Nýja dagblaðið - 23.03.1937, Blaðsíða 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
8
NÝJA DAGBLAÐIÐ
Útgeíandi: Blaöaútgáían h.f.
Ritstjóri:
pórarinn pórarinsson.
Ritstjómarskrifstofumar:
Hafnarstr. 10. Sími 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa
Hafnarstr. 16. Sími 2323.
Áskriftargjald kr. 2,00 á mán.
í lausasölu 10 aura eint.
Prentsm. Edda h.f.
Sími 3948.
Sundhöllin
1923 — 23. marz —1937
í febrúarmánuði 1923 bar
Jónas Jónsson fram sitt fyrsta
frumvarp á Alþingi. Þetta
frumvarp var um það að stofna
„íþróttasjóð“ og skyldi verja
honum til þess að byggja sund-
liöll í Reykjavík.
Þetta frumvarp vakti strax
mikla athygli og mikið umtal
utan þings og þó sérstaklega
hér í bænum. Hér var um ný-
mæli að ræða, sem mikill hluti
manna átti erfitt með að gera
sér grein fyrir. En yfirleitt
Kom mönnum saman um að
þetta mundi kosta mikla pen-
inga. Og á þeim árum — rétt
eftir stríðið — var flest metið
til fjár — fyrst og fremst.
Ef til vill hefir þetta átt sinn
þátt í því, að á Alþingi á'tti
málið fáa formælendur og þing-
menn virtust ekki standa
íjöldanum framar um það, að
sjá hvað þýðingarmikið menn-
iugarmál þetta v,ar.
Fylgismönnum sundhallar-
niálsins hefir fundizt að þessi
1,4 ár’-yera löng og lengi að líða,
og stundum hafa sumir þeirra
verið, að því lcomnir að örvænta
uiu. sigur í þessu máli; en hér
hefir nú farið sem oftar, að
það rétta sigrar — að síðustu.
Að vísu er ekki unninn fulln-
aðarsigur í þessu máli ennþá.
í-' dag er sundhöllin opnuð
fyrir þá, sem eru þess um-
komnir að kaupa sig þar inn ;
en hún er ennþá'lokuð fyrir
þeim fátækustu, og þó hafa
þeir:hennar mesta þörf.
Ég get sagt það, að ég þefi
oft orðið fyrir vonbrigðum í
sundhallarmálinu, en einhver
allra sárustu vonbrigðin voru
mér það, þ.egar ráðherra sam-
þykkti hinn háa aðgangseyri,
sem bæjarstjórn Reykjavíkur
hafði ákveðið.
Baráttan fyrir sundhöllinni
og sundmálunum yfirleitt er
langt frá því að vera lokið með
byggingu sundhallarinnar. —
Næstu skrefin eru lækkun að-
gangseyris að sundhöUinni,
íieiri og betri útilaugar og sjó-
baðstaður við Nauthólsvík.
En í dag skulum við fagna
yfir því, að sundhöllin er full-
ger og tekin til afnota. En við
þetta tækifæri kemur mér til
hugar hið forna spakmæli, að
meiri vandi er að gæta fengins
fjár en afla þess. Og ástæðan
fyrir því að mönnum koma
þessi orð 'til hugar, er einkum
sú, að margir af ráðandi mönn-
Reykjanesskólinn í Norður-
Isaíjarðarsýslu og starfssvið
hans
Upp úr aldamótunum síð-
ustu gaf löggjafarþing þjóðar-
innar þjóðinni hin svonefndu
fræðslulög.
Heimilisfræðsla sveitanna
hafði þá að mestu til grafar
gengið.
Byltingar í atvinnuháttum
þjóðarinnar og sívaxandi fólks-
fæð sveitanna, varð orsök í
fjörtjóni hinnar merkilegu
heimilisfræðslu. Við þann arin
hafði sveitafólkið, og í tímabili
þjóðin öll, eflt og þroskað
menningu sem enn og um ald-
ur mun halda veg þjóðarinnar
a lofti og skipa henni sæti sem
menningarþjóð.
Á þessum tímum át'ti þjóðin
einhverja sína mestu andans
menn. Sagnfræðinga, skáld, og
fjölda fræðimanna í leikmanna-
stétt. En það voru aðeins af-
brigðin, sem náðu þessum og
þvílíkum þroska. Ailur fjöld-
inn fór á mis við menntun og
menningu, og lærðu vart, að
lokum þessa tímabils, hin frum-
stæðustu undirstöðuatriði til
menntunar, svo sem lestur og
skrift. Afleiðing þessarar
hnignunar voru svo fræðslu-
lögin.
Þjóðin gerir þær kröfurtilað
börn og ungmenní læri hið
helzta er hverjum borgara í
um þessa bæjar hafa löngum
verið tómlátir um framgang
sundhallarmálsins. Svo að ekki
sé meira sagt.
23. marz 1923, fóru fram úr-
siitaumræður um sundhallar-
málið á Alþingi, það ár. Málið
hafði verið hjá fjárhagsnefnd
til athugunar, og í áliti sínu um
málið kemst hún svo að orði
m. a.: „Með því að deildin lítur
svo á, að mál þetta sé fyrst og
fremst bæjarmálefni Reykja-
víkurkaupstaðar, en undirbún-
ingur af hans hálfu hinsvegar
ógerður, tekur hún fyrir næsta
mál á dagskrá“.
Fyrir 14 árum — 23. marz
1923 — ályktar Alþingi eins
og það er þá skipað, að sund-
hallarmálið sé bæjarmálefni
Reykjavíkurkaupstaðar og Al-
þingi óviðkomandi.
Dagurinn í dag er mikill
merkisdagur fyrir Reykjavík
og landið allt. I dag er opnuð
fyrsta sundhöllin hér á landi í
köfuðstað íslands.
En — hvar haldið þér að
sundhöllin væri nú, ef Reykja-
víkurbær hefði á'tt að sýsla um
málið einn og óstuddur af Al-
þingi? Og hvar haldið þér að
sundhöllin væri nú, ef skipan
Alþingis hefði ekki breytzt frá
því sem var 1923?
Ég ætla ekki að svara þess-
um spurningum í dag.
Þessum spurningum getur
hver maður svarað fyrir sig.
Farið í Sundhöllina og hugleið-
ið svarið á heimleiðinni.
M. S.
siðmenntuðu landi er nauðsyn
að kunna, og vita.
Nokkurt hik, og vetlingatök
urðu .. á . framkvæmd þessara
laga, einkum er sveitunum við-
kémur. Þeim var gefin heimild
um tilhögun, viðvíkjandi barna-
fræðslunni, þannig máttu
svéitahéruðin velja á milli eft-
ii iitskennslu og farkennslu. —
Eftirlitskennslan er frums'tæð-
asta stig bai'nafræðslunnar,
með henni er verið að styðja
til lífs hina stirnuðu heimilis-
íræðslu. Árangurinn af þessu
fræðslukerfi varð rýr, af því
undirstöðuna vantaði og verður
vikið að því síðar.
Farskólakerfið er nokkru
fyllra, það er frekari uppbót á
heimanáminu en eftirlitið gat
veitt. En gallinn á farkennsl-
unni hefir verið einkum sá, að
keimilin hafa ekki haft því hús.
plássi á að skipa, er nauðsyn
krefur við hópkennslu 10—15
barna, og þeim áhöldum, er
nauðsynleg eru við kennslu,
varð ekki við komið. Aðs’taða
kennaranna til þess að þeir gætu
r.eytt hæfileika sinna og þekk-
mgar í þágu barnafræðslunnar,
varð því í molum.
1 öðru lagi hin maigklofnu
námskeið sitt á hvorum stað,
(máske 3—4 stöðum í sömu
sveitinni) ollu því,að ekki gafst
ti'mi til að þroska svo nemend-
urna til undirbúnings heima-
iiámsins, að þeim tækist að
rifja upp, og byggja ofan á
þann veika grunn, er lagður
'Tar á hinu stutta námskeiði, er
oft stóð aðeins 6—8 vikur. Af
þessu er ljóst, að farkennslan
með þeim aðstæðum, sem sveit-
irnar hafa að bjóða, börnum og
kennurum, verður hið mesta
brotabrot, þegar á heildina er
litið.
Fyrir löngu síðan hafa beztu
menn og frömuðir fræðslumála
séð þá ágalla, sem felast í hinu
frumstæða fræðslufyrirkomu-
lagi. Og hefir nú með nýrri
fræðslulöggjöf verið leitast við
að finna leiðir til þess að bæta
fræðslustarfsemina. En af ýms-
um ástæðum verður þó, hvað
sveitabarnafræðsluna snertir,
langt í land unz takmarki því
or náð, er felst í hinum nýju
fræðslulögúm. Hinir fjárhags-
legu örðugleikar sveitanna
valda því, að erfitt verður að
fást við framkvæmd laganna,
og þá einnig þröngur skilning-
ur manna, á gagnsemi sam-
stárfs og samvinnu milli
sveita, sem um lausn þessara
! mála.
J Sveitirnar tvær við Inndjúp-
j ið (Nauteyrar- og Reykjar-
fjarðarhreppar) höfðu að
meira og minna leyti, báðar
reynt hin áðurnefndu frumstig,
í fræðslumálum sínumrÉn bak
við þau blundaði, þó hjá ráðandi
mönnum, annað og hærra tak-
ínark.
petta takmark, þessi hug-
sjón, hefir nú klæðst holdi og
blóði, ef svo mætti segja, þar
sem Reykjanesskólinn er.
Reykjanesskólinn er sérstæð-
ur barna- og unglingaskóli,
sameinaður fyrir tvö sveitarfé-
lög, er standa að honum og
starfrækja liann.
Starfsemi skólans byggist á
þeirri reynslu, er fengist hefir
nieð eftirlits- og farkennslu-
kerfi því er sveitirnar hafa
búið við s. 1. 30 ár.
Starfsskrá skólans, sem
mörgum er nú kunn oroin, viða
urn land, ber það með sér, að
skólinn er eins og vaxinn upp-
úr hinum frumstæðu fræðslu-
kerfum, og byggir svo ofan á
þær stoðir, er bezt reyndust
þola sveiflur og átök hins fram-
sækna mannsanda.
Brautryðjandi þeirrar stefnu
í fræðslumálum sveitanna, og
sem sérkennir starfsskrá
Reykjanesskölans, er skóla-
stjóri Aðalsteinn Eiriksson.
Við Djúpsmenn urðum fyrir
því láni, að það er hann, sem
velur sér Reykjanes, og með
okkur vinnur að stofnun
Reýkjanesskólans og veitir
honum nú forstöðu.
Starfsskrá Reykjanesskólans
ber það með sér að hugsjón
þessa merka manns og þeirra,
er hann styðja, er að gjöra
bæði barna- og unglingafræðsl-
una hagnýtari, og lífrænni, og
að sami skóli geti á sama skóla-
árinu, án sérstaks áhugaskorts,
veitt börnum beggja sveitanna,
og öllum þeim unglingum í
héraðinu, er þess óska, kost á
íræðslu ■ í þeirri mynd, er hag-
nýt og lífræn má teljast.
Bókleg og verldeg fræði
fckiptast þarna á, þá og einnig
líkamsþjálfun og sund. Þá er
hin félagslega starisemi nem-
enda og kennara, og sem einn-
ig nær til hinna dreifðu heim-
iia, einn hinn sterkasti þáttur í
hinum uppeldislegu áhrifum,
er skólinn veitir.
Námstími Reykjanesskólans,
hvað unglingakennsluna áhrær-
ir, er sniðinn eftir því, að sá
tími, sem til kennslunnar er
valinn, sé eklci lengri en það,
að allflestum nemendum sé
kleif't að standast þann kostn-
að. Og ennfremur, að hávetui'-
inn sé til þess valinn, með til-
liti til þess, að þann tíma er
nnnnst um athafnir í sveitun-
um.
En höfuðatriði er þó það, að
finna námstíma þann, er í senn
heldur nemandanum í þrótt-
miklum áhuga við námið, og
að þau viðfangsefni, er nem-
andinn fæst við, séu í eðli sínu
samdráttur þess, sem notagildi
hefir fyrir hið margþætta at-
hafnasama líf hinna vinnandi
stétta.
I-Ilutverk Reykjanesskólans
er að finna kerfisbundna
fræðslustarfsemi, þar sem skól-
inn, heimilin og nemendurnir
verða heild, er hefir það mark-
mið að menningarþroski æsk-
unnar mótist af þeim andans
og athafna viðfangsefnum,
sem bíða æskunar í hinu
stri'tandi stríði og sem gefa
benni lífs- og vinnugleði.
Breytíngar á lögum
um atvínnu víð sígl-
íngar
Frumvarp flutt af
Bergí Jónssyní
Fulltrúi Framsóknarflokks-
ins í sjávarútvegsnefnd neðri
deildar, Bergur Jónsson, flytur
frv. til laga um breyting á lög-
um nr. 104, 23. júní 1936 um
atvinnu við siglingar á íslenzk-
um skipum. Eru breytingarnar
aðallega fólgnar í því að fækka
vfirmönnum smærri skipa, þar
sem sýnt er, að þeir í mörgum
tilfellum geta verið færri en
lögin gera ráð fyrir, án bess að
öryggi skipanna eða skips-
hafnar sé nokkuð meiri hætta
búin.
í greinargerð frv. segir svo:
Á nýafstöðnu flokksþingi
I''ramsóknarmanna var viðvíkj-
andi sjávarútvegsmálum, gerð
svohljóðandi samþykkt:
„Að endurskoðuð verði lögin
um atvinnu við siglingar á ís-
lenzkum skipum, og þess þá
gæt't, að íþyngja sjávarútveg-
inum ekki um of með kröfum
um mannahald o. fl., sem ekki
er alveg bráðnauðsynlegt vegna
cryggi sjófarenda, og þess sé
:afnframt gætt að miða kröfur
um mannahald og útbúnað á ís-
lenzkum flutninga- og farþega-
skium við þær kröfur, sem þær
þjóðir gera, sem íslenzk flutn-
inga- og farþegaskip þurfa að
keppa við“.
Frv. þetta er flutt í fullu
samræmi við framanritaða sam-
þykkt. Hefir það sýnt sig æ
lætur við framkvæmd laganna
um atvinnu við siglingai',
hversu erfitt er að framfylgja
ákvæðum þeirra um f jölda rétt-
indamanna bæði á fiskiskipum
og flutninga- og farþegaskip-
um. Hefir hvorttveggja sýnt
sig, að kostnaðurinn við það að
hafa svo marga réttindamenn á
Kramli. á 4. síðu.
Sjálfsnám barnanna skapast
við þá tilhögun, að framhalds-
nám unglinganna tekur yfir
miðbik vetrarins, — verkefni
leggur skólinn börnunum í
hendur, og fylgist hann syo
með vinnubrögðum þeirra.
Þetta sjálfsnám kemur nem-
andanum til að í'leyta sér á eig-
in spýtur, vekur sjálfstraust
og skapar frumleik í athöfn-
um.
Héraðsskólarnir okkar eru
ílestir ungir. Þeir eru að móta
og manna æskuna. En að von-
um hafa þeir ekki enn að fullu
fundið það er bezt má gefast,
á sviði alþýðufræðslunnar. Róm
var ekki byggð á einum degi.
Með leit og tilraunum finnst
loks, það er bezta raun gefur.
Reykjanesskólinn hefir þegar
raunverulega verið falið þetta
hlutverk, því Aðalsteinn Ei-
ríksson er brautryðjandinn
þeirrar stefnu í fræðslumálum,
er skólinn starfrækir, sam-
kvæmt starfsskránni.
Framh.
Jón H. Fjalldal.