Nýja dagblaðið - 28.01.1936, Page 2

Nýja dagblaðið - 28.01.1936, Page 2
2 N t J A DAGBLAÐIÐ HRINGURINN Aðaltundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn Fagrar listir Bökafvegn Nordens Kalender 1936 28. jan. 1936 kl. 8>/2 e. h. að Hótel Borg, uppi. Konur beðnar að mæta. STJÓRNIN Úrvals spaðkjöt Okkar ágæta úrvals f-paðkjöt alltaf til sölu í Vi, V* og V4 tunnum.. Samband ísl. samvinnuíélaga Þetta ársrit Norræna fé- lagsins er að vanda prýðilega úr garði gert; pappír mjög vandaður og prentun fögur,bæði á letri og myndum. — Eins og kunnugt mun vera, annast Guð- laugur Rósinkranz hagfræðing- ur ritstjórn af hálfu íslenzku deildarinnar. Ritið hefst nú með grein um „norræna samvinnu út á við“, eftir utanríkisráðherra Norð- manna, Halvdan Koht, sem leggur út 'af því hver styrkur hafi verið í undangengnum ráðagerðum norrænu landanna Saarinen, hinn heimsfræga finnska byggingameistara, höf- und hins dásamlega járnbraut- arstöðvahúss í Helsingfors, „endurskapara skýjaskafanna“, sem Strengell nefnir hann. — Greininni fylgja ágætar myndir af ýmsum höfuðverkum Saa- rinen, bæði á Finnlandi og í Ameríku, sem heimti hann til sín, eins og svo ótal marga snillinga frá Evrópu og öðrum heimsálfum, sem eru algerðir afburðamenn í sinni grein. — S. H. f. H. Barnadiskar 1.00 Barnakönnur 0.50 Barnaboltar 1.00 Barnabollapör, áletruð 1.25 Barnaspil 0.85 Barnaboltar 0.85 Barnaskóflur 0,60 Barnalitakassar 0,35 Barnaskeiðar 0.20 Barnaflautur 0.25 Barnaleikföng ýmiskonar o. m. fleira fyrir börn K. Einarsson & Björnsson Bankastræti 11 Simi 1080. OSRAM Dekalumen (DLm.) Ijóskúlur eru 2O°/0 ljóasterkari en eldri gerðir. A hkls hverrar ljóskúlu er letraö 1 j ó s- marnið (DLm.) oer rafstraums- notkunin [(Watt). Agæta sauðatólg höfum við jafnan fyrirliggjandi Samband isl. samvinnufélaga Simi 1080 Smjör og Ostar trá Mjólkursamlaginu á Akuteyri alltaf fyrirliggjandi í heildsölu hjá Samband ísl. samvínnuíélaga Simi 1080. í sameiningu, er hann fyrir rúmu hálfu ári síðan þurfti að semja við Frakkland fyi’ir hönd Noregs. Að telja upp allar verðmætar greinar í þessu stóra riti (214 bls. í stóru broti) yrði hér of langt mál. En þess má geta, að af hálfu Islendinga, rita þama Jón Baldvinsson forseti, um Al- þingi, Guðlaugur Rósinkranz um starfsemi Norræna félags- ins 1935, og sérstaklega um för Karlakórs Reykjavíkur um Norðurlönd — og Sigurður Þórarinsson jarðfræðinemi um Island, sem ferðamannaland, og er sú grein með hinum prýði- legustu myndum, ýmsum að vísu áður kunnum. — Svo að drepið sé á eitthvað af því, sem birt er þama frá hverju landi, má nefna grein eftir Nils Ahnlund um „nor- ræn konungamót", allt frá fymsku, er „Danakonungur hélt í beizli Uppsalakonungs, en norski konungurinn í ístað hans“ við sáttmálagerð í Dana- hólmi við Gautaborg, eins og getið er um í konungsbálki Vestgautalaga, og til þess er hinir þrír háu konungar Norð- urlanda mæltu sér mót í Málm- ey árið 1914, í tilefni af stríð- inu. — önnur merkileg grein er um Visby á Gotlandi, á uppgangsdögum hennar, sem eins voldugasta Hansastaðar- ins. Frá Noregi er vert að benda á mjög fróðlega grein um norskan listiðnað, eftir dr. phil. Thor B. Kielland, og fylgja hinar prýðilegustu myndir af húsgögnum, vefnaði, bókbandi, glerskrauti, t. d. af glermálun og skrautgluggagerð Freydísar Haavardsholm, sem er óðum að vinna sér alþjóðlegt nafn fyrir skrautmálun og teikningu. Frá Danmörku má kannske sérstaklega nefna ágæta grein um Norðurjótland, eftir málar- ann og dráttlistarmanninn og rithöfundinn Achton Friis, á- gæta lýsingu á hinum víking- legu, ijóshærðu, bláeygu, stríðlunduðu Vendilbúum og öðrum Limafjarðarnágrönnum, sem að þessu hafa borið öll ein- kenni hins svokallaða „norræna“ kyns — jafnvel flestum Norð- urlandabúum fremur. Að Finnlandi kem ég síðast en ekki sízt, er ég nefni grein eftir Gustaf Strengell um Eliel Ferðaskrifstofur og ferðamenn Viðtal við Vígfús Guðmundsson Niðurl. 3. stóra atriðið, er hvatti mig til að reyna að vinna eitthvað í þessum málum, voru líkumar fyrir því að skapa mætti hér nýja, álitlega tekjugrein fyrir þjóðina. Þegar ferðastofan sótti um styrk til Alþingis, létum við, fylgja umsókninni ýtarlegar skýrslur, sem Sveinn Bjömsson sendiherra, góðfúslega aflaði fyrir mig frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku um tekjur af erlendum ferðamönn- um í þeim löndum. Sýndu þær skýrslur, að þessi lönd höfðu geysimiklar tekjur af þessari starfsgrein. Taldi ég þá miklar líkur til að við gætum í fram- tíðinni fengið a. m. k. 10% tekjur á móts við Noreg eða Svíþjóð (nálægt 30 milljónir króna í hvoru landinu árlega). Og tækist það, þá yrðu þær tekjur fyrir ísl. þjóðina t. d. af erlendum ferðamönnum, h. u. b. fimm sinnum meiri en það, er íslendingar fá fyrir allt það kjöt, er þeir selja í Noregi á ári, miðað við 1934 og 1935. Fyrir ýmsar vörur bænda: nýtt kjöt, lax, egg. smjör, grænmeti o. fl., sem eru í háu verði að sumrinu, er varla unnt að fá eins góðan markað og ef hægt væri að fá erlenda menn hingað heim til að neyta þeirra. Þá þarf heldur ekki að vera að særa út innflutningsleyfi er- lendis fyrir þær vörur, sem ferðamennimir nota, og ekki að hafa fyrir því að reyna að selja þær á yfirfylltum mörkuðum í fjarlægum löndum. — Þarf ekki að gera margt hér innanlands til þess að örfa f erðamannastrauminn ? — Jú, vissulega. Mest að- kallandi er að auka og bæta verustaðina. Veitingastarfsem- in á ekki samleið með venjuleg- um heimilisstörfum. Hótel- slcorturinn hefir verið bagaleg- ur fram að þessu. Það var á- gætt þegar Hótel Borg kom og hægt var að vísa útlendingum á nýtízku hótel í höfuðstaðn- um; en vonandi verður „Borg- in“ of lítil áður en mörg ár líða. — Við Jónas Jónsson munum líklega fyrstir hafa komið auga á það að nota hér- aðsskólana á sumrum fyrir gistihús. Reyndi ég að nota reynslu mína til að koma sniði á gistihússrekstur í þeim stærstu. Eins varð ég hvata- maður að því að Kvennaskóla- ! húsið á Blönduósi var tekið til ' gistihússreksturs. Maður sá, er byrjaði þar að minni tilhlutan, hefir rekið veitingastarfsemina vel síðan, og hefir þetta bætt mikið úr gistihússkortinum milli Reykjavíkur og Akureyr- ar. — Vegirnir þurfa líka að batna og nýir vegir að leggjast. Þótt ég sé „prinsipielt“ á móti háum tollum á nauð- synjavörum og nefsköttum á einstaklinga, þá tel ég, úr því sem gera er, mjög eðlilegt að taka allháan benzínskatt og ná þannig gjaldi af þeim, er nota vegina, hvort sem það eru er- lendir eða innlendir menn. Eitt af því, er þarf að gera, er að fá haganlegar ferðir, hraðskreiðra skipa til landsins frá næstu erlendum borgum. Og ég vil biðja þig að undir- stryka það, að á meðan við eigum svo marga náfrændur í Ameríku, sem hafa áhuga fyr- ir íslandi og sem meira að segja eiga talsvert í Eimskipa- félagi íslands, þá ætti það fé- lag að senda eitt skip árla og síðla sumars til Ameríku. Flytti það hóp frænda og annarra ferðamanna til og frá yfir haf- ið og þá um leið vörur, er ég efa ekki að heppilegt væri að verzla með við Bandaríkja- menn, og jafnvel eitthvað í Canada. En sérstaklega vantar okkur fleiri og betri gistihús. Svíar (einkum Svensk Turistförening) hafa oft byrjað gistihúsarekst- ur sinn úti á landi þannig, að reisa á fögrum stöðum lítinn Frh. á 8. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.