Nýja dagblaðið - 22.02.1936, Side 3

Nýja dagblaðið - 22.02.1936, Side 3
N Ý 3 A D A G BLAÐIÐ 8 NÝJA DAGBLAÐH) Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. Ritstjóri: Sigfás Halldórs frá Höfnum. Ritstjórnarskrifstofur: Laugav. 10. Simar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Austurstr. 12. Sími 2323. — í lausasölu 10 aura eint. - Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. Dnnnt cm A n+n Krossfestíngf ísbergs sýslumanns Eitt af merkustu viðburðum síðasta þings var það, þegar íhaldsmenn, allt í einu gengu inn á stefnu Framsóknarflokks- ins í jarðamálinu og greiddu atkvæði með lögunum um erfðafestuábúð og að banna sölu á opinberum jörðum. Það voru fulltrúar íhaldsins í landbúnaðarnefnd neðri deild- ar, þeir Jón Pálmason bóndi á Akri og Guðbrandur Isberg sýslumaður í Húnavatnssýslu, sem gengu til samstarfs við meðnefndarmenn sína úr Fram- sóknarflokknum og leiddu síð- an flokksmenn sína í neðri deild ínn á þessa braut. En sannleikurinn var sá, að íhaldsmennirnir, aðrir en e. t. v. J. P. og G. I., tóku þessa af- stöðu að nokkru leyti óvart. Þeir héldu sem sé, að hér vaari aðallega verið að samþykkja svokallað „óðalsréttar" frum- varp, sem ö. Th. o. fl. höfðu flutt á fyrra hluta þingsins, því að þegar frumvarpið kom frá landbúnaðamefnd hét það: „Frv. um erfðaábúð og óðals- rétt“. En Ó. Th., sem ekki mun hafa meira en svo munað hvað staðið hafði í hans frum- varpi, gætti ekki að því, -að nefndin hafði breytt því svo rækilega, að lítið stóð eftir nema nafnið. En að því leyti, , sem þessi kafli laganna „um óðalsrétt“ kann að koma til framkvæmda, miðar hann að því að skapa umráðarétt í stað eignarréttar á jörðinni og að fjölga jörðum í eign hins opin- bera. Því að svo er á kveðið, að ef „óðal“ byggist ekki sam- kv. lögunum, verði það eign ríkissjóðs. En ö. Th. þóttist enn granda- lausari vegna þess, að jafnaðar- menn, sem eltki rista sérlega djúpt í landbúnaðarmálum, höfðu lagt hinn mesta fjand- skap á hið meinlitla orð „óðals- réttur“, án þess að gera sér grein fyrir, hvert efni frum- varpsins var orðið. Þeir Jón Pálmason og Guð- brandur Isberg, sem báðir eru gæflyndir menn og frjálslyndir eftir því sem gerist í íhaldinu, munu hinsvegar hafa fullviss- að sig um það við nána athug- un, að stefna Framsóknar- manna væri bændastéttinni lieilladrýgri en stefna íhalds- ins. En seint og síðar meir, þegar frv. var orðið að lögum, upp- A rekafjöru Morgunblaðsins IV. Ég hefi í undanförnum kafla litið yfir hið víða svið þjóð- félagsbyltinganna. Þessháttar yfirlit er nauðsynlegt- til glöggvunar um eðli þjóðfélags- málanna í okkar eigin landi. Hinir stóru viðburðir á alls- herjarvettvangi heimshreyfing- anna eiga sér smækkaðar myndir í sögu hvers þess lands, sem tekur þátt í viðleitni mannkynsins til 'auliinnar far- sældar og mannúðlegri sambúð- arliátta. Talið er, að með kröfu Bald- vins Einarssonar á*rið 1830 urn endurreisn Alþingis á Þing- völlum rynni dagur íslenzkrar endurreisnar, enda fór þjóðem- ishreyfing 'Fjölnismanna þegar í kjölfar þeirrar frelsishreyf- ingar, sem barst yfir Norður- álfuna um og eftir 1830. Ríkisréttarbarátta íslendinga rís og í þessu sama fari. Verð- ur ekki dvalið við hana í þessu rnáli, heldur skygnst um á- standið í landinu, þegar hingað berast áhrif skipulags- og at- vinnubyltingar 20. aldar. Um þær sömu mundir, þeg- ar dregur til úrslita í ríkisrétt- ardeilu Islendinga og Dana, gerast stórbreytingar í at- vinnubrögðum landsmanna við sjávarsíðuna. I stað smáskipa og róðrarbáta á grunnmiðum, þar sem hlutaskipti réðu, kem- ur stórrekstur í sjávarútvegi með öllum einkennum hinnar kapitalistisku auðkúgunar. Vax- andi rekstursfé ungra banka hverfur nálega allt í veltu stór- útgerðarmanna og kaupmanna. Reykjavík og aðrir útgerðar- bæir taka að vaxa með ótrúleg- um hraða. Þegar frá er talið samstarf kaupfélagsmanna um aukna vöruvöndun og réttláta verzlunarhætti, lágu innan- landsverkefni að öðru leyti ó- bætt hjá garði. Þjóðin hafði um undanfama áratugi varið orku sinni út á við til átaka við Dani og í innanlandsdeilur um úrlausnir stjómskipunannáls- ins. Eins og kunnugt er voru um og eftir aldamótin síðustu að- eins tveir stjórnmálaflokkar á landinu: Heimastjómarflokkur- inn og Sjálfstæðisflokkurinn — sá eini, sem með réttu hefir borið það nafn. Aðrir flokkar voru ekki annað en brot og fleygar. En eftir því sem dreg- ur að lokum ríkisréttardeilunn- ar lamast lífsorka og sam- heldni hinna gömlu flokka, unz þeir leysast upp með öllu í um- róti nýrra tíma. Núverandi flokkaskipting í landinu er ekki risin af grand- velli mannréttindabaráttunnar á 19. öld, heldur skipulagsbar- áttu 20. aldar. Á fyrstu tveira tugum aldarinnar hverfa hinir tveir eldri flokkar en þrír nýir rísa upp í staðinn. Skal nú þessu næst litið á tildiög nýrr- ar flokkaskipunar og efnivið þann, sem flokkamir eru byggðir af. Með stóriðjuháttum þeim í sjávarútgerð, sem áður getur, verður meginbreyting í við- horfi háseta til útgerðarinnar. Áður höfðu hlutaskipti ráðið. Sjómaðurinn bar sinn rétta hlut frá borði, en hann var kominn undir heppni og atorku hvers manns. Nú var tekið að greiða hlutinn í ákveðinni en þó misjafnlega hárri upphæð mánaðarlauna, sem miðaðist götvuðu ó. Th. og hans nán- ustu í flokknum, að þeir höfðu verið býsna hlálega „meðhöndl- aðir“ í þessu „höfuðstefnu- máli“ Sjálfstæðisflokksins. Reiði þess hluta. flokksins, sem ólafi fylgir, snerist þá gegn fulltrúum flokksins í land- búnaðarnefnd, Jóni bónda Pálmasyni og Guðbrandi Is- berg. Og niðurstaðan varð sú, að þeir skyldu eigi sleppa „óstraffaðir". Svo fór þó á endanum, að Is- berg var krossfestur fyrir báða. Hann var núna í þing- byrjun látinn fara úr landbún- aðamefnd, sem hann hefir átt sæti í í tvö ár og settur í fjár- hagsnefnd. Frá þessu var skýrt stutt- lega í þingfréttum hér í blað- inu. Hefir Guðbrandur Isberg nokkuð kveinkað sér við þeirri frásögn (sem þó alls ekki var birt til að kasta rýrð á hann, heldur þvert á móti), og skrif- ar þvi málamyndargreinagerð fyrir þessum atburðum í Mbl. í fyrradag. En það halda áfram að ger- ast undarlegir hlutir í þessu máli, því að einmitt sama dag- inn sem grein ísbergs birtist í Mbl., er á Alþingi lesin upp til- kynning frá Sjálfstæðisflokkn- um, um að Isberg eigi líka að víkja úr fjárhagsnefnd og Gísli Sveinsson að koma í hans stað! Mönnum verður að spyrja: Er þama verið að krossfesta Isberg í annað sinn, fyrir ,.syndir“ þeirra tvímenning- anna í landbúnaðamefnd á síð- asta þingi? Eða hefir ísberg reiðst sparkinu úr landbúnaðarnefnd og þessvegna neitað að starfa fyrir flokkinn í hinni nefnd- inni? Sú skýring er fullt svo trú- leg. En það er ekki áhættulaust í íhaldsflokknum að meta sann- færingu sína meira en Kveld- úlf. Það getur ísberg sýslumað- ur vottað. Jarðarför konunnar mínnar Ágústu Sigfurðardóftur frá Kothúsúm fer fram frá Fríkirkjunni í dag (laugardagian 22. febrúar) og hefst með bæn á Bergstaðastræti 12 kl. 1 e. h. Atböfnismi í Fríkirkjunni veröur útvarpað. Jarðað í g’amla ksrkjugarðmuin. Sveinbjörn Árnason Kothúsum. ekki nema að litlu leyti við hinn raunverulega hlut. Þar með rofna hin fornu tengsli sjó- mannsins við atvinnuveginn sjálfan og verkamáladeilumar lialda innreið sína í landið. Sjávarútgerðin er ekki lengur atvinnurekstur sjómannanna, heldur gróðafyrirtæki auðborg- ara í landi, sem hafá náð veltu- fé bankanna undir umráð sín og taka nú að drottna yfir at- vinnu og þar með yfir lífskjör- um hins vinnandi lýðs. Samfara þessu verður hin hraðstíga þróun í bæjum lands- ins og sjávarþorpum. Verkun sjávaraflans og verzlun með hann skapar nýjar stéttir í verklýðsfylkingunum og hin mikla húsagerð og vegagerð í bæjunum og nágrenni þeirra sömuleiðis. Þannig dregur hér á landi til hins sama eins og hvarvetna annarsstaðar í verka- málunum. Tvær fjandsamlegar sveitir rísa upp hvor gegn ann- ari: Annarsvegar fámenn stétt auðborgara með veltufé þjóðar- innar og atvinnutækin í sínum höndum, hinsvegar tómhentur verkalýður með auknar lífs- þarfir og vaknandi sjálfsvitund um réttarhlutdeild sína til auk- ins arðs í atvinnuþróun lands- ins og bættum lífskjöram. Þessi era í stuttu máli hin sögulegu tildrög verklýðssam- takanna. Sjómannafélög og verkamannafélög rísa upp hvarvetna í kaupstöðum og kauptúnum landsins, samein- ast í Alþýðusambandi íslands og halda uppi látlausum verka- máladeilum við burgeisastétt landsins. Síðar klofnar frá rót- tækasti hluti verklýðssamtak- anna og tekur upp málefnavið- horf og málflutning rússneskra kommúnista. VI. Á síðasta fjórðungi næstlið- innar aldar, eða um 1880, hófst samvinnuhreyfingin á Islandi með samtökum bænda í Suður- Þingeyjarsýslu. Ruddi hún sér smámsaman til rúms víða um land. Megintakmarkið var að bæta verzlunarkjör félags- manna og afla framleiðsluvör- um landbúnaðarins aukins álits á heimsmarkaðinum. Samstarf- ið leiddi til aukins félagsþroska og opnaði smámsaman útsýn yfir þjóðfélagsmálin og þá einkum yfir hinar að mestu kyrstæðu og vanmátta starfs- aðferðir landbúnaðarins á Is- landi. Laust eftir aldamótin hefst ný félagsmálahreyfing í land- inu, ungmennafélögin, og berst ; með skjótum atburðum og eld- móði æskunnar um allt land. Stefnan er að mestu uppeldis- I legs eðlis, íþróttir, samstarf í ; félögum, sjálfstamningogbind- | indi, hreinsun tungunnar í ræðu j og riti. Allvíða fylgdu samtök ; í starfi, þar sem unnið var af j þegnskap við skógrækt eða hey- ! vinnu hjá fátækum bændum j eða þar sem heilsubrest bar að j höndum. j Þessar tvær félagsmálabygg- j ingar urðu síðar meginhyming- j arsteinar undir einum stjóm- I málaflokki landsins, Framsókn- I arflokknum. Frumherji flokks- j ins og raunverulegnr foringi j hans fram á þennan dag, Jón- as Jónsson frá Hriflu, gerðist ritstjóri ungmennablaðsins Skinfaxa. Jafnframt tók hann að starfa í fremstu röð sam- vinnumanna á íslandi. Skinfaxi var á ritstjórnartíð Jónasar Jónssonar eitt hit glæsilegasta vakningarrit, sem gefið hefir verið út á íslandi, síðan Fjölnir ; leið. Um leið og merki ung- í mennafélaganna er þar haldið hátt uppi, er þegar tekið á hin- um heitu og sáru viðfangsefn- um samtíðarinnar, skipluags- málunum og harðnandi deilu aldarinnar um atvinnumál og arðskiptingu. Jónas Jónsson vex þegar á { ungum aldri upp úr æskulýðs- | hreyfingunni og til stærri verk- efna. Jafnframt vex hreyfing- i in að miklu leyti með honum | og þorri æskumanna í sveitum i landsins tekur sér stöðu í nýj- um stjórnmálaflokki, þar sem Jónas Jónsson gerist oddviti og óþreytandi starfsmaður við að byggja flokkinn upp og fylkja liðinu til nýrrar sóknar í inn- anlandsviðreisninni. Flokkurinn tók samvinnustefnuna efst á stefnuskrá sína. Kjörorð flokks- ins í atvinnu- og viðskiptamál- um urðu: Ekki arðsvifting einstaklinga í atvinnu og verzl- un, heldur sannvirði vörannar í samvinnufélögum og sann- virði vinnunnar og hlutaskipti í vel tryggðum atvinnurekstri alþýðu manna í landinu. Það munu hafa orðið mikil vonbrigði verkamönnum, að Jónas Jónsson tók sér stöðu í fylkingu bændanna í landinu, en ekki verkamanna við sjó- inn. Varð jafnvel um skeið vart nokkurrar gremju jafnaðar- manna, sem birtist í vanmátt- ugum tilraunum að telja lands- fólkinu trú um, að Framsókn- arflokkurinn, sem átti sér bæði eldri og dýpri rætur í þjóðlíf- Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.