Nýja dagblaðið - 23.10.1935, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 23.10.1935, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 8 NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: ,Blaðaútgáfan h.f.‘ Ritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Ritstjórnarskrifstofumar: Laugv. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Austurstr. 12. Sími 2323. í lausasölu 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. Prentsmiðjan Acta. Siövf Alþingís Opinberar umræður á Al- þingi um mál þau, er fyrir liggja, hafa litlar orðið ennþá, og daglegir deildafundir stutt- ir. Varalið íhaldsins eyðilagði að mestu fyrstu fimm þing- dagana með klögumálum sín- um og þjarki við Magnús Torfason. Er það nú sem fyr, að það eina, sem þessi vesali flokkur getur látið af sér leiða, er að lengja þingtímann um nokkra daga, livert sinn og eyða þannig fé þjóðarinnar að óþörfu, því að tillögur þeirra félaga tekur enginn maður al- varlega. Tíminn, síðan þjarkinu um Magnús Torfason lauk, hefir að mestu farið í undirbúnings- störf nefnda og flokka. Fjár- veitinganefndin vinnur nú, á- samt fjármálaráðherra, að at- hugun á tekjum og gjöldum ríkisins. Mun nú að mestu lok- ið athugun á hinni almennu tekjuhlið fjárlaganna, og er nú þessa dagana aðallega unnið að tillögum um niðurfærslu á launagreiðslum. Til þess þarf að ganga gegnum starfsmanna- hald embætta og ríkisstofnana, cg er það mikið verk og vanda- samt. En eins og áður hefir verið fram tekið, telur Fram- sóknarflokkurinn á engan hátt verjandi að draga úr framlög- um til verklegra framkvæmda eða almenningsþarfa að öðru leyti, nema áður séu þaulat- hugaðir og notaðir þeir mögu- leikar, sem kunna að vera til spamaðar á öðrum sviðum. Hefir áður verið yfir þessu lýst af núverandi fjármála- ráðherra. Framsóknarflokkurinn mun meðal annars beita sér fyrir því, að sparað verði á land- helgisgæzlunni með því að láta vopnaða báta annast hana að meira eða minna leyti og leggja niður eitthvað af hinum stóru varðskipum. Enda má, eins og aðstaða er nú, fá nota- drýgri gæzlu með þessu móti. I gær var útbýtt í neðri deild þrem nýjum frumvörp- um, sem áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu. En það eru: Frv. til nýrra framfærslulaga, frv. um alþýðutryggingar og frv. um ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla. Eru frv. þessi flutt af Alþýðuflokks- mönnunum í deildinni. Frumvarpið til nýrra fram- færslulaga er samið af alþing- ismönnunum Páli Hermanns- syni og Jónasi Guðmundssyni. Stendur Framsóknarflokkurinn Fisksala Islendinga ii Fiskhringurinn nýi Fram sóknarfélag Reykjavíkur . Hrun fyrra Fiskhringsins dró í sömu f jármálagröfina alla helztu togaraeigendur og kaupmenn, sem lögðu í hann fé, að frátöldum Einari Þor- gilssyni, sem slapp á þunnum ís yfir vökina. I sömu gröf féll leiðtogi hringsins,Copeland, og banki hringsins, íslands- banki. Eftir þennan gífurlega fjár- málaósigur Mbl.manna, var aftur horfið að fornum átrún- aði. Mbl. hafði nú fengið nóg af samstarfi sinna manna í fisksölumálunum og af samá- byrgð gagnvart lánardrottnum. Eftir fyrri kreppuna komu nokkur, mjög fjörug sam- keppnisár. Þeir togaraeigendur, sem af innanstéttarafbrýði- semi og nábúakrit, fremur en hyggindum, höfðu haldið sér frá fyrri Fiskhringnum, tóku að þessu frumvarpi, og mun leggja áherzlu á framgang þess. Var ráðgert, að frv. þetta yrði flutt af allsherjar- nefnd, en Haraldi Guðmunds- syni, sem samkvæmt stöðu sinni, fékk frv. í hendur frá þeim, er það sömdu, mun hafa þótt skemmtilegra að láta ílokksmenn sína flytja það eina. Er það saklaust gaman og mun í engu breyta afstöðu Framsóknarflokksins. Frumvarpið um Alþýðu- tryggingar er samið af þeim Brynjólfi Stefánssyni, Sigfúsi Sigurhjartarsyni og Þórði Eyj- ólfssyni, og virðist Alþýðu- flokkurinn vilja ganga að því að mestu óbreyttu. Frv. skipt- ist í fjóra aðalkafla: Elli- og örorkutryggingu, s j úkratrygg- ingu, atvinnuleysistryggingu og slysatryggingu (núgildandi lög um slysatryggingu að mestu óbreytt). Framsóknarflokkurinn er fylgjandi almennum trygging- um — í stað fátækraframfær- is — og hefir tekið það mál upp á stefnuskrá sína fyrir all- löngu. Og í samningi þeim, er gerður var um stjórnarmynd- unina, voru tryggingarmálin tekin upp, að tilstuðlan beggja stjórnarflokkanna. Hinsvegar hefir ekki verið samið milli flokkanna um fyrirkomulag þessara trygginga í einstökum atriðum. Og í frv. því, sem nú hefir verið lagt fram, eru ýmis atriði, sem Framsóknarflokkur- inn mun ekki samþyklq'a, eins og þau eru þar. Þriðja frumvarpið, um fram- færslu sjúkra manna, er til- raun til umbóta á berklavarna- löggjöfinni o. fl. Er það frv. samið af landlækni. Nokkur mistök eru það af hálfu atvinnumálaráðherra, að láta leggja öll þessi mál fyrir sömu deildina. Hitt hefði tryggt fljótari afgreiðslu, að skipta þeim milli deildanna. hefur ákveðið, að hafa kaffikvöld fyrir meölimi sína næstkomandi mánudag kl. 8,80 í Iðnó (salnum uppi). Ræður verða fluttar, sungið, lesið upp og ef til vill verður fleira til skemmtunar, Þess er vænst að þingmenn Framsóknarflokks- ins og stuðningsmenn hans utanbæjar er hór verða staddir í borginni taki þátt í kvöld- skemmtun félagsins. — Kostnaður verður kr. 1,25 á mann. — Fólagsmenn geta tekið með sór gesti. Btjjórnin. Spaðsaltað dilkakjöt í neilum og hálfum tunnum og kútum Einnig i smásölu. Kiötbúð Reykjavíknr Vesturgötu 16. — Sími 4769. nú að sér forustu fisksölumál- anna og leið svo þar til 1981, að ný kreppa var komin í al- gleyming. Á þessum árum bar mest á þrem fisksölufirmum, sem kepptu hvert við annað með í'ullkominni hörku. Þessi þrjú f yrirtæki voru: Kveldúlfur, Alliance og Fisksölusamlagið við Faxaflóa, sem var í raun og veru í einu hálfgert „einka- fyrirtæki“ Ólafs Proppé, en þó að vissu leyti byrjun á nýj- um tíma, vegna þess, að marg- ir minni útgerðarmenn og fé- lög sjómanna reyndu með þessu móti að mynda félög, sem ætti aðgang að Suður- landamarkaðinum, án þess að vera að öllu leyti ofurselt valdi, sem fiskimennimir réðu ekki við. Verður síðar í þessum greinaþáttum gerð tilraun til að meta hæfileika þeirra manna, sem stóðu fyrir fram- kvæmdum þessara fél. út við. En það er skemmst af því að segja, að þó að hin harðvít- uga innbyrðissamkeppni milli Ivveldúlfs, Alliance og Proppé hefði elcki siglt fisksölunni í strand á góðu árunum, þá var sú. dýrð úti, þegar heimskrepp- an byrjaði. Fiskurinn byrjaði að hríðfalla í Suðurlöndum og varð tímum saman lítt seljan- legur. Islenzku fiskfirmun gripu nú til sömu ráða eins og Copeland í fyrri kreppunni. Þau fengu fiskkaupmönnum á Italíu, Spáni og Portugal ís- lenzka fiskinn í umboðssölu. Hinir suðrænu fiskikaupmenn hafa á sér orð fyrir margt annað fremur en nákvæmni í reikningsskilum, er þeir hafa vöru fjarlægra og fákunnandi manna umboðslaust í höndum sér. Varð úr þessari fisksölu hin hryggilegasta slysafram- kvæmd bæði 1930 og 1931. Is- lenzki fiskurinn var boðinn út á ótal stöðum, af ótal kaup- endum, sem kepptu um það eitt, að koma vörunni út fyrir eitthvert verð og fá sín um- boðslaun. Engin nýtileg endur- minning er tengd við þetta gegndarlausa flan fisksalanna íslenzku, nema það, að hinn hræódýri, íslenzki fiskur vann sér í bili a. m. k. markað í Portúgal, sem hefir haldizt síðan. Samkeppni og ástand fisk- sölunnar olli miljóna töpum fyrir landið 1930 og 1931. Mun sjómönnum í Vestmannaeyjum cg við Faxaflóa minnisstæð sú útreið öll. Verðfallið á fiskin- um gekk svo nærri báðum bönkunum, að þeim var sýni- iega ókleift að leggja fé í út- gerð upp á sömu spýtur og á undangengnum árum, þar sem fjöldamargir af viðskiptamönn- um þeirra voru gersamlega á heljarþröminni og gátu engan- veginn staðið í skilum við bank- ana með það fé, sem þeim var trúað fyrir. Á góðu árunum vex Mbl.- mönnum samkeppnishugur, en um leið og kreppan skellur á, dregur úr kjarki þeirra til inn- byrðis styrjalda, og þeir fara að hugsa um einskonar sam- starf og samvinnu, eftir því sem menningarástand þeirra leyfir. Upp úr þessum þreng- ingum og skoðanaskiptum fæddist seinni Fiskhringurinn vorið 1932. Kom þar tvennt til greina: Hræðsla leiðtog- anna 1 hinum þrem félögum við að undirbjóða hver annan i Suðurlöndum lengur en búið var, og þung hönd lánardrottna þeirra, bankastjóranna í Landsbankanum og Útvegs- bankanum. Upp úr þessu ástandi var Fiskhringurinn, hinn síðari, myndaðuf. Engin skynsamleg félagshyggja lá til grundvallar. Samstarfið var mjög óljúft þeim þrem mönnum, sem gerð- ust forstjórar Fiskhringsins. Þeir litu hver á annan sem keppinaut, og hugsuðu að öðr- um þræði mest um að búa sig undir að skilja eins fljótt og hægt væri og byrja samkeppn- ina að nýju. Verða síðar leidd mörg rök að þeirri staðreynd. Ástæðan til þess að þessir andstæðingar fengust til að vinna saman, á yfirborðinu, var fyrst og fremst aðhald bankanna. Forráðamönnum beggja bankanna var fullljóst, að hin villta samkeppni Is- lendinga innbyrðis á markaði í Suðurlöndum, gat ekki endað nema með því, að saga hins fyrri Fiskhrings yrði að öllu leyti endurtekin: Gjaldþrot samkeppnisfyrirtækjanna og beggja bankanna, sem skipta við útvegsmenn. Eins og málum var hér kom- ið, gat ekki verið um neinn skipulegan félagsskap að ræða. Tízkusýning Verzl. Gullfoss verður endurtekin að Hótcl Borg kl. 8,30 í kvöld. — Þeir viðskiptavinir er ekki gátu komið á fyrri sýningu eru vinsamlega beðnir að vitja aðgöngumiða hjá Verz!. Gallfoss — í Ausburstræti 10 — K a n p i d Neyðin og aðhald bankanna kúgaði leiðtoga hinna þriggja fisksölufyrirtækja inn í sama liúsið til að vinna þar saman. Kveldúlfur, Alliance og Proppé rugluðu hér saman reitum sínum — í bili. Hvert fyrir- tæki lagði til sinn aðalfisksala: Rikard Thors, Kristján Einars- son og Ólaf Proppé. Þeir komu sér saman um, að það kaup sem minnst yrði að greiða fyrir þeirra dýrmætu starfs- krafta í heilt ár, væru 24 þús. kr. á mann, eða 2000 kr. á mánuði. Þúsundir af fiski- mönnum þeim sem unnið höfðu að þessari framleiðslu, fá ekki 2000 kr. að launum fyrir erfiði sitt í heilt ár. í næsta kafla verður nánar vikið að starfi þessara þriggja dýrmætu manna og hvaða rök liggja að því að vinna þeirra hefir verið verðlögð á svo ó- venjulegan hátt. Frh. J. J.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.