Nýja dagblaðið - 13.12.1936, Blaðsíða 3
N Ý J A
ÐAGBLAÖIÐ
6
NÝJA DAGBLAÐIÐ
Útgefandi: Blaðaútgófan h.f.
Hitstjóri
pórarinn pórarinsson.
Ritstjórnarskrifstofumar:
Hafn. 16. Símar4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa
Hafnarstr. 16 Sími 2323.
Áskriftargjald kr. 2,00 ó món.
í lausasölu 10 aura eint.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Sími 3948.
Hversvegna
hækka úfsvörin?
Mbl. játar það í gær, að
heildartekjur tekju- og eignar-
skattsins í Reykjavík hafi ver-
ið ca. 1120 þús. kr. árið 1928
og ca. 1230 þús. kr. árið 1936.
Blaðið játar líka, að af þessum
1230 þús. kr. árið 1936 hafi um
100 þús. kr. runnið í bæjarsjóð
Reykjavíkur, þannig að ríkið
hafi í ár ekki fengið nema 10
þús. kr. meiri tekju- og eignar-
skatt úr Reykjavíkurbæ en það
fékk árið 1928.
Þetta játar Mbl. En það
segir, að þennan samanburð
megi ekki gera vegna þess, að
hinar skattskyldu tekjur bæj-
arbúa hafi lækkað stórkostlega
síðan 1928. Þessvegna standi
tekju- og eignarskatturinn í
stað, enda þótt meira sé nú
lagt á hinar hærri tekjur.
Og Mbl. lætur ótvírætt á sér
skilja í þessu sambandi, að úr
því, áð tekjur bæjarbúa voru
svo miklu minni árið 1936 en
árið 1928, þá hefði líka heild-
arupphæð tekju- og eignar-
skattsins átt að minnka til
mikilla muna.
En hvemig er þá með út-
svörin, sem Morgunblaðið og
Sjálfstæðisflokkurinn hafa lagt
á bæjarbúa?
Hefir — þegar ákveðin var
heildarupphæð útsvaranna fyrir
árið 1986 — verið tekið tillit til
þess að heildartekjur bæjarbúa
höfðu lækkað stórkostlega?
Hafa útsvörin kannske verið
iækkuð ?
Árið 1927 lét Mbl.-flokkur-
inn Reykvíkinga greiða 1406
þús. kr. í útsvör.
Árið 1936 er þessi upphæð
komin upp í 3750 þús. kr.
Á sama tíma, sem heildar-
upphæð tekju- og eignarskatts-
ins til ríkissjóðs stendur í stað,
hafa úsvörin til bæjarsjóðs
nær þrefaldast.
Skattheimtumaður bæjar-
stjórnarinnar krefur nú inn
þrjá peninga móti hverjum
einum, sem hann krafði inn ár-
ið 1928.
Og illa fer á því, að sá skatt-
heimtumaður standi á gatna-
mótum og formæli skatt-
heimtumanni ríkisins, sem enn
lætur sér nægja sömu upphæð
og árið 1927!
Það er rétt, að tekjur bæjar-
búa hafa minnkað. En ef þeir
mega ekki við því að greiða
sömu heildarupphæð og áður í
tekju- og eignarskatt, þá mega
þeir þó ennþá síður við því að
Fimmtán fvrirspurnir
til Páis Vísis-ritstjóra
Páll Vísisritstjóri ritaði langa ,
grein nýlega um að Fram- j
sóknarmenn hefðu ekkert gert i
fyrir byggingarmál Háskóla Is- 1
lands, nema til tjóns og bölv-
unar. En þar sem það er vitað,
að ekki væri hafin hin minnsta
verkleg eða skipulagsleg byrj-
un til umbóta Háskólanum
nema fyrir hugkvæmd og at-
orku Framsóknarmanna, þá
þykir rétt að gefa Páli Stein-
grímssyni tækifæri til að sanna
með rökum ágæti íhaldsins
með því að svara þessum
spurningum:
1. Hvemig stóð á því, að í-
haldshetjurnar Sigurður Egg-
erz, Einar Amórsson, Jón
Magnússon og Magnús Guð-
mundsson voru samfellt
kennslumálaráðherrar frá 1914
til 1927, án þess að gera hið
minnsta fyrir byggingarmál
Háskólans ?
2. Hvernig stóð á því, að á
þessum árum sváfu allir aðrir
íhaldsmenn á málinu?
3. Var það hyggileg fram-
kvæmd af íhaldinu, að ætla
Stúdentagarðinum stað upp við
Skólavörðutorg, með aðalhlið
móti norðri?
4. Var það þýðingarlaust
fyrir Háskólann er J. J. skrif-
aði kennurum hans og bað um
og fékk tillögur þeirra um hús-
þörf deildanna?
5. Var það þýðingarlaus
framkvæmd í málinu, er J. J.
gerbreytti framtíðarskipulagi
háskólans með því að undirbúa
að hann fengi marga ha. af
landi og gæti reist sér mörg
hús í samfelldu hverfi, í stað
þess að íhaldið hafði ímyndað
sér að ekki þyrfti nema eina
byggingu inni í bænum?
6. Var það skaðlegt að gera
þá kröfu til Reykjavíkurbæjar,
að hann gæfi Háskólanum þetta
mikla land, og að þetta er nú
orðið að veruleika?
7. Var það skaðlegt að Fram-
sóknarflokkurinn kom skipu-
lagslögum Háskólans gegn um
Alþingi 1930—32, þrátt fyrir
óvild íhaldsins?
8. Var það til að flýta fyrir
háskólamálinu, að Jón Þorláks-
son neitaði samþykkis síns
flokks til þess að háskólabygg-
ingarlögin yrðu afgreidd á Al-
þingi 1930?
9. Sýndi það vanmátt um
undirbúning málsins, að Há-
skólinn gekk glaður inn á hug-
mynd J. J. um stóru lóðina og
samstætt háskólahverfi ?
10. Hver hyggindamunur í
undirbúningi málsins kemur
fram í því, að íhaldið er búið
að eyða 20 þús. kr. í grunn
handa Stúdentagarðinum uppi
greiða þrisvar sinnum hærri
útsvör. Þetta er svo einfait, að
Mbl. ætti að skilja það.
við Skólavörðu, en hverfur svo
þegjandi þaðan „á stóru lóð-
ina“, sem J. J. hafði útvegað
með þriggja ára baráttu?
11. Dettur nolckrum manni í
hug, að hægt hefði verið að
koma „happdrætti Háskólans“
í gegn á Alþingi 1933, ef ekki
liefði verið undangengin bar-
áttan um byggingarlöggjöfina
og „stóru lóðina“?
12. Hversvegna var íhaldið
svo hrætt, jafnvel eftir þennan
undirbúning, að M. J. fyrrum
docent var alveg trúlaus á
framgang happdrættisins 1933 ?
Er slík hræðsla undanfari
skjótra framkvæmda?
13. Hvað finnst íhaldinu
um þær sannanir, sem nú
liggja fyrir, að það var Fram-
sóknarmaður, sem kom fram
með happdrættishugmyndina
1933 í sambandi við háskóla-
bygginguna og þrýsti henni
upp á hlutaðeigendur?
14. Hvað segir Vísir um alla
þá tregðu og brigðmælgi, sem
verið hefir frá hálfu íhaldsins
um að afhenda til Háskólans
landið, sem K. Zimsen hafði
lofað og Framsóknarmenn
byggt á?
15. Og hversu vill Vísir út-
skýra velvild íhaldsins til
Háskólans, þar sem meirihluti
bæjarstjórnar berst fyrir því
að leggja höfuðumferðargötu
suður að Skerjafirði, „grútar-
veginn“ svokallaða, gegn um
háskólalóðina?
Þegar Páll Steingrímsson er
búinn að svara fyrir sig og 1-
haldið í þessum efnum, þá fer
hróður afturhaldsins að vaxa.
Nýkomid
Ódýrar
kventöskur
Mjög kærkomin
og nytsöm jólagjöf.
Verö Srá kr. 6,50.
Barnatöskur,
afarskemmtilegar,
grænar, bláar, rauðar
og gráar.
Allar lítlar telpur
í bænum þrá þessar
töskur í jólagjöf.
Bankastræti 7.
Kynsléðir koma!
Jarðarför Ragnheiðar litlu dóttur okk-
ar fer fram að Lágafelli mánudaginn 14.
desember kl. 2.
Húskveðja hefst að Reykjum kl. 12,30
á hádegi.
Ásta Jónsdóttir
Bjarni Ásgeirsson.
Hiýr klæðnaður
og hentugar
er fyrsta skilyrðið txl að tryggja
heilsuna og viðhalda henni.
Gefjunarvörur eru miðaðar við
parfir íslendinga og fullnægja öll-
um skynsamlegum kröfum, sem
til peirra eru gerðar.
— Leitið upplýsinga hjá umboðs-
mönuum vorum, sem eru i flest-
um verzlunarstöðum landsins. —
í Reykjavík á Laugaveg 10.
Klæðaverksm. GEFJUN,
Akureyri.
ZDsTý’jar bækur:
Björgúlfur Ólafsson:
Frá Malajalöndum
Eadarminningar höfundarins frá veru
hans 1 nýlendum Hollendinga um
margra ára skeið, með fjölda ágætra
mynda.
Páll V. G. Kolkas
Ljóð og ljóðaþýdingar
Einar Benediktssons
Öll rit skáldsins,
sem út hafa komið — í snotru baudi.
Allar pessar bækur fást hjá bóksölum.
Góð bók er kærkomnasta jóiagjöfin.
Bókaverzlunin Mimir h.f.
Austurstræti 1. — Sími 1336.
Ég sýní Silfurrefaskinn
í glugga Leðurverzlunar Jóns Brynjólfssonar.
Nokkur lítið gölluð skinn verða seld frá kr. 100,00.
Er til viðtals á Hótel ísland, mánudag kl. 10—1
og 4—7, þriöjudag kl. 4—7 og miðvikudag kl. 10—12.
Einar Farestveit.