Nýja dagblaðið - 11.04.1937, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 11.04.1937, Blaðsíða 3
N Y J A DAGBLAÐIÐ 8 NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: Blaöaútgáfan h.f. Ritstjóri: pórarinn pórarinsson. Ritstjórnarskrifstofumar: *' 'iarstr. 16. Sími 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Rafnarstr. 16. Sími 2323. Áskrjftargjald kr. 2,00 á mán. f lausasölu 10 aura eint. Prentsm. Edda þ.f. Sími 3948. »Fórnarlund« stórútgerðarmanna Morgunblaðið skammar for- ingja socialista hatramlega fyrir það í gær, að þeir hafi ekki lagt einn einasta eyri sjálfir til útgerðar, þeir hafi engu viljað „fórna“ af eigin fjármunum til að auka atvinn- una og geti því ekki frómt í flokki talað. Eiga lesendurnir bersýnilega að skilja þessi skrif þannig, að íiialdsmennirnir, sem nú eru taldir eigendur flestra útgerð- arfyrirtækjanna, hafi verið sósíalistaforingjunum langt um fremri og fórnað miklu af eigin fjármunum af einskærri fórn- arlund og umhyggju fyrir ac- vinnumöguleikum og lífsaf- komu verkafólksins. Þó N. dbl. hafi enga löngun tíl að blanda sér í deilur and- stæðinganna til hægri og vinstri, þykir rétt af þessu tilefni að taka það til athugun- ar, hvort það hafi eingöngu verið af slíkum áhuga fyrir velgengni verkafólksins, að stófnuð hafa verið fyrirtæki eins og Kveldúlfur og Alliance og hvort eigendur þeirra fyrir- tækja hafi vegna þvílíkrar fómarlundar hætt sínu fé til að auka atvinnuna. Það þarf ekki að leiða að því mörg rök, enda mun það hverj- um meðalgreindum manni ljóst, að tilgangurinn með stofnun cg starfrækslu þessara fyrir- tækja er fyrst og fremst sá, að eigendumir geti náð rífleg- um hagnaði á kostnað þeirra mörgu manna, sem starfa við fyrirtækin og hafa sitt um- samda kaup, en fá enga hlut- deild í arði þeirra, þegar vel árar. Þá safna eigendur fyrir- tækjanna miklum fjármunum, sem einkum hafa farið 'til eigin eyðslu og óhófslifnaðar, og enda þótt illa gangi, tryggja þeir alltaf ríflega sinn hlut af tekjum fyrirtækisins. Þessi fyrirtæki eru því fyrst cg fremst s'tofnuð til þess að vera nytháar mjólkurkýr eyðslusamra braskara og eru rekin með það markmið fyrir augum. Um það þarf heldur ekki að fara mörgum orðum, hvort þessir menn séu að setja eigið fé í áhættu með þessum at- vinnurelcstri. Þeir hafa margir byrjað bláfátækir og megin- hlutinn af stofnfé og s’tarfsfé fyrirtækjanna er frá bönkun- um. Þegar illa gengur, eru það Áfstaða Framsóknarflokksins til socialista Ræða Bernh. Stefánssonar við 1. umr. frumvarpsins í eirí deild Frainh. Því hefir nú verið lýst yfir af hálfu Framsóknarflokksins, bæði af síðasta flokksþingi hans og víðar, að hann er á móti nýjum lántökum ríkisins erlendis, nema um sé að ræða lán til nýrra arðberandi fyrir- tækja, sem sjálf geta staðið undir lánunum. En hér er að mínu áliti ekki um slíkt að iæða. Hér er ekki einusinni um nýtt fyrirtæki að ræða í eigin- legum skilningi, ekki um kaup a nýjum togurum til að auka atvinnu manna og tekjur þjóð- arinnar. Ef svo væri, horfði málið töluvert öðru vísi við. Nei, hér er um það eitt að iæða, að breyta þeirri togara- útgerð, — sem fyrir er í land- inu, í ríkisrekstur. Til þess vill Framsóknarflokkurinn ekki bæta 2 miljónum króna við ríkisskuldirnar. Við þetta bætist svo það, að Alþýðuflokkurinn hefir í öðr- um frumvörpum og tillögum, nú á þessu þingi farið frarn á stórkostleg fjárframlög og lánsheimildir til annara fram- kvæmda. Yrðu allar þessar kröfur hans samþykktar, hefir talizt svo til, að ríkið þyrfti að 'taka um 8 miljóna króna ný lán. Hvort Alþýðuflokkurinn meinar þessar kröfur alvarlega, eða hvort þær eru aðeins „kosningabombuy“ veit ég ekki, en ég get ekki neitað því, að mér þykir hið síðara trúlegra. En hvað sem um það er, þá er hitt víst, að inn á svo gá- lausiega fjármálabraut, sem hér er farið fram á, gengur Framsóknarflokkurinn aldrei, og það hefði Alþýðuflokknum átt að vera ljóst frá upphafi. En setjum nú svo, að þetta frumvarp yrði samþykkt og ekki væri horft í það að leggja sLofnkos'tnaðinn fram með nýj- um lántökum, því ekki er öðru til að dreifa. Hvaða líkur eru þá til að fyrirtækið beri sig? Hvaða lík- ur eru til, að rekstur þess gangi yfirleitt nokkuð betur iieldur en rekstur togaraút- gerðarinnar gengur nú? Ég sé ekki líkurnar til þess. Alþýðu- flokksmenn segja, að það eigi að reka a'tvinnufyrirtækin með alþjóðarhag fyrir augum, en ekki til ágóða fyrir fáeina nrenn. Þessu er Framsóknar- flokkurinn sammála, það sem það nær, en hann slær því samt alveg föstu, að framleiðslan- verði, þegar til lengdar lætur, að bera sig fjárhagslega, — einnig þó hún sé í höndum rík- isins, annars falli allt í rústir. En það eru engar minnstu líkur til þess, að togaraútgerð bæri sig betur í höndum ríkis- ins, heldur en hún hefir gert hingað til. Það vita allir, að kröfur manna eru aldrei eins hóflaus- ar, eins og þegar hið opinbera á í hlut, — og mótstöðuaflið gegn óbilgjörnum kröfum, er hvergi jafn lítið og hjá því op- inbera. Það gera kjósandaveið- ar flokkanna og yfirboð þeirra því bankarnir en ekki eigendur fyrirtækjanna, sem tapa. Og þó stundum fari svo, að bönk- unum þrjóti langlundargeð til að halda slíkum rekstri uppi, þá hafa eigendurnir oft og tíð- um tryggt vel sinn hlut. Sézt það bezt á því, að núv. eigend- ur Kveldúlfs hefðu sloppið und- an með eignir fyrir um eina millj. kr., ef fyrirtækið hefði verið gert upp nú og Fram- sóknarflokkurinn ekki knúið þá td að skila þessum eignum. Það er því sannarlega hvorki fórnarlund eða umhyggja fyrir afkomu vinnandi fólks, sem er undirrótin að stofnun og starf- rækslu flestra þessara fyrir- tækja. Þeir menn, sem hafa stjórn þeirra með höndum, eiga ekkert á hættu sjálfir, þó illa gangi, og til þess má einmitt rekja það, hversu lítillar hag- sýni og ábyrgðartilfinningar hefir oft gætt í stjórn þessara fyrirtækja. Bezta trygging þesr. að at- vinnurekstri sé vel stjómað, er einmitt sú, að eigendur at- vinnufyrirtækjanna, og þeir, sem við þau vinna, finni að þeir eigi afkomu sína að veru- legu leyti undir afkomu fyrir- tækisins og tap þess sé tap þeirra. Með því fyrirkomulagi, sem nú er á stórútgerðinni, finna hvorki þeir, sem taldir eru að eiga fyrirtækin, eða þeir, sem við þau vinna, til slíkrar ábyrgðar, þar sem öll töpin lenda á bönkunum, en „eigendumir“ standa jafnrétt- ir eftir sem áður, og verkafólk- ið hefir enga hlutdeild í af- komu fyrirtækisins. Af þessum ástæðum er Framsóknarflokk- urinn mótfallinn núverandi fyrirkomulagi stórútgerðarinn- ar og telur það til engra bóta þó þetta fyrirkomulag sé fært yfir á ríkið. Þess vegna vill flokkurinn koma því skipulagi á útgerðina, að allir þeir, sem við hana starfa, finni að af- koma hennar er jafnframt af- koma þeirra og í stað fjand- samlegra deilna milli verka- fólksins og einhvers „eig- anda“, hvort heldur sem það er emstaklingur eða ríkið, komi bróðurleg samvinna og réttlát hlutdeild allra aðila i stjórn og afkomu fyrirtækisins. s'tjórnmálamanna, sem ekki bera ábyrgðina; þeirra, sem cru í stjórnarandstöðu. Við vit- um allir út í hvaða öfgar og 'itleysu þessi ábyrgðarlausu yfirboð geta komizt, einkum er þetta ljós't, eftir að kommún- istar og hinn svokallaði Bænda- flokkru komu til sögunnar. Ef tekin væri upp ríkisút- gerð togara og sjómönnum og öðrum, sem að henni störfuðu, væri tryggð a'tvinna og það kaup, sem félagsskapur þeirra krefðist, sem mun vera tilgang- ur flutningsmanna þessa frum- varps, ætti þá að nema þar staðar? Ég verð nú að segja, áð mér fyndist það ekki sann- gjarnt. Hversvegna á þá smá- ú'tgerðarmaðurinn að bera alla áliættuna af atvinnurekstri sinum? Hversvegna á sjómað- urinn, sem ráðinn er upp á hlut á smá-skipi, að bera áhættu? Hversvegna á bóndinn að bera alla áhættu af búrekstrinum ? Hvorki bátaútvegur eða bú- rekstur eru svo arðvænlegir at- vinnuvegir nú, að menn vildu ckki gjarnan vera lausir við áhættuna af þeim, ef afkoma þeírra væri eftir sem áður tryggð. Ég geri því ráð fyrir, að þeim, sem þessa atvinnu- vegi stunda, þætti stjúpmóður- lega með sig farið, eftir að rík- ið hefði algerlega tekið togara- útgerðina og alla þá, sem við hana vinna, upp á sína arma. Og ég býst við, að frá þeim mundu fljótt koma kröfur um það, að þeir yrðu sama réttar aðnjótandi. Og ég verð að segja, að mér fyndist það ekki ósanngjarn't. En er Alþýðuflokkurinn við því búinn að sinna, kröfum þæssara manna? Er hann yfir- leitt við því búinn að bera ábyrgð á þessu frumvarpi og afleiðingum þess, ef það yrði samþykkt? Ég er sannfærður um, að svo er ekki og að frumvarpið er heldur ekki borið fram í þeim tilgangi, að það verði sam- þykkt, heldur í því trausti, að það verði ekki samþykkt. Ég hefi nú gert nokkrar a't- hugasemdir við þetta frum- varp, sem fyrir liggur, og lýst andstöðu minni og þess flokks, sem ég telst til, við það. En þó Framsóknarflokkurinn geti ekki falliz't á þetta frum- varp, þá er þó lang-t frá því, að hann sé ánægður með það ástand, sem nú ríkir í útgerð- armálunum. Þvert á móti, vill hann beita sér fyrir margvís- legum umbótum á því sviði, sem öðrum, og verður síðar í þessum umræðum nánar vikið að því efni frá hendi flokksins. En það vil- ég taka fram nú begar, að grundvallars'tefna Framsóknarflokksins í útvegs- málum er sú sama og komið hefir fram í landbúnaðarmál- unum, en hún er sú, að styðja að því með aðgerðum hins op- inbera, að einstaklingarnir geti séð, sjálfum sér og atvinnu- rekstri sínum borgið. Hann vill, eftir því sem geta ríkis- ins leyfir, styðja menn 'til að koma atvinnutækjunum á fót cg gera þær ráðstafanir, sem hægt er, til að tryggja atvinnu- rekstur einstaklinganna, en hann vill ekki láta ríkið taka beinan þátt í atvinnurekstrin- um. í landbúnaðarmálunum hefir þessi stefna flokksins, meðal annars, komið fram í því, að beita sér fyrir stofnun nýbýla með lánum og styrkjum, en hann væri alveg mótfalinn, að ríkið færi að reka búskap á ný- býlunum. Flokkurinn hefir beitt sér fyrir því, að koma upp frystihúsum; hann hefir stofnað Byggingar- og land- námssjóð; hann telur rétt að leggja fé ríkisins í jarðabætur, með jarðræktarstyrknum, sem er alveg hliðstætt annari hjálp til að koma upp atvinnutækj- um. Einnig hefir flokkurinn beitt sér fyrir afurðasölulögun- um, t. d. bæði kjötlögunum og m j ólkurlögunum. En allt eru þetta framkvæmd ir til að styrkja einstaklingana í þeirri viðleitni að bjarga sér sjálfir. Og á þeim grundvelli er flokkurinn alltaf reiðubúinn til að styðja málefni sjávarútvegs- ins, en að ríkisútgerð togara- flotans gengur hann ekki. I stað þess að fyrirskipa með lögum, að togaraú’tgerðin verði gerð gjaldþrota, eins og frum- varp þetta kveður á um, vill Framsóknarflokkurinn stuðla að því að bankarnir láti gera upp þau félög, sem Framli. á 4. sífiu. Dófttir okkar, sysftír og tengdasysftir, Anna Björnsdóttír, andadisft laugardaginn 10. apríl að heíin- ili sínu Ffölnisveg 4. Halldóra Magnúsdóftftir, Bförn Gunnlaugsson. Elín Björnsdóftftir. Vilborg Björnsdóttir. Páll Þóroddsson. Magnús Björnsson.________

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.