Nýja dagblaðið - 13.12.1936, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 13.12.1936, Blaðsíða 2
2 N Y J A DAGBLAÐIÐ PIROLA fegurðavo og snyviivövuv evu komnav á mavkaðinn. mF* Reynið þæv nú þegav! Ern seldar ís Hver fær betri jólagjöf? Hjúkrunardeildin Reykjavíkur apóteki Verzl. Egill Jacobsen Kaupfél. Reykjavíkur Mart. Einarsson & Co. Tilkynning. Hér með tilkynnum vér, að frá og með deginum í dag að telja, gefum vér öllum vorum viðskiptavinum 10°|0 afslátt gegn staðgreiðslu (þó ekki af viðgerðum) I þessu sambandi vildum vér benda láns- skiptavinum vorum á það, að afslátturinn nær eingöngu til kontantgreiðslu, og það þvi eini mátinn til þess að verða lækkunarinnar aðnjótandi. Lárus G. Lúðvíg'sson skóverzlun Gula.sband.id er bezta og ódýrasta smjörlíkið. 1 heildsölu hjá Sambandi ásl. samvinnufélaga Sími 1080. Mrs. Simpson og Jáfvarður „Mín stétt! Er hún nokkuð betri en aðrar?(( Niðurl. III. Prinsinn af Wales hafði átt margar vinstúlkur, en þegar hann hitti Mrs. Ernest Simp- son, virtist hann fyrst haía fundið sinn fyrirmyndar fé- laga. Mrs. Simpson leynir því ekki að hún er fertug að aldri, eða nokkrum árum yngri en kon- ungurinn. Hún heitir raunveru- lega Elísabeth Warfield og var faðir hennar kominn af gam- alli, velkynntri enskri ætt, sern fluttist til Ameríku 1662. Móð- urættin er líka rakin af þekkt- um enskum stofni. Tvítug að aldri var hún gift sjóliðsfor- ingja Spencer að nafni, en skildi við hann eftir níu ára sambúð. Nokkru seinna hitti hún í New York hinn auðuga útgerðarmann Emest Simpson, ungan Ijóshærðan, glæsilegan mann, og giftist honum árið 1328. Hún fluttist með honum til Englands og fékk brezkan rík isborgararétt. Þau hjónin tóku brátt þátt í samkvæmislífi Lundúnaborgar og oft með mönnum af hæstu stigum. Þá hitti Mrs. Simpson prinsinn af Wales og var kynnt fyrir hon- um. Hinir vanaföstu Bretar eru ekki það harðbrjósta, að leyfa ckki konungsefninu að hafa emkalíf sitt eins og honum þóknast, unz hann á að fara að taka á sig hinar konunglegu skyldur, gifta sig konu, sem viðurkennd er af þingi og þjóð og sjá um að konungsættin deyi ekki út. Þess vegna bjugg- ust menn við því, að þegar Játvarður VIII. kom til valda í janúarmánuði, þá myndi hann kveðja þennan félaga sinn. En það varð ekki. í fyrstu opin- beru veizlu konungsins, þar sem m. a. forsætisráðherra- hjónin voru stödd, voru Mr. og Mrs. Simpson meðal gestanna. Og í næstu veizlu, þegar Win- ston Churchill og frú sátu við borðið, var Mrs. Simpson þar sem húsfreyja, en maður henn- ar hvergi nærri. Síðan hefir hún hvað eftir annað verið sem húsfreyja konungs við borðið, bæði á sveitasetri hans í Fort Belvedere og um borð í skemmtisnekkju hans. Mrs. Simpson er venjulega lýst eitthvað á þessa leið: Hún er ekki beint falleg, en mjög aðlaðandi, grönn, dökkhærð, með falleg dökk augu og rödd, sem konungur á að hafa sagt um, að væri „feg- ursta rödd í heimi“. En fyrst og fremst hefir hún mikla per- f-ónu til að bera, er bráðgáfuð og þolir vel að mæta í sam- kvæmi í óbrotnum kjól, og án mikillar snyrtingar. Hún er bæði viðfeldin og skemmtileg í umgengni, dansar yndislega og virðist hafa óþreytandi á- liuga fyrir einmitt sömu íþrótt- um og konungurinn. j Það hefir komið fyrir áður ; að konungbomir menn hafa i átt vinstúlkur, og við því hef- ir énginn sagt neitt. Yfirsjón Játvarðs konungs er bara sú, að Mrs. Simpson var of góður vinur hans. „Hneykslið“ var nær óþolandi, er konungur tók hana með í för sína til Mið- jarðarhafsins í Sumar. Nokkrir vinir spurðu einu sinni Játvarð, þegar hann var prinsinn af Wales, hvers hann rnyndi óska sér, ef hann ætti að fá ósk sína uppfyllta. Hann svaraði: „Ég vildi fá dag út af fyrir mig“. í Miðjarðarhafinu fékk hann þennan dag — með Mrs. Simp- son. Þegar snekkja hans, Na- lilin, lá á höfninni í Istanbul, kom einræðisherrann, Kemal Atatyrk, um borð í kurteisis- heimsókn. Þá var Mrs. Simp- son þriðji maður við borðið. Og svo sat hún við hlið kon- ungs, þegar hann ók um götur Aþenu, er hann fór að heim- sækja Georg Grikkjakonung. Nú var aðallinn farinn að pískra um samvistir konungs við „dóttur matsölukonunnar frá Baltimore". Svo var mál með vexti, að Mrs. Warfield tók nokkra „kostgangara“ eftir dauða manns síns, til þess að geta tryggt uppeldi dóttur sinn- ar. Stjórnin fór nú líka að fást við málið, sem hún hélt að væri „alvarlegs eðlis“. Svo sótti Mrs. Simpson um skilnað frá manni sínum, vegna ótrú- mennsku og fékk hann, eftir að maður hennar hafði játað á sig þá sök, að hafa dvalið á hóteli í Bray-on Thames með ónafngreindri stúlku, í tvo daga. — Fullan skilnað fær hún að sex mán- uðum liðnum. Það eru aðeins nokkrir dag- ar síðan að þetta komst allt í hámæli. Að vísu hafði verið haldið á lofti manna á milli allskonar sögum og slúðri og vestan hafs hafði þetta verið rætt mikið í blöðum um noklc- urt skeið. En ensku blöðin þögðu vandlega. Tilefnið til þess að allt komst af stað, var sú frétt að konungur ætlaði að giftast Mrs. Simpson. Þó hin- ir drottinhollu Bretar vildu unna konungi sínum fyllsta réttar og frelsis, þá fannst þeim of langt gengið að gera óbreyttan amerískan kven- mann, tvisvar sinnum fráskil- inn, að drottningu Englands og „fyrstu konu“ við ensku hirð- ina, þar sem engin fráskilin kona hafði dvalið, síðan Mary drottning kom til sögunnar! í Englandi er litið á hjóna- skilnað sem það varhugaverð- an hlut, að kirkjan reis strax upp á móti þessum ráðahag. Erkibiskupinn af Kantaraborg, æðsti maður ensku kirkjunnar, neitaði að gefa konunginum altarissakramentið við krýn- inguna, þ. e. a. s. neitaði hon- um um guðs náð. Kirkjan er voldug í Englandi og í póli- tiskum flokkum óttuðust menn að þessi ráðahagur kynni líka að hafa veikjandi áhrif á þá heilögu stofnun, sem konung- dæmið er í augum Englend- inga. Það er nokkuð einkennilegt, að það skyldi einmitt vera kvonfang konungs, sem olli þessum árekstrum, því það hefir alla tíð verið heitasta ósk hinna konunghollu Breta, að hann kvongaðist. Ótal prins- essur hafa verið nefndar í sam- bandi við nafn hans, og nú þegar hann loks vill kvongast, þá lendir þjóðin í uppnámi á móti honum. Þó að konungur hafi nú orð- ið að segja af sér, þá hélt hann því alltaf fram að engum kæmi einkalíf hans við. Hann hefir sjálfsagt átt hugi margra hinna lægri stétta þjóðfélags- ins, en allir hinir stóru og vold- ugu voru á móti honum. Þess hefir verið getið til, að ferð lians til námuhéraðanna í Wales hefði verið farin til að Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.