Nýja dagblaðið - 16.07.1936, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 16.07.1936, Blaðsíða 4
4 N t 3 A DAGBLAÐIÐ HHHifiMria Btó HHQB GULL TIL SINGAPORE Stórkostleg oghrífandi sjómannamynd. Aðalhlutverkin leika : CLARK GABLE, JEAN HARLOV og WALLACE BEERY. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. AnnAII Veðurspá fyrir Reykjavík og ná- grenni: Norðan kaldi. Bjartviðri. Næturlæknir er í nótt Ólafur Heigason, Ingólfsstræti 6, sími il28. Næturvörður er i Reykjavíkur- Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10,00 oðuríroenir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Ve/5urfregnir. 19,10 Veður- fregnir. 19,20 Hljómplötur: Létt lög. 19,40 Augiýsingar. 19,45 Frétt- Ir. 20,15 Erindi: Heilsuvemd í skólum (frú Guðný Jónsdóttir). 20.40 Einsöngur (frú Elísabet Ein- arsdóttir). 21,05 l.esin dagskrá næstu' viku. 21,15 Útvarpshljóm- sveitin: Lög eftir Jóh. Strauss. 21.40 Hljómplötur: Danslög (til kl. 22,00). Skozki knattspymuflokkurinn kemur ekki. .Knattspyrnufél. Valur bauö knattspymuflokki við há- skólann í Glasgow að koma hing- aö í sumar og var boðið þegið. N'ar búizt við flokknum hingað fyrir nokkrum dögum, en nú hefir komið fregn úm það að skozka knattspyrnuráðið hafi lagt bann við för flokksins. Mislingar liafa kornið á nokkra bæi í þingeyjarsýslu og ftest fólk verið rúmfast á sumum heimilum. Veikin er væg og- ekkert dauðsfall hefii' orðið ennþá af völdum henn- ar í sýslunni. — Undanfarið hefir veikin ekki breiðst, út, enda lagt milcið. kapp á að einangra sýkt heimili og varúðar gætt. um allar samgöngur. Höfnin. Skemmtiferðaskipið' Ar- andoraStar kom í gærmorgun órla, on fór héðan í gærkvöldi. Pi'Lmula kom frá Englandi í gærmorgun með 50—60 brezka skemmtíferða- menn. — Dettifoss er væntan.legur frá Norðurlandi kl. 8 f. h. í dag. BifreiðaskoSunin. I dag eiga að koma að Arnarhvoli bifreiðarnar RE. 401—450. v Ólympíutör. Um 50 manna flokk- ui sem sækir Olympíuleikana í Berlín fyrir hönd íslancls, fer utan með Dettifoss í kvöld. Leggur skipið frá landi kl. 8 eða 10. Nær 60 enskir ferðamenn komu með Primuía í gær. — Primula, skip Sameinaða gufuslcipafélags- ins, heldur uppi beinum íerðum frá Leitli og hingað með hliðsjón af flútningi brezkra ferðamanna liingað. Eru fastar áætlanir um það gerðar hvað skipið dvelji hér lengi, fjóra daga, og hvert ferða- rnennirnir fari meðan þeir dvelja hér. Er ilvalið einn dag hér í bæn- um og' nágretini, farið að Gull- lossi og Geysí, enníremur á þing- völl og jafnvel suður á Reykja- nes. — Rúmlega 20 cnskir férða- menn frá Bfretlandi komu; með skipinu > tveimur fypstu ferðunum Síðustn síldarfréttir 15./7. FÚ. Síðustu daga hefir dregið rnjög úr síldveiði úti fyrir Norðurlandi, enda óhagstætt veður. Til Siglufjarðar hafði engin bræðslusíld komið frá því um kl. 15 í gær til kl. 15 í dag. Eitt skip kom með um 60 tunnur af síld til söltunar, veidda við Hrísey. —Rekneta- bátar fengu afar lítinn afla, mest 5 tunnur á bát, en sumir engan. Sumt af þeirri síld er mögur hrognsíld með fitu- magni undir 16%. Síldarverksmiðjurnar á Siglu- firði hafa gengið látlaust næt- ur og daga undanfarið og nýtt afkastamet hefir enn verið sett. Djúpuvík 15./7. FÚ. I Djúpuvík var fyrsta síldin söltuð aðfaranótt þriðjudagsins 214 tunnur alls. Síðustu daga hefir síldin veiðst vestan til í Húnaflóa. Stormur og rigning dró úr veiði síðustu dægur. á sumrinu, hvorri fyrir sig. En það ber vott um vaxandi áhuga fyrii' ferðum þessum, að 50—60 far- þegar komu með skipinu í þriðju ferðinni í gærmorgun og gert er ráð l'yrii' að þeir verði eigi færri næst. — T gær fóru ensku skemmtiferðamennirmr, sem komu með Primula, austur að Geysi og Gullfoss og hrepptu gott veður. í dag og tvo næstu daga skoða þeir sig um hér í bænum og nágrenni, fara til þingvalla og e. t,. v. suður á Reykjanes. — Meðan þeir dvelja hér búa þéir um borð í Primula. Skemmtiför Guðspekifélagsins. Guðspekifélagar fara í skemmtiför suður á Alftanes næstkomandi laugardag, kl. 6 síðdegis, ef veður leyfir. Lagt verður'af stað frá Guð- spekifélagshúsinu. Félagar beðnir að tilk.vnna þátttöku á rakarastofu Sigurðar Ólafssonar í Eimskipa- félagshúsinu. Ferðafél. íslands. pórsmerkurför. Ferðinni er heitið austur undir Eyjafjöll og eftir endilangri þórs- rnörk. Lagt á stað frá Steindórs- sföð kl. 10 f. h. á laugardag og ek- ið austur yfir Markarfljótsbrú að Gljúfrabúa og Seljalandsfossi, síð- an 'íiustur með Eyjafjöllum alla leið að Skógafossí. par verður snú- ið við og ekið að Markarfljóts- brúnni og farið upp að Stóru-Mörk og gist þar. Á sunnudagsmorgun verður farið ríðandi inn ú þórs- mörk. Farið yfir Steinholtsa og Krossá, Stakkholtsgjáin skoðuð, en hún er ein stórkostlegasta gjáin hér á Suðurlandi. pá verður farið inn í Stórenda um endilanga „Mörkina" um Langadal og vestur i Húsadal, — en þar var síðust Iiyggð i pórsmörk. þórsmörk er einn af dásamlegustu blettum landsins, bæði hvað snertir til- bieytni og fegurð og þaðan er imdrafalleg fjalla- og jöklasýn. pá verður riðið vestur yfir vötnin að Múlalcoti, en ekið þaðan til Reykjavíkur á sunnudagskvöld. Farmiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar til kl. 4 á föstudag. — NB. Bílferðin 19. þ. m. að Heiðabæ, um Nesjavelli, Grafn- ing niður með Sogi um Hellisheiði til Reykjavíkur verður ekki fárin- ísl. námsmaður lýkur skípasmíðapróii 15./7. FÚ. Ung'ui' íslenzkur skipasmíða- fræðingur, Jón Guðmundsson frá Isafirði, sem stundar skipa- smíðanám við Tekniska skól- ann í Helsingör hefir lokið prófi í fyrstu deild skólans. Venjan er sú, að nemendur fyrstu deildar ljúki náminu á 15 mán- uðum, en Jóni Guðmundssyni hefir tekizt að ljúka því á 9 mánuðum og taka gott próf. Þófið um Dardanella- sundíð París kl. 17,80 15./7. FÚ. Ágreiningurinn, sem allt veltur á, hvort jafnaður verði á ráðstefnunni í Montreux, er á milli fulltrúa Bretlands og Sovét-Rússlands. Fulltrúi Sov- ét-Rússlands heldui' því fram, að sætt hafi verið komin á milli Bretlands og Rússlands um það, að Svartahafið skuli vera lokað á ófriðartímum. Nú hafi fulltrúi Bretlands gengið á bak orða sinna um þetta, og áreið- anlega vegna þvingunarráðstaf- ana frá flotamálaráðuneytinu brezka. Brezki fulltrúinn segir aftur á móti, að engin slík lof- orð hafi verið gefin, og Bret- land þar af leiðandi ekki breytt um stefnu. Fulltrúi Tyrkja er orðinn mjög óþolinmóður yfir því hve þetta þóf dregur málið á langinn, og vill fara að kom- ast heim. Úrslit ráðstefnunnar þykja enn alveg óviss. Síðustu úrslit London kl. 17 G.M.T. 15./7. FÚ. I kvöld verður að líkindum úrslitafundur ráðstefnunnar í Montreux. Aðeins eitt alvarlegt ágreiningsefni er enn óútkljáð; um öll önnur atriði hefir náðst samkomulag. Spumingin er, hvort Dardanellasund eigi að vera lokað eða opið á stríðstím- um. Það er álit manna, að það velti á fundinum í kvöld, hvort ráðstefnan fari út um þúfur eða samkomulag náist. Einar Kristjánsson Framh. af 1. síöu. afrek í ljóðsöng, að fengnum fullum þroska, ef alúðarrækt er lögð við þá grein, jafnframt því sem óperusöngurinn er stundaður með vaxandi frama fyrir augum og í öruggara at- vinnuskyni. Söngvarinn varð, sem fyrr, að syngja mörg aukalög og hlaut að launum lof og blóm, og í síðasta kaflanum hreif hinn bjarti, hreimfagri tenór áheyrendurnar svo í „O Para- diso“ og Rigoletta-aríunum al- kunnu, að áheyrendur linntu ekki lófataki, húrrahrópum og köllum fyrr en þeir höfðu feng- ið fjögur aukalög sungin. Þeir munu allir óska Einar ham- ingjusamlegrar ferðar og að hann megi heill og fljótt aftur lcoma. S. H. f. H. Hainarfoætur óg vítabyggíngar Frh. af 1. síðu. kr. og á móti kemur mismun- andi fjárframlög annarsstaðar frá, 2/5, 2/3 og i/2 eftir því hversu til háttar. Er því all- miklu fé varið til þessara fram- kvæmda á þessu ári. Húsavíkurbryggjan. Svo má heita að fullbyggð sé hafskipa- bryggja á Húsavík og er það mikið mannvirki. Á Hornafirði hefir í sumar verið unnið við garðinn milli Heppu og Standeyjar og verð- ur ekki unnið meira við hann í bráð. Er útlit fyrir að hann komi að tilætluðum notum, að dýpið á innsiglingu að bryggju haldi sér eða jafnvel aukizt. í Vestmannaeyjum hefir ver- ið byggður nýr hafnarbakki og jafnframt unnið að dýpkun hafnarinnar og uppfyllingu. I Ólafsvík. Unnið er þar áfram að bryggjugerð, sem starfað hefir verið að undan- farin ár. Á Sandi er nýbyrjað að byggja skjólgarð og bryggju í sambandi við hafnarmannvirki, sem þar voru fyrír. Hafskipabryggju er verið að byggja á Hólmavík við Stein- grímsfjörð. Er það staura- bryggja, gerð að nokkru úr rekavið, sem þurkaður hefir verið og makaður eiturefni til að drepa trémaðk, sem oft er í rekavið, en er hinn mesti vá- gestur ef hann nær að komast í hafnarmannvirki úr tré. Bryggjusmíð þessi er komin langi: áleiðis. Á Hofsós hefir verið byrjað á nýjum hafnarmannvirkjum, bryggju- og skjólgarði, sem áætlað er að kosti uppkomíð um 100 þús. kr. Báta- og smá- skipabryggja verður væntan- lega fullbyggð í haust. 1 Þorlákshöfn verður haldið áfram að vinna að dýpkun og framlengingu bryggju og varn- argarðs, sem unnið hefir verið að undanfarin ár. Á Unaós við Héraðsflóa er verið að endurbæta lendingar- tæki, er áður voru fyrir á staðnum. Á Amarstapa á Snæfellsnesi er unnið að því að laga skjól- garð og bátabryggju. Á Siglufirði er unnið við brimbrjót samkvæmt samningi við verktaka, danskan mann að nafni Christiansen. Á Bolungavik er verið að ljúka við að byggja brimbrjót og verður því ekki væntanlega lokið að fullu í haust. Sjómælingar á Heiöar- höin og við Barða- strönd Friðrik Ólafsson, skipherra framkvæmir sjómælingar fyrir vitamálaskrifstofuna og fara þær fram á vitaeftirlitsskipinu Hermóði. Er nú verið að gera mælingar á höfninni og um- hverfi Heiðarhafnar á Langa- nesi. Síðar verða framkvæmd- ar sjómælingar hjá Barða- strönd við Breiðafjörð. mmm nyja bió Charlie Chan í Egyptalandi Spennandi og æfintýrarík amerísk leynilögreglutalmynd frá FOX-félaginu, er sýnir hvernig binn snjalli leynilög- reglumaður Cbarlie Chan með kænsku sinni ljóstraði upp dularfullum viðburðum er gerðust meðal vísinda- manna í konungagröfunum í Egyptalandi. Aðalhlutverkið Charlie Chan leikur Warner Oland Aðrir leikarar Pat Paterson James Eangles o.SL Aukauiynd: Frá Istamfoul til Bagdad. Eræðimynd frá Tyrklandi. Börn fá ekki aðgang. Sumarbúsiaður í nágrenni bæjarins óskast til leigu 2—3 vikur í ágústmánuði. A. v, á &Bup sala ] || Bráðfjörugur reiðhestur til sölu. — Sími 1215 og 4815. Faateignastofan Hafnanstr. 15. Annast kaup og aölu f*st- eigna í Reykjavík og úti um land. Viðtalatími kl. 11—12 og 5—7 og á öðrum tlm* oftir samkomulagi. Sími 8827. Jónae. Tilkynaingar prentar fyrir yð- | ur fljótt og vel f Sanngjarnt verð H wamwwwmtmmmmwBMmMtzmBiZ Fasteignasala Helga Sveíns- sonar er í Aöalstrati 8. Inng. frá Bröttugötu. Sími 4180. áOTá Ekstrablaðíð Frh. af 1. síOu. þér að þessi príns sé? Það er vitanlega Knútur, sonur núver- andi íslandskonungs, og sem annars á ekki von á neinu há- sæti. Þegar því — segir hinn íslenzki vinur minn — Knútur príns og frú hans hafa verið með föður sínum og móður á Islandi í sumar, er orsökin skiljanleg ósk hjá vissum flokki manna um að hin ungu hjón skuli kynnt íbúum þess ríkis, sem hugsanlega kýs þau til konungs og drottningar yfir Islandi árið 1940“. Við skeyti þetta vill Nýja dagblaðið bæta því, að ekki er auðið að sjá, hvort ráðið hefir meir „heiðarleiki“ heimildar- mannsins eða hið „góða öl“, þegar meta skal gildi þessa samsetnings Ekstrablaðsins, nema hvorttveggja hafi ráðið.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.