Nýja dagblaðið - 22.04.1937, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 22.04.1937, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ „Berðu mig til blómanna" i. Sumarið er komið, og vetur hefir vikið af stóli. Bráðum verður grundin græn, og blóm- um skrýdd; en loftið angar af gróður-ilman. Birtan og hlýjan, Örfar skapið, og eykur þróttinn. í brjóstum mannanna vakna nýjar vonir og þrár. Stói'hug- urinn vex, og þó einkum þeiiTa ungu, því það eru þeir, sem hyggja á nýja sigra. Og í ljóma vorsins ætla þeir að vinna sína sigra, karlmannlega, en þó fyrst og fremst drengilega. Á vorin heyja ekki ungir menn ódrengilegan leik. Sumarblær- inn strýkst eins og hlý vinar- hönd um vanga þeirra. Hugur- inn verður umvafinn af ást, til vaxtarins — lífsins. Þetta eru hamingjusamir menn. Og þeir njóta hamingj- unnar be'tur, af því þeir vita, að myrkrið er að baki, skamm- degismyrkrið, sem hefir grúft yfir sál þeii’ra, eins og ógeð- þekkar hugsanir skapvondi’a samferðamanna. En framundan er bii’tan og blómum gróin leið. Fögnuðurinn brýst út í söng; lofsöng urn sólina og sumarið, gróðurinn og blórnín, urn óskir og þrár, um hímininn bjart- ann og bláann. „Þú ert fríður, breiður blár og bjartar lindir þínar. Þú ei-t víður, heiður hár sem hjai’tans óskir mínar“. H. í dag er haldinn hátíðlegur fjórtándi Barnadagurinn hér í Reykjavík. Eins og kunnugt er, er það Bamavinafélagið Sum- argjöf, sem efnir til þessa mannfagnaðar á hátíðisdegi barnanna. í aðeins 14 ár hefir þetta félag starfað hér í bæn- um, og þegar litið er á alla að- stöðu félagsins, þá verður ekki annað sagt en það hafi int af hendi mikið og gifturíkt starf. Fyrir nokk’rum árum byggði Bamavinafélagið Sumai’gjöf „Grænuborg", og hefir starf- rækt þar dagheimili fyi’ir börn síðan. í fyrra byrjaði félagið að starfrækja dagheimili í Vestui’bænum og hafði það þá aðsetur sitt í Stýrimannaskól- anum. Og nú er félagið að byggja hús fyrir þessa starf- semi á Grund við Kaplaskjóls- veg, sem verður opnað til af- nota í vor. Það má því segja að félagið standi nú í stóri’æðum, og eigi mikið undir því að bæj- arbúar bregðist vel við í dag og sæki skemmtanir félagsins, kaupi merki, blöð þess og bæk- ur, eftir því sem geta hvers eins stendur til, og hér skal það ekki dregið í efa að svo verði gert, því Reykvíkingar hafa á undanförnum árum sýnt að þeir kunna að meta stai’fsemi þessa félagsskapar, um það bera vitni sívaxandi tekjur fé- lagsins á Barnadaginn og síð- ast en ekki sízt það, að með- limatala félagsins hefir tvöfald- azt á síðastliðnu ári. Ég sagði áðan, að þetta félag hefði innt af hendi mikið og gifturík't starf; þar með er þó ekki fyrst og fremst átt við það, hvað félagið hefir gert með starfrækslu dagheimilanna, því það er af eðlilegum ástæð- um aðeins örlítið bro't af böi’n- um bæjaiins, sem hefir orðið aðnjótandi aðgerða féiagsins á þann hátt, heldur miklu fx-em- ur hitt, hvað félaginu hefir orðið vel ágengt, með að opna augu bæjarbúa, og ’ enda margra annai’a landsmanna, fyrir nauðsyn þessa starfs; í því eru fólgnir fi’amtíðarsigrar félagsins, að þessu leyti fer vor í hönd. Og að þessu leyti er Reyk- víkingum vorsins mikil þörf; vetui’inn hefir verið kaldur og myrkur. Og nú ríður á að vel sé unnið að voryrkjunni, ennþá vantar leikvelli fyrir börnin, það vantar barnasjúkrahús og ctal mai’gt fleira. Það er að v onum, að menn vilji skella skuldinni á forráðamenn bæjar- ins, en þetta er að sumu leyti blekking, af því til oi’ðin, að menn vilja koma sökinni af sér; og að hinu leytinu er á það að Hta, að þetta eru fulltrúar fólksins, sem bæinn byggir, fulltrúar sem það hefir kosið sér, sem álíta að þeir vinni í sami’æmi við vilja fólksins. Nei, það þarf að vora betur í huga fólksins og það verður að láta sína menn vita, að það sé kom- ið vor! m. Sumardagurinn fyrsti. Allar götur í Reykjavík eru fullar af fólki. Gleðilegt sumar. Gleði- legt sumar segjum við. Og þakka þér fyrir vetui’inn. En segjum við þetta ekki hugsun- arlaust og af vana? Fólks- sti’aumurinn heldur áfram og við berumst með straumnum. Höttum er lyft og brosum skift; og þó er ekki öllum hlá't- ur í hug, sem brosa. Beztu kunningjarnir takast í hendur og tala um veðrið. Við öll samkomuhús bæjaríns er þröng, aðallega af börnum, sem eru að fá sér miða; en sum börnin komast ekki að, og sum bömin vantar aura. — En það fara ekki öll böi’n ofan í bæ á sumardaginn fyrsta, sumþeirra vantar föt eða skó og önnur eru veik; nú spyrja þau um sumar- ið og blómin, og því sólin skíni ekki inn um gluggana; en glugginn er á móti norðri og blómin í glugganum dóu í vet- ur, þegai’ kaldast var, og það vantaði kol, þá gleymdi mamma blómunum í gluggan- um, því hún varð að verma bamið við barm sinn. En börnin vita að blómin vaxa úti í sólskini, og þau biðja mömmu að bera sig ú't til blómanna. Á hverjum degi get- ið þér lesið þessa bæn í aug- um bam'anna. Bai’navinafélagið Sumargjöf heitir í dag á alla menn að Ixjálpa til að uppfyla þessa bæn barnanna, því böi’nin halda á- fram að biðja: „Berðu mig til blómanna í birtu og yl“. Magnús Stefánsson. Matgjaflrnar í barnaskólum Reykjavíkur 1 Moi’gunblaðinu síðastl. sunnudag er grein um þetta mál, þar sem missögnum, rang- færslum og ósanníndum er i-aðað saman á þann hátt, að eigi verður hjá því komist að leiðrétta hið helzta. Ég vil strax taka það fram, að ég er engan veginn sammála sumu því, sem í’itað hefir verið um málið í blöð vinstri flokk- anna undanfarnar vikur, og lít svo á að málefnisins regna befði ýms þau ummæii gjarna nxátt vei’a ósögð. T. d. verður að telja hinar.þungu ádeilui’, sem beint hefir verið persónu- lega gegn borgarstjóra bæði csanngjarnar og byggðar á röngum forsendum. Allir sem til þekkja vita, svo að eigi verður um deilt, að ekkert er fjær hr. Pétri Halldórssyni en að vilja taka bitann og mjólk- ursopann frá munnum þurf- andi bai’na. Enda er skýringin á afstöðu hans allt önnur. Flokksaginn í nútímastjórn- málalífi annars vegar og hins vegar afstaða sjálfstæðisflokks ins til mjólkurmálsins frá önd- vei’ðu eru vitni, sem eigi verða véfengd. Þá eru tölurnar, sem nefnd- ar hafa verið í sambandi við kostnað við matgjafir frá 1. jan. 'til 1. api’íl, heldur lægri en hinn raunverulegi kostnaður, vegna þess, að í mai’zlok voru ekki allir reikningar komnir fram til greiðslu. Vík ég svo aftur að áður- nefndri grein í Morgunblaðinu. Blaðið fullyrðir rneðal ann- ars: Að það sé „samhuga álit þeirra, sem bezt þekkja til þessara mála, að matgjafirnar í þeirri mynd, sem verið hefir, séu óheppilegar“. Að matgjaf- irnar hafi verið all't of dýrar í hlutfalli við gagnið. „Að ýmis- konar misnotkun hafi átt sér stað í sambandi við matgjaf- irnar“ — „að mjólkur- og lýsis- gjafir eru almennar og má telja hafa verulega þýðingu fyrir heilbrigði barnanna“. „-------um mjólkui’- og lýsis- gjafimar hefir að meginstefnu txl verið fullt samkomulag“.*) Til þess að átta sig sem bezt á hvað satt er í þessu máli er réttast að rifja upp sögu ma’tai’-, mjólkur- og lýsis- gjafanna fi’á upphafi. Mér er sagt, að frú Laufey Vilhjálmsdóttir hafi fyrst vak- ið máls á nauðsyn matgjafa í barnaskólum Reykjavíkui’. Mun hún hafa talið að fæðuskort sæi á nokki’um fátækum börn- um. Frú Briet Bjarnhéðins- dóttir flutti tillögu um málið í bæjarstjórninni við umi’æður um fjárhagsáæ'tlun fyrir árið 1910. Marðist þá í gegn fjár- veiting að upphæð 700 kr, í *) Letui’br. Morgunbl. þessu skyni. I Kvennablaðinu 25. febrúar 1910 segir meðal annars um þetta mál: „Matgjafir þessar hafa oi’ð- ið rnjög vinsælar og bæjar- stjórnin hefir þá gleði, að vita að mörg svöng börn hlakka til þess á hverjum degi að fá nægju sína af góðum, heitum og hollum ma't“. Rúmlega 100 böi’n nutu þá sti’ax þessara hlunninda. Eins og segir í Kvennabtað- inu náðu matgjafirnar þegar á fyrsta ári svo miklum vinsæld- um að eigi þótti fært að leggja þær niður síðan, enda ekki kunnugt að nokkru sinni hafi koixxið fi’am tillaga í þá á'tt. Hitt er allt annað mál að um það hefir verið rætt, hvort ekki xxxyndi hagkvæmara að fá húsakyixni fyrir matgjafirnar utan skólanna. T. d. er svo ás'tatt í Austui’bæjarskólanum, að eigi er annað sýnt en þegar á næsta hausti verði annað- hvort að taka á leigu kennslu- stofur, út í bæ, eða að koma matgjöfunum annarsstaðar fyrir. Ég hefi ræ'tt um hið síð- ai’nefnda, vegna þess, að hús- næði það, sem mötuneytið er nú í er ágætlega fallið til kennslu, en að ýmsu leyti óhentugt til matgjafanna. Um dýi’leika matgjafanna í hlutfalli við notagildi þeirra hefi ég aldrei heyrt talað fyrr. Kostnaðarverð hin síðari ár mun hafa verið 30—40 aui’ar fyrir hvert barn á dag. Ekkert hefir þó vei’ið til sparað af heil- næmri og bætiefnaríki’i fæðu, svo sem mjólk, smjöri, eggjum o. s. frv. Annars væri fróðlegt að fá nánari upplýsingar um lxvað Morgunblaðið á við með dylgjum sínum um misnotkun x sambandi við matgjaffmar. Ég mótmæli því fyrir hönd Austurbæjarskólans. Ráðskon- an hér er valinkunn sæmdar- kona, og að því er ég veit bezt, vel fær í sínu starfi. Þá kem ég að mjólkurmál- inu. Mjólkurneyzla hófst í barnaskóla Reykjavíkur haust- ið 1981, fór þó þann ve'tur að- eins fram í Austurbæjarskól- anum. Ég ritaði foreldrum bréf, þar sem spurzt var fyrir um, hvort þeir óskuðu að kaupa mjólk fyrir börn sín í skólan- um. Undirtektir voru þá þeg- ar mjög góðar, og í’éðst ég því í að semja á eigin ábyi’gð við Mjólkurfélag Reykjavíkur um sölu á mjólk í skólanum. Ýms- ir boi’gai’ar í bænum urðu hrifnir af þessari hugmynd og sendu sumir, ótilkvaddir, pen- ingaupphæðir til mjólkurkaupa handa fá'tækustu börnunum Fyrstur þeirra var Jón Bene- diktsson læknir, sem lét fylgja mjög hlýleg ummæli í garð þessarar nýbreytni. Þegar fjárhagsáætlun bæjai’- ins fyrir árið 1932 var í’ædd í skólanefndinni lagði ég þar fram erindi um að tekin yrði upp fjárveiting að upphæð 5000 kr. til mjólkurgjafa handa fátækum börnunx í Austurbæj- rskólanum. Bæjarstjóm sá sér ekki fæi’t að verða við þess- um óskum í það skipti. Ilaustið 1932 flutti frú Aðal- björg Sigurðardóttir tillöguna í bæjarstjói’ninni um 9000 kr. íjárveitingu til mjólkurgjafa í barnaskóluixx bæjarins. Fram- sóknarmenn og jafnaðarmenn fylgdu málinu, en Sjálfstæðis- menn á móti. Þó fór svo, að þessu sinni, að gifta barnanna og vinsældir málsins sigruðu. Iijalti Jónsson gi’eiddi a'tkvæði nxeð börnunum, en á móti flokksnxönnunx sínum, enda var honunx sparkað af lista Sjálf- stæðismanna við næstu bæjar- stjói’narkosningar á eftir. Og svo undrandi urðu hinir sjálf- stæðismennii-nir, er þeir sáu 8 hendur á lofti með þessu máli, að þeir létu endurtaka at- kvæðagreiðsluna. En Hjalti sat \ið sitt. Nú var byrjað á mjólkui’- gjöfum og mjólkursölu í báð- um barnaskólum bæjarins. Síð- an hefir þetta mál orðið vin- sælla með hverjum deginum, og því eigi viðlit að leggja fjár- veitingar í þessu skyni niður, he'dur hafa þær íai’ið hækk- andi. Af þessu yfirliti er það ljóst, að Morgunblaðið á sunnudag- inn fer með staðleysur einar og öfugmæli, þegar það full- yrðir að ágreiningur hafi ver- ið um matgjafir í barnaskólun- um, en aldi’ei um mjólkurgjaf- imar. Þá er það einnig hiix mesta fjarstæða að of lágar fjái’veit- ingar til þessara mála stafi af vani’ækslu skólanefnda eða skólastjóra. Allir skólastjórar barnaskólanna hafa verið og eru fylgismenn þessara mála, og Arngrímur Kristjánsson t. d. skrifað um málið og barizt fyrir því á annan hátt. Skóla- nefndai’mennirnir hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja. Og nú síðast 30. mai’z s. 1. ltomu skólastjórar og skólanefndir í veg fyrir að mjólkur- og lýsis- gjafir yrðu felldar niður yfir aprílmánuð, með þvx að fara á fund boi’gai’stjóra og fá hann til að halda þeim áfram. Því að hvað sem höf. Morgunblaðs- gr. feitle'trar um það efni, þá höfum við skólastjórarnir feng- ið skipun um að stöðva þessa starfsemi tafarlausi. Hitt er annað mál, að borgais'tjóri tók nxálaleitan okkar viðvíkjandi mjólkur- og lýsisgjöfum strax vel, og er það ein sönnun þess, sem ég drap á í upphafi gi’ein- arinnar, að hamx pei’sónulega eigi hér ekki aðalsök að máli. Þar sem saga matgjafa og nxjólkurgjafa í bamaskólunum hefir verið rakin hér að fram- an, þykir rétt að geta einnig um lýsið. Það mun hafa verið um áramót 1935, sem byrjað var á lýsisgjöfum hér í Austur- bæjai’skólanum og stuttu síðar í Miðbæjai’skólanum. Áður hafði það verið gefið við og við Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.