Nýja dagblaðið - 23.10.1935, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 23.10.1935, Blaðsíða 4
4 N Ý J A DAGBLAÐIÐ I DAG Sólarupprás kl. 7,42. Sólarlag kl. 4,41. Flóð árdegis kl. 3,20. Flóð síðdegis kl. 3,35. Veðurspá: Austan kaldi. Úrkomu- loust. Ljósatími hjóla og bifreiða kl. 5,15—7,10. Helmsóknartiml ajúkrabdsa: Landsspítalinn ............... 3-4 Elliheimilið ................. 1-4 Fœðingarh. Eiríksg. 37 .. 1-3 og 8-9 Kleppur ...................... 1-5 Landakotsspítalinn ........... 3-5 Vífilstaðahælið .. 12y2-iy2 og 3y2-4y2 Lauganesspítali ............ 12%-2 Sjúkrahús Hvítabandsins ...... 2-4 Næturvörður í Reykjavíkur apóteki og lyfjabúðinni Iðunn. Naturlæknir: Sveinn Pétursson, Bankastræti 11. Sími 2811. Skemmtanlz og samkomnr: Gamla Bíó: Klausturbamið, kl. 9. Nýja Bíó: Sænska kvikmynda- drottningin, kl. 9. mannahöín. Samgðngur og póstferðir: Dr. Alexandrine væntanl. frá Kaup- Dagskrá útvarpslns: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,00 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 pingfrétt- ir. 19,40 Auglýsingar. 19,45 Fréttir. 20,15 Erindi: Um búnaðarbál, III (Sigurður Sigurðsson, f. búnaðán ínálastjóri). 20,40 Hljómplötur: Liszt-tónleikar. 21,05 Erindi: Vanda- rnál fjölskyldna á Sturlungaöld, II (Björn Sigfússon magister). 21,30 IUjómsveit útvarpsins (dr. Mixa). a) Grieg: 2 nordische Weisen, op. 63: 1) im Volkston; 2) Kukreigen und Bauerntanz; b) Robert Fuchs: 1) Romanse; 2) Finale alla Zin- garese. 21,55 Hljómplötur. BlS Skioii-Sveim eftir Matthlas Jochumsson. Sýning á morgun kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó í dag kl. 4—7 og eftir kl. 1 á morgun. Sími 3191. Heimir heitir nýtt blað, sem Samband ísl. karlakóra gefur út. Hefir Páll ísólfsson verið ráðinn ritstjóri þess. J)ó Sambandi ísl. karlakóra sé útgeíandi blaðsins „mun Heimir ekki einungis binda sig við áhugamál karlakóranna, lieldur mun hann láta sig allt varða og öll þau málefni til sín taka, er tónlist snertir, og láta sér ekkert slíkt óviðkomandi vera, en efla eftir mætti allt það, er til heilla má vera heilbrigðum og ör- um framförum tónlistar á landi voru“. f fyrsta blaðinu birtist: Söngmót í Osló og Stokkhólmi 1935 eftir Sigfús Einarsson, Vor- morgun (lag) eftir Sigurð þórðar- son, Schtltz-Handel-Bach, Söngfél. i S. í. K. og félagatala þeirra, tón- list og gildi hennar eftir þórð Kristleifsson, til athugunar og loks fréttir. |GamlaBió Klausturbarnið Fögur og hrífandi talmynd. Aðalhlutverkin leika: Dorothea Wieck, Evelyn Venable og Kent Taylor.-' Annáll Garnir Kaupum vel verkaðar kindagarnir hæsta verði. Einnig stórgripagarnir, langa og svínagarnir. Garnirnar verða að vera hreinstroknar og vel pækilsaltaðar. Verða þær metnar við móttöku og fer verðið eft- ir gæðum. Allar upplýsingar um verkun garnanna gefur Ari K. Eyjólfsson, verkstjóri. Móttöku annast GarnaatöðÍD, Ranðarárstig 17, Reykjavik. — Simi 4241. NYJA BI0 Ssnska kvikmyndadrofningin Gamansöm amerísk tal- og söngvamynd. Aðalhlutverkin leika: Ann Sothern og Edmond Lowe. Aukamynd: Leynilögreglumaðurinn frá Sing Sing. Spennandi og fjörug amer- isk leynilögreglumynd. Oiýnt anflýsi Dgarnar Skipafréttir. Gullfoss fór frá Ak- ureyri í gærkveldi. Goðafoss kom væntanlegur frá Hull og Hamborg í nótt. Brúarfoss fór frá London í gær á leið til Leith. Dettifoss fór írá Vestmannaeyjum í gærmorgun kl. 8. áleiðis til Hull. Lagarfoss var á Bakkafirði í gær. Selfoss var í Kaupmannahöfn í gær. Tíminn kemur út í dag. Flytur liann m. a. grein eftir Jónas Jóns- son um sambúð Dana og fslend- inga. Grein þessi hefir áður birzt i „Berlingske Tidende“ og hefir nokkuð verið frá henni sagt i sendiherrafrétt og einkaskeyti til útvarpsins. ísfisksala verður ekki meiri til þýzkalands i þessum mánuði. Hefir þegar verið selt fyrir 200 þús. ríkismörk, en það er hámark þess, sem selja má á mánuði. ís- fisksalan hefir verið hagstæð þar, það sem af er. Sænsku háskólafyrirlestramir. Næsti fyrirlestur verður fluttur í kvöld. Efni: „Den svenska stor- maktstidens kulturella och litter- ara liv“. Silfurbrúðkaup eiga í dag frú Guðbjörg Alexandersdóttir og Ágúst Ásgrímsson að Ásgrímsstöð- um í Hjaltastaðaþinghá. Valsmenn. í kvöld kl. 8y2 verður þýzka knattspyrnumyndin sýnd ú vegum Vals í húsi K. F. U. M. ásamt nokknim öðrum íþrótta- kvikmyndum, sem í. S. í. hefir iátið taka. Enginn Valsmaður má sctja sig úr færi uin að sjá liina ógætu þýzku knattspymukcnnshi- mynd. Mætið allir og stundvíslega. Jóhann Skaptason lögfræðingur hefir verið skipaður sýslumaður í Barðnstrandarsýslu. Jóhann er ungur maður, en hefir getið sér ágœtt orð. — Einn umsækjandinn, Jón Steingrímsson sýslumaður, tók umsókn sína aftur. Fullþroskuð þymiber (stikkils- ber), ræktuð hér í Reykjavík af Jóhanni Schröder, eru til sýnis í sýningarglugga Nýja dagblaðsins. Mun það fátítt, að þymiber hafi áður náð hér fullum þroska. Veðrið. þíðviðri og suðlæg átt um allt land. Rigning suðaustan lands, en víðast hvar þurrt veður norðan lands. Hiti yfirleitt 5—6 stig. Sjálfsmorð. Árið 1929 voru fram- in 7 sjálfsmorð hér á landi, 1930 voru einnig framin 7 sjálfsmorð, 1931 voru þau 6, 1932 voru þau 4 og 1933 eru þau 16. (Heilbrigðis- skýrslurnar 1933). Karíaveiðamar. Togararnir, sem stundað hafa karfaveiðr, em nú hættir. Alls hafa verið lögð á land 4658 tonn af karfa á Sólbakka. Búizt er við 17% mjöls og 5% lýsis úr þesari veiðl. Samband ísl. samvínnufélaga Sirni 1080 Skemmið ekki skemmtigarðinn Því mun vera slegið föstu í almenningsálitinu a. m. k., að ; svæðið frá Skemmtigarðinum suður að öskjuhlíð og Naut- hólsvík verði gert að skemmti- garði, leikvöllum og íþrótta- völlum, en baðstaður verði í Nauthólsvík. Má telja þessa landfræðilegu aðstöðu einn af hinum duldu kostum sem leyndust fyrir húskörlum Ingólfs landnáms- manns, er þeir hörmuðu að hann tæki sér hér bólfestu, hvað þá ef þeir hefðu rennt grun í, að landtaka öndvegis- j súlnanna væri jafnframt að kveða á um hvar höfuðstaður landsins skyldi verða. Landsvæði þetta er það stórt, að það mun nægja Reykjavík um langa framtíð j og gera hana betur setta um þá hlið uppeldis og bæjarbrags, sem bundin er við útiíþróttir, baðstaði og skemmtigarða en margar aðrar höfuðborgir. En svo hagar til, að ekki er tiltak- anlega kostnaðarsamt, að koma þessu landi í gagnið á þann hátt sem ráðgert er. En tilgangur þessarar litlu greinar er aðvörun til bæjar- búa. í vísi þeim að skemmti- garði, sem kominn er, hefir það komið fyrir, sem ekki má eiga sér stað. Menn stytta sér leið, ganga yfir grasflet- ina og sér nú glöggt fyrir troðningi á tveim stöðum. — Nokkur vorkunn er um troðn- inginn vestan Tjarnar, vegna þess, að þar hefir ekki verið fullgerður vegur, sem þó mót- ar fyrir. En austan Tjamar- innar er það einnar mínútu krókur, sem menn eru að taka af sér, en gæta þess ekki, að um leið og þeir spara sér þessi augnablik, þá brjóta þeir ó- skrifuð lög, sem ótvírætt skipa þeim til vinstri handar frammi fyrir dómstóli alls velsæmis. Garðar verða ekki skemmti- garðar þegar svo er komið, að annaðhvort girðingum eða mannsöfnuði hefir verið skip- að á vörð, til þess að vaka yfir hegðun almennings í viðbúð- inni við gróður og annan um- búnað, sem óhjákvæmilegur er á slíkum stöðum. Ætti fyrr en seinna að setja upp fyrirferðarlitla viðvörun við hvem enda á troðningum þeim, sem hér hefir verið minnst á, og vita hvort þeir, sem sök eiga, sjá ekki að sér. Samningar hafa tekizt milli Tónlistarskólans og Útvarpsins, um tónleika í vetur. Verður út- varpshljómsveitin sameinuð nokkr- um nemendum skólans við þessa tónleika. Gert er ráð fyrir, að þessi hljómsveit flytji 25 hljóm- leika undir stjórn dr. Franz Mixa (Heimir). Erindi um „lífið i Reykjavík" flutti Steindór Sigurðsson rithöf- undur í Nýja Bíó á Akureyri á sunnudaginn. Rakti hann fyrst efni fyrirlesturs Gests Pálssonar frá 1888 um sama efni, en bar síð- an saman lýsingar þær, sem þar koma fram við núverandi Reykja- víkurlíf. — FÚ. Síðast þegar Lyra kom til Kefla- víkur, kom hún með efni í nýja úráttarbraut, sem verið er að leggja þar. Skipið tók nokkrar smálestir af kísil og flytur til Noregs. Kís- illinn var tekinn á Reykjanesi og ekið þaðan á hílum til Keflavfk- ur. — FÚ. Markaðsleit Norðmanna. Stjórn sjóðs, sem hefir það markmið að útbreiða norskar niðursuðuvörur, hefir ákveðið að verja 300 þús. kr tii þess að kynna þessa fram- leiðslu Norðmanna í Bandaríkjun- um, á árinu 1936. Verður fénu að- allega varið til þess, að auglýsa og kynna niðursuöuvörur úr fiski, — FÚ. Bifreiðarslys. í fyrradag um kl. 16 valt vörubifreiðin H.Ú. 28, frá Flögu í Vatnsdal, miðja vegu milli Iljaltabakka og Blönduóss. Bifreið- in laskaðist talsvert, en bifreiðar- stjórinn og farþegar, 3 að tölu, hlutu engin veruleg meiðsl. Byrj- að var að rökkva og allmikil snjó- koma svo illa sást fyrir veginum, og er það talið orsök slyssins. — Nýlega hafa fallið í lögreglu- rétti Neskaupstaðar tveir dómar um ölsölu og bruggunarmáli gegn Guðbjörgu Bjarnadóttur og Lárusi Waldorf og fékk hvort um sig 5 daga einfalt fangelsi og 1000 kr. sekt. — FÚ. Vekjaraklukkur góðar og ódýrur fást i Kaupfélagi Reykjavíkur. Hárvötn. Hmvötn. — Kaup félag Reykjavíkur. Fiskbúðin í verkamannabú- stöðunum er vel birg af fiski. Sími 4956. A.u?Iý8Ínganefndin Framh. af 1. síðu. skrá yfir öll atvinnufyrirtæki í landinu, svo hægt sé að fá sæmilegt yfirlit um vöruteg- undir og hagnýtingu innlendr- ar frámleiðslu. Er mjög áríð- andi að hefjast þegar handa, benda á hvar skórinn kreppi að og hvernig skapa megi nýj- ar leiðir til þess að þjóðin geti sem mest lifað af eigin fram- leiðslu. Hér á landi ríkir dæma- laust tómlæti um margar fram- leiðslu- og iðnaðarvörur, sem gætu orðið til ótrúlegra nytja ef fólkið kynni að meta þær eða bókstaflega vissi, að þær væru framleiddar í landinu og leiddi hugann að notagildi þeirra. Á þessu verður að ráða bót og vekja þjóðina til skiln- ings á því, að gamla máltækið: „Hollur er heimafenginn baggi“ verður að vera okkar sterkasta vígorð, og lifa í vit- und og verkum hvers einasta manns. Tíðindamaður þakkar nefnd- arformanninum og óskar hon- um og samstarfsmönnum hans að heill megi hljótast af starfi þeirra. Yerkfallið Framh. af 1. síðu. Og Jón sagðist skora á hann að gera það. — Vesalings Jón Axel! Samning:anmleitanir hetjast kl. 2 i dag Blaðið sneri sér síðan til hins aðilans, Friðriks Þor- steinssonar og gaf hann þær upplýsingar, að útlit væri fyrir að samningsumleitanir myndu byrja í dag kl. 2, milli Frið- riks Þorsteinssonar og Eggerts Claessen af hálfu meistaranna og Jóns Áxels Péturssonar, Gísla Skúlasonar og Guðmund- ar Breiðdal af hálfu sveinanna.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.