Nýja dagblaðið - 24.06.1936, Page 2
2
N t J A
BAGBLAÐIB
Smjör og Osfar
trá Mjólknrsamlaginu á Akuieyri
alltaf fyrirliggjandi í heildsölu hjá
Slffis Kristjánssoi
frá Eyvík á Tjörnesi.
Vinakveðja.
Samband ísl. samvinnufélaga
Sími 1080.
í heíldsölu
Frosið kjöt af vænu rosknu íé
Kjötið er ágætt og mjög ódýrt samanborið við aðrar
matvörur
Við krjúpum í lotning
á kveðju stund
svo klökk, því að margs
er að sakna.
Nú hugljufar minningar
bregða blund
svo brosandi hlýjar þær vakna.
Þær vefja sig mildar
um athöfn og orð
sem umliðnu dagarnir geyma.
Það lýsir þeim af
jafnt í sælu og sorg
hjá sumrinu eiga þær heima.
Samband isl. samvinnufélaga
Símí 1080.
Tilkyiiniiig'
Þeir eigendur línuveiöagufuskipa, sem ætla sér að
■ækja um lán úr Skuldaskilasjóði vélbátaeigenda. samkv.
bráðabirgðalögum um breyting á lögum nr. 99. 3. mai
1935, um Skuldaskilasjóð vélbátaeigenda útgefnum í
dag, skulu senda umsóknir sínar til Skuldaskilasjóðs í
Reykjavik svo tímanlega að umsóknir séu komnar á
skrifstofu sjóðsins fyrir 1. ágúst 1936.
Umsóknir er síðar koma fram verða eigi teknar
til greina.
Allar upplýsingar um skjöl þau er lánbeiðnum
skulu fylgja, fást á skrifstofu sjóðsins í Reykjavík.
Reykjavík, 23. júní 1986
Stjórn Skuldaskílasjóðs vélbátaeígenda
Jón Baldvinsson
— formaður —
Með drenglyndi og hógværð
þú lýstir á leið
til lífsins, unz kraftarnir þrutu.
Að vinanna hugum
þér gata varð greið,
þeir gleyma því aldrei,
sem nutu.
Til síðustu stundar þín
samfylgd var góð
með sól yfir veginum bjarta,
en fegursti bjarminn, sem
lýsti þér lengst,
var ljómi frá göfugu hjarta.
Þín æfisól hafin í hádegisstað
er horfin með flughraða
sýnum.
Nú forlögin snögglega
brutu við blað
í bjartasta lífskafla þínum. —
Við kveðjum þig hljóð
og við minnuhst svo margs
er máttur hins hverfula
hrynur.
En minning þín lifir,
hún getur ei gleymst.
— Guð blessi þig
hugljúfi vinur. —
Valdimar Hólm Hallstað.
Happdrætti
Háskóla Islands
Endurnýjun til 5. il. heist í dag.
300 vínningar — 63400 krónur.
Stærsti vinningur 15000 krónur.
í 5.—10. il. eru 4000 vinningar.
samtals 861 púsund krónur.
Vinningar eru greiddir í skrifstofu Happdrættisins í
Vonarstræti 4 kl. 2—3 alladaganema laugard. Vinnings-
miðar séu áritaðir af umboðsmönnum.
Arður til hluthafa
A aðalfundi félagsins þ, 20. þ. m, var samþykkt að
greiða 4°/0 (fjóra af hundraði) arð fyrir 1935 til hlut-
hafa,
Arðmiðar verða innleystir á aðalskrifstofu félagsins í
Reykjavík, og á afgreiðslum félagsins úti um land.
HÁ, EimskípaSélag íslands.
X£j ö t tr e z* z 1 a. n £ ir
Seljum hreinsaðar kindagarnir.
Oarnastöðin, Xteyklavik
Sími 4241.
Allsherjarmót um 25 ár
(Niðurlag).
Ég hefi nú lýst leikmóti U.
M. F. í. 1911 í fáum dráttum
og getið úrslita í íþróttum á
því. Geta menn þar séð hvað
okkur hefir farið fram í þess-
um íþróttum í 25 s. 1. ár. Ann-
að leikmót U. F. M. í. var svo
haldið 1914. Á því móti náðist
betri árangur í sumum grein-
um, en það mót var fámenn-
ara og þar var það aðallega
c-inn maður Guðm. Kr. Guð-
raundsson, sem skaraði fram
úr; hann vann t. d. sjö 1. verð-
laun á því móti.
Árið 1914 kom hin mikla
styrjöld, sem lamaði svo
starfsemi ungmennafélagnna,
að það má segja að þau hafi
ekki náð sér síðan og aðrir
menn, að sumu leyti með ólík
sjónarmið hafa tekið við for-
ustunni í íþróttamálum þjóðar-
innar.
Ef við gefum okkur tíma til,
að líta nú yfir íþróttastarfsemi
síðustu 25 ára og ef við um
leið reynum að gera okkur
grein fyrir því, sem framund-
an er, þá fer varla hjá því, að
flestir hljóta að sjá það mjög
ljóst, að einmitt nú stöndum
við á greinilegum tímamótum.
íþróttastarfsemin í síðustu
25 ár hefir verið sjálfboða-
'inna tiltölulega lítils hluta
þjóðarinnar, sem hinn stærri
hlutinn, hefir litið til með mis-
munandi velvilja og skilningi.
Barátta íþróttamanna hefir
oft verið hörð, þó hún hafi
ekki verið hávær, og íþróttirn-
ar hafa oft búið við óeðlilega
þi'öngan kost, jafnvel íþrótta-
mennina sjálfa hefir stundum
skort skilning á hlutverki sínu
og þó hefir, ef til vill, mest
skort á að sá íornarvilji hafi
orðið vakinn með þjóðinni, sem
einn gat gefið sigur í slíkri
baráttu, sem þeirri er hér hef-
ir verið háð; í slíkri baráttu má
enginn líta um of á sitt eigið
ég, heldur málefnið, sem hann
hefir tekið að sér að berjast
fyrir.
Hinni hreinskilnu gagn-
rýni er sjaldan beitt við
íþróttamenn. í ræðu og riti er
þeim oft hælt fyrir það, sem
er lítils um vert, en djarf-
mannleg áform þeirra eru hins-
vegar oft kyrkt í fæðingu, eða
þöguð í hel. Þetta hefir mjög
dregið úr framförum í íþrótt-
um og að við nú stundum
langt að baki nágrannaþjóð-
anna í flestum greinum, er ef
til vill að nokkru leyti fyrir
þetta.
Það má segja, að þrátt fyrir
þetta hafi íþróttahreyfingin
unnið þjóðinni mikið gagn.
Margir einstaklingar eiga
íþróttunum miltið að þakka,
þeir hafa orðið hraustari og
nýtari menn fyrir það, að hafa
iðkað íþróttir, og um saman-
burð við aðrar þjóðir hefir
ekki verið að ræða. En nú er
þetta að breytast. Nú eru ís-
lenzkir íþróttamenn farnir að
keppa við erlendar þjóðir, og í
sumar er áformað að senda
menn, til þess að keppa á 01-
ympíuleikunum í Þýzkalandi.
Að þessu leyti stöndum við því
nú á merkilegum tímamótum.
Hingað til hefir keppnin verið
innbyrðis milli einstaklinga og
félaga, en þegar keppnin er
komin á alheimsvettvang, þá
er það þjóðin sjálf, sem keppir.
Þetta verða íþróttamenn og
þjóðin öll að skilja til hlýtar.
Ilér eftir verða íslenzkir
íþróttamenn að mæla sig á al-
heimsmælikvarða. Á Olympíu-
leikunum koma þeir fram fyrir
þjóðarinnar hönd, þar bera þeir
vitni um íslenzka líkamsmenn-
ingu.
Forráðamenn íslenzkra í-
þróttamála leggja þennan mæli-
kvarða fram. Þeir bera ábyrgð
gagnvart þjóðinni á því hvern-
ig sá mælikvarði reynist. Þeim
hefir verið trúað fyrir þessum
málum. Ég þykist þess fullviss,
að þessir menn finni til þeirr-
ar ábyrgðar, sem á þeim hvílir,
og að þeir hafi gert allt, sem í
þeirra valdi stóð, til þess að ís-
lenzka þjóðin fái sæmd af
þessari för.
En hvernig sem á þetta er
litið, og hvernig sem fer um
þessa för, þá er það víst, að
þau tímamót, sem nú eru
mörkuð, í íþróttasögu þjóðar-
innar, eru athyglisverð, fyrir
íþróttamennina sjálfa og fyrir
ráðandi menn þjóðarinnar.
Það fer varla hjá því, að
með þessari breytingu á
íþróttamálum, sem hér hefir
verið minnst á, hljóti að koma
breytt viðhorf til íþróttamál-
anna, frá bæjar og sveitafélög-
um, og frá þingi og stjórn.
Fjárframlög verða að aukast,
og um leið verður að ákveða
það, hvernig þessu fé geti orð-
ið bezt varið til eflingar ís-
lenzku íþróttalífi. Og með til-
liti til þess að íslenzkir íþrótta-
emnn fari að keppa á alheims-
leikmótum, fyrir hönd hinnar
íslenzku þjóðar, þá verður ekki
hjá því komizt, að þing og
stjórn ráði því meira hér eftir
er. hingað til, hvernig því fé er
varið, sem lagt er fram af
hálfu þess opinbera í þessu
skyni.
Það verður að koma nýrri
skipun á íþróttamálin nú þeg-
ar, og má þó vel vera að það
sé helzt um seinan. Síðustu 25
árin hefir okkur farið lítið
fram, við stöndum alstaðar
langt að baki nágrannaþjóðun-
um. Er þetta af því, að við get-
um ekki neinstaðar komizt til
jafns við aðrar þjóðir, eða er
það af því, að illa er unnið og
af of litlu viti og framsýni. Úr
þessu verður að skera, og það
verður ekki gert nema með því
að taka upp nýjar starfsað-
ferðir, það er það sem nú ligg-
ur fyrir.
Þegar Þórhallur Bjarnarson
biskup setti hið fyrsta leikmót
fyrir allt land, fyrir 25 árum,
þá var hann nýkominn frá þvi
að vera við stofnun Háskóla
íslands. Hann sagðist sjá í
anda annan háskóla rísa, þar
sem væri æskulýðshreyfing sú,
er gekkst' fyrir þessu móti.
Þessi háskóli hefir nú staðið
og starfað 1 25 ár, ein grein
þess skóla er líkamsmenningin.
Hvernig hefir þessi grein ver-
ið rækt? Og hver ráð eru til
þess, að hún verði betur rækt,
um næsta aldarfjórðung?
Magnús Stefánsson.