Nýja dagblaðið - 28.01.1936, Síða 4
4
n'H?
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
Gyöingurinn
Sliss
Ensk talmvnd eftir
hinni heimsfræguskáld-
sögu
Lion Feuchtwanger
Hið mikla og erfiða
hlutverk sem Joseph
Suss Oppenheimer
leikur
Conrad Veidt
af framúrskarandi
snilld
Börn fá ekki aðgang
Anná.11
Næturlæknir er í nótt Bjami
Bjamason, Leifsgötu 7, sími 2829.
Næturvörður er þessa nótt í
Reykjavikur Apóteki og Lyfjabúð-
inni Iðunn.
VeÖurspá fyrir Reykjavík og ná-
grenni: Allhvöss norðaustan átt.
Urkomulaust.
Norðan og norðaustan átt var
um allt land í gær. Veðurhæð 6—8
vindstig. Austanlands var dálítil
snjókoma, en úrkomulaust í öðr-
um landshlutum. Hiti var 1—3 stig
við suðurströndina, en 4—5 stig
norðanlands.
Dagskrá útvarpsins: Kl. 8,00
Enskukennsla. 8,25 Dönskukennsla.
10,00 Veðurfregnir. 12,00 Hádegis-
útvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,10
19,20 Hljómplötur: Létt lög. 19,40
Auglýsingar. 19,45 Fréttir. 20,15
Erindi: Heilbrigðismál, VIII:
Berklaveiki, III (Sigurður Sigurðs
son berkayfirlæknir). 20,45 Sym-
foníu-hljómleikar: a) Haydn: Sym-
fónia. Op. 45; b) Mozart: Konsert
fyrir flautu og hörpu (C-dúr); c)
Beethoven: Symfónía nr. 3 (Ero-
ica).
Stjómarkosningin í Dagsbrún.
Stjórnarkosningunni í Dagsbrún
lauk síðastl. föstudagskvöld og
voru úrslit hennar tilkynnt á
fundi félagsins í fyrradag. Úrslit-
in urðu þessi: 1019 menn tóku þátt
i kosningunni, en 17 atkv. urðu
ógild. Formaður var kosinn Guð-
mundur Ó. Guðmundsson með 726
atkv., varaformaður Kristiníus Arn-
dal með 703 atkv., fjármálarltari
Sigurður Guðmundsson með 947
atkv., gjaldkeri Sigurbjörn Bjöms-
son með 913 atkv. og ritari Árni
Ágústsson með 890. í varastjórn
voru kosnir: Friðleifur Friðriks
son, Eggert Guðmundsson og Sí-
mon Bjamason. Endurskoðendur
voru kosnir: Kjartan Ólafsson og
Agúst Jósefsson. Varaendur-
skoðandi var kosinn Guðmundur
Pétursson. í styrkveitinganefnd
vinnudeilusjóðs vom kosnir: Har-
aldur Pétursson (formaður), Sí-
mon Bjarnason og Ámi Guð-
mundsson. — Samfylkingin (kom-
múnistar, íhaldsmenn og nazistar)
liöfðu í kjöri formann (Pál
þóroddsson) og varaformann (Jón
Guðlaugsson) og fengu þeir 211 og
208 atkv. Eru það öll þau atkvæði,
sem samfylkingin ræður yfir í
Dagsbrún og svarar það til að það
sé 1 /ío hluti félagsmanna.
Tryggvi gamli kom af veiðum í
gærkveldi.
Næsta skemmtikvöld Framsókn-
armanna verður í Oddfellowhúsinu
(niðri) á fimmtudagskvöldið. Aug-
lýst nánara síðar.
Togaramir Baldur og Kári fóru
ú veiðar í gær.
Penlngagjafir til Vetrarhjálpar-
innar: Starfsfólk í Steindórs-
prenti 21 kr., Starfsfólk hjá Ríkis-
prentsmiðjunni Gutenberg 55 kr.,
N. N. 10 kr., E. Sv. 5 kr., H. E. 5
kr., Sig. Á. 5 kr„ K. J. 5 kr„ A. G.
5 kr„ S. E. 2 kr„ Starfsfólk í Fé-
lagsprentsmiðjunni og Félagsbók-
bandinu 84 kr. Kærar þakkir. F. h.
Vetrarhjálparinnar. St. Á. Pálsson.
Súðin kom hingað í fyrradag.
Fór hún héðan með síld til þýzka-
lands snemma í fyrra mánuði og
kom við í Noregi og Svíþjóð á
lieimleiðinni. Hún kom með efni
til Tunnugerðarinnar á Akureyri
og ábúrð til S. í. S.
Hitler krefst nýlendna. Hitler
flutti tveggja klst. ræðu í Munchen
á sunnudaginn á fundi Sambands
þýzkra stúdenta og hélt þar fram
sömu kröfum um vígbúnað þjóð-
verja og nýlendur handa þeim.
Hann sagði að hver Evrópuþjóð
ætti að eiga nýlendur og hagnýta
auðlegðir þeirra landa, sem byggð-
ar væru fólki á lægri menningar-
stigum, en hvíti kynflokkurinn
væri öllum mannflokkum fremri.
Máttur er sama og réttur, sagði
hann einnig. — FÚ.
Togarakaup á ísafirði. Fyrir at-
beina bæjarstjórnarinnar á ísa-
firði er verið að undirbúa stofnun
lilutafélags til J»ess að að lcaupa
togarann Hávarð ísfirðing. Togar-
nn er nú eign Landsbankans og
söluverðið er ákveðið 145 þús. kr.
Bæjarstjórriin hefir samþykkt að
láta hafnarsjóð kaupa hlutabréf
fyrir 18 þjús. kr. Veiðarfæri eru
innifalin í söluverði skipsins.
Laxfoss fór með kol til Borgar-
ness í gærmorgun. Lyra var vænt-
anleg hingað um tvöleytið í nótt.
Aðalfundur i Knattspymufélag-
inu Fram var haldinn í gærkveldi.
Fundurinn var fjölsóttur og kom
fram, mikill áhugi fyrir vexti og
liag félagsins. Stjómin var endur-
kosin og skipa hana þessir menn:
Lúðvík þorgeirsson formaður, þrá-
inn Sigurðsson varaformaður, Sig-
urður Halldórsson ritari, Harry
Frederiksen gjaldkeri, Jón Sigurðs-
son bréfritari og meðstjórnendur
Sigurgeir Kristjánsson og Sigur-
bergur Elíasson.
Austurbæjarskólanum verður lok-
að í 3 daga, að læknisráði. Er það
gert vegna þess að talið hefir ver-
ið öruggara að sótthreinsun færi
fram sökum skarlatssóttar, er upp
kom þar í einum bekk (sem þegar
var einangraður) fyrir nokkru. En
sótthreinsun eftir skariátssótt verð-
ur að gera með því að svæla ræki-
lega og er því öllum skólanum
Jarðarlörin
Framh. af 1. síðu.
neitt fækkandi, sem bíða eftir
því, að komast að. Verður
kirkjunni haldið opinni þar ti}
kl. 4 í nótt.
«
100 þús. aðkomu-
menn í London
í Windsor er í dag unnið að
því, að skreyta borgina fyrir
jarðarförina. Er talið, að þegar
séu komnir 100 þúsund aðkomu-
menn til borgarinnar, til þess
að vera viðstaddir jarðarför-
ina.
Tveggja mínútna
þögn um allt
England
Þegar kistan verður látin
síga ofan • í grafhvelfinguna
helfst tveggja mínútna þögnin
um allt Bretland, og þvínæst
kastar Játvarður konungur
VIII. jörð frá Sandringham yf-
ir kistu konungs.
lokað, þótt ekki sé þörf á að sótt-
hreinsa nema einn bekk.
ísfisksölur, Max Pemberton seldi
í Grimsby 1118 vættir fyrir 1130
sterlingspund og þórólfur í Hull ;
1791 vættir fyrir 592 sterlingspund.
Skipafréttir. Gullfoss kemur til
Vestmannaeyja í kvöld. Goðafoss
kom til Hull í gærmorgun. Fer
þaðan í kvöld á leið til Vest-
mannaeyja. Dettifoss var á Akur-
eyri í gær. Brúarfoss var á Blöndu-
ósi í gær. Lagarfoss var á Akur-
eyri í gær. Sélfoss 1 Leith í gær.
þýzki sendikennarinn dr. Iwrin
flytur í kvöld fyrirlestur í Háskól-
ann, um Austur-Prússland. Fyrir-
lesturinn hefst kl. 8,05.
Afmæli Blönduóskauptúns. 60
ára afmælis Blönduósskauptúns
var minnst með samkomu á
Eiönduósi síðastl. laugardag.
Blönduós var fyrsti verzlunarstað-
urinn, sem löggiltur var á Alþingi
eftir að það fékk löggjafarvald að
nýju.
Osló-blöðin birta löng viðtöl við
Hermann Jónasson forsætisráð-
herra íslands, um löggjafarstarf
síðasta Alþingis, um þróun ís-
lenzks landbúnaðar á síðari árum,
og útflutningsverzlun íslendinga.
Eldsvoðinn
Framh. af 1. síðu.
eru litlar líkur til þess, að tek-
ist hefði að bjarga Hafnarstræti
16, 20 og 22, sem allt eru stór
timburhús eins og Hafnarstr.
16. með mörgum verzlunum,
íbúðum og hverskonar verð-
mætum.
MIKIÐ TJÓN.
Eigandi hússins, Jóhann Eyj-
ólfsson, skýrði frá því, að hann
teldi sig hafa orðið fyrir 2000
kr. skaða, því flest sé ónýtt,
sem var í fornsölunni, og allt
óvátryggt. Nokkrar skemmdir
urðu einnig á húsinu, en það
er vátryggt. Þvottur skemmd-
ist einnig í þvottahúsinu Mjall-
hvít, sem er áfast við fomsöl-
una. Á veitingastofunni urðu
líka talsverðar skemmdir.
Við rannsókn hefir lögregl-
komizt að þeirri niðurstöðu, að
um íkveikju hafi verið að ræða.
Hafi eldurinn verið kveiktur á
tveimur stöðum í suðurenda
veitingaskálans, við skilrúmið
að fomsölunni. Hafði eldurinn
etið sig gegnum skilrúmið á
l öðrum staðnum og magnast, er
; hann komst í hin eldfimu efni
| í fomsölunni. Hefir lögreglan
í nú tekið einn mann fastan,
sem grunaður er um þetta ó-
hæfuverk.
Lögreglan skýrði einnig frá
því að Hafnarstræti 18 ásamt
útbyggingu og geymsluskúr
hefði verið vátryggt fyrir 78
þús. kr., allt óvátryggt í fom-
sölunni og þvottahúsinu, en
húsmunir, veitingaáhöld og
vörubirgðir í veitingaskálanum
hefði verið vátryggt fyrir 10
þús. kr.
Músikklúbburinn heldur konsert
annað kvöld (miðvikudag) kl. 9 á
Hótel ísland. þetta verður ef til
vill seinasti konsertinn á vetrin-
um. Félagsmenn eru beðnir að fjöl-
menna. Menn panti borð í síma
1450.
Lítið erfðafestuland til sölu
innan við bæinn. Eignaskipti
geta komið til mála. Upplýs-
ingar gefur Magnús Stefáns-
son, sími 2823 og 2429.
I^HNYJA bió wa
Fagurt er á
fjölluRum
Hrífandi fögur og skemti-
leg þýýsk tal og tónmynd
er fjallar um ástir og í-
þróttalíf, og gerist í undra-
heimi svissnesku Alpa-
fjallanna.
Aðalhlutverkin leika :
Hella Hartvig, Walter
Riml og hinir viðfrægu
skopleikarar og skíðagarp-
ar Litli Fietje og Stóri
Fietje
Aukamyod :
Forleikurinn að óperunni
Orpheus i undírheimum
leikin af hljómsveit undir
stjórn Eberhard Frowein
Odýrt kjöt
1 kg. á kr, 0.85 frarapartuT
1 — á — 1.00 læri
Kiötverzl.
Herdubreid
Kirkjuvegi 7 Sími 4565
Olíulampar vandaðir. Sýnis-
horn. Kaupfélag Reykjavíkur.
Benedikt á
Auðnum níræður
Framh. af 1. síðu.
Auðnum og Péturs frá Gaut-
löndum. Þessir tveir menn áttu
lengst starf og mest í félags-
menningu sýslunnar, þar sem
unnið var að því, að bera inn
í líf kynslóðanna nokkuð af
orku þeirrar heitu vakningar,
sem fór eldi um hugi Þingey-
inga á síðasta fjórðungi næst-
liðinnar aldar og bar með sér
kaupfélagshreyfinguna inn í líf
þjóðarinnar.
Það hefir verið víðsýnt af
sjónarhæðum Benedikts á
Auðnum. Enginn alþýðumaður
á Islandi mun vera víðlesnari,
fjölfróðari né gagnmenntaðri en
hann. Kunningjum hans verða
minningasamar dvalimar á
þeim sjónarhæðum. Minningin
um þá leið, sem Benedikt hefir
þegar gengið og um starf hans
vakir í minni vitund eins og
fallegt æfintýri, þar sem vonir
æskunnar rísa móti hverri
nýrri dagrenningu. Engan
mann þekki ég bjartsýnni en
nann né betur kominn að þeim
eplum Iðunnar, sem lífið hefir
rétt honum og sem hafa haldið
honum svo ungum og varpað
svo óvenjulega mikilli birtu yf-
ir líf hans, svipmót hans allt,
persónu og þjóðnytjastörf.
Þeir verða margir, alúðarvin-
ir Benedikts og góðkunningj-
ar, sem í dag senda þessum ní-
ræða æskumanni Þingeyingja
hlýjar kveðjur og þakklæti.
Jónas Þorbergsson.