Nýja dagblaðið - 25.04.1936, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 25.04.1936, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Byggðar verða nú í sumar og á vetri komanda um 60 tvegfgja og príggja herb. íbúðir milli Hofsvallagötu og Elliheimilisins. Húsin eiga að vera tilbúin til íbúðar 14. maí 1937. Umsóknir félags- manna, sem óska að kaupa þessar íbúðir, skulu send- ast skrifstofu fólagsins, Bræðraborgarstíg 47, fyrir 1. maí n. k., og sé tilgreint í umsókninni að umsækjand- inn geti greitt 15% af kostnaðarverði íbúðarinnar, þar af þriðjung áður en verkið er hafið, annan þriðjung iveimur mánuðum síðar og eftirstöðvarnar aftur tveim- ur mánuðum síðar. Uppdrættir verða síðar lagðir fyrir umsækjendur. F élagsstj órnin. Fasteígn tíl sölu. Svonefnd Sjávarmýri, ásamt Hábæjarlandi, neðan Suðurgötu í Hafnarfirði, eign dánarbús Rannveigar Eg- ilson, er til sölu nú þegar, Kauptilboð sendist skiptaráðandanum 1 Hafnarfirði fyrir 10. maí n. k. Skiptaráöandinn i Hafnarfirði, 16. apríl 1936. Valdimar Stefánsson settur. Kaupum saltaðar og vel verkaðar garnir og langa, úr kindum, kálfum, nautgripum og svínum. Oarnastöðin, Reykiavik Biml 4241. B-Hl H l-g'.pii rfH 4 rrrrrVfcTiTFi Súðin restur um miðvikudag 29. þ. m. kl. 9 síðdegis, Tekið verður á móti vör- um á mánudag. Almennur fundur talsimanofenda í Reykjavík verður haldinn í Nýja Bíó á morgun (sunnudagian 26. apríi) kl. 3 síðdegis. Fundarefni: Hlerun símtala. Þess er vænzt, að símastjórnin mæti á fundinum. Að fundinum loknum verður aðalfundur haldinn í Fólagi talsímanotenda í Reykjavík, í sama stað. Furðuleg framkvæmd Framh. af 1. síðu. próf er, sem skólinn veitir í þessari námsgrein. Og engum nema Skólanefnd Reykjavíkur held ég að gæti dottið í hug, að menn með þeirri þekkingu, er kennaraskól- inn veitir í líkamsuppeldi, séu hæfir til að dæma um verk þeirra manna, er eytt hafa löngum tíma til sérfræðináms í líkamsuppeldi og stundað kennslu í þeirri grein í mörg ár. Og ennþá ótrúlegri verður þessi ráðning, þegar þess er gætt, að fyrir skólanefnd mun hafa legið umsókn um þetta starf, frá elzta og reyndasta íþróttakennara landsins, er alla æfi hefir stundað leikfimi- kennslu við skóla. Um leið og ég mótmæli þess- ari ráðstöfun skólanefndar Reykjavíkur, er ég tel blóðuga móðgun gagnvart íþróttakenn- arastétt landsins, og felur í sér takmarkalausa lítilsvirðingu á líkamsuppeldi skólanna, leyfi ég mér að skora á kennslumála- stjóm þessa lands, að hlutast til um það hið bráðasta, að komið verði í veg fyrir það, að íþróttamálum og líkamsuppeldi skólanna sé ráðstafað af fólki, er á þeim málum hefir ekkert vit. Stjórnin. Það er neyðin sem knýr nú hverja þjóð til að búa sem bezt að sínu. En það er svo f jarri því að vera neyð fyrir oss Islendinga að neyta miklu meira af MJÖLK, SKYRI og OST- U M en vér nú gerum, að það er eitt af skilyrðunum fyrir líkamlegri og andlegri hreysti þjóðarinnar. — Áfram nú: Meiri MJÓLK meira SKYR — meiri OSTA. í heildsölu Frosið dilkakjöt úr beztu sauðfjárhéruðum landsins s. s. Þingeyjarsýslu, Yestur-Húnav.- sýslu, Strandasýslu, Dölum og víðar. Samband ísl. samvinnufélaga Sími 1080. NÝJA ÞVOTTAHÚSIÐ Grettisgötu 46 Sími 4898 Valdemar Sveinbjörnsson. F ullkomnustu vélar — Fljót og góð vinna. Rekstur flugvéla á íslandi i. Frá því menn fyrst muna, hefir það verið ein af helztu óskum mannsins, að geta flog- ið eins og fuglinn um loftið. Forn-Grikkir gáfu guðum sínum vængi og um miðaldir útbjó Italinn Leonardo da Vinci áætlanir um byggingu „flugskips". Frakkar urðu fyrstir manna upp í loftið, en það var með loftbelgjum. Þjóð- verjar og Ameríkumenn (Bandaríkjamenn) urðu fyrstir til þess að fljúga með hreifil- afli og má telja þá brautryðj- endur fluglistarinnar, þá komu hinar þjóðirnar hver á fætur annari og menn byrjuðu nú að fljúga bæði „eina og tvær mín- útur‘. Heimurinn stóð á öndinni, draumur mannanna var að rætast. Margir létu lífið í þess- um tilraunum, en þeim var ekki fórnað til einskis, hvert líf sem tapaðist, varð til þess að auka þekkingu manna á því hvað ekki á að gera. Reynslan var dýr á þeim tímum og við flug- menn minnumst þeirra, sem týndu lífinu með þakklæti og djúpri lotningu, nöfn þeirra eru ódauðleg. Það er fyrir þeirra tilstyrk að við nú fljúgum ör- uggt gegnum geiminn. Heimsstyrjöldin á mestan þátt í framförum fluglistarinn- ar, hin knýjandi þörf fyrir hemaðarflugvélar knúði vís- mdamenn stórþjóða til starfa, það má heita að framfarimav hafi verið næsta óheilbrigðar, hver uppfinningin rak aðra, fjárframlögin vora ótakmörk- uð, unnið var dag og nótt og 1918—19 höfðu flugvélamar náð svo ótrúlega mikilli full- komnun, að þess eru engin dæmi í sögunni, að önnur tæki hafi náð slíkri fullkomnun á jafnskömmum tíma. I öllum löndum heyrist nú þungur nið- ur flugvéla, þær flytja miljónir farþega, tugi þúsunda tonna l'arangurs og miljónir og aftur miljónir bréfa og böggla. öll menningarlönd heimsins að Is- landi undanteknu, nota flugið að staðaldri til þess að leysa hin ýmsu verkefni í þágu lands og þjóðar. H. ísland á sína afsökun, hvað snertir þessi mál, þar sem við höfum tvisvar byrjað á flugi og stofnað flugfélög, en orðið að hætta í bæði skiptin, fyrst vegna skilningsleysis, seinna sakir fjárskorts. Þjóðin hefir af þessu fengið þá skoðun, að fiug beri sig ekki fjárhagslega, en það er ekki rétt. Flugfélag Islands 1928—31 hélt að mestu leyti fjárhagslegu jafnvægi fyrstu árin, þrátt fyrir óhag- stæð kjör, dýrar vélar, og þekk- ingarleysi á flugi á Islandi og myndi hafa getað starfað áfram, ef ekki hefðu komið íyrir ófyrirsjáanleg atvik og chöpp, sem urðu til þess að eyðileggja félagið. Ég hefi átt tal við gamla flugmenn og for- stjóra margra flugfélaga og enginn þeirra hefir getað skilið hversvegna að Islendingar starfrækja ekki innanlandsflug, því Island hefir betri skilyrði til flugferða en flest lönd önn- ur. Við getum jtiotað flugvélar til sfldarleitar, sjúkraflutninga, landhelgisgæzlu, veðurathug- ana, björgunarstarfsemi, póst- flutninga, kortlagninga, far- þegaflutninga, kennsluflugs og skemmtiferða. Ein af hinum mest knýjandi ástæðum til flugferða á íslandi eru hinar erfiðu og hægfara samgöngur. Ferðalög með skip- um eru tiltölulega dýr, taka langan tíma og svo bætist við sjóveiki og önnur óþægindi. Bíl- arnir geta verið góðir fyrir þá, sem ekki þurfa að flýta sér allt of mikið, þeir eru þó aðeins góðir á sæmilegum vegum, en það eru okkar vegir yfirleitt ekki og aðalvegakerfið aðeins fært yfir sumarmánuðina. Bíl- ferðalög á íslandi eru yfirleitt svo erfið og þreytandi, að það er venjulega heitasta ósk ferða- mannsins að komast til svefns og hvíldar að aflokinni ferð. Er í því sambandi fróðlegt að bera saman ástand farþega, sem ferðast hafa 450 km. á skipi, í bíl eða flugvél. Sá samanburður er flugvélum hagstæður. Hér er óþarft að nefna tölur um tímalengd, sem það tekur að komast með skipi eða bfl til helztu staða frá Reykja- vík til dæmis Akureyrar. — En berum við þær tölur saman við þann tíma, sem flugvél myndi fara þessa leið, þá er munurinn býsna mikill. Tökum t. d. ferð til Akureyrar. Flug- vélin myndi leggja af stað frá Reykjavík kl. 8 að morgni, koma við í Stykkishólmi, á Isa- firði og Siglufirði, skila þar pósti og farþegum og hafa um hálftíma viðkomu á hverjum stað. Hún myndi samt lenda á Akureyri kl. 12 á hádegi og þar gætu farþegamir snætt hádeg- isverð, alveg óþreyttir, en ánægjunni ríkari. Flugvélar eru að vísu meira undirorpnar hinu umhleypinga- sama veðráttufari en önnur samgöngutæki, en bflamir eru líka mjög háðir árstíðunum hér á landi og læt ég ósagt hvort er verra að vera teptur öðru hvoru allt árið eða verða að halda kyrru fyrir 2/3 ársins. (Framh.). Agnar Eldberg Kofoedhansen flugmaður.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.