Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 25.04.1936, Qupperneq 3

Nýja dagblaðið - 25.04.1936, Qupperneq 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 8 NÝJA DAGBLAÐH) Útgefandi: BlaÖaútgáfan h.í Ritnefnd: Guðbrandur Magnússon, Gísli Guðmundsson, Guðm. Kr. Guðmundsson. Ritstjóri og ébyrgöarmaður: pórarinn pórarinsson. Ritstjórnarskrifstofur: Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Austurstr. 12. Sími 2323. Áskriftargjald 2 kr. á mán. -í lausasölu 10 aura eint. - Prentsm. Acta. Sími 3948. Olnbogabðrn Vorinu og vormönnum ís- lenzku þjóðarinnar var fagnað hér í bænum í fyrradag. Böm- in gengu í skrúðgöngum við hljóðfæraslátt, ræðuhöld, söng og dans. Gleði og tilhlökkun skein af litlum andlitum um gervallan bæinn. En ó bak við gleðiblæinn á hópi barnanna, á bak við sól- skinið og birtuna, bregður fyrir skuggum hér og þar, og skugg- amir verða því dekkri og dap- urlegri, sem litið er á þá af skarpari skilningi og nákvæm- ari athugun. Við kemiararnir í Rvík, sem höfum meiri og minni afskipti árlega af tugum eða hundruð- um barna, höfum aðstöðu til að kynnast þessum málum beb- ur en ýmsir aðrir. Við vitum að líf sumra bama hér í bæn- um er fjarri því að vera leik- ur eða sólskin. Ég sleppi að sinni að ræða um ýmsar hinar algengustu skuggahliðar, svo sem sjúk- dóma, fæðuskort, leikvallaleysi, rakar og dimmar kjallaraíbúð- ir, áfengisnautn á heimilinu o. s. frv. Ég ætla aðeins að drepa stuttlega á aðstöðu þeirra ó- gæfusömu barna og unglinga, er gerast brotleg við lög lands- ins. Við og við getur að líta í dagblöðunum feitletraðar fregn- ir af börnum, oftast drengj- um, sem hafa gert sig sek um skemmdir á húsum, hnupl, þjófnað og jafnvel innbrot. Og bæði í blöðunum og manna í milli eru þvílíkar fregnir tekn- ar sem talandi vottur um vax- andi spillingu samtíðarinnar. Frá vissu sjónarmiði er það auðvitað rétt. Allt um það vita þeir, sem til þekkja, að sum bamanna, er hlut eiga að máli, eru dagfarsgóð, hugþekk og efnileg, mörg virðast að upp- lagi svipuð og fólk er flest og nærri öllum mætti sennilega hjálpa og koma á réttar braut- ir, ef réttilega væri að farið. En meðferð þessara mála, af hálfu hins opinbera, er því mið- ur allt önnur og stórum lakari en vera skyldi og vera þyrfti. I fyrsta lagi vantar á að börn, sem gerast brotleg við lög séu rannsökuð af sérfróðum mönn- um, börnin sjálf, heimilin og Á KROSSGÖTUM Byggíugamál kaupstaðanna Árið 1928 voru lögin um verlcamannabústaði samþykkt. Það voru jafnaðarmenn, sem lögðu fram frumvarpið, en Framsóknarmenn sniðu hug- myndinni framkvæmanlegt form og þeirra stuðningur réði úrslitum um það, að málið náði fram að ganga. Hér í bænum hafa þegar ver- ið byggðir um 120 verkamanna- bústaðir, en í sumar verða byggðar 60 íbúðir til viðbótar. Auk þess hafa verið reistir verkamannabústaðir á nokkr- um stöðum út á landi. Framsóknarmenn beittu sér líka fyrir samþykkt laganna um samvinnubyggingar og hafa allmargir menn hér í bæ notið hlunninda þeirra laga. Framsóknarmenn báru einn- ig fram á þinginu 1931 frv. um hámarkshúsaleigu, en vegna hatramrar mótstöðu íhalds- manna og jafnaðarmanna þá, hefir verið tilgangslaust að bera það frv. fram aftur. Þetta stutta yfirlit sýnir, að það hafa verið Framsóknar- nienn, sem hafa mótað og fund- ið þær leiðir, sem famar hafa verið til að koma umbótum á húsbyggingamál kaupstaðanna. íhaldsmenn hafa veitt þeim öll- um beinan fjandskap og not- uðu t. d. verkamannabústaðina til þess að reyna að gera Fram- sóknarmenn tortryggilega í sveitunum. Verk flokkanna á liðnum ár- um er ein öruggasta leiðin til þess að gera sér grein fyrir, hvers af þeim megi vænta í íramtíðinni. nánasta umhverfi. En rann- sóknir af þessu tagi eru grund- vallaratriði, enda allsstaðar tíðkaðar meðal siðaðra þjóða. 1 annan stað ætti að veita heimilum barnanna alla þá fræðslu og hvatningu um skyn- samlega meðferð bamanna, sem kostur er á. Slík fræðslu- starfsemi hefir víða erlendis borið ágætan árangur og valdið stefnuhvörfum í lífi margra bama. Þá væri nauðsynlegt að starf- rækja sérstakar deildir í skól- unum fyrir þessi börn og fá til sérfróða menn að veita þeim forstöðu. Loks myndi sennilega þurfa að koma á fót hæli fyrir nokk- ur þessara bama. En að minni hyggju yrði ekki nauðsynlegt að senda nema örlítinn hluta hinna brotlegu bama þangað, svo fremi, að hinum skilyrðun- um, er drepið hefir verið á hér að framan, verður fullnægt. Atvinnuleysi og verkefna- skortur unglinga stendur í nánu sambandi við þetta mál, en verður eigi gert að umræðu- efni að sinni. Sigurður Thorladus. Byggingarsjóðir í sveitum Þorbergur Þorleifsson og Gísli Guðmundsson fluttu snemma á þessu þingi frv. um byggingarsjóði í sveitum. Sam- lcvæmt frv. skal hreppsfélag greiða 4 kr. á hvem íbúa í um- dæmi sínu og ríkissjóður jafn- hátt framlag í byggingarsjóð sveitar, ef hann verður stofn- aður. Þorbergur Þorleifsson gerði mjög skýra grein fyrir nauð- syn þessa máls í framsöguræðu sinni fyrir frumvarpinu. Yrði of langt mál að geta allra rök- semda hans, og verður því að- eins getið nokkurra: Samkvæmt manntalinu 1930 voru 6835 íbúðarhús í sveitum og kauptúnum, er höfðu færri en 300 íbúa. Af þessum húsum voru 1046 torfbæir með timb- urstofu og 2431 torfbær án timburstofu. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem hægt er að fá úr manntalinu mun láta nærri að aðeins 16.23% af öllum þess- um húsum séu byggð úr steini eða öðru varanlegu efni. Frá seinasta manntali á und- an (1920) hafði þetta tekið all- miklum framförum. Steinhús- um hafði fjölgað úr 414 í 1109 og húsum byggðum úr varan- legum efnum úr 6.3% í 16.23%. Síðan 1930 hefir þetta líka batnað nokkuð, m. a. verið byggð 180 hús fyrir lán úr Byggingar- og landnámssjóði og mun því láta nærri að nú séu um 20% af íbúðarhúsum í sveitum byggð úr varanlegu efni. Það eru því 80% af öllum íbúðarhúsum sveitanna, sem þarf að endurbyggja á næstu áratugum, og vitanlega eru mjög mörg af þessum húsum óhentug og óholl til íbúðar. Ef frv. yrði samþykkt og byggingarsjóðir stofnaðir í öll- um hreppsfélögum, myndi verða greitt í sjóðina af ca. 45 þús. mönnum og yrðu tekjur þeirra þá 360 þús. kr. á ári. Er augljóst, að slíkt framlag myndi verða byggingarmálum sveit- anna mikilvægur stuðningur. Þetta mál hefir ekki hlotið eins góðar undirtektir í þing- inu og vænta hefði mátt. Alls- herjarnefnd neðri deildar hefir legið á frv. í margar vikur og íulltrúar íhaldsins og jafnaðar- manna, sem eru þar í miklum meirihluta (4 af 5), virðast ekki einu sinni ætla að láta svo lítið, að segja álit sitt um málið. Enn nm fátækramálin Seinasta ár námu fátækra- útgjöldin 1.421 þús. kr. Þegar bætt er við vetrarhjálpinni og framlaginu til atvinnubóta- vinnunnar, er komin ferföld sú upphæð, sem rann til þurfa- mannaframfæris árið 1930. Fyrir fjórum árum fyrst og oft síðan, hafa Framsóknar- menn borið fram tiUögur um ýmsar breytingar á fram- lcvæmd fátækramálanna. Hefir m. a. verið lagt til, að öll inn- kaup á matvælum og eldsneyti yrði sameiginleg, komið væri á fót fátækramötuneyti og stofn- uð saumastofa fyrir vinnuþurf- andi konur, rannsökuð væri af sérfróðum mönnum, hvað rétt- mætt væri að greiða þurfa- mönnum til framfæris, og bær- inn festi kaup á jörðum og löndum á hentugum stöðum, þar sem þurfamenn, er þess óskuðu, væru styrktir til bú- skapar. Framkvæmd allra þessara til- lagna myndi verða til þess að spara drjúgum útgjöld við fá- tækraframfærsluna og skapa sumum þurfamönnum heilbrigð skilyrði til að vinna fyrir sér cg sínum. Allar þessar tillögur hafa beð- ið skipbrot hjá bæjarstjórn- inni á sama tíma sem útgjöldin vegna fátækrahjálparinnar hafa verið að ferfaldast. Báðir stóru flokkarnir í bæjarstjóm- inni hafa jafnvel verið innilega sameinaðir móti sumum tillög- unum. Hvorugur þeirra héfir þó bent á neinar úrlausnir í þessum málum. En nýlega taldi blað annars fiokksins það forráðamönnum sínum til sérstakra afreka að hafa veitt einni fjölskyldu 7 þús. kr. í fátækrahjálp á einu ári, en blað hins flokksins ætl- aði að ganga af göflunum út af því að þessi fjölskylda hefði hvergi nærri fengið nógu mikla hjálp! Bæjarmönnum ætti að vera auðvelt að gera á milli stefnu þessara þriggja flokka í fá- tækramálunum. Hin eðlilega próun Fyrir nokkrum árum vildu jafnaðarmenn ekki taka þátt í landsstjóm með frjálslyndum flokkum, ekki einu sinni veita stjórnum þeirra hlutleysi eða stuðning. 1 slíkri afstöðu töldu þeir felast viðurkenningu á hinu ríkjandi þjóðskipulagi, sem væri öndvert sósíalisman- um. Þeirra markmið v ar að- eins að hagnýta lýðræðisskipu- lagið til að ná meirihlutafylgi, framkvæma ekkert fyr en því var náð, leggja þá hið gamla skipulag á hilluna og grund- valla ríki sósíalismans. Þessari afstöðu hafa jafnað- armenn breytt í flestum lönd- um. Þeir mynda orðið stjómir með frjálslyndum flokkum og vmna með þeim að margvísleg- um framfaramálum. Þannig hafa þeir horfið frá hinni heimskulegu andstöðu gegn lýðræðisskipulaginu og viður- kennt að bæta megi kjör fólks- ins, tryggja rétt og frelsi, fegra og efla menninguna, án þess að nokkur sósíalismi þurfi að koma til sögunnar. Kommúnistar hafa kallað þetta samstarf jafnaðarmanna við frjálslyndu flolckana, svik við Marxismann og haldið uppi fullum fjandskap gegn lýðræð- isskipulaginu. Þeirra heróp hefir verið: Bylting, en engar umbætur meðan núverandi þjóðskipulag helzt, því það aregur úr byltingartíug fólks- ins. En lögmál eðlilegrar þró- unar hefir einnig náð til þeirra. Þrátt fyrir allar herkerlinga- prédikanir um sáluhjálp kom- múnismans hefir fylgi þeirra þorrið og af því virðast þeir vera farnir að draga réttar á- lyktanir. 1 Noregi, þar sem þeir áttu einu sinni 20 þingsæti, er hið litla flokksbrot þeirra svo að segja gengið jafnaðarmönn- um á vald. I Danmörku auglýsa þeir, sem sitt háleita markmið, að þeir ætli enga frambjóðend- ur að hafa í næstu kosningum, aðeins reyna að tryggja meiri- hluta frjálslyndu flokkanna. Og hér heima bjóða þeir jafnaðar- mönnum og Framsóknarmönn- um daglega „samfylkingu“ um ýms umbótamál og til þess að vemda lýðræðið, lýðræðið, þetta hættulega skipulag, sem þeir hafa talið sitt stóra hlutverk að kollvarpa! Þó kommúnistar verði naum- ast teknir alvarlega að svo siöddu og þeir verði að sýna með fleiru en orðum, ef taka á þá trúanlega, að þeir séu orðn- ir góðu bömin, felst í þessari stefnubreytingu þeirra játning um uppgjöf byltingastefnunn- ar og viðurkenning á lýðræðis- skipulaginu og umbótastarf- semi frjálslyndu flokkanna. Það er vegur hinnar eðlilegu þróun- ar. Starfandi fólk í lýðræðis- löndunum veit að það þarf enga byltingu til að tryggja sér batnandi lífskjör og frelsi og hefir því hafnað öfgum kom- múnismans. Fylgisleysis hefir kennt kommúnistum að hverfa frá byltingarpólitíkinni og sem seinustu björgunarvon síns pólitíska örverpis taka þeir að lofa að berjast fyrir það skipulag, sem þeir hafa áður varið allri sinni getu til að róg- bera og svívirða. 3E a u p i ð Nýjar rækjur og ódýri sauðakjöt. Kjötbúð Reykjavíkur Vesturg. 16. Sími 4769.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.