Nýja dagblaðið - 21.07.1937, Side 2

Nýja dagblaðið - 21.07.1937, Side 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Klæðaverksmíðj an Gefjun hefir lengí verið brautryðjandi í íslenzkum ullariðnaðí. Síðasta nýbreytnín eru kambgarnsdúkarnír sem pegar hafa hlotíð almenna vSðurkenníngu og Ser sala peirra hraðvaxandi. Gefjunar kambgarn Kl prjónagarn í Sjöldamörgum litum — er á góðri leið með að útrýma erlendu prjónagarni hér á landi. Spyrfíst Syrír um verðið hjá umboðsmönnum vorum Klæðaverksmiðjan GEFJUN, Akureyri. Kafbáturinn, sem áður var tákn glötunarinnar, hefir nú fyrir hugvit japansks vísinda- manns verið gefið annað og göfugra hlutverk, sem sé að auka matarforða heimsins. Mit- subishi skipasmíða- og verk- fræðifélagið í Nagasaki er að smíða neðansjávarbáta, sem eiga að sýna auðæfi djúpanna. Hinir nýju kafbátar, sem rannsaka djúpin, eiga að koma djúpfiskveiðum á og tryggja þær, með því að maður sem er í 2000 feta dýpi skýri nákvæm- lega frá hvernig umhorfs er þar. Það kann að vera, að heim- urinn eigi að þakka Sir Hubert Wilkins hugmyndina, en í fe- brúar 1935 sýndi Mazuzo No- mura, forseti japanska^ fisk- veiðasambandsins, fram á ó- tvíræða gagnsemi slíkra kaf- báta til rannsókna fyrir fiski- veiðarnar almennt, og þá sér- staklega með rannsóknum á meira dýpi en maðurinn 'hefir áður haft vald yfir. Eftir að hann hafði fengið einkaleyfi samdi hann við Mit- subishi félagið um að byggja og útbúa kafbát til rannsókn- anna. Smíðin hófst í apríl 1935 og fyrsta reynsluköfun var gerð í júní 1936. Síðan þá hefir bát- urinn kafað um 200 sinnum og dvalið meir en 400 stundir á ýmsu dýpi, allt niður í 2000 fe'ta, og sýnt að hann bregst ekki þeim vonum, sem Nomura gerði sér um hann. Báturinn lítur út eins og stór stálvindill, 18 feta langur og 8 fet í þvermál. Þegar hann er ,.uppi“, er hann knúður með 100 ha. Dieselvél, en „niðri“ er hann knúður með 2 5 ha. raf- magnsmótorum. Skipshöfnin er 3 menn. 2 annast stjóm báts- ins sjálfs og 1 maðurinn hefir stöðu í „tuminum“ og hann sér um ljósmyndavélarnar, kastljósin og yfirleitt allan annan útbúnað, sem beint er notaður við sjálfar rannsókn- irnar. Plöturnar í skrokknum eru 8 þumlunga þykkar, og naglar og boltar eru hvergi notaðir, heldur er allt rafsoðið. Þungi bátsins er svo mikill að þegar hann er á yfirborðinu, er burð- armagnið aðeins 10%. Eigi að kafa, er kjölfestuvatni dælt í þar til gerða geyma unz burð- armagnið er aðeins 2%, síðan er kafað með því að knýja bát- inn áfram í hringi með raf- magnsmótorunum, og stjórna „niður“ með „uggunum“ og „dýptarstýrinu". Þar sem ómögulegt væri að tæma kjölfestugeyma á meir en 500 feta dýpi, vegna þrýst- ingsins, er alltaf siglt með þessu 2% flotmagni neðan- sjávar. Báturinn heldur sér niðri samkv. sömu grundvallar- atriðium og flugvél heldur sér svífandi. Þegar farið er upp, eru rafmagnsmótorarnir stöðv- sðir, og báturinn flýtur upp, unz svo hátt er komið, að hægt er fyrir þrýstingnum að tæma vatnsgeymana með saman- þjöppuðu lofti. 8 þumlunga þykkar rúður úr bræddu kvartsi eru á kinnungum, skut og þaki tumsins, að baki þeim eru sjónpípur í sambandi við myndavélar. Mjög sterk kast- Ijós veita birtuna til þessarar myndatöku. Sérstakar filmur og ljóskast- arar er varpa infra-rauð- um geislum eru notaðir við myndatökur á því dýpi, sem enginn sólargeisli nær til. Með þessum myndatökum eru gerðar rannsóknir viðvíkj- andi tilvonandi fiskiveiðum, safnað tegundum og í raun og veru tekið manntal meðal íbúa djúpanna. Þar til gerðum „háfum“, með gini, sem lokast, er skotið út, eftir stálstöngum, með press- ! uðu lofti, til þess að grípa þau sýnishorn, er sérstaklega er æskilegt að rannsaka. Á kinn- ungunum eru 2 slíkir háfar, er draga 12 fet og einn í turnin- nm, sem nær 10 fet. Á báðum hliðum skrokksins, um 4 fet frá kinnungunum, eru vél-,armar“. Stálfingur þeirra eiga, með lipurð mannlegra handa, að safna sveppum, skel- fiskum, kröbbum og öllu slíku, sem finnst á botninum. Þau að, eru látin í hólf utan á skrokknum, til þess að varna því að þau skemmist á leiðinni upp. í mörgum reynsluferðum hefir kafbáturinn starfað við- stöðulaust í 6—8 stundir á 1500—2000 feta dýpi. Til þess að halda bátnum kyrrum niðri, eru 4 smáskrúfur, tvær sín bvoru megin á kinnungunum og tvær á skutnum. Þessar skrúfur má einnig nota til að flýta fyrir bátnum á leiðinni upp, og einnig til að draga úr ferðinni, svo fiskar, teknir á miklu dýpi, skemmist ekki. Undir yfirborðinu gengur báturinn 4 hnúta, en á yfir- borðinu knýr dieselvélin hann 12 hnúta. Báturinn getur far- ið 600 enskar mílur frá móð- urskipinu, en loftskeytasam- bandi er alltaf haldið. Vegna þess hve þessi fyrsti bátur hefir reynst vel, er Mit- verður í Þrasiaskógí, sunnudagmn 25. júlí og heist kl. 1 e. h. Ungmennasamband Kjaiarnesfúngs og Héraðsambandið Skarphéðínn haida mótíð. — Ræðuhöld, kórsöngur, horna- blástur o. Sl. Aliur lýðræðissinnaður æskulýður vel- kominn. Akureyrarferðír Bífreíðasf. Sfeíndórs eru — Hraðíerð — Fímmtudaga. Tveggfadagaferð — mánudaga. Aigreiðsla okkar á Akureyris Bifreiðastöð Oddeyrar. Steindór. Sími 1580. •4 ÚTBREIÐIÐ NÝJA DAGBLAÐID ► subishi-félagið að smíða fjóra báta í viðbót, ennþá fullkomn- ari. Þessir kafbátar kosta full- búnir um 75 þús. krónur. Þessi kostnaður er samt hverfandi hjá því gagni, sem talið er að sé af rannsóknum þessara báta, þar sem þeir finna ný fiski- mið, auk þess sem þeir geta framkvæmt þær rannsóknir á gömlum miðum á fáum dög- um, sem tekur mörg ár með eldri aðferðum. Samtals 1 millj. og 500 þús. manns vinna nú hjá ýmiskon- ar fiskveiðafyrirtækjum í Jap- an. Þetta er meir en helming- ur þeirra manna, er sömu at- vinnu stunda annarsstaðar í heiminum. Afli Japana er ár- lega 3 millj. tonna eða fjórði hluti af fiskafla heimsins. — 1936 gáfu fiskveiðarnar jap- önskum borgurum í aðra hönd 644 millj. króna. Mitsubishi-félagið gerir ráð fyrir að innan skamms verði slíkir bátar s’tarfræktir í um- hverfi margra af eyjum Jap- ana í Kyrrahafinu, sem þegar er vitað að auðugt er af fiski- miðum. Talið er að slíkar rannsóknir muni leiða til þess að nýjar greinar fiskveiða verði starf- ræktar, sem geti veitt Japönum ný auðæfi og aulcna atvinnu. Mitsubishi-félagið hyggst að framleiða þessa skrítnu, nýju rannsóknarbáta fyrir ýms hin stærstu fiskiveiðafélög í Japan, sem þætti margborga sig að eiga þá og starfrækja. Þessa bá'ta á einnig að leigja til rannsókna, og geta þeir þannig orðið báðum aðilum til hagnaðar. Norska fiskveiðasambandið hefir þegar pantað einn af þessum bátum til að annast rannsóknir fiskimiða við Nor- eg. — Samningar standa nú yfir, og á næstu mánuðum er talið víst/ að kafbátar af þessari gerð verði byggðir í Bandaríkjunum og nokkrum öðrum löndum, af N onnur a-Mitsubishi sérleyf is- höfunum, og verði þeir látnir annast almennar fiskirann- sóknir, auk annars vísinda- starfa í djúpunum. Núna, þegar japanskur upp- fyndingarmaður hefir breytt hinu hræðilega morðvopni, kaf- bátunum, í 'tæki til víðtækra rannsókna á þeim 4/5 hlutum hnattarins, sem manninum eru svo átakanlega lítið kunnir, þá virðist manni að kafbáturinn ætli að lokum að sýna lit á því að bæta fyrir þá eyðileggingu og örvæntingu, sem hann hefir bakað á ófriðartímum. Nomuro segir; „Það er áreiðanlegt, að eng- inn setur sig upp á móti kaf- hátunum mínum, þegar þeir eru smíðaðir og starfræktir af hundruðum manna af ýmsum þjóðernum, og sem lifa við sjávarsíðuna, til þess að færa þekkingu mannsins meir en hálfa mílu niður fyrir yfirborð sjávarins, og til að auka fæðu- tekju mannanna úr sjónum, auka atvinnuna og stuðla að almennri fjárhagslegri velferð þjóðanna á friðartímum. Innan árs vona ég að ég verði búinn að koma upp rannsókn- arstofu, sem geti skýrt leynd- ardóma sjávarins eina mflu niður fyrir yfirborðið. Og að lokum hefi ég trú á, að það sé mögulegt að smíða kafbát, sem geti tekið að sér slíkar rann- sóknir á botni dýpstu hluta úthafanna, hinna 7 hafa. Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.