Nýja dagblaðið - 13.12.1936, Blaðsíða 4
REYKJAVIK, 13. DES. 1936.
NYJA DAGBLAÐIÐ
HHiGanil3 BlóHB
Synir
hrokans
Bráðakemmtileg
amerísk
kvikmynd
Þekktir leikarar.
Sýnd kl. 7 og 9.
Kl. 5:
Konuþrællinn.
Mrs. Simpson
Framh. af 2. síðu.
afla honum vinsælda með til-
liti til þessa máls, enda varð
hún mjög vel séð. Hann sýndi
enn einu sinni, að hann gat tal-
að við menn af öllum stigum
og skyldi þá. Hugarfar hans er
það sama og þegar hann á
æskuárum sinum dansaði að-
eins við búðarstúiku á dans-
skemmtun einni. Hinum „fínu“
dömum fannst nóg um og ein
þeirra minnti hann á, að stúlk-
an væri ekki úr hans stétt.
„Minni stétt? Er hún nokk-
uð betri en aðrar?“ sagði
prinsinn.
Mrs. Simpson er ekki af
þeirri stétt, að hún geti sam-
kvæmt erfðavenjunum verið
drottning Englands. Þetta er
gamla sagan, sem endurtekur
sig, sagan úr skáldsögunum og
óperettunum, um ást og skyld-
ur, sem rekast á.
Játvarður konungur hefir
metið meir heiður sinn en
tign. Það er óvíst nema sagan
telji honum það til lofs, og frá
sjónarmiði flestra er hann nú
meiri maður en áður.
(I grein þessari er að miklu
leyti stuðst við frásögn danska
blaðamannsins Einard Skov,
sem hefir skrifað allmikið í
„Politiken").
Anná.11
Veðurspá fyrir Reykjavik og
nágrenni: Hægviðri fram eftir
deginum. Síðan vaxandi austan-
átt og sennilega snjókoma með
kvöldinu.
Næturlæknir er næstu nótt
Kristín Ólafsdóttir, Ingólfsstræti 6,
simi 2161; aðra nótt Ólaíur t>or-
steinsson, Landsspítalanum, sími
1774.
Næturvörður er þessa viku í
Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúð-
inni Iðunn.
Dagskrá útvarpsins: Kl. 10,40
Veðurfregnir. 10,50 Morguntónleik-
ar: Brahms: a) Symfónía, nr. 1;
b) Screnade; c) Akademiski for-
leikurinn. 12,00 Hádegisútvarp.
13,00 þýzkukennsla, 3. fl. 13,25
Dönskukennsla, 3. fl. 14,00 Messa
í Fríkirkjunni (séra Ámi Sigurðs-
son). 15,15 Miðdegistónleikar: Lög
eftir rússnesk tónskáld. 16,30 Es-
perantokennsla. 17,00 Frá Skák-
sambandi íslands. 17,40 Útvarp til
útlanda (24,52 m.) 18,30 Barnatími.
19,10 Veðurfrcgnir. 1920 Hljómplöt-
ur: Létt klassísk lög. 19,55 Auglýs-
■ngar. 20,00 Fréttir. 20,30 Erindi:
Um löghlýðni (Bjöm Blöndal Jóns-
son löggæslumaður). 20,55 Kór-
söngur (Karlakór Reykjavikur).
21,30 Upplestur: Úr ritum Jóns
Trausta, IV. (Sigurður Skúlason
magister). 21,55 Danslög (til kl.
24).
Messur í dag: f dómkirkjunni:
Kl. 11, sr. Bjami Jónsson. Kl. 2
(bamaguðsþjónusta), sr. Friðrik
Hallgrímsson. Kl. 5 sr. Friðrik
Hallgrímsson. — í fríkirkjunni:
Kl. 2 sr sr. Ámi Sigurðsson. í
Laugamesskóla. Kl. 10,30 sr. Garð-
ar Svavarsson. — f Hafnarfjarðar-
kirkju. Kl. 5 sr. Garðar Svavarsson.
Mikil aðsókn hefir verið að
læknavali Sjúkrasamlagi Reykja-
víkur, sem hefir farið fram tvo
undanfama daga i Goodtemplara-
húsinu. Læknavalið heldur áfram
á sama stað á morgun og næstu
daga.
Hjúskapur. Gefin voru saman í
hjónaband í gær af sr. Friðrik
Hallgrímssyni ungfrú Kristín Guð-
jónsdóttir frá Ásgarði í Grímsnesi ;
og Ilalldór Diðriksson, bóndi á |
Búrfelli í Grímsnesi. Heimiii
ungu hjónanna verður að Búrfelli. í
Ávarp Mary
Framh. af 1. síðu.
minninguna um hann og þjón-
ustu hans í kærleiksríkum hjört-
um.
Ég fel yður nú bróður hans, sem
hefir verið kvaddur til konung-
dóms á svo óvæntan hátt, og und-
ir kringumstæðum, er hljóta að
valda honum sársauka. Ég treysti
því, að þér munuð auðsýna hon-
um þá hollustu og þá velvild, sem
þér auðsýnduð föður hans, og þér
hefðuð haldið áfram að auðsýna
bróður hans, eí hann hefði verið
áfram við völd. Ég fel yður mína
hjartkæru tengdadóttur, drottn-
inguna, og get einskis betra óskað
henni, en þess, að hún fái notið
hinnar sömu ástúðar og ég hefi
notið hjá yður í 26 ár. Ég veit, að
þér hafið þegar tekið ástfóstri við
börnin, Ég vona, að þrátt fyrir
það, sem nú hefir átt sér stað,
jafnvel í gegn um það, megi hin
dreifðu lönd brezka samveldisins
tengjast enn fastari böndum bróð-
urlegs skilnings, og hollustu við
krúnuna. Guð veri ætíð með yður
öllum“. (FÚ).
Fyrsta ferd Sam-
einaða gufuskipa
félagsins 1937.
Ms.Dronning
Alexandrine
Frá Kaupmannahöfn 6. janúar
— Thorshavn 8. —
— Vestm.eyjum 10. —
1 Reykjavík 10. —
Frá Reykjavík 10. —
— ísafirði 12. —
Siglufirði 13. —
Á Akureyri 13. —
Frá Akureyri 15. —
— Siglufirði 15. —
— Isafirði 16. —
I Reykjavík 17. —
Frá Reykjavík 18. —
— Vestm.eyjum 19. —
— Thorshavn 20. —
I Kaupmannahöfn 23. —
Tryggvagötu. — Sími 3025.
Skipaafgreiðsla
Jes Zimsen
Tryggvagötu. Slmi 3025.
í dag kl. 3—5 e. h.
DANZAÐ
10 manna hljómsveit
— J. Quinet stjórnar.
K a n p I d
Jólabazar
opna ég bráðlega, í Hafnar-
stræti (áður Zimsens-verzlun),
með leilcföng og jólatrésskraut,
kerti og allskonar jólavaming.
lólaliéD a kiin
Amatörverzlunin
Austurstræti 6.
Þorl. Þorleifsson.
4. ÁRGANGUR — 288. BLAÐ
Nýja Bió Mgii
Sonur
læknisins
Áhrifamikil og fögur
amerísk kvikmynd.
Aðalhlutverkin leika:
Randolph Scott,
Martha Sleeper
og undrabamið
Buster Phelps,
sem er aðeins 5 ára gam-
all, en mun hér sem alls-
staðar annarsstaðar heilla
hugi kvikmyndahúsgesta,
jafnt ungra sem gamalla
með sínum frábæra leik,
ekki síður en litla Shirley
Temple.
Aukamynd:
Æfintýrið um
skósmíðínn góða
Litskreytt teiknimynd. —
Sýnd í kvöld kl. 5, 7 og 9.
Bamasýning kl. 5.
Lækkað verð kl. 7.
Nýkomin falleg efni í upp-
hlutsskyrtur og svuntur. Urval
af nýtízku kvenblússum, satin
pilsum og kjólum. — Sauma-
stofan „Uppsölum“, Aðalstræti
18. Hildur Sivertsen. Simi
2744.
M E L E E S A 38
óbyggðanna yrði liann að leita hennar, og hann
skyldi ekki hæt'ta fyr en hann fyndi hana, þó það
tæki hann hálfa æfina.
Það var komið fram yfir miðnætti, þegar How-
land breiddi úr loðskinnunum og lagðist til svefns.
Hann opnaði dymar á stónni og horfði inn í deyj-
andi eldsglæðurnar, og er honum var að síga í
brjóst, þá heyrði hann úlfsýlfur, alveg samskonar
og það er hann hafði heyrt kvöldið góða í Prins
Albert, og hann fór að hugsa um hvemig hann
gæti heyrt þetta í gegn um hina þykku bolfelldu
trjáveggi kofans.
Hann fékk ráðninguna á því mörgum stundum
síðar, er hann vaknaði og sá sólargeisla á gólfinu,
er skein inn um ofurlitla glufu, sem var í einn vegg
kofans uppi undir rjáfrinu.
Eftir að hann hafði snætt morgunverð, dró hann
borðið að veggnum, og með því að standa upp á
því, gat hann horf't út um glufuna. Á að gizka
fimmtíu faðma í burtu tóku skógarþykknin við, og
þar í útjaðri greniskógarins, sá hann litla kofann
með rauðu flaggdruslunni, sem Croisset hafði skýrt
honum frá, og það fór ósjálfrátt hrollur um hann
við þá sýn.
Þennan morgun virtist Howland að timinn mundi
aldrei ætla að líða. Sér til gamans fór hann rann-
sóknarför hringinn í kring í herberginu og athug-
aði allt nákvæmlega, og varð einkis var, er honum
fyndist eftirtektarvert. Hann athugaði dyrnar og
sá að vonlaust var að sleppa út um þær. Og opið,
sem snéri út að kofanum með flagginu, var svo
lítið, að hann gat með naumindum komið hand-
leggnum út um það. I fyrsta sinn eftir að æfintýri
hans byrjuðu í Prins Albert fann Howland sárt
til þess hve lítið hann gæti. Hann var þama fangi,
eins og rotta í búri — og hann Jack Howland hafði
látið einn mann setja sig í þetta fangelsi.
Honum hitnaði við tilhugsunina um þetta. Hann
hafði bara verið eins og peð í stóru og dularfullu
tafli. Það var að minnstu leyti honum sjálfum að
þakka að hann slapp frá árásinni hjá Prins Al-
bert, og umhugsunarlaust hafði hann látið narra
sig að göngunum, og á ný það sama kvöld var
hann ginntur, — og að síðustu hafði hann látið
Croisset fara með sig eins og óþægan krakka.
Hann æddi fram og til baka eins og úlfur í búri
og hann varð rauður í framan af reiði. Hann var
alveg blindur fyrir því hvernig atvikin höfðu leikið
á hann, og sá enga afsökun fyrir sjálfan sig.
Aldrei hafði hann óttast eða slegið af, og fífl-
dirfska hans hafði vakið undrun bæði hjá Meleesu
og Croisset, en samt sem áður hafði hann verið
hafður að leiksoppi. Frá því að hann hafði stigið
fæti sínum inn í kínverska kaffihúsið, hafði hann
orðið að dansa eftir annara pípu. Hversvegna hafði
hann ekki notað aðstöðu sína gagnvart Croisset,
eins og Croisset og Jack höfðu neytt sinnar aðstöðu
gagnvart honum?
Hann sá nú glögglega hvað hann hefði getað
gert.
Einhversstaðar að baki hans og Croissets hafði
sleðinn með Jack og Meleesu farið út af leið
þeirra og lengra til norðurs. Því hafði hann ekki
tekið Croisset til fanga í staðinn fyrir að halda
þetta heimskulega loforð sitt, og neytt hann með
skammbyssunni að að fylgja þeim eftir og elta þau
uppi. Og þá! Hann brosti, en það var harka og
vægðarleysi í brosinu. Þá hefði hann haft yfirhönd-
ina. En hvað hefði Meleesa gert?
Ein spurningin rak aðra í huga hans, og hann
svaraði þeim jafnóðum sjálfur. Meleesa elskaði
hann. Hann þyrði að leggja líf sitt að veði fyrir
því. Hann fann kossa hennar brenna á vöngum sér.
Hún hafði kropið á kné við hlið hans og haldið
höfði hans í faðmi sér og hann mundi glöggt hina
sönnu og eilífu ást, er hafði skinið í gegnum
hryggðarsvipinn á andliti hennar. Hún elskaði
hann, og hann hafði látið hana sleppa svo auðveld-
lega úr höndum sér. Ef hann hefði sigrazt á Crois-
set og Jack —
Hann hætti í miðju kafi. Var það ofseint ennþá?
Croisset ætlaði að koma til baka. Howland minntist
þess með feginsleik, að hann hafði yfirunnið tor-
tryggni kynblendingsins með framkomu sinni. Hann
trúði ekki öðru en það mundi reynast auðvelt að
yfirvinna Croisset, og neyða hann til þess að fara
með sig til Meleesu, — en hvar var hún? Máske
meðal þeirra, er vildu hann feigann, og héldu að