Nýja dagblaðið - 15.01.1937, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 15.01.1937, Blaðsíða 4
REYKJAVlK, 15. JAN. 1937. Gtmla Bló Svikarí Stórfengleg og spenn- andi talmynd frá irsku uppreisninni 1922. Aðalhlutverkið leikur af framúrskarandisnild Victor McLaglcn. Böm fá ekki aðgang. Rútur - Yilmundur J. J. mun nú ætla að unna Finnboga Rúti nokkurrar hvíldar í bili, enda er Rútur nú svo örmagna að hann virðist hafa beðið landlækni að skjóta fyrir sig skildi. Á Vil- nundur þó fullt í fangi með „moðhausinn“ út af innflúenz- unni. En það mun mega full- yrða landlækni til huggunar, að einhverjir Framsóknarmenn eiga í fórum sínum lítilf jörlegt piagg, skrifað af honum eftir samvistir við Jón Auðunn 1934, sem vel mætti lána til birting- ar í Alþýðublaðinu, áður en hann hættir sér út í næstu framboðsglímu. F yrirspurn til Alpýðubl. Framh. af 1. síðu. sjónarmiði Alþýðublaðsins en að reka bankastjóra Útvegsbankans og jafnvel hegna þeim fyrri þessa vanrækslusynd? Hvers vegna dettur Finnboga Rút í hug að dylgja mcð það móti betri vitund að Landsbanka- stjómin hafi ekki kært allar mis- fellur í bankanum, sem varða við iög, til lögreglunnar? Samvinnuskólamenn ættu að :íaupa miða að árshátíð sinni i tlag. það getur orðið of seint á mörgun. þeir fást á afgr. Nýja tiagblaðsins. NYJ A DAGBLAÐIÐ 5 argangur - »• Annáill Veðurspá fyrri Reykjavík og ná- grenni: Stinningskaldi norðan. Úr- kc-mulaust að mestu. Næturlæknir er í nótt Kristján Grímsson, Hverfisgötu 39, simi 2845. Næturvörður er í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Útvarpað í dag: 12 Hádegisút- varp. 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Vcðurfregnir. 19,20 Hljómplötur: Létt lög. 19,30 Erindi Búnaðarfé- lagsins: Sauðfjárræktin, Páll Zop- hóníasson. 19,55 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Bækur og menn (Vil- hjálmur p. Gíslason). 20,45 Kvöld- vaka: a) Pálmi Hannesson rektor: Sumarið 1784; fc) Sigfús Halldórs frá Höfnum: Bófaöldin i Ameríku, I; c) Kjartan Gíslason írá Mos- felli: Kvæði; d) sr. Ámi Sigurðs- son: Upplestur. — Ennfremur rönglög. Reykjavíkurstúkan fundur í kvöld kl. 8!/2. Aflasölur toyaranna. Geir seldi 1218 vættir fiskjar í Grímsby í Grímsby í fyrradag fyrir 1239 sterlingspund. íþróttaæfiny hjá 1. fl. karla i Ármanni fellur niður i kvöld. Af veiðum kom í gær togarinn Kári með 2500 körfur fiskjar. Aðalfundur Rangæingafélagsins verður í kvöld (15. þ. m.) kl. 8% i Oddfellowhúsinu niðri. Að lokn- um venjulegum aðalfundarstörfum verður dansað til kl. 1 e. miðn. Jón Marteinsson bóndi á Bjarna- stöðum í Bárðardal varð sjötugur 11. þ. m. Hann hefir búið á Bjarnastöðum í 42 ár og jafnan verið með gildustu bændum hér- aðsins. Bjarnastaðir liggja við norður jaðar Ódáðahrauns og lá túnið undir stórskemmdum af sandroki þegar Jón byrjaði bú- skap, en honum tókst að hefta sandrokið og auka töðufall úr 30 hestum upp upp í 330 hesta. þá hcfir hann og reist íbúðarhús, bú- peningshús, votheyshlöður, þur- hcystílöður, áburðargeymslu og 8 kílóvatta rafstöð — allt stein- steypt og járnþakið. Hann hefir og leyst af höndum trúnaðarstörf fvrir sveit sína, verið oddviti, sýslunefndarmaður og formaður Búnaðarfélags um 20 ár. — FÚ. Vegna umhleypinganna hefir verið örðugt að moka snjó af vegum með þeim árangri að þar yrði bílfært nema stuttan tíma i einu. þannig hafa verið gerðar tvær tilraunir til að opna veginn frá Lögbergi að Kolviðarhóli. Hef- ir sú orðið raunin á í bæði skipt- in að eftir stuttan tíma hefir vegurinn orðið ófær aftur vegna Captam Blood verður eftir ósk fjölda margra sýnd í kvöld. Lækkað verð. Aðgöngum.-pöntunum í síma ekki veitt mót- taka. Börn fá ekki aðgang. snjókomu og skafviðra. Enn munu 28 menn verða sendir í dag til að moka snjó af þessuni vegkafla, en i gær var svo komið, að ekki var bílfært nema örsmammt upp fyrir Lögberg. Nóva fór i gærkvöldi áleiðis til Noregs. Álfadans og brenna er í kvöld á Iþróttavellinum. S. Cr. T. Dansleikur í Góðtemplarahúsinu laugardagskvöldið 16. janúar kl. 9,30 e. hád. Allur ágóðinn rennur tíl Veirarhjálparinnar. Allir góðir menn og konur, sem styrkja vilja Vetrar hjálpina, ættu að stuðla að góðum árangri. Hln vel pekkta S. G. T.-hljómsveit spilar- Askriftarlisti og aðgöngumiðar í Góðtemplarahúsinu frá kl. 1 e. h. á laugardag. Simi 3355. Stórfenglega brennu ogálfadanz hafa hin góðkunnu íþróttafélög Ármann og K, R. á íþróttavellinum 1 kvöld kl 9. Álfadanzinn er sá fullkomnasti sem sést hefir hér. Tilkomumiklar flugeldasýningar! Margir þekktir leikfimismenn sýna listir sínar. — Þekkið þið Litla og Stóra ? Lúðrasveít Reykjavíkur byrjar að spila suður á ípróttavelli kl. 8,30. flðgöngumiðar kosfa eina krónu fyrir fullorðna og 50 aura fyrir börn Bæjarbúar! Fjöimennið á íþróttavölliun í kvöld.— K1 æðið ykkur vel, svo pið njótið þess sem fram fer. MELEESA 54 þú veizt all’t eins og það er. Nú verður þú að fara. Howland snaraðist út í gegnnum gluggann, en áð- ur en hann sleppti tökum á gluggasillunni snéri hann sér við og mælti: — Ef þú verður ekki komin að mánuði liðnum, þá kem ég hingað og sæki þig. Hún laut að honum. Ennþá einu sinni fann hann hið segulkennda seiðmagn nærveru hennar á sig. — Ég skal koma, mælti hún. Hún ýtti honum frá sér og hann féll niður í snjó- inn. Hann hafði tæpas’t staðið á fætur, er hann varð var við urrandi hund á hælum sér, og er hann þaut sem örskot út í náttmyrkrið, fann hann að hundurinn var á hælum honum. Jafnskjótt og hundurinn hafði aðvarað mennina með urri sínu, heyrði Howland hróp mannanna, og því samfara voru riffilskot er þutu í gegnum loftið yfir höfði hans. Hundurinn skau't Howland skelk í bringu. Hann nljóp á hælum hans, geltandi, og Howland sá, að hversu hratt sem sig bæri undan, mundi hvorki snjóburðurinn né myrkrið verða sér til bjargar. Það var aðeins um einn kost að gera, og Howland tók hann. Hann hægði á sér, dró byssuna úr belt- inu og spennti hana. Svo snéri hann sér snögglega við og skaut þremur skotum í áttina að hundinum, er var hálffalinn í snjóaustrinum og myrkrinu. Það heyrðist sársaukafullt ýlfur utan úr myrkrinu, sem gaf það ákveðið í skyn að einhver kúian hafði hlot- ið að hitta. Howland hvatti sporið á ný. Hann beit á jaxlinn og storkunaryrði hrukku af vörum hans. Að baki honum voru hinir blóðþyrstu, ókunnu launsáturs- menn, og hver mínúta sem leið, ók á öryggi hans, nú er hann var laus við eftirför hundsins. — En þama við gluggann sinn beið Meleesa og bað fyrir honum. Meleesa litla, sem hann hafði séð og kynnst á svo óvenjulegan hátt. Og í kvöld hafði hún lofað því að koma 'til hans og vera hjá honum alltaf. Howland hugsaði ekkert um Jean Croisset, sem var fjötraður á fótum og höndum í bjálkakofanum uppi á hæðinni. Þegar hann hafði verið að sleppa haldi sínu á glugganum, þá flaug það í hug hans, að það mundi ástæðulaus't að fara aft.ur upp í kof- ann til Jeans. Meleesa ætlaði að koma. Hann þurfti einungis að komast til mannabyggða, og það yrði sér að takast án Jeans. Með byssunni yrði hann að afla sér matar, og eldspýturnar í vasa hans yrðu að forða honum frá kuldanum. Ef hann væri einn, þá yrði engin sleðaslóð, sem hægt væri að elta, og eins og nú snjóaði, var gott útlit fyrir að slóð hans mundi að fullu horfin er birti. Hann staðnæmdist sem snöggvast og rýndi inn í náttmyrkrið að baki sér. Er hann sneri við til þess að halda áfram, lá við að blóðið frysi í æðum hans. Örfá skref fyrir framan sig sá hann stóran skugga, og um leið og hann greip til byssunnar sá hann eld, og heyrði samfara því háan hvell, og hann hné niður í snjóinn. Hann vissi ekki af sér litla stund, en svo kom skynjunin smámsaman til hans, og hann heyrði margar raddir utan úr víðáttu hins hálfskynjandi hugar. Þessar raddir komu langt að, að honum fannst, og runnu saman í eitt. Sumar voru biðjandi og aðrar hótandi, en hverjir það voru, sem töluðu, var honum eklci ljóst. Hann heyrði nafn sitt nefnt í sífellu, og það fanst honum að mundi vera rödd Meleesu, en hann gat hvorki svarað eða hreyft sig neitt svo að eftir því yrði tekið, og síðan luktist myrkrið um vitund hans á ný. Hann rankaði við sér og fannst að það væri farið að daga. Hann reyndi að hreyfa sig, en hver til- raun til hreyfingar virtist taka óratíma að fara í gegnum líkama hans, og að lokum fengu þær engu áorkað. A endanum gat hann opnað augun og risið upp til hálfs. Það fyrsta sem hann fann, var, að hann var ekki lengur úti í hríðinni og það var eng- inn stormur. Hann var einhverss'taðar innan húsa, en það var hráslaga raki í loftinu. Það var kola- myrkur, nema á einum stað sást ljós. Svolítið ljós- auga skein beint framundan augum hans og drap titlinga framan í hann. I fyrstu virtis't honum það vera óralangt í burtu, lengst út við sjóndeildar^ hring. En smámsaman færðist það nær, eftir því sem hann áttaði sig betur, og að lokum sá hann að það var smákerti, sem logaði snarklaust og hljóð- vana, eins og líkstöðukerti, við fætur hans.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.