Nýja dagblaðið - 13.10.1936, Blaðsíða 3
N T J A
DAGBLAÐIÐ
8
NÝJA DAGBLAÐIÐ
Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f.
Ritnefnd:
Guðbrandur Magnússon,
Gísli Guðmundssen,
Guðm. Kr. Guðmundason.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
pórarinn pórarinseon.
Ritstjórnarskrifstofumar:
Hafn. 16. Símar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstoía
Hafnarstr. 16. Sími 2353.
Áskriftargjald kr. 2,00 á mán.
í lausasölu 10 aura eint.
Prentsmiðjan Acta.
Sími 3948.
Eru ,hvítir menii*
á Bretlandi?
Spekingarnir við Morgun-
blaðið segja í fyrradag, að allir
„hvítir menn“ í heiminum hafi
vitað það fyrir, að ítalska líran
myndi falla.
I Englandi er gefið út blað,
sem heitir „The New States-
man and Nation“. Það er ekki
víst, að ritstjórar Mbl. kannist
við þetta blað, en það er a. m.
k. þekkt og lesið í öllum ríkj-
um „hvítra manna“, og er eitt
þeirra blaða, sem bezt fylgjaát
með heimsviðburðum.
Þann 3. október sl. — tveim
dögum áður en italska líran
féll — birtir þetta alþekkta,
enska blað ritstjórnargreinar
um fall frankans og gengis-
málin yfirleitt.
Þai' er því slegið föstu, að
Þýzkaland muni að minnsta
kosti fyrst um sinn halda fast
við núverandi gengi marksins.
Síðan segir svo (orðrétt):
„Það lítur út fyrir að Italía
ætli að fylgja sömu stefnu.
Mussolini hefir enn þá ekki get-
að fengið sig til að taka aftur
yfirlýsinguna sem hann gaf
fyrir nokkrum árum, um það,
að fascistar myndu aldrei,
aldrei fella verðgildi hinnar
heilögu myntar, lírunnar —
Á ensku:
„Italy appears to be follo-
wing the same line. Mussolini
has not yet made up his mind
to eat his words of some years
ago when he declared Fascism
would never, never devalue the
sacred lira.“ -
Þennan dag, 3. okt., er „New
Statesman" sýnilega enn þeirr-
ar skoðunar, að Italía muni
„fylgja sömu stefnu“ og Þýzka-
land í gengismálinu og að líran
muni ekki falla.
Þessi almenna skoðun í Eng-
landi og annarsstaðar hefir
vafalaust að verulegu leyti
byggst á áðurnefndri yfirlýs-
ingu Mussolini um það, að
Fascistar myndu aldrei fella
líruna í verði.
Síðastl. vetur, þegar enn var
allt í óvissu um Abessiníustríð-
ið, bjuggust ýmsir við, að fall
lírunar væri óhjákvæmilegt.
En síðan Italir unnu sigra
sína í Afríku og refsiaðgerð-
unum var af létt, hefir alls ekki
verið búizt við því, að líran
myndi falla.
Jafnvel 3. október álíta rit-
Víssu forstjórar Fisksölu-
sambandsins að liran
myndi falla ?
Morgunblaðið sagði í grein
á sunnudaginn, sem prentuð
verður í Isafold og send út um
sveitirnar:
„Hver einasti hvítur maður,
sem við millilandaviðskipti
fæst, hefir séð í allt sumar, að
gengisfall ítölsku lírunnar var
yfirvofandi“.
Hvernig mundu þeir þá vera
á litinn, forstjórar Fisksölu-
samlagsins, þeir Ríkharður
Thors, Kristján og Proppé.
Ekki sáu þeir fyrir gengis-
fall lírunnar.
Þeir þóttust meira að segja
hróðugir að geta í september
samið um sölu á tveim fisk-
förmum fyrir ítalskar lírur,
sem ekki eiga að greiðast fyr
en í nóvember eða desember.
Og verðið sem þeir seldu fyr-
ii sannar að þá hefir ekki ór-
að fyrir gengisfalli á lírunni.
Þessir tveir seldu, en ósendu
fiskfarmar, hefðu því gefið
sjómönnunum 30% lægra verð
fyrir fiskinn, en venjulega, ef
ábyrgð ríkisins og ráðstafanir
ríkisstjómarinnar og gjaldeyr-
isnefndar um sölu á lírunum
til vefnaðarvörukaupmanna
liefðu ekki komið til.
Eða eru forstjórar Fisksölu-
samlagsins kannske „hvítir
menn“ frá sjónarmiði Morgun-
blaðsins.
Vissu þeir gengisfall lírunnar
fyrir?
Vissu þeir það þegar þeir
sömdu um sölu á tveim fisk-
förmum, sem greiðast eiga í
nóvember, að andvirði þeirra
mundi ganga saman um þriðj-
ung í október?
Vissu þeir það, Valtýr Stef-
ánsson!
Hafi þeir vitað það, þá hefir
þessi sala verið framkvæmd
með fullri vitund um, að hún
hlyti að skaða sjómenn og
útgerðarmenn, sem fiskinn
áttu, og þá jafnframt landið i
heild sinni.
Hafa þeir fórnað svona miklu
verðmæti, aðeins til þess, að
Morgunblaðið og önnur mál-
gögn íhaldsflokksins gætu
fengið tækifæri til að saka
gjaldeyrisnefnd og ríkisstjórn
fyrir þær bjargráðaráðstafanir,
sem hún hlaut að grípa til, til
þess að forða sjómönnum frá
tapi á þessari fisksölu, að syo
miklu leyti sem auðið varð.
Er þessu svona farið, Val-
týr Stefánsson?
Eru forstjórar Fisksölusam-
lagsins samsærismenn, sem
stjórar „New Statesman and
Nation“, að Mussolini muni
halda fast við yfirlýsingu sína.
Þann 5. október er líran fall-
in um 30%.
Og þessir brezku stjómmála-
ritstjórar verða víst ekki
framar „hvítir menn“ í augum
Mbl.!
sitja á svikráðum við sjávarút-
veginn og þjóðina í heild
sinni, aðeins til þess að reyna
að skaða þá ríkisstjórn, sem
nú fer með völd?
Þér skuluð svara, Valtýr!
Var það kannske af þessum
toga spunnið, þegar þessir
sömu menn neituðu að láta fala
80 þúsund pakka af fiski til
Portugal í sumar fyrir 31 shill-
ings pakkann.
Síðan hafa þeir selt fyrir 29
sh. og munu nú til með að
selja megnið af þessum sömu 80
þúsund pökkum fyrir 27 sh.
Sitja þessir menn á svikráð-
um við landið?
Þarna munu þeir hafa spilað
öllu meira úr höndum sér af
verðmætum frá aðþrengdum
atvinnuvegi og fátækum sjó-
mönnum, en gengisfall lírunn-
ai kemur til að baka þessum
sömu aðiljum.
Gerðu þeir þetta af ásettu
ráði, forstjórarnir, Ríkarður,
Kristján og Proppé?
Þér segið til, Valtýr Stefáns-
son!
Gísili Bjarnason
geSur Morgunbl.
»tóninn«
Sl. laugardag kom blað naz-
ista út með langri grein eftir
Gísla Bjamason um fall it-
ölsku lírunnar o. fl.
Eins og nærri má geta, er
grein þessi skrifuð í sama
„salernisstílnum“ og tíðkast
hefir hjá hyski því, er að
blaðsnepli þessum stendur.
Meðal annars er þar fram
haldið þeirri fáránlegu kenn-
ingu, að innflutningsleyfi og
sala á erlendum gjaldeyri séu
skattamál(!) og heyri því undir
72. gr. stjói’narskrárinnar!
Má segja, að ekki hafi mátt
seinna vera, að útrýma svona
lögspeki úr stjórnarráðinu.
En daginn eftir (á sunnu-
dagsmorgun) gerist það eftir-
tektarverða í þessu máli: I
aðalmálgagni Sjálfstæðisflokks-
ins birtist nákvæmlega sama
vitleysan, með svipuðu orða-
lagi og mikilli langloku um 72.
gr. stjórnarskrárinnar.
Hvort sem Gísli Bjarnason
hefir skrifað báðar greinarn-
ar, í nazistablaðið og Mbl. —
þá er af þessu auðsætt hversu
náið er sambandið — og hvern-
ig nazistar eru farnir að „gefa
tóninn“ í Sjálfstæðisflokknum.
F átækr ahver fi
Lunduna
Fátækrahverfin í London
hafa eklci beinlínis haft á sér
neitt glæsiorð. Flestum hefir
komið saman um, að þau væru
blettur á hverju siðuðu þjóðfé-
lagi. Og öllum var kunnugt um
það, að eymd þeirra og óheil-
indi ætti ákveðinn þátt í sjúk-
dómum og dauða þess óláns-
sama fólks, sem í þeim lifði.
Svo ægilegur fjöldi býr í hí-
býlum, sem er raunar neðan við
fíest hugsanlegt í því efni, að
hreinn voði er fyrir hverja þjóð
að láta slíkt þróast með sér.
En hinu verður heldur ekki
neitað,- að stjórnir Lundúna
hafa hin síðustu ár gert geysi-
mikið til þess að bæta ástandið
í fátækrahverfunum.
Sumstaðar hafa stjómarvöld
borgarinnar stórfellda ráðagerð
með höndum í því skyni að fá
hér miklu um bætt. Það er eins-
konar fimm ára áætlun í hús-
næðisendurbótum, „Slum Clear-
ance“, eins og Englendingar
nefna það.
Um 5000 manns er flutt
mánaðarlega úr fátækrahverf-
um enskra iðnaðarbæja og til
nýbygginga, er reistar hafa
\ erið fyrir opinbert fé og leigð-
ar út.
Á síðustu 18 árum hafa 2800
hús verið reist í Englandi.
Verulegur hluti af þessum nýju
byggingum er í þarfir fjöldans,
sem svo að segja hvergi á sér
hæli né húsaskjól.
Á þremur seinustu árum
hafa tæpar fimmtíu þúsundir
manna flutzt úr grenjum hinna
illræmdu hverfa og í bústaði,
sem talizt geta mönnum boð-
legir. Við það hafa allra við-
bj óðslegustu borgarahverf in
horfið að mestu.
Eastend liefir skipt útliti og
nú er það fremur sjaldgæft að
finna íbúðarhús, sem hvorki
hefir vatnsleiðslu né frárennsli.
En í ýmsum öðrum borgum
Englands, svo sem Birming-
ham, Leeds og Liverpool eru
slíkar byggingar alvanalegar
enn. Þó er líka á þessum stöð-
’ um dyggilega að því unnið að
vinna bætur á, með ýmsum ráð-
um.
En þessi húsnæðismál stór-
borganna hafa fleiri hliðar. Og
það er erfiðara að leysa þau en
margan grunar.
Það einkennilega hefir sem
sé viljað til, að dánartala þess
fólks, sem flutzt hefir burt úr
öreigahverfunum og til betri
heimkynna, hefir vaxið og það
furðulega mikið. Eftir hag-
skýrslum Lundúna hefir dánar-
tala í einu hverfi, þar sem fólk
var flutt til, úr hinum ves-
ölustu húsakynnum og í ný-
tízku íbúðir, aukizt hvorki
meira né minna en um 40%.
Hér var að vísu um að ræða
frámunalega óheilnæmt hverfi,
þar sem t. d. 700 manns bjó í
84 herbergiskytrum. Þetta fólk
i var nú flutt til, því fengið ný-
tízku húsnæði með venjulegum
þægindum og húsrými.
Samt óx dánartala þessa
fólks, og það mikið.
Meðaldánartala í Englandi er
um 12 af þúsundi á ári, en í ör-
eigahverfunum komst hún upp
í 25 af þúsundi, eða rúmlega
helmingi meira en meðaltalið
reynist.
En í hinu nýja hverfi, þar
sem fólkið frá öreigaþorpunum
hafði búið í eitt ár komst dán-
artalan allt upp í 40 af þús-
undi.
Og á fimm ára bili í þessum
sarna stað, hefir tala dáinna
verið um 33,5 af þúsundi hverju
árlega.
Samtímis þessu sannaðist
það, að í einu fátækrahverfi
borgarinnar, þar sem engar um-
bætur 'höfðu verið gerðar, féll
dánartalan nokkuð.
Fljótt á litið virðist hér vera
um að ræða ótrúlega hluti, en
við nánari athugun verður það
skiljanlegt, hvemig á þessu
stendur.
Orsökin til þessa var vitan-
lega ekki híbýlabreytingin sjálf,
beldur hitt, að íbúar hinna
nýju heimkynna, skorti enn til-
finnanlegar nauðsynlegustu
fæðu en fyr hafði verið.
Leiga gömlu hjallanna hafði
verið um 4 shillings og 8 pence
um vikuna. I nýju íbúðunum
var meðalleiga á íbúð 9 shill-
ings. En þetta þýddi það, að
því minna varð aflögu til mat-
ar ibúunum, sem meir þurftu í
leigugjald. Fólkið svalt viljandi
og af ráðnum hug, heldur en
geta ekki greitt leigu fyrir hin-
ar nýju íbúðir.
Styrkþegar urðu að láta sér
endast til vikunnar rúmar 8 kr.
á mann til allra útgjalda.
Það var sultur og ekkert
annað, sem jók dánartölu fólks-
ins í góðu híbýlunum svo
furðulega mikið.
Þegar eitt vandamál öreigans
er leyst, tekur annað við.
I nýútkominni enskri bók um
þessi mál, er m. a. sýnt fram
á það, að dánartala fólks, sem
hefir minni vikutekjur en 35
shillings, sé helmingi hærri en
hinna, sem hafa 75 shillings
eða meira á sama tímabili.
I því riti eru talin mikil lík-
indi á því að fullur helmingur
ensku þjóðarinnar fái naumari
skammt í einfaldasta fæði en
lieilsan þoli.
K a n p i ð