Nýja dagblaðið - 15.01.1937, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 15.01.1937, Blaðsíða 3
N Y J A DAGBLAÐIÐ 8 Tvenn viðhorf í réttlætismálnnum NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: Blaöaútgófan h.f. Ritstjóri pórarinn pórarinsaon. Ritstjórnarskrifstofumar: Hafn.16. Símar4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskriístoía Hafnarstr. 16 Sími 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. f lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Edda h.f. Sími 3948. Heilræði Mbl. í g J aldeyrí smáliim Mbl. skýrir frá því nýlega með miklum gleðilátum, að sænskur maður hafi ráðlagt dönsku stjórninni, að hætta við innflutningshöf'tin, og taka gjaldeyrislán í Svíþjóð. Skorar Mbl. á íslenzku ríkis- stjórnina að gefa gaum að þessu úrræði og lætur ótvírætt þá skoðun í ljós, að þetta myndi vera hið mesta heillaráð fyrir okkur Islendinga. Á það skal hér enginn dóm- ur lagður, hvort skrif hins sænska manns, sem áður voru nefnd, séu fremur miðuð við hag Svía en Dana, og um á- stæður Dana í gjaldeyrismál- um skal hér heldur ekki sér- staklega rætt. En þetta nýja úrræði í gjaldeyrismálum okk- ar íslendinga, sem aðalblað Sjálfstæðisflokksins nú gerist formælandi fyrir, er fyllilega þess vert, að því sé athygli veitt. Eins og kunnugt er hafa innflutningshöftin og starfsemi gjaldeyrisnefndar áorkað því, að innflutningur erlendra vara á árinu 1935 var um 7 milj. kr. lægri en árið 1934. Og árið 1936 var innflutningurinn um 9 milj. kr. lægri en árið 1934. Hinar nýju gjaldeyrisráð- stafanir hafa þannig þau tvö ár, sem þær hafa verið í gildi, lækkað innflutninginn um sam- 'tals 16 miljónir króna frá því sem var árið 1934. Hér álítur Mbl. að hafi verið rangt að farið. Innflutningur erlendra vara hefði átt að vera frjáls, hvað sem greiðslumætti framleiðslunnar leið. En ef fylgt hefði verið ráð- um Mbl. hefði ríkið eða bank- amir átt að taka 16 milj. kr. erlent lán til að borga þann vöruinnflutning, sem fram- leiðslan hrökk ekki til að borga. Ríkisstjórnin vildi ekki taka þessa stefnu. Hún tók það ráð, að hindra innflutning á þeim erlendu vörum, sem þjóð- in gat ekki borgað með útflutn- ingsvörum sínum. En nú geta menn áttað sig a Morgunblaðsstefnunni í gjald- eyrismálum. Niðurstaða hennar hefði verið þessi: Óhindraður ínnflutningur á árunum 1935 og 1936 — og 16 milj. lcr. ný ríkisskuld erlendis um síðustu árnmót. Það er gott að aðalmálgagn Sjálfstæðisfloklcsins hefir sagt hug sinn svo greinilega. Þegar sniðugasti stjómmála- maður Mbl.-stefnunnar, Jón Magnússon, andaðist 1926 var ástand réttarfarsmálanna þann ig, að í sýslumannsembættin hafði hann valið Boga Bryn- jólfsson og Einar Jónasson og búið að öllum sýslumönnum eins og hæfilegt var að búa að þessum tveim mönnum. . Lög- reglan í Reykjavík var fámenn, stjórnlítil og fyrirlitin. Ef dón- ar réðust á lögreglumenn, urðu þeir að fára í einkamál til að ré'tta hlut sinn. Sýslumönnum cg bæjarfógetum var talið leyfilegt að féfletta dánarbú í sambandi við skiptamál. í hæstarétti voru gamalmenni slitin úr tengslum við lífið. Fangelsi landsins var svo lítið að það rúmaði ekki nema 20% af þeim, sem dæmdir voru, og öll gerð þess var svo andstyggi- leg, að hraustir menn gátu mist þar heilsuna á nokkrum vikum. Venjan var líka sú, að láta aldrei í fangelsi nema öreiga og umkomulausa menn. Á sjónum var ástandið þannig, að hið ný- byggða gæzluskip, Óðinn, var ósjófært og vanskapað. Óregla ^’ar af því tægi á gæzluskipun- um, að fyrir kom að flytja varð einkennisbúna menn af flotan- um ósjálfbjarga í hjólbörum um borð. Og andi gæslunnar var þannig, að Ágúst Flygen- ring hafði lýst yfir í þinginu, að togurunum íslenzku væri stjómað inni í landhelginni með dulmálsskeytum og skipstjórar j'eknir frá stöðu sinni, ef þeir vildu ekki gerast veiðiþjófar í landhelginni. Framsóknarflokkurinn hefir farið með forustu dómsmál- anna í 8 ár, af þeim sem liðin eru síðan Jón Magnússon dó. Og á þessum 8 árum hefir F ramsóknarflokkurinn með stuðningi þingflokks verka- manna, og fyr á árum með stuðningi Alþýðubl. komið á gagngerðum umbótum í þess- um efnum, svo víðtækum og áhrifamiklum, að sjaldgæft er í sögu nokkurs lands að svo vel hafi tekizt á jafn skömmum tíma. Síðan þá eru valdir úr- valsmenn í sýslumannaembætt- in og byrjað að viðurkenna gildi stéttarinnar. Lögreglan í Reykjavík er úrvalslið, vel búið og vel haldið á rétti þess. Þeg- ar Finnbogi Rútur ræðst á lög- regluna, þá er mál þeirra skýrt í þessu blaði. Fé dánarbúa er nú óhult í höndum skiptaráð- enda. I Hæstarétti eru vel starfhæfir menn, sem njóta al- mennrar tiltrúar. Fangelsið í Reykjavík er nú ekki lakara en leiguherbergi í bænum. Á vinnuhælinu á Litla-Hrauni er húsnæði fyrir um 40 menn, undir skilyröum, sem eru ein lun beztu og myndarlegustu, sem til eru í nokkru landi í álf- unni, þar sem hegning á fram að fara. Á sjónum hefir slarkið hætt á gæzluskipum og Ægir auk gæzlustarfanna tekið upp margskonar önnur björgunar- störf fyrir landið. Að lokum hefir tekizt með 7 ára þrot- lausri baráttu að stemma stigu fyrir því að veiðiskipum sé stjómað inn í landhelgina með ískeytum frá íslendingum gegn um íslenzka lof’tskeytastöð, sem ríkið starfrækir. Mönnum, sem þekktu til áður og hafa komíð til íslands á síðustu missirum, hefir brugðið við þennan mun. Þeim hefir virzt að í réttarfarsmálunum hafi umbótin, undir stjóm Fram- sóknarmanna verið svo gagn- gerð, að kalla mætti að í þess- um efnum væri hér nýtt land og ný þjóð. Sá hugsunarháttur, sem þess- ar umbætur byggjast á, er að allir eigi að vera jafnir fyrir lög-unum, að framkvæmd lag- anna eigi að vera djörf, stílföst og réttlát. Að armur laganna nái til allra, en að í fram- kvæmd réttvísinnar sé hvorki beiskja né hefnigimi. Eitt af því sem skiftir höf- uðmáli í þessu sambandi, er notkun gæzluvarðhalds. Eg hefi nefnt dæmi frá stjómar- tíma Jóns Magnússonar, þegar gæzluvai’ðhald var framkvæmt með reiddum hnefum, og skammbyssum í höndum sið- lausra lítilmenna. En hjá Jóni Magnússyni var viðvaningsbragurinn um alla framkvæmd réttarfarsins heil- steypt kerfi. Það var gert ráð fyrir að engir nema umkomu- leysingjar eða andstæðingar Mbl.-manna yrðu fyrir armi laganna. Þess vegna mátti gæzluvarðhald vera fram- kvæmt á hrottalegan hátt, og gæzluvarðhalds húsakynnin sannarlegt pestarbæli. En þennan hro'ttaskap flyt- ur Finnbogi Rútur nú inn í það réttarskipulag, sem Fram- sóknarmenn hafa komið á. Ef hver maður sem er settur í gæzluvarðhald vegna yfir- heyrslu, á von á því að vera ó- virtur og stimlaður eins og stórafbrotamaður, þá gerir það dómaranum illkleyft að nota gæzluvarðhald í rannsókn sinni. Frekja og ruddaskapur Finnboga Rú'ts í sambandi við réttarrannsóknir, er, eftir því sem við verður komið, eftirlík- ing af framkomu íhaldsins, meðan það skammtaði verka- mönnum réttlætið, með barefl- um og skammbyssum. Eins og nú er komið, er Finnbogi Rútur og félagi hans, Sigfús Sigurhjartarson, sér- staklega skaðlegir fyrir þá eðlilegu þróun, sem er að ger- as't í réttarfari landsins. Þeir hafa lygnt augunum yfir verzl- uninni við mann sem sveik 70 Þús. kr. út úr Útvegsbankanum En þeir ofsækja Landsbanka- stjórnina fyrir að kæra þjófn- BXÓI3ST SVIKARl „Svikari" er amerisk tal- mynd. Hún gerist í Dublin á byltingartímanum 1922. Mynd- in er áhrifamikil og vel leikin. Victor McLaglen leikur írskan atvinnuleysingja, sem framsel- ur lögreglunni bezta vin sinn í því skyni að afla sér fjár. Þessi vinur hans hafði í óeirðunum crðið manni að bana. Ástæðan, sem kom írlendingnum til þess að svíkja vin sinn var sú, að hann ætlaði að hjálpa unn- ustu sinni frá mikilli niðurlæg- ingu og bæði ætluðu síðan að strjúka til Ameríku. En sá draumur rættist aldrei, því Ir- lendingurinn var sjálfur skot- inn skömmu síðar. Víða í myndinni eru eðlilegar sýning- ar af þeim hörmungum og grimmd, sem ætíð eru samfara borgarastyrjöldum. að og svik í bankanum. Þeim virðist vera stórilla við að svikin séu kærð. Framkoma þeirra bendir alveg ótvírætt á, að þeim sé það mikill sársauki, að Landsbankinn hefir fengið erlendan glæpamálafræðing til að vinna að rannsókninni. Þetta sézt á því að þessir ná- ungar gleymdu alveg seðla- hvarfinu í Landsbankanum um leið og íslenzka lögreglan hætti rannsókninni. Ef Lands- bankastjórnin hefði svæft málið, myndi aldrei hafa verið minnst á málið framar. Það hafði ekki skrumauglýsinga- gildi. En þegar yfirstjóm bankans tekur á málinu með festu og alvöru, þrautreynir fyrs't bæjai’lögregluna og leitar þá til æfðari manna með meiri verklega æfingu, þá dynja á bankastjórninni æmleysis- skammir. Og fyrir hvað? Vit- anlega fyrir að hilma ekki yfir svikin, heldur neyta allra bragða til að koma þeim upp. Ilarðfylgi yfirmanna bankans til að kreppa að þeim seka, leiðir Finnboga Rút til að lýsa því yfir að líkast sé að banka- stjórnin kenni undinnönnum sínum að stela. Þannig er ráð- izt á þá sem kæra þjófnaðinn. í áframhaldi af þessu er svo ráðizt á vitni í ósönnuðu máh. Það er skemmtilegur þáttur í þessu máli, að Finnbogi Rút- ur hefir ráðizt á mig með brigslum um að ég vildi eyði- leggja rannsóknina, af því ég ætti sæti í bankaráði Lands- bankans! í hans augum skiptir ! það náttúrlega ekki máli, að i það er sameiginlegt áhugamál allra í stjórn Landsbankans að ! koma svikunum upp, og þar er { ekki látið staðar numið við ' skrumauglýsingar. Og það má vera heimskur maður í aðstöðu Finnboga Rúts, sem leggur út í orðasennu við mig með brigslum. um að ég haldi hlífi- skildi yfir spilltu réttarfari. Ég ; hefi verið það mikið riðinn við þá gerbreytingu í menningar- átt, sem orðið hefir á íslenzku réttarfari síðan 1927, að það verkar eins og spaugileg öfug- mæli hjá piltungi, sem ekkert hefir gert í þeim efnum, nema að þegja um ávísanasvik Bjöms Björnssonar og þegar þýfið í útibúinu vestra var borgáð með smjörlíki. Ég hefi nú rakið allmarga ' þætti í þessu máli. Með árás sinni á aðalgjaldkera Lands- bankans í hálfrannsökuðu máli I hefir Finnbogi Rútur ráðizt inn í þá byggingu, sem Fram- : sóknarflokkurinn er vel á vegi með að reisa. Hann hefir reynt að lauma inn í framkvæmd réttarfarsins venjum frá mann- leysutímunum. Þess vegna hefir hann verið lagður á metaskálar, veginn og léttvæg- ur fundinn. Þess vegna stendur hann nú í sömu sporum og þeir andstæðingar Framsókn- armanna, sem stóðu fyrir rértt- arfarinu eins og það var í framkvæmd 1927. J. J. Tilkynning. Stjórn Sjúkrasamlagsins ákvað í gær, til þess að greiða fyrir samlagsmönnum um afgreiðslu, að fyrst um sinn verði samlagsmönnum einnig afhent samlagsskír- teini í afgreiðslu gamla Sjúkrasamlggsins í Bergstaða- sti-æti 3, enda geta samlagsmenn einnig greitt þar ið- gjöld sín frá áramótum, þó því aðeins að menn hafi goldið iðgjöldin fyrir alla mánuðina júlí—desember 1937 og afhendi þar kvittanaspjöldin. Afgreiðslan í Bergstaðastræti 3 er opin alla virka daga frá kl. 1 til kl. 6 síðdegis. Reykjavík, 14. janúar 1937. Sjúkrasamlagf Reykjavíkur. 2—3 herbergi og eldhús með ný- tizku þægindum óskast Srá 14. maí n. k. Uppl í síma 3948 eltir kl. 4.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.