Nýja dagblaðið - 28.06.1936, Side 2
4
N Y J A
DAGBLAÐIÐ
Reykjavík - Þrastalundur
Laugarvatn
IFerðír alla daga kl. 10 og
laugardaga kl. 10 og kl. 6
» Brúarloss «
BíSreídastöð Islands
Sími 1540 (3 línur)
í. s. í S. R. R.
Sundmeistaramót I. S. I.
fer á Þriðjudagskvöld 30.
júní til Vestfjarða og Breiða-
fjarðar..
Aukahöfn: Hesteyri.
Farseðlar óskast sóttir
fyrir hádegi sama dag.
»Goðaioss«
rei'ður á Álafossi á morgun. — Keppt verður í 100
m. frjáls aðferð, karlar. 400 m. bringusund karla. 100
m, frjáls aðferð, konur. 4x50 m. boðsund. — 5 sveitir.
Að sundinu loknu fer fram sjónleikurinn Fjármála-
ræðan. Leikendur Punktur og Komma (P & K). Afar
skemmtilegt. Alveg nýtt. — Dans í stóra tjaldinu. —
Allír á Álafoss!
S. R. R.
Grasið grær
— bráðum líður að slæiii —
Notíð eíngöngu1
stálljáina frá
B RUSLETTO
- Eylandsljái
Handslegnir. — Hertir í viðarkolum.
Bíta bezt. — Endast lengst.
fer á miðvikudagskvöld 1.
júlí um Vestmannaeyjar til
Hull og Hamborgar.
Farseðlar óskast sóttir
fyrir hádegi sama,
K a u p i ö
Gula-bandið
er bezta og ódýrasta smjörlíkið
I heildsölu hjá
Samband isl. samvínnufélaga
Sixni 1080
HúHniæður, gleymið ekki
að heilsufræðingar telja SKYR með hollustu fæðu-
tegundum.
að flestum ber saman um að ljúffengari og betri
mat en SKYR fái þeir varla.
að SKYR er íslenzk framleiðsla í þess orðs beztu
merkingu,
„Kampóla11
heitir raksápan, sem þeir vandlátu nota.
Ef þér eruð skeggsár og viljið nota góða
raksápu þá reyniö ,,K-a-m-p-ó-l-a“
Sverasta og erfiðasta skeggrót beygir sig
í auðmýkt fyrir „Kampóla“.
Sápuverksmiðjan „Sjðfn“
iramleiðir »Kampóla«
Allt með íslenskum skipum! W
Sögueyjan
Dagurínn hefir verið bjartur
og kyrr. ,
Þung hitamolla og' mjúkir |
kveldskuggar vefjast um ’
Stokkhólmsbæ, en sund og vík-
ur biika þýðum vestanbjarma
og gulhvítu skini götuljósanna, 1
er renna saman og verpa J
draummjúkum blæ um staðinn j
allan.
Fyrir fáum dögum hefi ég ’
komið til borgarinnar lengst 1
norðan úr landi, þar sem júní- 1
næturnar eru álíka bjartar og i
á íslandi. Og svo merkileg var
tilviljunin, að í Stokkhólmslest-
inni þann dag rakst eg bókstaf-
lega á þann eina góðkunningja,
sem ég átti í þessum stóra bæ.
Fyrir nokkrum árum, er ég
kom til borgarinnar fyrsta i
sinn, hafði hann varið til þess |
miklum hluta dags að sýna mér j
bæinn og umhverfið — og rifja |
upp íslenzkuna frá dvöl sinni
hér heima.
Ilann vai' nú líka að koma
i Eystrasalti t
Eftír HaligTÍm Jónasson i
r.orðan úr landi, aðeins miklu
Jengra að norðan en ég. Ú>'
íyrirlestraferð um Lappland.
Og ,hann kunni ótal sögur af
háttum og lífi fólksins, sem
býr þar og lifir enn við margra
alda siðvenjur.
Ilann hafði séð miðaldra
Lappa gera svo að illkynjuðu
handarmeini, er ekki fékkst
bót á ráðin, að hann hjó af
sjúka íingurinn með skógar-
öxinni sinni — og batt fyrir
stúfinn.
En þessi frásögn átti annars
ekki að fjalla um Lappland,
heldur annan hluta Svíþjóðar,
sérstæðan að vísu og einkenni-
lcgan, með þúsund ára gömlum
ummerkjum mitt í menningu
síðustu tíma.
í nótt ætla ég yfir til Got-
landseyjar.
Löng lest af fólki bíður á
aðalbrautarstöðinni og eftir
því, að liliðin út að vagnpöll-
unum séu opnuð.
Málmeyjarlestin er að fara,
önnur er að renna inn á stöð-
ina norðan úr landi og sú,
sem ég sit um fer eftir 10 mín.
Eftir tveggja stunda ferð er
komið til Nynáshamn, smábæj-
ar út við skerjagarðinn, suð-
austur af Stokkhólmi.
Þar liggur allstórt, hvítt
eimskip, sem m. a. heldur uppi
samgöngum milli lands og eyj-
ar.
Og það fyllist á svipstundu,
hvert skot þess og afkimi ofan-
þilja, í farrúmum og lest.
Farþegar eru flestir ungt
fólk. Margir skólaflokkar, en
annars menn af öllu tæi.
Undir miðnætti er lagt úr
höfn. Mjúkt fallandi rökkrið
hvelfist yfir Austursjóinn og
skógi vaxnar strandir Svíþjóð-
ar. Blikandi geislastafir vit-
anna teygja ljósarma sína
langt út um skerjaklasann og
drukkna loks í húmhafi nætur-
innar.
Hér sé ég í fyrsta sinn lest-
arlíí í erlendu hafskipi.
Undir þiljum, miðskipa, er
ailt lestarrúm fyriríram pant-
að. Þar búast fyrir ýmsir
flokkar skólafólks með teppi
sín, hryggpoka, hvílusekki og
annan útbúnað. Þeir eru allir á
námsferð til Sögueyjarinnar í
Eystrasalti, en svo nefna Svíar
Gotland alla jafna.
Á framþiljum skipsins verð-
ur ekki þverfótað fyrir fólki.
Það er bókstaflega alstaðar,
fremst í stafni, kringum akk-
erisvinduna, meðfram borð-
stokkunum, standandi, sitjandi
og jafnvel liggjandi á berum
þiljunum.
Á afturþiljum er þó stórum
þrengra. Þar er tjaldað segl-
dúk milli efra og neðra þilfars
til skjóls, og þar er farþega-
breiðan þéttust. Fólk situr eða
liggur mjög þétt, á hverju
er til fellst. Og á beru þilfar-
inu liggur röð kvenfólks og
barna með kápur einar yfir sér
—- og leitast við að sofa, þrátt
fyrir næturkyljuna, er alstaðar
smeygir sér undir skarir tjald-
dúksins.
Enn aðrir sitja uppi og
snæða úr malpokum sínum eða
ræðast við. Og neöan úr lest-
inni ymur glaumur ungling-
anna, hávær og fagnandi.
Ég fer að skima upp í reið-
ann. Mun þar ekki líka vera
þétt skipað farþegum, líkt því
og á hinu mikla Indíafari, er
Jón heitinn Thoroddsen lét
Bjarna á Leiti lýsa svo gerla í
„Manni og konu“. Það er a.
m. k. víst, að ekki sér fyrir
stýrishjólinu aftur á fyrir
fólki.
Yfir sumarmánuðina eru
daglegar ferðir milli Stokk-
hólms og Gotlands, og seinni
part viku er ferðamanna-
straumurinn stöðugur. Og fólk-
ið virðist kunna þessum að-
búnaði sæmilega vel.
Ferðin er ódýr og hún tekur
ekki nema 8 klst. milli landa.
Nóttin er þrungin megnum
ilmi frá skógunum og strönd-
inni. Dauft skrjáfur næturgol-
unnar blandast saman við hóg-
látan nið hafsins. Hávaxnar
furur sást óljóst eins og ein-
hver skuggaleg ferlíki á hólm-
um og eyjum til beggja handa.
Framundan er opið, dularfullt
liafið. Frh.