Nýja dagblaðið - 16.05.1936, Qupperneq 2
2
N Y J A
DAGBLAÐIÐ
Brytastaðan
á Stúdentagarðinum er laus til umsóknar 15. sept. þ. á.
Allar upplýBÍngar hjá Garðprófasti, sími 4790.
Umsóknir séu komnar til prófasts fyrir 10. júní n.k.
Heilsan er fyrir öllu
Hafið þetta hugfast og hitt, að heilsufræðingar telja
MJÓLK, SKYR og OSTA
með hollustu fæðutegundum, sem völ er á.
Notið því nú þegar
Meiri MJÖLK meira SKYR — meiri OSTA.
Afgreiðsla Nýja dagblaðsins
og Tímans ev i Hafnarsir. 16.
Ennfremur ritstjórnarskrífstofur
Nýja dagblaðsins.
Hitar, ilmar, heillar drótt,
hressir, styrkir, kætir.
Fegrar/yngir, færir þrétt
Freyju kaffibæti.
„ - - - VEIT ÉG ÞAÐ, en |>að
er pá að mfnnsfa kosti eitf
sem má reyna fil að bæfa
og blíðka skapið ogf pað er
REGLULEGA GOTT KAFFL
En ef þú villt búa fil óað-
fínnanlegt kaffi pá verðurðu
blessuð góða að nota
| Bezfu Cigareffurnar
í 20 stk. pökkum
á kr. 1,25 eru
COMMANDER
WESTMINSTER
Virginia
CIGARETTUR
Búnar tíl hjá
London.
Er Reykjjavík
fallegur bær?
v.
Á Alþingri eftir þingrofiö,
snmarið 1931 gerði Tryggvi
í'órhallsson kaup á húseign og
lóðum hér í bænum, sem geta
crðið einn hinn þýðingarmesti
þáttur í að prýða bæinn. Hann
lagði til við Alþingi að kaupa
þrjár húseignir milli mennta-
skólans og stjórnarráðsins fyr-
ir hálfa miljón króna og það
var gert. Á þessari eign eru
tvö fremur verðlítil timburhús
og eitt steinhús, sem þó verður
að rífa líka, hvenær, sem ríkið
byggir á þessum lóðum.
Eins og nú er komið á ríkiö
samfellda grunna fyrir margar
stórbyggingar við aðaltorg og
aðalgötu bæjarins, þannig að
húsin standa á hæð með all-
myndarlegri grasbrekku niður
að götunni. Hér geta komið op-
inberar byggingar, á allra
bezta stað í bænum fyrir al-
menning, og á bezta stað til að
þær verði bæjarprýði. Síðar
meir getur við Lækjartorg og
Lækjargötu orðið röð af bygg-
ingum, sem þjóðin vandar
meira til en nokkurra annara
húsa. Til að átta sig betur á
þessum miklu möguleikum, vil
ég nefna hússtæðin. Fyrst er
menntaskólalóðin. Þá hin nýja
lóð, sem er meira en nógu rúm
fyrir tvær stórbyggingar. Þá
kemur stjómarráðstúnið við
Lækjartorg, sem er ef til vill
alla bezta hússtæðið í bænum.
Og loks mætti koma ein stór-
bygging á Arnarhólstúni með
því að færa Ingólfsmyndina
neðar, og nær Lækjartorgi.
Menn munu nú spyrja hvaða
þarfir ríkið hafi í þessum efn-
um, sem úr þarf að bæta á
næsta mannsaldri.
Ég kem fyrst að Alþingi. Það
vantar hús, því þó að hin nú-
verandi bygging sé að mörgu
leyti myndarleg og allra þakka
verð, þá eru kröfur til slíkra
bygginga mjög breyttar frá
því, sem var þá. Alþingishúsið
getur einkar vel bætt úr ann-
arri þörf, að vera dómhöll
fyrir landið. Þar gæti verið
héraðsdómstóll Reykjavíkur, ef
hann kemur síðar og svo hæsti-
réttur eða íimmtardómur. Nú
er lokadómstóll landsins í mjög
( óviðunandi húsakynnum í
: fangahúsinu, og verður úr því
að bæta, þegar þjóðin hefir
efni á. Núverandi þinghús er
vel fallið til að bæta úr þessari
þörf og vera dómshús lands-
ins.
En hvar á Alþingi að vera?
Ef til vill þar sem nú er stjórn-
arráðshúsið. En eins og allir
vita er stjórnarráðshúsið með
öllu óviðunandi og sýnist eðli-
legt að það yrði byggt á hinni
miklu lóð, sem Tr. Þ. lét kaupa.
Ef slík bygging væri vel undir-
búin mætti byggja hana á
nokkuð löngum tíma, þannig að
nokkur hluti hússins væi'i
íullgerður, og síðan bætt við
eftir því sem þjóðin stækkar
og þarfirnar vaxa. En eins og
að líkindum lætur yrði á þeim
grunni að rísa geisistór bygg-
ing, sem setti svip á allan mið-
bæinn. Ef hallast yrði að þessu
ráði myndi fyrst byrjað á
stjómarráðsbyggingu, og yrði
stjórnarráðið flutt þangað, og
þar með byggt yfir Alþingi,
þar sem nú er stjómarráðshús,
og dómstólamir um leið fluttir
að Austurvelli,
Enn vantar landið í framtíð-
inni bústað fyrir sinn æðsta
mann, hvort sem hann heitir
forsætisráðherra eða forseti.
Um tvo staði er að velja fyrir
slíka byggingu. Á Arnarhóls-
túni eða menntaskólalóðinni,
því að sjálfsögðu verður skól-
inn áður langt um líður fluttur
á annan stað með meira land-
rými. Frh. J. J.