Nýja dagblaðið - 16.07.1936, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 16.07.1936, Blaðsíða 1
NVJA DAGBIAÐÐ 4. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 16. júli 1936. 160. blað. Hafnarbætur-vitabyggingar Unnið að byggingu fjögurra vita og að iendingarbótum í ellefu stöðum á landinu Á fjárlögum þessa árs eru veittar 65 þús. kr, til vitabygg- inga, en 278,100 kr. til hafna- og lendingabóta og koma þar á móti mismunandi fjárframlög annarsstaðar frá. — Er nú unnið að vitabyggingum og lendingabótum vlðsvegar um land. Nýja dagblaðið átti tal við Th, Krabbe vitamálastjóra í gær og gaf hann eftirfarandi upplýsingar um vitabyggingar og lendingabætur hér við land í sumar. Radáovítí reístur á Reykjanesi í sumar Á þessa árs fjárlögum eru veittar 65 þús. kr. til vita- bygginga. Ákveðið hefir verið að byggja radiovita á Reykjanesi og setja radiomiðunarstöð í varðskipið Þór, sem mun kosta 3000 kr. Er þetta gert í sam- ráði við sérstaka nefnd, sem um þessi mál fjallar. Radiovitinn á Reykjanesi verður byggður í sumar og hefir efni verið pantað og und- irbúningur hafinn. Bygginga- kostnaður er áætlaður 38 þús. Er þetta þriðji radioviti lands- ins, en hinir eru í Dyrhólaey (reistur 1928) og Vestmanna- eyjum (reistur 1934) og telur vitamálastjóri, að þeir komi að jniklum notum. Hegranessvitinn. Verið er að Ijúka við Hegranessvitann og setja í hann ljósatæki. Verður kveikt á honum 1. ágúst. Er það blossaviti með gasljósum. Ljósmagnið samsvarar því að sjást 18 sjómílu^, en vegna þess hve vitinn stendur lágt, sjást þau ekki nema í 15 sjó- mílna fjarlægð. Viti á Óshólum. Innan skamms verður hafin vitabygg- ing á Óshólum við Bolungavík, en vafasamt er, hvort því verki verður lokið í haust. Þetta verður gasblossaviti, byggður með tilliti til innsiglingarinnar á Isafjarðardjúp og sérstak- lega skipaferða til Bolungavík- ur. Hljóð- og ljósdufl verður væntanlega sett í sumar á eyr- ina fram af Sandgerði. Marga vita þarfi ad bygrgrja til viðbótar — Enn er mikið eftir að ! byggja af vitum hér á landi I svo vel sé, segir vitamálastjóri. láti mjólkurstöðYarinnar mun verða lokið í dag Tíðindamaður Nýja dagblaðs- ins náði í gærkvöldi tali af Gunnari Árnasyni formanni stjórnar þeirrar, sem sett hefir verið yfir mjólkurstöðina eftir að stöðin var tekin leigunámi. ISkýrði Gunnar Ámason frá því, að mati hinnar dómkvöddu matsnefndar mundi vei'ða lok- ið í dag. Og þá fyrst, þegar matið hefði verið framkvæmt, væri unnt að byrja á nauðsyn- legum umbótum á stöðinni. Enda mundi þegar hafizt handa að því loknu. Jörgensen forstjóra Mjólkur- bús Flóamanna hefir verið fal- in forstjórastaðan við Mjólkur- stöðina, en hann er kunnur að í'öggsemi og hreinlæti í allri umgengni, sem er grundvallar- skilyrði mjólkuriðnaðarins. — Maður sá, sem undanfarna mánuði hefir haft forstöðu- starfið í mjólkurstöðinni átti kost á að vinna áfram við sömu launakjör undir yfirstjóm Jörgensen, en hann kaus held- ur að breyta til og mun hverfa aftur til Danmerkur. — Aðrar starfsmannabreytingar hafa ekki átt sér stað. Einstöku kvartanir kvað Gunnar Árnason hafa komið fram út af því, að dagsetning er ekki tilgreind á mjólkurlok- unum eins og áður. Stafar það eingöngu af því, að tæki eru ekki enn fyrir hendi til þess að framkvæma auðkenningu þessa ásamt réttu firmanafni. T. d. vantar vita í Borgarfirði, í Hjörsey á Mýrum, víða við Skagafjörð og Húnaflóa, í Grímsey við Skjálfandaflóa og Þistilfjörð og víða fyrir Aust- urlandi, en sérstaklega í Seley út af Reyðarfirði. Þar þarf að byggja hljóð-, ljós og radiovita. —vVíða annarsstaðar þarf líka að setja ljós- og radiovita og sjómerki í framtíðinni. Hafnargerðir og lendingabæfur Á þessa árs fjárlögum er veitt úr ríkissjóði til hafna- gerða og lendingabóta 278.100 Framh. á 4. síðu. „Vid bikar afi góðu öli“ semur blaðið firéttir afi firamtíðarstjórnarfiari á íslandi sem einhver íslenzkur »heiðursmaður« lætur pví í té 15./7. FtJ. lagi. Hann hefir trúað mér fyr- Eftirfarandi grein birtist í Ekstrablaðinu í Kaupmanna- ! höfn 2. þ. m. Höfundurinn læt- ' ur þess fyrst getið, að konung- ur og drottning og Knútur ; prins og kona hans séu 1 þann veginn að koma heim úr ís- | | landsförinni, og heldur síðan I ' áfram: | Á meðan athygli Evrópu beinist að Abessiníukeisara og Mussolini og öllu sem skeður í Genf og í kring um hana, hefi ég fjallað dálítið um málefni á norðurhveli jarðar. Við bikar af góðu öli hefi ég þessa daga öðru hvoru rætt framtíð hins fagra Islands við íslenzkan heiðursmann, sem hefir sam- bönd sín við Sögueyna í bezta Skip ferst á Húnaflóa Menn bjargast í fyrrinótt strandaöi og sökk eistlenzkt veiðiskip við svonefndan Barm, sem eru grynningar í Húnaflóa, norð- austur af Reykjarfirði. Svo er skýrt frá, eftir loft- skeytamanninum á botnvörp- ungnum Sui’prise: Skipið var á leið inn á höfn í Reykjarfirði, er slys þetta vildi til. Var þá dumbungsþoka og norðaustan stormur. Skipið tók niðri kl. 2 um nóttina og sökk litlu síðar. Skipshöfnin bjargaðist í bát- ana. Togarinn Surprise, sem var að koma frá Djúpuvík bar þar að er skipið tók niðri, en þá var skipið sokkið og skipshöfn- in búin að vera í bátunum rúm- lega 2 klukkustundir. Surprise tók skipshöfnina og flutti hana i annað eistlenzkt skip, sem lá út af Gjögri í Reykjarfirði. Hið sokkna skip hét Landon, 448 smálestir að stærð, 42 ára gamalt. Iiafði það aflað og salt- að 2500 tunnur síldar alls og var nú með um 600 tunnur síldar innanborðs. Annan afla hafði skipið losað yfir í sam- lenzkt móðurskip, og urðu þeir að hella olíu í sjóinn til þess að lægja öldumar. Skipið er horfið með öllu og sést ekki urmull eftir. (FtJ). Eldsvoðí í Londoit Brunaliðsmetm fiéllu í öngvit afi hitanum London kl. 22,30 14./7. FtJ. Eldur kom upp í Paddington street í London, og magnaðist svo fljótt, að slökkviliðið átti fullt í far.gi með að ráða niður- lögum eldsins. Voru finnntáu slökkviliðssveitir sendar á stao- inn. Nokkrir brunaliðsmenn féllu í öngvit af reyk og svælu; gatan er þröng og hitinn var ógurlegur, og torveldaði þetta björgunarstarfið. Búizt er við að slökkviliðið verði eitthvað frameftir nóttunni á staðnum, enda þótt bálið væri að mestu slökkt eftir þriggja stunda starf. óperusöngvari hélt kveðjuhljómleika í Gamla Bíó í gærkveldi. Flest viðfangs- efnin voru ný og þá aðallega ,,Wanderlied“ og fimm lög úr „Dichterliebe“ eftir Schumann. Það er erfitt að þjóna þeim tveimur herrum í sénn, óperu- og ljóðsöngnum, og hefir að- eins örfáum útvöldum tekizt til íulls, enda næði engri átt, að búast við því, að kornungur : óperusöngvari, hversu efnileg- ur sem væri, kæmi þegar fram sem annar Messchaert eða Rei- mers. Annars fellur rödd Ein- ars á dálítið svipaðan hátt og ir ýmsu, sem hefir pólitíska þýðingu. Árið 1940 er sambandslaga- sáttmálinn milli' íslands og Danmerkur útrunninn. Það er vafamál, hvort að þá — en þangað til eru aðeins 4 ár — verður nokkur meirihluti á ís- landi fyrir því, að varðveita sambandið við Danmörku með Danakonung sem sameiginleg- an konung Islands og Dan- merkur. Sjálfstæðisþráin er mikil á íslandi og færist í vöxt. En ef ísland slítur algerlega sambandi við Danmörku gæti það hugsast, að landið ætti á hættu að verða alveg gleypt, fyrst um sinn aðeins efnalega, og þetta þykja Islendingum óglæsilegar horfur. Upp á síðkastið hefir á Is- landi verið rekinn allmikill áróður fyrir því í kyrþey, að 1940 taki Island sér sinn eigin konung, og til að sýna Dan- mörku, hinu gamla móðurlandi, vissa samúð, er helzt hugsað um danskan prins. Hvet haldið Framh. á 4. síðu. Sildarfrétiir (Eftir fréttum til Nýja dagblaðsins frá Siglu- firði í gærkvöldi). Síldarlítið hefir verið við Norðurland síðasta sólarhring. Er þokusvækja úti fyrir með norðanvindi og illt í sjó. Þó hafa fregnir borizt um það, að síld hafi sést, og vænta menn þess, að breyting verði á með næstu tunglkomu. Nokkur ótti er uppi um það, að síldveiðin muni á þrotum, vegna þess, að hún þvarr um svipað leyti í fyrra. Mikill fjöldi fólks er kominn til Siglufjarðar í atvinnuleit, mest kvenfólk, og er nú þess beðið með óþreyju að veður batni, svo hægt sé að leita síld- arinnar um miðin. hins síðarnefnda, einkarvel að Schumannsljóðunum, og eins og áður hefir hér verið tekið fram kom hér í ljós, eins og líka í íslenzka kaflanum, þar sem bezt var, tilfinninganæm- leiki og skilningur, sem gefur fyrirheit um möguleg veruleg Frh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.