Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 23.01.1936, Qupperneq 3

Nýja dagblaðið - 23.01.1936, Qupperneq 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 8 Erum við einni kyn- slóð á eítir? Hjartans þakkir öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug, við fráfall og jarðarför Ragnhildar dóttur okkar. Ragnhildur og Ólafur Thorlacius ¥ertiðin Mörgum mönnum finnst að við íslendingar séum um suma hluti, er lúta að almennu vel- sæmi æðilangt á eftir frænd- þjóðum okkar, án þess, að með því sé fullyrt, að lakari efnivið- ur sé í Islendingum heldur en öðrum Norðurlandaþjóðum. Menn veita því eftirtekt, að í kauptúnum hér á landi má hús tæplega standa mannlaust fáa daga svo að rúður séu ekki möl- brotnar með grjótkasti. Is- lenzkir íþróttamenn ltoma stundum drukknir til kapp- leikja og mannfunda. Um- gengi í sæluhúsum á fjöllum uppi ber nálega aldrei vott um mikinn menningarbrag. Sé vikið að annari hlið á framkomu manna, kurteisi í daglegri umgengni, þá virðist það vera list, sem er nokkuð torlærð. Fyrir 40—50 árum gátu frjálslyndir menn í Noregi ekki haldið ræður opinberlega á höfuðtorgi í Osló, án þess að íhaldsmenn borgarinnar sýr.du opinberlega vanþökk sína, svo sem með því að draga niður gluggatjöld við Eiðsvallatorg, eða jafnvel enn áþreifanlegri merki um ókurteisi og rudda- skap. I Noregi er slík fram- koma löngu horfin. Blaðamenn þar hafa „klúbb‘_‘ saman, hitt- ast bróðurlega oftar en einu einni í mánuði, eiga saman styrktarsjóð, sem nemur mörg- um hundruðum þúsunda. Frelsi og aukin menntun hefir þurk- að vanmenntun íhaldsins frá því um 1890 af norsku félags- lífi. Ég vík að okkar þjóð. Hér byrjar hið menntandi samlíf, sem frelsið veitir, hálfri öld síðar en í Noregi. Sumarið 1910 er Björn Jónsson ráðherra á eftirlitsferð um Norðurland. Hann kemur til Akureyrar og ætlaði að gista þar í hinu mynd- arlega gistihúsi, sem Vigfús tengdafaðir Ingólfs læknis í Borgamesi rak þá þar í bæn- um. Vigfús var heitur aftur- haldsmaður og sanntrúaður andstæðingur Bjöms Jónsson- ar. Og hann neitaði Birni um gistingu. Næsta morgun spyr annar afturhaldsmaður Vigfús: „Hýstir þú dónann?“ „Ónei, góði“, sagði hinn sanntrúaði, en lítið veraldarvani gistihús- eigandi. Björn ráðherra fékk að gista hjá Stefáni föður Valtýs Morgunblaðsfóstra. Síðan hinn sanntrúaði veit- ingamaður áleit sig sýna póli- tískan þroska með því að út- hýsa stjómmálamanni, sem var á annari skoðun, er liðinn aldarfjórðungur. Að sumu leyti hefir Islendingum farið mikið fram í umgengnisgetu, en ekki nógu mikið. Og af því að það er þýðingarmikið mál fyrir þjóð, sem vill vera menntuð og frjáls, að kunna að hegða sér öðruvísi en úrkast stórbæjanna gerir, þá þykir mér hlýða að benda á lítið dæmi um vöntun í uppeldi æskumanna í höfuð- staðnum, sem kom fram við mig fyrir fáum dögum. Ég kom austan yfir heiði á laugardaginn var og varð sam- ferða tveim bílstjórum, sem eru kunningjar mínir. Þegar við komum að hinum nýja og myndarlega skíðaskála, fórum við þar inn til að fá hressingu um miðjan daginn. Nokkrir al- menningsbílar voru við skál- ann, og þegar inn kom voru þar um 40—50 unglingar, bún- ir til skíðagöngu. Það reyndist síðar, að þessir unglingar voru héðan úr bænum úr gagnfræða- skóla þeim, sem bærinn starf- rækir og Ágúst prófessor Bjarnason veitir forstöðu. Undir eins og við langferða- menn komum inn í veitingasal skíðaskálans var mér ljóst, að ég mundi vera fremur óvel- kominn gestur fyrir svo sem 20—30 af ungmennum þeim, sem þar voru fyrir. Sýndu þeir, meðan við vorum þar inni við kaffiborðið allmargar tegundir af áleitinni ókurteisi, sem voru þess eðlis, að hver ein var nægileg til að sýna, að þeir, sem þar áttu hlut að ipáli, hefðu ekki þótt hæfir gestir í veitingasal í siðuðu landi. Þegar ég kom til Reykjavík- ur hringdi ég til skólastjórans, próf. Ágústs Bjamasonar og sagði honum frá þessu atviki. Honum þótti leiðinlegt, að slíkt skyldi henda nemendur sína, og sagði að einn af kennurun- um hefði verið með þeim. Ég benti á, að ekki væri sérstök ástæða fyrir hann að þykja fyrir um framferði nemend- anna. Engum væri ljósara en mér, að hér væri ekki að ræða um vöntun frá hálfu skóla- stjóra eða kennara. Hér væri um að ræða sýkingu í bænum, í vissri stétt manna, og að samskonar misheppnað uppeldi mundi mega .finna í 2—3 öðr- um skólum í bænum, þar sem nemendur ættu samskonar að- standendur og í hans skóla. Ég benti á, að ég mundi hreyfa málinu opinberlega, en ein- göngu á almennum grundvelli, því að þetta einstaka atvik hefði enga þýðingu nema sem sjúkdómseinkenni í uppeldis- málum höfuðstaðarins. Hinsvegar þótti skólastjóra þessi framkoma nokkurs hluta af nemendum sínum það at- hugaverð, að hann spurðist vandlega fyrir hjá þeim, hvað fram hefði farið inni í veitinga- staðnum. Kom nógu mikið í ljós af framburði unglinganna til þess að hann hélt alvarlega áminningarræðu yfir nemend- um sínum öllum, og óskaði að sá hópur allur, sem verið hafði í skíðaskálanum bæðist skrif- lega afsökunar á því óhappi, scm hent hafði skólann. Skilst mér, að þessari málaleitun hafi verið beint til mín. En að þessu búnu sendi skólastjórinn bréf þetta til skólanefndarmann- anna Péturs Halldórssonar og Jóns Björnssonar kaupmanns, væntanlega í þeirri trú, að NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgeiandi: Blaðaútgáfan h.f. .. .. Ritstjóri: .. Sigfús Halldórs frá Höfnnm Ritstjórnarskrifstofur: Laugav. 10. Simar 4373 og 2353 Afgr. og auglýsingaskrifstofa Austurstr. 12. Sími 2323 .. í lausasðlu 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 2á mán. Prentsm. Acta. skjalið kæmi frá þeim til min. En það er ekki orðið enn. Próf. Ágúst Bjamason hefir með þessum afskiptum sýnt það, sem menn rau'nar vissu áður, að honum er annt um að hafa góðan aga og holl uppeld- isáhrif í skólanum. Það er eng- um efa bundið, að manni eins og próf. Á. B., sem dvalið hefir oft og lengi í helztu menning- arlöndum álfunnar, er ljóst, að það er mikil hætta á ferðum fyrir höfuðstaðinn og þar með landið, ef verulega stór hluti æskunnar lifir á þá vísu, sem gerir þa ekki hæfa til að vera taldir gentlemen að háttsemi. Áð minni hyggju er hér ein- göngu um að ræða andlega fá- tækt heimilanna. Þessir ung- lingar voru fremur myndarleg- ir, laglega klæddir, sýnilega aldir upp við fremur góð ytri lífskjör. Um það bil helmingur unglinganna kom auk þess vel og prúðmannlega fram. En á brjóstum sumra þeirra, sem sýnilega áttu að andlega ör- eiga, var nazistamerkið til frek- ari sönnunar. Ég held ég megi fullyrða, að í héraðsskólum og gagn- fræðaskólum þeim, sem rík- ið hefir stofnað, bændaskól- unum, húsmæðraskólunum, kennaraskólanum og mennta- skólanum á Akureyri til að nefna fáein dæmi, myndi eng- um nemenda detta í hug að sýna pólitíska gremju eða and- úð, með því að hegða sér eins og fólk gerir í hafnarknæpum í stórbæjum. En í Reykjavík skipta þeir unglingar mörgum tugum, úr heimilum þar sem fólkið heldur að það sé „betra fólk“, sem er ennþá neðan við fjöruborð evrópiskrar um- gengnismenningar. Nokkrir af skólum bæjarins fá verulegan hluta af nemend- um sínúm úr þessum heimil- um, og verða að skapa sér var- úðarreglur eftir því og mun vafalaust gera það. En það er ekki nóg. Þeir foreldrar, sem hér eiga hlut að máli þurfa fyrst og fremst að sjá hætt- una fyrir börn sín. Þeir tímar eru liðnir að lífsvenjur hinna nýríku hafi mikið gildi. íhaldið í Noregi er fyrir löngu hætt að setja á sig stimpil almennrar „bakkabræðramennsku“. Eng- inn veitingamaður á Islandi út- hýsir nú næturgestum vegna pólitískra skoðana. Menningin vex og smátt og smátt mun hún ná að einhverju leyti inn í hinar andlegu kjallaraíbúðir hins íslenzka höfuðstaðar. Ég hygg, að hagfræðilegar ástæð- ur muni þar verða þungar á metunum. Sá hluti æskunnar, sem að þessu leyti lifir í skugga Vertíðin hér á Suðvestur- landi er að byrja. Enginn veit hvað árið, sem er að byrja, ber í skauti sínu, en erfiðleikar með sölu á saltfiski hafa enn aukizt frá því sem var árið sem leið, og ekkert bendir á snögg umskipti til batnaðar í þeim efnum. Á Spáni er búið að úthluta . íslandi leyfi til innflutnings á 1500 tonnum af fiski á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, og er þá líkast til að innflutnings- leyfi til Spánar verði um 6000 tonn á árinu. Er það yfir 9000 tonnum minna en árið sem leið, og þetta hefir verið okkar bezti saltfiskmarkaður. Á Ítalíu lítur út fyrir, að ekkert verði hægt að selja af fiski nema kaupa vörur fyrir allt andvirð- ið. Og enn eru óseld um 4500 tonn af fyrra árs fiski, sem hvergi verður hægt að selja annarstaðar. Möguleikar fyrir sölu nýju framleiðslunnar á Italíu eru því ekki næsta mikl- ir, þar sem það er mjög tak- markað, sem íslendingar geta keypt af nauðsynjavörum frá Italíu. Það mun ekki of í lagt, þó áætlað sé, að innflutningur íslendinga til Spánar og Ítalíu minnki um 12.000—15.000 tonn frá því sem hann nam árið sem leið. I-Iinsvegar eru nokkrar vonir um að nokkru meira selj- ist til Ameríku á þessu ári en áður, en það má teljast vel í lagt að áætla þá aukningu 6000 —8000 tonn. Litlar líkur eru til aukinnar saltfisksölu til ann- arra landa, en nú hafa verið nefnd. Má telja það mjög gott, ef jafnmikið fiskmagn selst til Englands, Danmerkur, Noregs og Færeyja eins og árið sem leið. Nokkrar vonir má gera sér um aukna sölu á harðfiski, en varlega skyldu menn treysta á það úrræði. Norðmenn geta eng- an harðfisk selt til ítalíu nú, vegna viðskiptabannsins, en þangað hafa þeir selt mestan hluta af harðfiski sínum áður. Þeir munu þessvegna leggja hina mestu áherzlu á harðfisk- sölu til annara landa (t. d. Sví- þjóðar, Afríku o. v.), sem þá gerir það að verkum, að sölu- vonir íslendinga verða minni. — Og ef ekki verður hægt að erfðasyndarinnar, rekur sig á, að hinn drukkni íþróttamaður og hinn illa vandi félagsbróðir eru orðnir forynjur í þróun- inni. Menntuðu þjóðirnar hafa eklci rúm fyrir þá nema neðan við hin yztu þrep. Og hvaða foreldrar vilja búa börn sín undir þá framtíð? J. J. selja fisk í Italíu nema í hrein- um vöruskiptum, er gagnslítið þó við gætum selt eitthvað af harðfiski þangað, því það gengi þá út yfir saltfisksöluna. Að sjálfsögðu leggjast allir á eitt um það, að vinna að aukn- um markaði fyrir fiskfram- leiðslu okkar í stað þeirra markaða, sem tapazt hafa. Má að sjálfsögðu gera sér nokkrar vonir um aukningu á útflutningi á freðfiski, en þó alls ekki í svo stórum stíl, að nokkru von sé til þess að það bæti upp á þessu ári það, sem tapazt hefir af saltfiskmark- aðnum. Það er ofurlítil rauna- bót, að lýsi, fiskmjöl og hrogn er í sæmilegu verði, en það nær þó skammt til að bæta ástand- ið. Þegar á það er litið, hvað fiskmarkaðurinn er miklu tak- markaðri nú en hann hefir ver- ið undanfarin ár, hlýtur sú spuming að vakna, hvort ekki sé nauðsynlegt að gera opinber- ar ráðstafanir til að draga úr framleiðslu saltfiskjar á þessu ári. Ég held að þessu verði ekki hægt að svara nema á einn veg: Að þessi leið sé ekki fær. Ef slík takmörkun ætti að koma réttlátlega niður gagnvart út- gerðinni yfirleitt, yrði að byrja þær strax í byrjun vertíðar hér á suðvesturhluta landsins. En nú er með engu móti hægt að færa neinar líkur fyrir því, hvort aflabrögð verða svipuð og verið hefir undanfarin ár. Bregðist afli, eða verði mjög tregur, getur farið svo, að eng- in vandræði verði með sölu fiskjarins, — og síldveiðamar síðastliðið sumar gefa bend- ingu um hvað skeð getur með sjávaraflann. Það mun því vart koma til mála að gera op- inberar ráðstafanir til takmörk- unar saltfiskframleiðslunnar, a. m. k. alls ekki fyr en þá síðari hluta árs, enda yrði þá að sjá þeim mönnum fyrir einhverj- um bótum, sem bannað yrði að afla fiskjarins, en um það skal Framh. á 4. alðu. H r e i n s a r alburða vel án þess að rippa hina vidkvæmu glerhúð. Kostar aðeins 25 aura pakkinn

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.