Nýja dagblaðið - 25.04.1936, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 25.04.1936, Blaðsíða 4
4 N Ý J A DAGB LAÐIÐ W fíawti Bló WBEm Þjófur rænir pjóf Afai' spennandi og fjör- ug leynilögreglumynd með Gei-tude Michaell, Paul Cavanavgh og Leon Errol. í síðasta sinn. Börn fá ekki aðgang. Veðurspá fyrir Reykjavík og ná- grenni: Austan- eða norðaustan kaldi. Dálítil rigning. Næturlæknir er í nótt HalJdór Stefánsson I^akjargötu 4. Sími 2234. Næturvörður er þessa viku í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúð- inni Iðunn. Dagskrá útvarpsins:. Kl. 7,45 Morgunleikfimi. 8,00 Ensku- kennsla. 8,25 Dönskukennsla. 10,00 Veðurfregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Veður- fregnir. 19,20 þingfréttir. 19,40 Aug- lýsingar. 19,45 Fréttir. 20,15 Upp- lestur, söngur og hljóðfæraleikur. 21.15 Utvarpshljómsveitin (pór. Guðm.): Vorlög. 21,40 Danshljóm- sveit F. í. H. (Bjarni Böðvarsson). 22.15 Danslög (itl kl. 24). Eric Ericson frá Vestmannaeyj- um heldur kristilega samkomu í Varðarhúsinu á sunnudaginn kl. 'ilA e. h.— Allir velkomnir! Hiti norðanlands í gær. í gær var 8 stiga hiti á Akureyri og yfir- leitt hlýtt veður um allt Norður- land. Ragnar Jónasson, Sellandsstíg, var á sunnudaginn settur í varð- hald og er grunaður um óleyfi- lega vínsölu. Dvöl, aprílheftið, er nýkomið út Efni þess er: Helen, ég elska þig, saga eftir ameríska skáldið .Tames i’. Forrell. Reiðhjólið, kvæði eftir Nordahl Grieg. Hversvegna eru ís- lendingar fátækir, eítir V. G. Átta ilagar á Korsiku, ferðasaga eftir Björn L. Jónsson. Ástarperlan, saga eftir H. G. Wells. Lausavísur eftir þuru i Garði. Yfirlit um síðustu heimsviðburði eftir K. S. List- fræðsla, eftir Áma Ólafsson. Hlaupaæðið, saga eftir Stefan Zweig og ýmislegt fleira. — petta hefti virðist ekki síður vera vand- að og eigulegt en þau sem út eru komin áður af þessu tímariti. Siðlaus bifreiðarstjóri. þegar skrúðganga skólamanna frá Aust- urbæjarskólanum fór niður Lauga- veg- á sumardaginn fyrsta kom í'yrir atvik, sem vakti réttmæta gremju allra áliorfenda. Bifreiðar- stjóri á bifreiðinni RE 919 frá Litlu bilastöðinni ók að rööum barnanna og gaf merki um, að Hl lEULFJEIit KETUirÍPt Æska og ástir eSiír C. L. Anthony sýning á morgun kl. 8 Aðjpn. seldir frá kl. 4—7 í dag og frá kl. 1 á morjjrun. Sími 3191. Vatnajökulsleíðangur Framh. af 1. slðu. klst. var verið að fara frá Skaftáreldahrauni að Kálfafelli, og selflytja varð flutninginn milli Merkurfjalls og Foss. Vegna krapahríðar og veður- vonzku dvöldust- leiðangurs- menn í Kálfafelli í fyrradag. Sennilega hafa þeir, með aðstoð Fljótshverfinga, sem sjá þeim fyrir forkosti, lagt af stað í áttina að jöklinum í gær. Drauma-Jóí 75 ára í gær varð 75 ára Jóhannes Jónsson, sem dvalið hefir á Þórshöfn undanfarin ár. Venju- lega er hann kallaður Drauma- Jói og er þjóðfrægur undir því nafni fyrir það, að vera búinn svo merkilegri draumagáfu að undrum sætir og á eflaust eng- an sinn líka hér á landi. Er Drauma-Jói var kominn á fullorðins ár, bar oft við, að hann talaði í svefni. Er hann var spurður, svaraði hann oft og sagði frá ýmsu, er var að gerast í fjarska og rakti jafn- vel atburði, er liðnir voru og vísaði þannig á tapaða muni, og á ýmsan hátt annan var draumagáfa Jóa merkileg. Enda hefir einn fræðimaður þjóðar- innar gert það að viðfangsefni sínu að rannsaka draumagáfu Jóa og ritað um hann bók. Nú hefir Jói fyrir nokkru tapað dulgáfu sinni eða fer svo dult með, að enginn veit af. En í dagfari er hann enn sama hógláta ljúfmennið, er alltaf hefir mætt erfiðleikunum með bros á vör. liann vildi aka í gegnum fylkingar þeirra. Enda þótt honum væri bent á, að það væri ósæmilegt að leyfa börnunum eklci að ganga óáreitt- um í friðsamri hópgöngu á þeirra eigin hátíðisdegi, ók hann að röð- unum og rauf fylkingar barnanna. þetta verður að teljast mjög víta- vert og ósiðlegt athæfi, með tilliti til þess, að sú venja hefir skapazt að gera ekki leik að því, að rjúfa fylkingar fullorðinna borgara í friðsömum hópgöngum um götur bæjarins. Svona hegðun gagnvart börnunum er siðlaus og sem bet- ui fer fullkomið einsdæmi hér i bænum. Áhorfandi. Skíðafélag Reykjavíkur sýnir í kvöld kl. 7y2 í Nýja Bíó fræðslu- mynd i skíðaíþróttinni. Aðgöngu- miðar við innganginn. Sænski skíðakennarinn hr. Tufesson, sem hefir haft á hendi skíðakennslu á Isafirði, er nú hér á heimleið og útskýrir hann myndina. Ferðarlélag íslands fer göngu- iör á Skálafell og að Tröllafossi á sunnudaginn kemur. Ekið í bílum að Svanastöðum. Gengið þaðan á Skálafel) og um Haukafjöll og Tröllafoss að Varmadal. paðan í hílum til Reykjavikur. Farmiðar fást í Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar til kl. 7 í kvöld. Frá pórshöfn á Langanesi er símað, að enn sé mjög lítil sauð- jörð komin upp þar í nálægum sveitum og hey mjög á þrotum og útlit ískyggilegt ura afkomu sat}8- Abessmiumenn sprengja vegi sína í loft upp til pess að hindra Framsókn ítala Tekst þeim að verja Addis Abeba pangað til regntiminn byrjar i næsta mánuði? Abessiníumönnum hefir tek- izt að stöðva framsókn Itala til Addis Abeba eftir þriggja daga orustu, stóð í opinberri tilkynn- ingu frá Addis Abeba í gær. Höfðu Abessiníumenn fyrst hrakið ítali 20 mílur til baka, en Italir juku þá liðsafla sinn og urðu Abessiníumenn þá að hörfa undan þessa vegalengd. Mikið mannfall var hjá báð- um. Abessiníumenn leggja nú mikið kapp á að eyðileggja veg- inn frá Dessie til Addis Abeba og verður vel ágengt. Sprengja þeir veginn með dynamiti. 1 Addis Abeba er nú verið að byggja utan við borgina stór skýli fyrir flóttamenn úr norð- urhluta landsins. Kunnur fréttaritari á víg- stöðvum segir að enn hafi ekki 1/4 hluti vopnfærra Abessiníu- manna tekið þátt í stríðinu. Eru Abessiníumenn að búa sig til vamar af miklu kappi á veg- inum frá Dessie til Addis Abeba og streyma þangað her- menn hvaðanæfa af landinu til þess að taka þátt í þeirri vöm. (FO). Skídaferdír í fyrradagf Allmargt fólk héðan úr bæn- um fór á skíði í fyrradag. Var skíðafæri allsæmilegt, en rok var og skafrenningur sumstað- ar og skerti það mjög ánægju skíðafólksins. Um 50 manns úr K. R. fór á Skálafell og Esju. — Um 50 manns fór með Skíðafélaginu á Skálafell og var sænski skíðakennarinn með í förinni. Sýndi hann listir sínar og þótti það vera góð skemmt- un. — Ármenningar fóru í Blá- fjöll. Var um 30 manns í för- inni. Vegna hvassviðris var varla stætt á bersvæði, en skjól var milli fjallanna og naut skíðafólkið ferðarinnar því vel. Iieim var komið kl. 61/2 síðdeg- is. — Auk þessa fóru nemend- ur úr Menntaskólanum og ýms- ii ófélagsbundnir hópar á skíði á sumardaginn fyrsta. fjár, ef ekki kemur skjótur bati. — FÚ. Bruni. Aðfaranótt 20. þ. m. brann að mestu fiskgeymsluhús i Torfu- nesi við ísafjörð og allt sem inni var skemmdist eða brann, þar á meðal nokkuð af fiski. í fyrradag var tvfróið frá Blöndu- ósi og aflaðist sæmilega. Fiskur- inn hefir veiðst inni 6 höfn. —FÚ. Borgfirðingar Framh. af 1. síðu. þeir af stað kl. rúmlega 2 frá Alþingishúsinu. Er þeir komu innan Laugaveg, Bankastræti og um Austurstræti var ótölu- legur fólksgrúi samansafnaður umhverfis hlaupabrautina. Úrslit urðu þau, að í. B. fékk 25 stig og hlaut verðlaunabik- arinn í þriðja sinn og þar með ti! eignar, en K. R. fékk 30 stig. Fyrstur var að marki Sverrir Jóhannesson (K. R.) á 14 mín. 36 sek., annar Hjör- leifur Vilhjálmsson (í. B.) 14 mín. 42,3 sek., þriðji Óskar A. Sigurðsson (K. R.) og var 14 mín. 51,5 sek. Síðan komu nær samsíða fjórir Borgfirðingar og eínn K.R.-ingur og síðan hver af öðrum með nokkru millibili, unz allir hlauparamir höfðu runnið skeiðið á enda. Að loknu hlaupi bauð íþrótta- félag Reykjavíkur hlaupurun- um 0. fl. til kaffidrykkju í K.R.húsinu. Afhenti Jón Kald- dal formaður í. R. Borgfirðing- um verðlaunabikarinn. Enn- fremur færði hann Magnúsi Guðbjömssyni heiðursskjal í viðurkenningarskyni fyrir það, að hann hefir 15 sinnum tekið þátt í víðavangslilaupinu. OgEr- lendur Pétursson afhenti Magn- úsi fagran bikar frá K. R. — Ræður voru fluttar 0g fleira til gamans gert. Borgfirðingamir fóru flestir heimleiðis í fyrradag nema Gísli Albertsson, sem veiktist meðan á keppninni stóð og er um allmikið veikur. Barnadagurinu NYJA BIÓ Endur- fæding Mikilfengleg amerísk talmynd samkv. heims- frægri skáldsögu eftir rússneska stórskáldið Leo Tolstoy. Aðalhlutverkin leika: Anna sten og Freric March. Börn fá ekki aðgang. Kanp og sala 0 Pantið í tíma í sima 3416. Kjötverzlun Kjartans Milner, Beztu poka- og skíðabuxumar fást hjá Gefjun, Laugaveg 10. Tilkynniiigar er símanúmerið hjá ódýru fiskbúðinnl á Klapparstíg 8. —---- Fasteignasala Helga Sveins- sonar er í Aðalstræti 8. Inng. frá Bröttugötu. Síml 4180. Húsneði Húsnæði í nýbyggðu stórhýsi í Austurbænum, hentugt fyrir rakarastofu, hárgreiðslustofu eða búð, er til leigu frá 14. maí. Verður innréttað eftir óskum leigjanda. — Upplýsingar í síma 3288. Framh. af 1. síöu. eftir ágætri ræðu er kennslu- málaráðherra flutti af svölum Alþingishússins. Síðan voru skemmtanir í báðum kvikmyndahúsunum, Iðnó og K.R.húsinu. Var hvar- vetna húsfyllir og urðu margir frá að hverfa. Og um kvöldið var „Alt Heidelberg“ sýnt í Iðnó, en dans stiginn í K.R.- húsinu. Bamavinafélagið Sumargjöf stóð fyrir öllum skemmtunun- um og seldi merki dagsins á götum bæjarins. Á inniskemmtunum söfnuð- ust 3136 kr. (2473 kr. í fyrra). Nú er vitað um að inn hafi komið fyrir merki 2005 kr. og meira en nokkru sinni fyrr; og líkur má telja að síðar komi meira fram. Til samanburðar má geta þess, að hreinn ágóði af merkjasölunni í fyrra var 1629 kr. Fjáröflun Sumargjafar var því ágæt og á merkjasölunni og skemmtununum safnaðist á annað þús. kr. meira en í fyrra. Um sölu á „Sólskini" er ekki vitað ennþá, en Bamadags- blaðið mun gefa töluvert meiri hagnað en í fyrra, enda seldist það vel á götunum. Af öllu þessu má sjá að al- menningur í bænum veitir mál- efnum barnanna vaxandi at- hygli. Sólríkt forstofuherbergi til leigu. Aðgangur að síma og baði gæti fylgt. Uppl. í síma 4603. Stjórnmálasaga Framh. af 1. síðu. ág. 1920, milli Sambandsþjóð- anna og Tyrkja, um sundurlið- un Tyrkjaveldis. 4. Bandaríkja-Miðveldasamn- ingurinn, 18. okt. 1921. 5. Níu-velda-samningurinn, 1921—1922, aðalaðilar Bretland, Bandaríkin og Japan, um hlut- fallsstærðir flotanna. 6. Lausanne-samningurinn, 24. júlí 1923, um ófriðar skaða- bætur Þjóðverja. 7. Locamo-samningurinn, 1925, milli Breta, Frakka, Belgja, Þjóðverja og ítala, um samábyrgð friðarins í Vestur- Evrópu. 8. Kellog-Briand-samningur- inn, 1929, sem líka var beinn samningurinn til varðveitingar friðinum. Auk allra þessara samninga var svo Þjóðabandalagið, þar sem hver meðlimur var samn- ingsbundinn, eftir lögum þess og reglum. Flestir þessir samningar hafa verið þverbrotnir, auk margra annara minni, annaðhvort Ijóst eða í leyni. Eftir 15 ár ráð- stefna og samninga vinna vopnasmiðjur þjóðanna nótt og dag og skuggi eyðileggingar- innar grúfir yfir Evrópu, dekkri en nokkru sinni fyr.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.