Nýja dagblaðið - 15.01.1937, Side 2

Nýja dagblaðið - 15.01.1937, Side 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ TJ tlönd. Merkasti viðburð- ur ársins, sem leið Þekktasti blaðamaður Dana í utanríkismálum, Nic. Blædel, segir m. a. í hugleiðingum sín- um um áramótin: „1 Leamington-ræðunni 20. nóvember lýsti Eden utanríkis- málaráðheiTa því yfir, að enski herinn væri reiðubuinn til að verja Frakkland og Belgíu, ef á þau væri ráðizt, án tilefnis af þeirra hálfu. Þessi yfirlýsing gekk lengra en nokkur önnur fyrri. Það var slík yfirlýsing, sem enski u'tan- ríkismálaráðherrann Edward Grey neitaði að gefa á árunum fyrir heimsstyrjöldina, enda þótt nánasti samstarfsmaður hans í utanríkismálaráðuneyt- inu, Arthur Nicolson, færi stöðugt fram á það. Sonur hans, Harold Nicolsson, segir í endurminningum sínum m. a. eftirfarandi um föður sinn: „I tíma og ótíma lagði hann fast að Sir Edward Grey að gefa öðrum þjóðum það til kýnna svo ekki yrði um villst, hvar við raunverulega stæð- um“. Því „hann vissi að Þýzka- iand, sökum vöntunar á póli- tískri ímyndunargáfu, myndi aðeins taka mark á áþreifan- I legum staðreyndum. Svo lengi í sem aðstaða okkar til Frakk- i lands og Rússlands væri ekki nákvæmlega skilgreind, myndi j Þýzkaland stöðugt standa í þeirri von, að geta sprengt bandalag þessara þjóða með ofbeldi". Þessi yfirlýsing, sem Grey vildi aldrei gefa og sem fransk- ir stjórnmálamenn hafa stöð- ugt leitað eftir síðan heims- styrjöldinni lauk, liggur nú i loksins fyrir. Til viðbótar hefir svo komið irönsk yfirlýsing. Hinn 4. des- ember iét Delbos utanríkis- málaráðherra svo ummælt í f ulltrúadeildinni: 1 „I nafni ríkisstjórnarinnar i iýsi ég því yfir, að öll hemað- | artæki Frakklands á landi, sjó i og í lofti verða notuð sjálf- krafa og samstundis til hjálpar Stóra-Bretlandi og á það verð- ur ráðizt að fyrra bragði“. Sjálfkrafa og samstundis — w w A Alftanes verða framvegis áætlunarferðir með vögnum okk- ar á miðvikudögum, laugardögum og sunnudögum: Frá Lækjartorgi kl. 10 árdegis og 7 síðdegis. Frá Bjarnastöðum kl. 11 árd. og 8 síðd, Fyrsta ferð á morgun kl. 10 árdagis frá Lækj- artorgi, Strætfsvagnar Reykjavikur. * Allt með íslenskuin skipum! * eða m. ö. o. án þess að bíða eftir úrskurði Þjóðabandalags- ins og þeirri töf, sem gæti or- sakað hættulegar afleiðingar af loftárásum. Ensku blöðin tóku yfirlýs- ingu Delbos einum rómi með mikilli ánægju. „Nýtt tímabil er hafið- í sambúð Breta og Frakka“, sagði Times (7. des.). „öruggt varnarbandalag milli Stóra-Bretlands og Frakklands er orðið veruleiki“, sagði Manchester Guardian (5. des- ember) “. í nýárshugleiðingum heims- blaðanna eru þessar yfirlýsing- ar Edens og Delbos gerðar að umtalsefni og mörg blöðin álíta þær þann viðburð ársins I93fi, sem mesta þýðingu muni hafa fyrir framtíðina, því ex slíkar yfirlýsingar hefðu legið fyrir 1914, myndu Þjóðverjar senni- lega aldrei hafa stofnað til heimsstyr j aldarinnar. Ennþá er til: Hvítkál á 0,60 kg- Sítrónur - 0,20 kg> Pöntunarfél. Yerkamanna Skólavörðusfíg 12 Sími 2108. Grettisgöiu 46 Simi 4671. Tilkynning. Sökum mjög mikillar aðsóknar, hefir stjórn Sjúkrasamlagsins ákveðið, að þeir trygg- ingarhæfir samlagsmenn, sem greiða upp fyrir lok þessa mánaðar iðgjöldin fyrir mánuðina júlí—des. s.L, skuli frá greiðslu- degi njóta fullra réítinda tryggðra sam- lagsmanna, Að öðru leyti gilda framvegis um iðgjaldagreiðslur þær reglur, er áður hafa verið auglýstar. Reykjavfk, 14. janúar 1937. Sjúkrasamlagf Reykjavíkur- Fóðurvörur beztar ódýrastar Fóðurblanda Síldarmjöl KarSamjöl Hænsnakorn Hænsnamjöl (varpfóður)- Samband isl. samvinnufélaga Simi 1080. Tilkynning irá éldra S. R. Vegna endanlegra reikningsskila eldra S. R. er þess öskaö að allir þeir, er telja til skuldar hjá því, hafl sent reikninga sína á skrifstofu þess, Bergstaðastræti 3, fynr 25. þ. m. Og verða þeir reikningar, sem þá eru fram kornnir, greiddir svo fljótt sem auð- ið er. S t j ó r n i n. Frá öðrum löndum Rúmenia ogFrakkland Hinn nýi utanríkisráðherra í Rúmeníu, Antonescu, heimsótti frönsku stjómina um miðjan síðastl. mánuð. Átti hann lang- ar viðræður bæði við Blum og Delbos. í viðtali við Paris-Soir lýsti hann því yfir, að vinskap- ur Frakka og Rúmena myndi aukast að sama skapi og stríðs- hættan ykist. Það er gert ráð fyrir, að árangur þessarar heimsóknar hafa m. a. orðið sá, að Frakk- ar muni veita Rúmenum stórt lán til að auka vígbúnað sinn með svipuðum hætti og þeir veittu Pólverjum vígbúnaðar- lán á síðastl. hausti. I sumar var búizt við því að vinskapur Frakka og Rúmena myndi kólr.a eftir að hinn mikli Frakkavinur Titelescu, lagði iiiður störf utanríkisráðherra. Kröfur Ungverja um að fá aft- ur það land, sem tekið var af þeim í heimsstyrjöldinni og sem hlotið hafa hlýlegar und- irtektir í Þýzkalandi og Italíu, hafa orðið til þess að Rúmen- um hefir fundizt öruggara að hailda áfram sambandinu við Frakka. Hætfulegar gíffíngar í Bandaríkjunum hafa ný- lega vakizt upp giftingarmál, sem hafa komið af stað nærri því meira umtali í blöðunum þar en sjálf ástamál Játvarð- ar VIII. William Bullit heitir núver- andi sendiherra Bandaríkjanna í Moskva. Hann hélt veizlu snemma í síðastl. mánuði og bauð þangað öllum starfsmönn- um sínum, ásamt frúm þeirra. I ræðu, sem hann hélt í veizl- unni, sagði hann að hún minnti á nokkurskonar þjóðabanda- ’agsfund. Ekki einn einasti af starfsmönnum sendisveitarinn- ar hefði gifzt konu af amerísk- um ættum. Þeir hefðu allir valið sér lífsförunaut frá fram- andi þjóðum. Þessi ræða varð fljótlega að umtalsefni í amerísku blöðun- um, og flest þeirra héldu því fram, að slíkar giftingar gætu verið meira en vafasamar, því liagsmunir erlendra þjóða ættu nieiri ítök í þessum konum en liagsmunir Bandaríkjanna, og það gæti verið hættulegt, þar sem þær hefðu aðstöðu til að komast eftir ýmsum leynd- armálum. Eitt blaðið birti skýrslu um það, að af 683 helztu starfs- mönnum í hinum ýmsu sendi- sveitum Bandaríkjanna, væru 127, eða 18%, giftir erlendum konum, og af 724 starfsmönn- xim, sem gegndu lægri embætt- um við sendisveitimar, væru 202 giftir konum úr framandi löndum. Umræður blaðanna hafa orð- ið það áhrifamiklar að utanrík- ismálaráðherrann, Mr. Hull, hefir lofað að taka máiið til athugunar. Hátekfur í Ameríku Samkvæmt skattaskýrslum Bandaríkjanna vom þaí 1934 33 menn, sem höfðu meira en eina millj. $ í tekjur eða 480 færri en fimm árum áður. Sá tekjuhæsti hafði 5 millj. doll- ara í árstekjur. Þessir 33 menn hafa 6% af öllum skattskyld- um tekjum í Bandaríkjunum. Fimmtán þeirra búa í New York. 100 þús. Bandaríkja- menn hafa frá 10.000—25.000 dollara í árstekjur. Greta Garbo Amerísk blöð segja, að Greta Garbo sé orðin svo heilsuveil, að hún muni hafa ákveðið að hætta allri leikstarfsemi í apríl- lok. Áður lýkur hún aðalhlut- verkinu í einni nýrri Napo- leons-mynd, „Madame Wal- ewska“ og verður það sam- kvæmt þessu seinasta myndin, sem hún leikur í. Myndatakan á að standa yfir frá 15. jan. til 30. apríl. „Greta Garbo hefir sagt kunningjum sínum“, segir ei'tt blaðið, „að hún þoli ekki leng- ur hið íburðarmikla yfirborðs- líf í Hollywood. Hún vill verða aftur< óbreytt manneskja — ekki lengur nein stjama eða „jiúmer". Garbo er nú þrítug að aldri. Síðastl. ár hafði hún 2 millj. kr. í tekjur. Svíar vonast eftir því, að hún setjist að í heimalandi sínu, ef hún hættir leikstarfsemi. Syxaír Zamora með stjórnmai Fyrverandi forseti Spánar, Zamora, sem kom hingað til Reykjavíkur síðastl. sumar, dvelur nú í París. Nýlega fóru tveir synir hans þaðan til Spán- ar til að berjast í liði stjóm- arinnar. Er annar þeirra sósía- listi og hinn kommúnis'ti. — Faðir þeirra snéri sér til frönsku lögreglunnar og bað hana að stöðva ferð þeirra. En samkvæmt frönskum lögum skorti hana heimild til þess og varð því ekki af því. Báðir bræðurnir eru nú komnir til Valencia.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.