nú jafnhliða vanalegum myndum. — Alfreð, Laugaveg 23 Eikarskrifborð. ný og vönduð til sölu á kr. 125 og góðum greiðsluskil- málurn. - Einnig allskonar húsgögn smíðuð eftir pöntun Upph á Grettisgötu 69 frá 2—7. Pianókennsla. Guðm. Mafíhíasson Sjafnargötu 3 Sími 4224. I Brynjólfur Hann var fæddur 9. ágúst 1861 í Guttormshaga í Holtum, sonur Magnúsar gullsmiðs Bjarnasonar og Málfríðar Benediktsdóttur Eiríkssonar prests í Guttormshaga. Ólst hann upp hjá foreldrum sínum fram yfir fermingaraldur, en eftir það fór hann í vinnu- mennsku, sem þá var títt fyr- ir þeim, er eigi áttu aðra að en fátæka foreldra. Haustið 1889 gekk hann í Flensborgar- skóla og útskrifaðist þaðan eftir tveggja vetra dvöl, 30 ára gamall. Eftir það fékkst hann við barnakennslu á vetr- um um nokkra áratugi, í Holt- um, á Landi, í Selvogi, í Leiru og e. t. v. víðar, en að sumr- inu gekk hann að heyskap og annari vinnu eftir því sem færi gafst. Á efri árum hvarf hann aftur til vinnumennsku og dvaldi þá lengi í Digranesi og síðast í Fífuhvammi, unz dauðinn kom fyrirvaralaust 8. þ. mán. Brynjólfur þótti að ýmsu leyti einkennilegur maður, enda gerði hann sér ekki far um að troða almanna leiðir. Ef til vill hefir nokkru valdið, að á uppvaxtarárunum var kostur hans þröngur, fátækt mikil og aðrir erfiðleikar. Þá getur það og hafa valdið, að á yngri ár- um missti hann skyndilega heilsu, ogvþó að hún næði sér brátt, er efamál hvort hún hef- ir orðið nokkurntíma söm og áður. Eigi að síður hygg ég, að gáfnafar hans hafi frá upp- hafi verið með nokkuð öðrum hætti, en eins og gengur og gerist. — Að upplagi var hann mjög fróðleiksfús og leið því við það, að þeirri þörf varð eigi fullnægt í uppvexti. Hann var sérstaklega fljótur að nema það, sem honum féll í geð og minnið að sama skapi. Það sem hann las, las hann svo vel, að hann mundi heila kafla orðrétt eftir mörg ár, en til þess mátti efnið ekki vera neitt léttmeti. Einkum var það skáldskapur, músik og stærð- fræði, sem átti við hann. — Kynni hann línu úr ljóði, kunni hann kvæðið allt, — en ekki aðeins 1. erindið. Væri hann spurður um „formúlur“ í síð- ari hluta reikningsbókar Eiríks Briem eða um sveiflufjölda tónanna í tónstiganum, þá stóð ekki á svörum. Og svo var hann söngelskur, að heita Magnússon I mátti, að hann væri aldrei ó- syngjandi. Gæti hann ekki numið lag við ljóð, sem hann unni, þá gerði hann lagið sjálf- ur. Ég hygg, að Brynjólfur hafi að eðlisfari verið örgeðja og geðríkur, en að lífsskoðun hans, sem var bæði sterk og heilsteypt, hafi mótað svo skapgerð hans, að hann var tnlinn sá geðprýðismaður, sem flestir, er til þekktu, vitna til. Hann virtist ekkert hafa fyrir því að láta hlutina fara fram hjá sér og ekki snerta sig, — einkum allt það, er tilheyrði dægurmálum eða tízku. Þó var hann oft fundvís á það, er skoplegt var í þeim efnum, og það svo, að betur þótti að vera laus við. — En væri alvara á ferðinni, gekk hann í svefnhús sitt, eins og hann orðaði það eitt sinn sjálfur, og fór að boði Meistarans. — Mér var ! kunnugt um það, að í því efni ! hafði hann svo mikla reynslu, i að e. t. v. mættu ýmsir þeir, sem þótti Brynjólfur á stund- um hjákátlegur, óska sér hins sama. Atvinna Brynjólfs gaf að jafnaði svo lítið í aðra hönd, að sjóður hans varð aldrei gild- ur, — væri réttara að segja: aldrei neinn, — enda tæmdur jafnóðum til þeirra er hann taldi hafa meiri þörfina. í því sambandi má geta þess, að eitt sinn tók hann munaðarlaust barn til fósturs, án þess að vita nokkur deili á foreldrum. Sjálfur var hann aldrei við konu kendur, neytti hvorki tó- baks né víns og var svo frá- sneyddur íburði í klæðnaði, sem getur orðið. Að endingu vil ég geta þess þáttar í fari Brynjólfs, sem mér fanst mest áberandi, en það var löngunin til að fræða þá, er með honum voru. Sú löngun var svo sterk, að vel mátti segja, að hann týndi oft þessum heimi og gætti þess eigi ávalt, að tilheyrendur höfðu störfum að gegna. Vel má vera, að þar liggi skýring- in fyrir því, að hvar sem hann kom varð hann brátt svo rót- fastur, að eigi var unnt að slíta. Og að sjálfsögðu eru það íleiri en ég, sem ekki þurfa djúpt að grafa, svo að eigi leggi ylinn frá þeim rótum. Guðmundur Árnason. C.W.S.-Te Brezku samvinnufélögin eru nú stærstu te-framleið- endur í heiminum. Te-ið frá þeim er nú nýkomið til Kaupfélags Reykja- ríkur. Te-ið fæst bæði í venjulegum pökkum og í skraut- legum öskjum og dósum. Allir sem vilja fá gott te kaupa C- W. S. - te. Kaupfélag Reykjavíkur Bankastræti 2. Sími 1245.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.