Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 21.07.1937, Qupperneq 3

Nýja dagblaðið - 21.07.1937, Qupperneq 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 NÝJA DAGRLAÐH) Útgeíandi: BlaSaútgáfan h.í. Ritstjóri: pórarinn pórarinsson. Ritstjómarskrifstofumar: Hafnarstr. 10. Sími 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Haínarstr. 16. Simi 2323. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. í lausasölu 10 aura eint. Prentsm. Edda h.f. Sími 3948. Síldveiðín og greíðslujöinuðuríim víð útlönd Hér í blaðinu var í gær birt yfirlit um síldaraflann á þessu sumri fram til 17. júlí, að þeim degi meðtöldum. Þetta yfirlit sýnir, að síldaraflinn er hinn 17. júlí rúml. 31 þúsund hektó- lítrum minni en á sama tíma í íyrra, eða ca. 568 þús. hektó- lítrar nú móti 599 þús. hektó- lítrum á sama tíma í fyrra. Það má nú að vísu segja, að þessi munur sé ekki ýkjamikill og að hann geti vel unnizt upp og meira en það á fáum dögum, ef sæmilega gengur. En hér verður að líta á fleira. Ber þess þá fyrst og fremst að gæta, að mun stærri skipastóll stund- ar veiðina nú en í fyrra. I fyrra stunduðu sddveiðarnar 126 vélskip með herpinót, en nú 138. Hitt munar þó meiru, að nú eru 32 togarar á síldveið- um, en í fyrra ekki nema 18. Línuveiðarar eru hinsvegar jafnmargir nú og í fyrra. En þessi fjölgun síldveiðitogar- anna um 14 og vélskipa um 12, þýðir vitanlega stóraukinn kostnað í veiðarfærum, kolum, olíu o. fl. T. d. eru herpinætur veiðiskipanna nú 24 fleiri en í fyrra. Þar að auki ber að at- huga það, að flest skipin byrj- n ðu veiðar viku fyr nú en í fyrra og hafa þá eytt þeim mun meira í ýmsan kostnað til að afla 568 þús. hl. nú, en þau eyddu til að afla 599 þús. hl. í fyrra. Af þessum staðreyndum ligg- ur það í augum uppi, að mun betur þarf að ganga héðan af en hingað til, ef síldarafurð- irnar eiga að geta haft þá þýð- ingu fyrir viðskiptajöfnuðinn við útlönd, sem brýn þörf væri á og vonast hefir veríð eftir. Mun láta nærri, að veiðin hefði þurft að vera 25% meiri nú en í fyrra til þess að vera sam- bærileg, miðað við kostnað og aukinn innflutning útgerðar- vara. Hefði þá veiðin nú 17. júlí þurft að vera orðin um 710 þús. hl. í stað 568 þús, hl. Og heildarveiði sumarsins til bræðslu mætti tæpast verða minni en um 1 millj. 335 þús. hl. (var í fyrra 1.068.670 hl.). Þó að verð síldarafurða til útflutnings hafi hækkað all- mikið frá því, sem var í fyrra, þá er vitanlega hæpið að reikna þá verðhækkun útflutningnum til ágóða fram yfir það, sem var í fyrra, þar sem erlendar Blekhingar Eftirköst kosningaósigurs Breiðfylkingarinnar eru farin að gerast ískyggilega umfangs- mikil í kolli Ólafs Thors. — ,.Sjálfstæðishetjurnar“, sem héldu sig í húsum inni til að dylja vesaldóm sinn um nokk- urt skeið eftir 20. júní, drag- ast nú á tyllidögum inn að Eiði til að hlusta á kosninga- vísindi foringjans. En þar tek- ur ekki betra við. Staðreyndir kosningaúrslitanna hafa á fjór- um vikum umhverfst í „krón- iska“ blekkingasýki í höfði Ól- afs. í saggarigningu er svo þessum „vísindum" hel't yfir Eiðið, meðal þeirra sálna, er óska huggunar eftir uppsker- una af fíkjutré Kveldúlfs. Foringinn er „róttækur" í á- lyktunum. Hann segir að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi raunar íengið nær 26 þús. atkv. í þessum kosningum. Hann seg- ir, að Framsóknarflokkurinn hafi ekki fengið nema um 13 þúsund atkv. Hann forðast að ncfna atkvæðatölurnar eins og landskjörstjói-n hefir birt þær fyrir alþjóð. Hann leitast við að snúa við lögmáli stærðfræð- innar, til að fela hina réttu mynd af flokksforus'tu sinni. Og alt þetta er heiðruðum í- haldskjósendum boðið upp á til skemmtunar — inn á Eiði. Stærðfræðigáfa Ólafs Thors virðist tekin að vaxa gífurlega til einnar hliðar, eins og æxli. Hún birtist orðið áberandi mik- ið í því, að telja sjálfum sér það, sem aðrir eiga, og nota til þess óvenjulegar reiknings- vörur líka hafa hækkað í verði til mikilla muna. Afkoma síldveiðanna það, sem af er, gefur því tilefni til ýtrus'tu varfærni viðkomandi innflutningnum. Og væri þess rík þörf, að betur rættist úr um þessa framleiðslu en ennþá horfir. tJt af slúðri Mbl. í gær um hagstæðan greiðslujöfnuð á stjórnarárum Ihaldsflokksins, er rétt að taka það fram enn einu sinni, að meðalinnflutn- ingur áranna 1924—26 var 63x/3 millj. kr. á ári. Meðalinn- flutningur áranna 1935 og 1936 er hinsvegar ekki nema 43 millj. kr. á ári, og þá bætt 7% við upphæð bráðabirgðaskýrsln. anna bæði árin. En hver og í einn getur gert sér það í hug- | arlund, hvernig viðskiptajöfn- uðurinn hefði verið, ef flutt hefði verið inn fyrir 63y3 millj. kr. á ári, eins og gert var á stjómarárum Ihalds- flokksins 1924—26. Ólafs Thors aðferðir. Með því að hækka tölur eða læltka um nokkur þúsund, eftir eigin geðþótta, tekst honum að fá útkomur, frá. Þótt slíkt fordæmi um meðferð á tölum þekkist úr ' iðskiptalífinu, munu ekki allir stjórnmálaflokkar sjá sér fært að halda saman flokki með þeim ráðum. Af því að kjósendur Breið- fylkingarinnar eiga bágt, vegna forustunnar, skal þeim sýndur hér samanburður á fylgisaukn- Hraust legi og faguvt hötund fáið jbér fyrir nokkra aura d dagef þér not- ið Vigertöflur bí Þœr fdst i öllum lyfjábúðum yiger t&flup Verksmiðjan Viger, Kaupmannahöfn ingu Framsóknarflokksins og íhaldsins um nokkurra ára skeið. Tölurnar eru teknar úr skýrslum hagstofunnar og er óhætt að treys'ta þeim, ekki aðeins inni á Eiði, heldur alls- staðar. Yfírlit um Alpmgiskosníngarnar- 1923 1927 1933 1933 1934 1937 Framsóknarfl. 8062 95321/2 1384472 853072 1137772 1455672 Alþý&ufl. 491272 60971/2 619772 68641/2 112691/2 1108472 íhaldsfl. 16272 1361672 16894 171311/2 21974 24132 (Borgarafl. Sjálfstæðisfl.) Frjálsl. fl. Bændafl. 1858 3348 357872 Kommúnistafl. , , , 1165 267372 3098 49321/2 Nazistar 8 363 118 Utan fl. 111572 9041/2 446 480 499 13 Samtals 30362 32009 38544 35680 51929 58415 Framsóknavflokkurlnn íhaldið Atkvæðaaukningin. 1923-27 1927-33 1933-37 1923-37 19,50/o 52.70/0 ?0,60/o 80,60/o -H-l 6,30/o 25,80/o 40,90/o 48,30/o Við kosningarnar 1931 fékk F ramsóknarflokkurinn meira fylgi en nokkru sinni áður, jók hann þá fylgi sitt úr 9532!/> atkv. 1927 í 13844i/2 atkv. eða um 45,3%. Er það mesta fylg- isaukning á einu kjörtímabili, að undanteknum kosningasigr- inum nú í vor. Þá var barizt um kjördæmamálið og má íhaldið af því sjá, hvers það má vænta, ef til slíkrar bar- áttu kemur aftur. Þetta ár valdi Ólafur Thors sér til sam- pnburðar til að dæma um fylg- aukningu Framsóknarflokksins og þó með því að breyta at- kvæða tölum um nokkur þús- Kosningasögur Veðmál eru ekki fátíð í sam- bandi við kosningar. I Sölusam- bandi ísl. fiskframleiðenda sögðu starfsmennimir fyrir hverjir mundu komast að í kjördæmunum og bundust sam- tökum um að greiða eina krónu í sjóð fyrir hvern, sem félli af þeirra mönnum. Hjá þeim, sem næs't komst hinu rétta munaði fjórum mönnum, og var hann heiðurs- gestur í gleðskap þeim, sem kostað var til með sjóðnum. Þeir, sem mest urðu að borga guldu 16 krónur, svo margir menn höfðu fallið af þeim, sem þeir hugðu að mundu komast að. * * * Enginn frambjóðanai mun hafa komizt nær því að hafa fullkomið yfirlit um kosn- ingafylgi sitt, en Páll Zóphóní- asson. Þegar hann var á heim- leið með Súðinni eftir kosning- arnar 1934, sagði hann við sam. ferðamenn sína: „Ég verð kos- inn með 440 atkvæðum eða 441, ef hún kýs mig þama kon- an“, sem hann tiltók. Þóttu roönnum þetta furðuleg ná- kvæmni. En hvað skeði. Páll var kosin með 441 atkvæði 1934. Kunni mönnum að hafa Ódýrar bækur: und og fer vel á því, að hann minni þjóðina á þá útreið, er J þótt þetta vera tilviljun, um íhaldið fékk í því máli, um leið ! nákvæmni Páls, að þessu sinni, og hann er að tæpa á „rang- 1 þá mætti mönnum ekki síður læti“ í því sambandi. ( þykja það einkennilegt, að eftir kosningarnar, en áður en taln- ingu var lokið að þessu sinni, sagði Páll fyrir kosningatölu sína, hún yrði 723, og reyndist það svo. George Sheldon: Angela.............. kr. 3,00 Rex Beach: Kynblendingurinn............ — 2,50 Charles Garvice: I .varga-klóm .... .. — 2,00 H. S. Merrimann: Gammarnir..... —■ 2,00 Georg Ohnet: Fómfús ást ............. — 1,00 F. A. Friis: Munkaf jarðarklaustur .... — 1,00 Emil Ludwig: Emden og Ayesha......... — 0,50 Rudolf Requadt: Flugmaðurinn......... — 0,50 Um Hindenburg: Líf hans og starf .... — 0,50 Ji ' S 1 « :'»v ; Munið að taka þessar óvenju ódýru og skemmtilegu bækur með yður þegar þér farið í sumarfríið. — Bókverzltinm Mímír h.fi. Aausturstræti 1 — Sími 1336 Kaupíð Nýja dagblaðíð! SMIPAUTCERÐ rimisins sz 1 „Esja“ fer um Vestmsnnaeyjar til Giasgow nœstk. föstudag kl. 8 s. d. Tekur flutning og far- þega.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.