Nýja dagblaðið - 16.07.1936, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 16.07.1936, Blaðsíða 3
N t J A DAGBLAÐIÐ t Eru Bretsur að tana völdnm á hafiiiu ? Það er nú meira komíð undir ilugvélum en herskipaSlota iii n'iimi iii iini'i'ni 11111111111111 n'iinnBiimw NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. Ritnefnd: Guðbrandur Magnússon, Gísli GuSmundsson, Guðm. Kr. Guðmundsson. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Jtórarinn þórarinsson. Ritstjórnarskrifstofur: Ilíafn. 16. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Hafnarstr. 16. Sími 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. í lausasölu 10 aura eint. Prentsm. Acta. Sími 3948. Hver trúír Morgunbl.? Það er auðséð á Mbl. í gær, að íhalds,,dótið“ hérna í bæn- um er orðið hrætt við afleið- ingarnar af hinni margum- ræddu slúðursögu um fjárhag íslands, sem birt var á dögun- um í Extrablaðinu danska. Því að í gær sverja þeir Morgunblaðspiltar og sárt við leggja, a ð þeir séu . öldungis saklausir af því, að hafa borið þennan róg út erlendis og kom- ið honum þar á framfæri. Forsprökkum íhaldsmanna er nú loksins að verða það ljóst, að þeir liggja undir sterkum grun í þessu efni, þyngri og al- mennari grun en þeir hingað til hafa haldið — grun sem í meðvitund fjölda manna er orðinn að fullkominni vissu. Rógberunum sem að þessum föðurlandssvikum standa, er nú innanbrjósts eins og afbrota- manni, sem þrætir í dómsaln- um, vitandi á sig sannanlega sök og andúð allra viðstaddra. Sporin hræða! Það er ekki langt síðan víð- lesið norskt blað birti niðrandi ósannindi um fjárhag og at- vinnulíf íslands, og nefndi op- inberlega heimildina. Og heim- ildin var formaður íhalds- flokksins, Ólafur Thors! Það er heldur ekki langt síðan Morgunblaðið flutti þau tíðindi, að í ensku stórblaði væri út komin grein, svipaðs efnis og í hinu norska blaði. Sú fregn var ósönn. Enska stórblaðið hafði enga slíka grein birt! En einhverjar líkur hefir Mbl. hlotið að hafa fyrir því, að róguíinn yrði birtur í Eng- landi, úr því að það fór að heimslca sig á að birta frétt- ina. Á þessu fékkst engin skýr- ing, nema hin eðlilega ályktun heilbrigðrar skynsemi. Enginn maður á þessu landi efast um það lengur, að að- standendur Mbl. gleðjist yfir því í hjarta sínu, ef óvinsam- lega er skrifað um fjárhag ís- lands í erlendum blöðum. Allt þeirra athæfi sannar það. Ella hefðu þeir ekki hlaupið upp til handa og fóta til að gefa út fregnmiða um slúður- söguna í Extrablaðinu. Þeir hefðu a. m. k. spurzt Eitt það merkasta, sem kom- ið hefir í ljós í Abessiníu- stríðinu, er að Bretland er ekki lengur mestráðindi á sjónum. Það ræður ekki lengur yfir Miðjarðarhafinu — ekki þeg- ar til kastanna kemur. í upphafi stríðisins sendu Bretar mikinn hluta herflotans inn í Miðjarðarhafið. Sennilega hefir hér legið tvennskonar til- gangur á bak við. Annar sá, að gæta þess að leiðin til Ind- lands yrði ekki heft á neinn hátt, þótt ítölum kynni að detta það í hug undir vissum kringumstæðum. Hinn tilgang- urinn hefir sennilega verið, að sýna Mussolini hramm brezka Ijónsins, sýna honum, að enn væru það Bretar, sem drottn- fyrir um það hjá ríkisstjórn- inni, hvort nokkur minnsti fiugufótur væri fyrir sögunni. Þeim veitir ekki af því nú, Mbl.-mönnum, að þvo hendur sínar. Og það er skiljanlegt, að þeir reyni að þræta. Því að allir heiðarlegir menn hafa skömm á athæfi þeirra, og þykir það lítilmannlegt og viðbjóðslegt á allan hátt. Enginn bannar forkólfum í- haldsmanna að vera á móti núverandi ríkisstjórn. Enginn bannar þeim að deila á hana — á innlendum vettvangi. En ef íhaldsmenn eiga ekki málstað eða manndóm til að ná þeim völdum í landinu, seni þá langar til — þá verða þeir að gera sér að góðu að láta þar við sitja. En að hefna sín á pólitískum andstæðingum með því að bera út róg um ísland erlendis — það kemur þeim áreiðanlega þyngst í koll eftir á, sem slík- um vopnum beitir. Og þar dugir nú enginn handaþvottur framar. i*ðu á hafinu, er í harðbakka slægi. Þeir ættu stærstan her- flota, risavöxnustu skipin og hviklausan vilja til þess að halda völdunum á sjónum. Og floti þeirra var dreifður víðsvegar um hafið. Sumt var við Gibraltar, nokkur hluti hans við Malta, en þó flest vígskipin og stærst framundan Egyptalandi, á höfninni í Al- exandriu og við mynni Súez- skurðarins. Auk þess, sem að framan getur, hafa Englendingar sjálf- sagt viljað sýna friðrofa Þjóðabandalagsins alvöru sína í því, að halda þó allfast við ákvæði þess og fyrirmæli. En nú er svo komið, að ó- grynni vígskipa eru hvergi nærri nægileg til þess að tryggja yfirráð á sjó. Vígbúnaður loftsins hefir breytt öllum gildandi hlutföll- um í hernaðarstyrkleika, jafnt á landi sem hafi. Flugher Itala er, sem kunn- ugt er, gífurlega öflugur og í raun og veru stóð Englending- um af honum hinn mesti ótti. I raun réttri er Miðjarðar- hafið komið í hendur Itala, sem sumir telja að eigi nú næst stærsta flugher í heimi. Það er ekki til sá staður um- hverfis Miðjarðarhafið, sem It- alir ná ekki til með flugvél- um sínum. Malta er ekki leng- ur talin öruggt skipalægi brezka flotans. Alexandriu skortir ýmsan hafnarútbúnað og Gibraltarvígið mikla við Njörvasund, getur að vísu varið sundið fyrir umferð skipa, en gegn loftflota stoðar það ekki neitt. Eitt þótti ýmsum kynlegt í framferði Englandinga. Rétt áður en ítalir tóku Addis A- beba, voru mörg stærstu ensku herskipin send burtu úr Mið- jarðarhafinu. Af hverju? Það vissu fæst- ir. Ef til vill í því skyni að sýna það, að Bretar hyggðu ekki á ófrið, hvað sem í skær- ist. En hin skýringin er þó tal- in sennilegri, sú, að floti þeirra hafi raunar hvergi verið hult- ur á þessum slóðum. Hvergi meðfram öllu hafinu er til staður, þar sem olíuforði er öruggur fyrir loftárás. I síðustu fregnum er talað um fasistiskt „belti“, sem Mussolini og Hitler séu að leggja um þvera álfuna, frá norðri til suðurs. En hvað sem því líður, er Mússolini að leggja 'vígbúið belti þvert yfir mitt Miðjarðar- hafið. Nú er í óða önn verið að vígbúa eyju eina, sem ligg- ur nær miðja vegu milli Sikil- eyjar og Túnis, einskonar Helgoland þessa þýðingarmikla innhafs. Þaðan telja ítalir auð- ið að ráða yfir siglingaleiðum austur og vestur eða með öðr- um orðum: Með þessum að- gerðum, mundu þeir geta slitið Breta úr sambandi við nýlend- ur þeirra austan Súezskurðar- ins. En það væri nokkuð sama og sníða heimsveldið brezka í sundur. Bretar hafa um langan aldur átt yfir að ráða einum mestu og fjölbreyttustu hráefnalind- um heimsins. Er um þau gæði deilt og bar- izt leynt og ljóst af mörgum þjóðum: Þýzkalandi, Italíu, Japan. I öllum þessum ríkjum er helzti þröngt heima fyrir, of fábreytt hráefnavinnsla — og fullur hugur á því að vinna ný lönd með samningum eða hemaði. Bretland hefir áreiðanlega ástæðu til að lita nokkrum á- hyggjuaugum á þessa síðustu tíma, þótt það hespi fram af sér samningsbundnar skyldur við smærri og varnarlausar þjóðir — eins og það líka hefir gert ásamt fleiri ríkjum. Og ef til vill er með bygg- ingu voldugrar herskipastöðvar Rithtffundur sem ekki þiggur rithöfuedastyrk Danski rithöfundurinn Nis Petersen, hefir nýverið sent lcennslumálaráðuneytinu í Kaup mannahöfn neitun um það, að taka á móti 1800 kr. rithöf- undastyrk, er þingið hafði veitt honum á fjárlögum. Petersen hafði að vísu aldrei sótt um þennan styrk, en hins- vegar verið byrjaður að taka á móti mánaðarlegum afborg- unum. En hann sá sig um hönd og neitaði styrknum. Þessir peningar eru komnir frá fátækum almúgamönnum, og ég vil þá ekki, segir Peter- sen. I viðtali við blaðamenn, hefir N. Petersen m. a. látið svo um mælt: Ég er á móti ríkis- styrkjum. Slíkar smáar fjár- veitingar frá ríkinu eiga sam- merkt við orður og titla. Og venjulega lenda þær þar, sem síður skyldi. Listinni hafa þær a. m. k. aldrei orðið að neinu gagni. Aftur á móti hafa þessir styrk- ir stutt að því að treina lífið í fjölda „nafnlausra“ listamanna og annara, sem hafa verið stór- um hæfari til þess að vera skó- smiðir eða eitthvað á borð við það. Eða gegna einhverju nyt- sömu starfi. Annars get ég ekki fengið af mér að taka fé frá ríkinu, með- an það hefir 100 þúsundir at- vinnulaúsra manna og kvenna. En aðalatriðið er þó það í naínum augum, segir N. Peter- sen ennfremur, að listin er oft því tærari og fullkomnari, sem kjör listamannanna eru þrengri. Það verða hvorki til bókmennt- ii né leiklist við þá meðferð, að geyma fólk á dúnsvæflum. En ef til vill skapast listaverk við sult og bágindi. Svo lengi sem listamennimir svelta, hnignar listinni ekki, en hafi þeir „góða daga“ deyr list- in hreint og beint. Það eru ekki allsnægtirnar, sem knýja okk- ur fram til að rita bækur, held- ur söknuðurinn og hin sár- djúpa þrá. Svona lítur þetta skáld á hlutina. Sjálfsagt eru ekki ýkjamargir listamenn né skáld lionum að öllu samdóma. — Og þó er ef til vill meiri sannleik- ur í orðum þessa einkennilega manns falinn, en ýmsir ætla. við suður Afríku, verið að undirbúa aðrar miðstöðvar fyr- ir sjóveldi Bretlands en þær, sem það hefir átt í Miðjarðar- hafinu, en sem það sér fram á að hafi misst m. k. að veru- legu leyti hemaðarlegt gildi sitt og úrslitaþýðingu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.