Nýja dagblaðið - 01.10.1936, Page 3

Nýja dagblaðið - 01.10.1936, Page 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 8 Fjármálapólitík stjórnarandstæðinga er og hefir verið hættuleg fyrir sjálfstæði landsins Nú bera peír ut róg og níd um Eystein Jónsson fjár- máiaráðberra - maunínn, sem sfórbætt befír ijárhag ríkissjóds og beitt sér fyrir pví að koma á greíðsk- jöfmtði £ viðsklptMimm við átlönd i. Hlutverki þjófanna, sem stálu minnisbók Eysteins Jónssonar fjármálaráðherra, er nú lokið að öðru leyti en því, sem rétt- vísin kann að eiga vantalað við þá ólánsmenn, sem að útgáfu nazistablaðsins standa. Atferli þeirra hefir að vonum vakið dýpstu andstyggð hjá öllum almenningi. Svo megn vár andúðin, að jafnvel Morg- unblaðið þorði ekk' annað en að taka undir það, að illvirki þetta væri „með ö!lu óverj- andi“. Mörgum mun þó hafa dottið í hug, að þessi áfellisdómur Mbl. vfir nazistunum væri ekki með fullum heilindum upp kveðinn, heldur til að forða sínu eigín skinni frá því að verða fyrir áföllum í almenningsálit- inu af því, *sm“ •amherjamir með „hrelnu hugsanlmar“ hðfðu aðhafst. Og nú get* þeir Mbl.-menn heldur «kki duiið úlfshárín lsngur. tvo brátt *r þeim að hagnýta «ór ávöxt þess ógeðs- lega verks, »em þeir fyrir nokkrum dögum neyddust til að fordæma. 1 gær eru sorpskrif nazista- blaðsins frá því í fyrradag end- urtekin næstum orði tii orðs í höfuðmálgagni „Sjálfstæðis- flokksins“! II. Því verður ekki neitað, að manndómur aðal stjórnarand- stöðuflokksins hér á Islandi sé nokkuð einstakur í sinni röð. Mbl.-greinin í gær á að heita árás á fjármálastjóm landsins og sérstaklega þann ráðherra, sem nú fer með fjármálastjóm- ina. Hver eru svo gögnin, sem- þessi tilraun til árása á fjár- málastjórnina er byggð á? Það eru nokkur sundurslitin orð og setningar, lem versta aaurblað landsins, blað, lem enginn tekur mark á „hefir prentað á ófrjálsan hátt upp úr vasabók, sem það hefir látið stela úr einkaeign fjármálaráð- herrant! Þetta eru gögnin, »em aðal- andstöðuflokkur ríkisstjórnar- innar telur sér sæmandi að nota sem grundvöll undir skrifum sínum um fjármál landsins. III. Enn sem komið er, hefir hin „heiðarlega“ stjórnarand- ! vakin athygli á því að íslenzka ! stjórnin telji það varhugavert ; fyrir litla þjóð að veita erlend- um aðilum leyfi til að eiga hér i signir og hafa hér atvinnu- 1 relcstur. En í hinni þokkalegu ritsmið I nazista, sem Mbl. tekur upp og staða talið það praktiskt að láta | gerir að sínum orðum, er mál- þjófana halda minnisbókinni, til inu algerlega snúið við. þess að ekki sé hægt að sýna fram á, hve óráðvandlega er með það farið, sem í bókinni stendur, og hversu það er slit- ið úr samhengi. í Þessu skállcaskjóli heldur nú Mbl. fram þeim staðlausu ósannindum, að fjármálaráð- herrann hafi boðið brezkurn bankastjórum(!) sérleyfi (con- cession) til að hagnýta íslenzk verðmæti. Hvaða tilefni hefir svo Mbl. og fylgiblað þess með „hreinu hugsanirnar“ til að halda þess- ari staðlausu fjarstæðu fram? Því er fljótsvarað. Ekkert tilefni, ekki hið allra minnsta. I minnisbókarpunktunum, hvemig svo sem þeir eru með- höndlaðir og úr samhengi slitn- ir, stendur þetta eitt: „Ég (þ. e. ráðherrann) benti á, að nú værum við að láta r&nnsaka hráefni okkar með tilliti til aukins iðnaðar. Ef kostnaðarsamt reyndist að hag- nýta þau, þyrftum við erlent kapital. Sæi aðeins tvær leiðir: 1. Lántökur 2. Konsessionir“. Hver heilvita maður getur auðvitað séð, að hér er ekki verið að bjóða neitt fram. Það er einungis verið að benda á staðreyndir. Það er verið að vekja athygli hinna erlendu bankastjóra á því, að ísland rnuni ekki geta komið af stað stórum fyrirtækjum til að hag- nýta gæði landsins, nema á tvennan hátt, annaðhvort með því að fá féð að láni eða með því að veita erlendum aðilum leyfi til að koma þessum fyrir- tækjum á fót. Og þetta er einmitt dregíð skýrt fram vegna þess, að í samtðlunum var skýrð nauð- synin á því, að Island tæki lán til arðbærra stórfyrir- tækja í framtíðinni — til þess að ekki þyrfti að taka hinn kostinn, að veita sérleyfi (kon- session) til atvinnurekstrar. I umræddum viðtölum var Mbl. staðhæfir, að ráðherr- ann sé „að hampa framan í þá (þ. e. brezku bankastjórana) að við íslendingar eigum ýmis- konar verðmæti í landinu, sem Bretinn kynni að geta hag- nýtt ...“ ! En það, sem ráðherrann er að gera í viðtölum sínum, er emmitt alveg þvert á móti. Hann er að vekja athygli á því, að Island eigi að komast hjá þeirri leið, að veita „útlending- um“ „konsessionir“ til að „hag- nýta“ „verðmæti i landinu". IV. Jafnvel Mbl. segir það nú sem sína skoðun, að þjóðin þurfi ný erlend lán, til að hag- nýta verðmæti sín. Það kemst m. a. svo að orði: „En hitt er líka staðreynd, að við jafn fátækir og við er- um, getum lítið komizt áfram, ef erlent fjármagíi er okkur Iokað“. Þessi ótvíræða yfirlýsing stjómarandstöðunr.ar mun verða geymd — en ekkl gleymd — til síðari tíma. Um hana skal ekkí frekar í-ætt að þessu sinni. En hitt er í rauninni þjóðar- smán og reginhneyksli, að nú- verandi stjórnarandstæðingar, skuli vera svo blygðunarlausir sem hinn sífelldi vaðall og ábyrgðarleysi þeirra í umræð- um um fjármál landsins ber vott um ár eftir ár. Árásir íhaldsmanna á fjár- málastjóm Eysteins Jónssonar, meðal annars í sambandi við vasabókarþjófnað nazista, koma vissulega úr hörðustu átt. Enginn íslenzkur fjármála- ráðherra hefir tekið upp jafn- harða baráttu og Eysteinn Jónsson fyrir því að forðast eyðsluskuldasöfnun erlendis. Enginn íslenzkur fjármála- ráðherra hefir haft við jafn mikla erfiðleika að stríða og hann hefir haft — í viðskipta- málum þjóðarinnaj- út á við. Þrátt fyrir alla þessa erfið- ieikar, verður nú — og það á bví sama ári, þegair Spánar- uiarkaðurinti svo að segja al- vfig íokast — ekki betur séð en að nást muni nokkurnveg- inn fnllur greiðslujöfnuður í viðskiptum Islands við önnur lönd. Einmitt með þessu er ráð- herrann að leggja grundvöllinn að því, að Islendingar geti hald- ið áfram trausti umheimsins sem sú þjóð. er ætíð hefir stað- ið og enn stendur að fullu við skuldbindingar sínar út á við. Með baráttunnj í gjaldeyris- málunum undir forustu ráð- herrans, er verið að skapa möguleikana fyrir því, að þjóð- in verðj sjálfstæð áfram og geti sjálf notfært sér gæði lands síns. V. En hver er svo forsaga nú- verandi stjómarandstæðinga í þessum málum — mannanna, sem þykjast hafa ráð á því, að níða og hrakyrða þá einbeittu viðleitni og mikla starf, sem nú- verandi fjármálaráðherra hefir lagt fram á síðustu tveim ár- um? Núverandi stjómarandstæð- ingar hafa barizt gegn því með lmúum og hnefum, að greiðslu- hallalaus fjárlög yrðu ^afgreidd á Alþingi. Ef þeirra stefna — eða stefnuleysi — hefði fengið að ráða, hefði ríkissjóður safn- að miljónaskuldum á síðustu tveim árum í stað þess að hann hefir nú staðið við allar samn- ingsbundnar afborganir á lán- um sínum jafnhliða því, sem hann hefir greitt rekstursút- gjöld sín að fullu. Núverandi stjórnarandstæð- ingar hafa gert allt sem þeir hafa getað til að spilla fyrir árangri af starfi fjármálaráð- herra og gjaldeyrisnefndar og lagt sig alla fram til að reyna að æsa landsfólkið gegn lækk- un innflutningsins — þessari óhjákvæmilegu nauðsyn í fjár- hagslegri sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Afskipti íhaldsmanna eru þó ekki öll enn rakin. Svo að segja allar þær erlendu skuld- ir, sem nú hvíla á þjóðinni, og oneitanlega eru erfiðar á tím- um eins og þessum, eru stofn- aðar af íhaldsmönnum — bein- línis eða til þess að bjarga lán- stofnunum landsins úr því öng- þveiti, sem þær voru komnar í, þegar íhaldið lét af völdum ár- ið 1927. 1 Slíkum mönnum færi það áreiðanlega bezt, að láta þögn- ina geyma ávirðingar sínar. Það er sannarlega að „bíta höfuðið af skömminni“, þegar þessir menn eru að hlakka yfir núverandi fjárhagsörðugleikum i þjóðarinnar. | NÝJA DAGBLAÐIÐ I Útgofandi: Blaaaútgáfan h.f. Ritnefnd: Guðbrandur Magnússon, Gísli Guðmundssen, Guðm. Kr. Gtiðmundsson. liitstjóri og áliyrgðarmaður: þórarinn pórarinsson. Ri tstjórnarskrifstofurnar: Haín. 16. Símar4373 og 2353. Afgj-. og auglýsingaskrifstofa Hafnarstr. 16. Sími 2353. Áskriftargjald kr. 2,00ámán. 1 lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Sími 3948. Ritfregnir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi: Að norðan. Reykjavík 1936. Davíð Stefánsson er vinsæl- ast skáld þeirra, er nú yrkja ljóð hér á landi. IJann kann þá list að yrkja ljóð, sem menn læra, ljóð, sem „lifa á vörum“ þjóðarinnar. Hann er hvorki spámaður né spekingur. En málið, sem hann talar, er „hjartans mál“. Það verður heldur ekki ann- að sagt, en að mikið liggi eftir hann, svo ungan mann, þegar miðað er við rit annara ís- lenzkra ljóðskálda: Sex ljóða- bækur og eitt leikrit. Síðasta ljóðabókin, Að norð- an, kom út nú í haust. Það er svipað um þessa bók að segja og hinar fyrri. Hún mun eign- ast marga góða vini. Það er hin sama leikandi list í máli og rími. En vel mætti Davíð yrkja fleira úr fomum sögum eing og kvæðið um Helgu jarladótt- ur. Þar er viðfangsefni vel \rtð hans hæfi. Manni getur stund- um dottið í hug, að Akureyri sé orðin honum of lítil í bili og helzt til fátæk að lifandi yrkis- efnum. Skáldin eiga að vísu að „sjá í gegnum holt og hæðir“. Og það er bezt að sættast á það, sem Davíð sjálfur ssgú- um ritdómarann: „Anda þínum hæfa hænufetin, himinvíddin skáldsins sál...“ Jónas Þorbergsson: Ljóð og Iínur. Reykjavík 3 986. Þegar Jónas Þorbergsson var ritstjóri Dags á Akureyri, var það álit margra norðanlands og víðar, að hann skrifaði snjall- ast mál allra blaðamanna landsins. Og auk þess, er haun þá ritaði um landsmál, birtust þrásinnis í Degi ritgerðir, ann- ars efnis, einkum æfiminning- ar og aðrar tækifærisgreinar, Framh. á 4. síðu. Og það er meiri ósvlfni su hingað til hefir þekkzt í ís- lenzkum stjómmálum — þegar þessir menn ráðast á núverandi fjármálaráðherra, sem á hin- íim erfiðustu tímum hefir raun- vemlega lækkað skuldir ríkls- sjóðs og komiö á greiðslujöfn- uði í viðskiptunum við útlðtMl.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.