Nýja dagblaðið - 13.10.1936, Qupperneq 4
4
N Y J A
DAGBLAÐIS
HHIGamla BI6|BHB[
sýnir kl. 9:
Útlaginn
Stórfengleg talmynd, sem
gerist á Lapplandi, og
leikin af sænsku leikur-
unum:
Gull Mai Norin og
Sten Lindgren.
Börn fá ekki aðgang.
IMMIM !■—* III t* IIIII lllll 'III i 'il IIII11
AnnálJ
Veðurspá íyrir Reykjavík og ná-
grenni: Vaxandi suðaustan átt »g
rigning þegar á daginn líður.
Næturlæknir er í nótt Kristín Ól-
afsdóttir, Ingólfsstræti 6, sími 2101.
Næturvörður er í Laugavegs
Apóteki og Ingólfs-Apóteki.
Útvarpað í dag: kl. 10,00 Veður-
fiegnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00
Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir.
19,20 Hljómplötur: Sænsk lög. 19,40
Auglýsingar. 19,45 Fréttir. 20,15
Erindi: Lýðveldið við Silfurfljótið
i þórhallur þorgilsson magister).
20,40 Symfóníu-tónleikar: Rúss-
neskii' tónsnillingar (Glasounow,
Moussorgsky og Tschaikowsky)
(til kl. 22).
Menntamál. Út er komið apríl—
sept. hefti Menntamála, málgagns
íslenzkra barnakennara. Er ritið
fjölbreytt og frágangur góður. í
því eru eftirfarandi greinar eftir
ritstjórann, Sigurð Thorlacius,
-kólastjóra: Sigurður .Tónsson,
skólastjóri, Fræðslulögin nýju og
Iramkvæmd þeirra, Góður gestur,
Sjálfstjórn skólabama o. fl. þá er
ritgerð eftir dr. phil. Matthías
Jónsson: Uppeldið og þjóðin. Um
stafsetningakennslu eftir Sigurð
lljartar. Tillögur um námsdvalir
kennara í innlendum skólum eftir
Stefán Jónsson. Skriftarkennsla
eftir Guðmund Gíslason. Skólinn
byrjar eftir Ásgeir Ásgeirsson.
Fyrsti nýskólamaður íslands, stutt
grein um merkilegan mann, Pál
Jóakimsson, eftir A. Sigm. Guð-
mundur frá Mosdal eftir A. Sigm.
Sjálfstjóm skólabama (framh.).
Loks eru fréttir o. fl. Er ritið með
þeim hætti, að eigi á það aðeins
erindi til kennarastéttarnnar, held-
ur er og vel fallið til lesturs ölI-
um almenningi.
U. M. F. Velvakandl heldur fund
i kvöld í Kaupþingssalnum. Er
þetta fyrsti fundur félagsins á
bessum vetri, og verður m. a. rætt
um framtíðarstarfsemina.
Merktar dúfur. Merki á þremur
dúfum, sem halda sig í Vestmanna-
eyjum voru athuguð 8. október s. 1.
og eru merkin þessi: M 931 NEHU
34, TBD 414 NURP 33 og JC 637
NURP 36. Dúfan merkt M hefir
haldið sig í Eyjum síðan í júlí 1935
og önnur hinna síðan haustið 1935,
cn sú þriðja bættist við i sumar.
jJorgeir Frímannsson verzlunar-
maður hefir gefið dúfum þessum
korn daglega og em þær mjög
spakar. Seint í s. 1. apríl hurfu
dúfurnar, en komu aftur síðari
hluta júní illa útlítandi og fiður-
litlar, en nú eru þær búnar að ná
sér og líta vel út.
F. U. F. F. U. F.
Félag ungra framsóknarmanna
heldur fund í húsnæði Samvinnu-
skólans stundvislega' kl. 8V2 ann-
að kvöld. — Umræðuefni: Vetrar-
starfsemi félagsins o. fL ÁriSandi
að íélagar mæti.
Kappreiðar utan við Kaupmannahöfn
Úti við Dyrehavsbakken í Kaupmannahöfn, er stór og víð áttumikill skeiðvöllur. Þar fara
og oft fram kappreiðar. — A myndinni sézt einkennisbúinn flokkur reiðmanna og kvenna,
er þeysir fram á gæðingumsínum.
Nýja Bió
Vesalingarnir
Stórfengleg amerísk kvik-
mynd frá Uneted Artists
félaginu, samkvæmt hinni
heimsfrægu skáldsögu
Les Miserables
eftir franska skáldjöfur-
inn Vietor Hugo. — Aðal-
hlutverkin leika:
Fredric March,
Charles Laughton,
ltochelle Hudson,
John Beal o. fl.
Sýnd í kvöld kl. 7 og 9.
Börn fá ekki aðgang.
Kaup og sala
Maður lótbrolnar
í gær var komið með fótbrot-
inn mann, Halldór Oddsson,
Laugaveg 41 A, á Landsspítal-
ann.
Gat blaðið ekki fengið fregn-
ir af því, hvemig slys þetta
hefir orðið, en talið sennilegast,
að hann hafi hlotið það við
vinnu.
Halldór er verkamaður um
fimmtugt.
Jarðarför móður okkar og tengdamóður
Jónu Jónsdóttur
fer fram á morgun, miðvikudaginn 14. p.
m. og hefst með húskveðju á heimtlí
hennar Njálsgötu 39 b., kl. 1,30 e. h.
Jarðað verður frá fríkirkjunni.
Kransar afbeðnir.
Börn og tengdabörn.
Fasteignastofan Hafnarstr.
15. Annast kaup og sölu fast-
eigna í Reykjavík og úti um
land. Viðtalstími kl. 11—12 og
5—7 og á öðrum tíma eftir
samkomulagi. Sími 3327. Jónas.
Úrval af hinum viðurkenndu
góðu fataefnum frá Gefjun,
fyrirliggjandi. Tek einnig efni
til saumaskapar. Fyrsta flokks
saumastofa.
Klæðaverzl. Guðm. B. Vikar,
Laugaveg 17. Sími 3245.
Míkill útflutningur. Bniarfoss fór
béðan s. I. laugardagskvöld, full-
fermdur af frosnu dilkakjöti fyr-
ir Samband ísl. samvinnufélaga,
samtals 45800 skrokkar, allt til
London. — Dettifoss fór i fyrra-
kvöld, fullfermdur íslenzkum af-
urðum til Bretlands og þýzka-
íánds. Farmurinn var um 1200 smá-
lestir; þar af 175 smálestir síldar
cg karfajnjöl, 410 smál. saltaðar
í.ærur, 2450 tn. síld, 294 stórir pok-
ar ull, 22 smál. ostur; ennfremur;
ísfiskur, harðfiskur o. fl.
Alþýðuskólinn tekur lil starfa
urii miðjan þennan mánuð, sam-
kvæmt auglýsingu i hlaðinu. Er
þessi nýi skóii þörf stofnun og
ætti að vera vel sóttur. Fræðslu-
hringii' þeir, sem þar er ætlað að
starfa, gefa nemendum algerí
frjálst val um námsefni. Verður
þar kennd m. a. ýms félagsfræði,
samvinnusaga og fleiri greinar,
sem hver uppvaxandi unglingur
þari' að vita nokkur deili á.
Til Strandarkirkju 15 kr. frá
1. G.
Pétur Sigurðsson, sonur Sigurð-
ar Péturssonar skipstjóra á Gull-
fossi, hefir nýlega lokið burtfarar-
prófi af danska sjóliðsforingjaskól-
anum með ágætiseinkunn. — FÚ.
Háskólafyrirlestrar fyrir almenn-
ing. þýzki sendikennarinn, dr.
Walter Iwan, flytur næsta fyrir-
lestur sinn í lcvöld kl. 8 í háskól-
anum. Efni: „Das deutsihe Voik
um seine Wirtschaft".
Skipafréttir. Gullfoss var í gær
á Reykjarfirði. Goðafoss er í
Reykjavík. Brúarfoss fór frá Reið-
arfirði í gær áleiðis til London.
Dettifoss var í Vestmannaeyjum í
gær. Lagarfoss var á Reykjarfirði
í gær. Selfoss fór frá Siglufirði i
gærkvöldi áleiðis til Antwerpen
og Rotterdam.
Vetrarstarfsemf K. R. hefst í dag
og verður hennar nánar getiö i
blaðinu á morgun.
Alþýðuskólinn
tekur ttl starfa 15. þ. m. í húsnæði Stýrimannaskólans.
Kennslugreinar: íslenzka, sænska, danska, enska,
þýzka, reikningur, bókfærsla.
Auk þess starfa við skólann fræðsluhringar í ýms-
um greinum.
Tekið móti umsóknum í Stýrimannaskólanum kl.
8—9 næstu kvöld.
Höfnin. Hekla kom hingað í
fyrrakvöld frá Svíþjóð með timb-
urfarm ti) H.f. Völundar. — Kola-
skipið Greathope fór í gærkvöldi á
loið til útianda.
Veiðiskip. Togararnir Max Pem-
berton og Hannes ráðherra komu
frá þýzkalamii í gærmorgun. —
Línuveiðarinn Sigríður kom frá
þýzkalandi í fyrrinótt. — Andri
fói' ú ísfiskveiðar i fyrrinótt. ;
Nokkrir bátar liéðan fóru í gær á
síldveiðar.
65 ára afmæll átti i gær Sigríður 1
þorláksdóttir í Álfsnesi á Kjalar- |
nesi.
Vegna mikilla ógæfta öfluðu bát-
ai frá verstöðvum við Faxaflóa
nær enga síld í síðastliðinni viku.
Fóru nokkrir bátar í eina veiðiför
og öfluðu 2—3 hundruð tunnur. —
í gær munu allmargir bátar hafa
farið á síldveiðar. Eru þeir vænt-
arlegir af veiðum síðdegis í dag.
íþróttablaðið. 9,—10. tölublað er
nýkomið út. Er það að mestu
helgað Olympsleikunum í Berlín
og er 24 blaðsíður að stærð. Hefst
ritið á ítarlegri grein um leikana
eftir Konráð Gíslason og fylgja
margar myndir. þá er upphaf á
grein eftir þorstein Einarsson fim-
leikakennara í Vestmannaeyjum
um Alþjóðamót íþróttakennara í
Berlín 1936. Loks er sagt frá úrslit-
um meistaramóts í. S. í. og íþrótta-
fréttir.
Maður slasast
Framh. af 1. síðu.
jón hafði fengið heilahristing
og tvö eða þrjú rif og herða-
blað var brotið.
Sagði spítalalæknir í gær-
kvöldi líðan hans eftir atvikum
bærilega.
Sjónarvottar segja svo frá
slysinu, að hjólreiðamaðurinn
hafi farið á eftir bifreið, sem
fór niður Skólavörðustíg, ekið
fram með henni út á hægri
uiluta götunnar fyrir framan
fangahúsið, og þá rekizt á bif-
reiðina, sem kom neðan göt-
una.
HIuHeysisnefndin
sein í vöfum
London kl. 20,55 11./10. FÚ.
I Pravda og Isvestia er í dag
ritað um fund hlutleysisnefnd-
arinnar í London, og farið
mörgum hörðum orðum um að-
gerðarleysi nefndarinnar, og
sagt, að með þeirri starfsað-
ferð, sem hún láti sér sæma, sé
beinlínis stuðlað að því, að
uppreisnarmenn fái vopn á
laun, og verði því árangurinn
sá, að starf nefndarinnar reyn-
ist raunverulega uppreisnar-
1 mönnum í hag.
D
U
Tilkytmíitpu
Ungan mann vantar pilt eða
stúlku með sér í dönskutíma.
Upplýsingar gefur Hólmfríður
Árnadóttir, Grundarstíg 19.
Sími 3995.
Fasteignasala Helga Sveins-
sonar er í Aðalstræti 8. Inng.
frá Bröttugötu. Sími 4180.
Bifireiðarslys
Framh. af 1. síðu.
meiðsl og 4 ára drengur skarst
á andliti. — En ungt barn
Soffíu og Siggeirs, og kona frá
Vík í Mýrdal voru bæði ómeidd.
Eftir að Nordal læknir hafði
bundið um sár fólksins, símaði
hann til Helga Lárussonar,
kaupfélagsstjóra og bað hann
að senda bifreið liéðan til að
sækja fólkið. Sendi Helgi
sjúkrabifreið þegar af stað, og
nokkru seinna fór Helgi Bergs,
forstjóri, ásamt Gunnlaugi
Einarssyni lækni í bifreið aust-
ur að Sandhól.
Var Soffía flutt hingað í
sjúkrabifreiðinni og annaðist
hjúkrunarkona hana á leiðinni,
en hitt fólkið sem slasaðist
flutti Gunnlaugur læknir í sinni
bifreið.
Var farið með fólkið á Landa-
kotsspítala, skipt um sáraum-
búðir og sárin athuguð nánar.
Sár Bergs og drengsins voru
eigi talin svo mikil, að þörf
væri á sjúkrahúsvist, en Sig-
geir, Soffía og Sigríður liggja
nú í sárum á Landakotsspítala.
Leið þeim eftir atvikum sæmi-
lega í gærkvöldi.